Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 36

Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skoðana-könnun semMorgun- blaðið sagði frá í gær sýnir glöggt þá miklu andstöðu sem er meðal þjóðarinnar við samþykkt þriðja orkupakkans. Á þetta hefur ítrekað verið bent en meirihlutinn á þingi hefur skellt skollaeyrum við ábend- ingum og aðvörunarorðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra og vonandi nýta þing- menn og ríkisstjórn þann tíma sem framundan er, eftir að afgreiðslu málsins var frestað, til að finna lausn sem ekki er í andstöðu við þjóðina. Sú lausn hlýtur að fela í sér að Ísland taki ekki upp þá orku- löggjöf sem felst í þriðja orkupakkanum, óháð hald- lausum fyrirvörum. Allir virðast sammála um að þriðji orkupakkinn eigi ekkert erindi við Ísland og flestir eru að auki sammála um að vilja ekki þennan orku- pakka. Þetta á jafnvel við um þá sem talað hafa fyrir mál- inu! Þeir hljóta að nýta sum- arið til að losna út úr ágrein- ingnum við þjóðina og gæta þess vonandi vel að halda ekki áfram að dýpka gjána með því að halda áfram að grafa. Þetta á ekki síst við um rík- isstjórnarflokkana þrjá, en afstaða stuðningsmanna þeirra flokka er afar skýr. 68,4% framsókarmanna eru fylgjandi því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf Evr- ópusambandsins en aðeins 6,9% eru því and- víg. 48,7% sjálf- stæðismanna eru fylgjandi undan- þágu en aðeins 19,9% andvíg. Þá eru 40% vinstri grænna fylgjandi því að Ís- land verði undanþegið orku- löggjöfinni en aðeins 24,3% andvíg. Þetta eru mjög skýrar línur og afar gott veganesti fyrir þessa flokka inn í sumarið hafi þeir áhuga á að staldra við og taka tillit til skoðana kjósenda flokkanna. Og þessar skoðanir koma raunar ekki aðeins fram í þessari könnun, þær hafa einnig komið skýrt fram í flokkssamþykktum. Í umræðunni um þriðja orkupakkann hafa ýmis orð verið látin falla, meðal annars um þekkingarleysi þeirra sem vilja ekki pakkann. Það er óboðlegur málflutningur sem vonandi heyrir sögunni til. Þá hefur því verið haldið fram að andstæðingar pakkans séu fá- mennur og einangraður hópur. Nýbirt könnun verður vonandi til að menn hætti slíku tali. Það þarf dug og forystu- hæfileika til að rétta kúrsinn þegar ratað hefur verið í ógöngur. Á næstu vikum gefst forystumönnum á þingi og í ríkisstjórn gott tækifæri til að láta muna um sig og ná sáttum við almenning í þessu máli. Þetta er tækifæri sem þeir mega ekki láta sér úr greipum renna. Nú er tíminn til að rétta kúrsinn í þriðja orkupakkanum og sættast við þjóðina} Tækifæri Klerkastjórniní Íran hefur mikil tök á olíu- flutningum heimsins vegna stöðu landsins við Hormuz- sund. Árásir á nokkur olíu- flutningaskip á liðnum vikum hafa vakið athygli á þessu og hafa Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir lýst því yfir að þessar árásir séu að öllum líkindum að undirlagi Írana. Írönsk stjórnvöld hafa neitað þessu en sú neitun verður að teljast ótrúverðug. Bandaríkin hafa í seinni tíð eins og oft áður haft forystu um að reyna að koma bönd- um á þá ógn sem stafar af að- gerðum íranskra stjórnvalda í Mið-Austurlöndum, allt frá Jemen til Sýrlands. Miklu skiptir að önnur ríki beiti sér einnig til að draga úr hætt- unni af Íran, en því miður hefur mjög skort á skilning á þessari hættu og þar veldur til dæmis vonbrigðum, þó að það komi því miður ekki á óvart, að Frakkland og Þýskaland, og þar með Evr- ópusambandið, hafa dregið lappirnar að þessu leyti. Írönsk stjórnvöld hótuðu því fyrir fáeinum dögum að eftir viku frá deginum í dag yrðu þau komin yfir þau mörk sem samið hafði verið um í kjarnorkusamkomulagi að þau mættu eiga af auðg- uðu úrani. Þetta sýnir vel hve gallað kjarnorku- samkomulagið var og hve brýnt er að þjóðir heims standi saman