Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is - www.hitataekni.is Anddyrishitablásarar Baðviftur Ein sú hljóðlátasta 17 - 25 dB(A) Umboðsaðilar á Íslandi loftræstikerfa fyrir heimili og fyrirtæki Bjóðum upp á mikið úrval Vatnshitablásarar Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Á ferð minni um fá- farinn göngustíg eitt fallegt og heiðskírt há- degi fyrir skömmu, gekk ég fram á stafi, sem lagðir höfðu verið á stíginn og gerðir voru úr stikum fal- legra sumarblóma. Gaf að sjá fallegt stúlkunafn. Hefði svo sem getað verið hvaða nafn sem var. Ég hugsaði með mér, að unga stúlkan hefði „skrifað“ nafnið sitt með blómum á stíginn og skilið eftir sig blómum skreytta minninguna. En svo hugsaði ég með mér hvort ungur piltur hefði borið mynd hennar í hjarta og skapað drauma sína um hana á gang- stígnum. Sannarlega var nafnið fal- legt og sumarlegt í sólinni undir bláum himni. Mér var hugsað til þess hvað menn bera í hjörtum sínum og hvað þeir gefa af sér og láta eftir sig á göngustígum lífs- brauta sinna. Hvað skiljum við eftir okkur í minningu annarra manna? Hvað er það sem við deilum með samferðafólki okkar? Á meðan arkitekt al- heimsins hannar sum- arblóm á norðurhveli jarðar og frostrósir á suðurhveli byggja athafnamennirnir skýja- kljúfa til minningar um afrek sín. Aðrir eiga sér líka stóra drauma, sem minna fer fyrir og færri taka eftir. Æðri máttarvöld hafa gefið okkur