gegn ógnar- tilburðum klerkastjórnar- innar í Íran. Íran auðgar úran og ógnar öðrum ríkjum}Þjóðir heims standi saman Sýndarmennska og lýðskrum geralítið úr vitrænu pólitísku starfi.Flokkar og stjórnmálamenn fær-ast til á litrófi stjórnmálanna hrað-ar en auga er deplað. Áratugum saman barðist Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir einstaklingsfrelsi, frjálsum viðskiptum, afnámi forréttinda, markaðs- lausnum og vestrænni samvinnu. Aðrir flokk- ar aðhylltust aðra stefnu, t.d. ríkisforsjá og forréttindi kaupfélaganna. Þegar Austur-Evrópa losnaði undan oki kommúnismans breyttist heimsmyndin. Þróunin á Vesturlöndum hefur verið hæg – en til verri vegar. Bandaríkjamenn völdu sér hættulegan vindhana sem forseta og Bretar gætu sett einn slíkan í stól forsætisráðherra á næstunni. Við megum minnast þess að á þessu sviði voru Íslendingar frumkvöðlar árið 2013. Að undanförnu hefur borið á því að Sjálfstæðis- flokkurinn, eða sterk öfl innan hans, telji að flokkurinn eigi að fylgja þeim sem vilja snúa aftur til þeirra tíma þegar þjóðir einangruðu sig og telja að sundrung vina- þjóða feli í sér sérstök tækifæri fyrir Ísland. Stór hópur innan flokksins er andstæður markaðslausnum þar sem þær rekast á við sérhagsmuni. Þegar Viðreisn myndaði ríkisstjórn síðla hausts 2016 kynntum við okkur nýjustu ályktanir landsfundar Sjálf- stæðisflokksins vel. Lítill munur var á áherslum Við- reisnar og Bjartrar framtíðar og því mikilvægt að finna samnefnara með Sjálfstæðisflokknum. Þegar sam- þykktir þessarar æðstu stofnunar sjálfstæðismanna fóru saman við hugmyndir okkar töldum við að auðvelt yrði að ná samkomulagi. Öðru nær. Ályktanir landsfundar fengu margar lítinn hljómgrunn – ekki hjá okkur heldur flokknum sem hafði samþykkt þær. Því kemur ekki á óvart að læknar í einka- rekstri tala um „ríkisvæðingarstefnu dauð- ans“ meðan sjálfstæðismenn í ríkisstjórn fylgjast þöglir með. Mantra nokkurra sjálfstæðismanna er að gera lítið úr konum sem fylgja sannfæringu sinni og eru bara rétt um þrítugt og þaðan af yngri. Sumir halda að konur í stjórnmálum séu bara gluggaskraut. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði nýlega um annan vanda Sjálfstæðisflokksins: „Í dag eru frjálslyndir búnir að finna sér tærari rödd innan annars vegar Viðreisnar og hins vegar Pírata. Þar er talað skýrar um frelsi, laissez-faire og önnur slík prinsippmál.“ Vandi Pírata er reyndar að erfitt er að átta sig á því hver stefna þeirra er í flestum málum. Á sama tíma hefur Samfylkingin kvatt miðjuna og færst til vinstri til þess að reyna að ná þeim atkvæðum af VG sem ekki vilja sjá samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Því er kominn tími fyrir marga til þess að hugsa málin upp á nýtt. Viðreisn var stofnuð til þess að frjálslyndir kjósendur ættu sinn málsvara, til þess að rödd neytenda heyrðist og ferskir vindar blésu um vettvang stjórnmál- anna. Viðreisn er opin öllum sem unna frelsinu. Benedikt Jóhannesson Pistill Hrörnun í stjórnmálum Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen í kjölfarið hætta á einhverju bak- slagi,“ segir Gyða. Hún talar í þessu samhengi um herðingu laga um þungunarrof í öðrum löndum, svo sem í Noregi og ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Hún bætir við að #MeToo-hreyfingin hafi einnig verið notuð til að viðhalda misrétti með vís- an í það að „það megi ekki neitt lengur“. Vill brýna karla til dáða Gyða staðfestir að orðræða um að leggja eigi niður kynjafræði- kennslu í Háskóla Íslands komi reglulega upp en það telur hún merki um að kynjafræðin sé að gera eitt- hvað rétt. „Þetta er auðvitað fræði- grein sem hristir upp í fólki og sam- félaginu. Þegar það skapast umræða um að það eigi að leggja kynjafræð- ina niður segi ég að það sé stórt merki um árangur, að kynjafræðin sé einhvers konar hreyfiafl í samfélag- inu,“ segir Gyða. Gyða segist vilja sjá karlmenn taka meira af skarið í kvenréttinda- baráttunni og vill hvetja þá til að vinna markvisst gegn skaðlegri karlamenningu sem hafi komið fram í sviðsljósið með #MeToo-byltingunni. „Fyrst eftir að þetta kom fram höfðu margir áhuga á að láta af sér leiða með einhverjum hætti til að stemma stigu við þessari menningu. En síðan hef ég ekki orðið mikið var við það,“ segir Gyða. „Þetta var bæði vit- undarvakning fyrir konur sem áttuðu sig á því hversu víðtækt vandamál þetta var og horfðust í augu við að þær hefðu allt sitt líf verið að upplifa hluti sem ekki væru ásættanlegir en einnig var þetta vitundarvakning fyr- ir karla sem höfðu kannski tekið þátt í þessari hegðun sem konur sættu sig ekki lengur við.“ Kvennabaráttan enn lifandi og kröftug 11. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi að lækka virðisaukaskatt á tíða- vörum og getnaðarvörnum kvenna úr 24% í 11%. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þungunarrof var samþykkt á Alþingi 13. maí á árinu. Með frumvarpinu er konum heimilt að rjúfa þungun allt til loka 22. viku meðgöngu og er þannig sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama aukinn. Stjórnarráðið tilkynnti þann 23. mars áform félags- og barnamálaráðu- neytisins um að lengja fæðingarorlof í tveimur áföngum á næstu tveimur árum. Verður þá samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast 2020 tíu mánuðir en tólf mánuðir 2021. Kvenréttindi á þingi 2019 KVENNABARÁTTA HEFUR SKILAÐ FRAMFÖRUM Morgunblaðið/Hari Baráttukona Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, baráttukonu fyrir jafnrétti, við hátíðlega athöfn í Hólavallakirkjugarði í gær. BAKSVIÐ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Kvenréttindadeginum varfagnað í gær, en dagurinnmarkaði 104 ára afmælikosningaréttar kvenna. Af því tilefni var blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda Kvenréttindafélags Ís- lands, við hátíðlega athöfn í Hóla- vallakirkjugarði í gær. Miklar framfarir hafa orðið á árinu hvað varðar kvenréttindi, en sem dæmi má nefna stefnu stjórn- valda um lengingu fæðingarorlofs, nýlega samþykkt lög um þung- unarrof og afnám bleika skattsins. Mikilvægt að standa vörð Gyða Margrét Pétursdóttir, dós- ent í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir ákaflega mikilvægt að kven- réttindadagurinn sé haldin hátíð- legur. „Það er full ástæða til að halda upp á 19. júní til að við séum alltaf meðvituð um að þó að árangur náist megi ekki líta svo á að þetta sé bara komið í eitt skipti fyrir öll. Það þarf alltaf að vera á varðbergi og standa vörð um þann árangur sem náðst hef- ur á meðan barist er áfram fyrir því sem enn vantar upp á,“ segir Gyða í samtali við Morgunblaðið. Hún segir #MeToo-hreyfinguna vera það sem fyrir henni hafi staðið upp úr í kven- réttindabaráttu á síðustu misserum og segir að margar þær miklu fram- farir sem konur á Íslandi hafi fengið að sjá upp á síðkastið megi túlka sem eins konar framhald henni. Segir hún að sá kraftur sem fylgdi #MeToo- byltingunni sé til merkis um að kvennabaráttan sé enn mjög lifandi. Kraftur í kvennabaráttunni Gyða segir þungunarrofs- löggjöfina, sem samþykkt var á Al- þingi á árinu, hafa verið sérstaklega mikilvægt skref fyrir þjóðina og til merkis um hversu mikill kraftur sé í kvennabaráttunni hér á landi. Hún segir þó að alltaf séu einhverjar líkur á bakslagi sem oft fylgi framfara- skrefum í kvenréttindabaráttunni. „Ég er ekki að reyna að vera með einhverja dómsdagsspá en þetta er mynstrið sem við höfum séð í gegn- um sögu allrar kvennabaráttu. Það vinnst einhver árangur og þá er alltaf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.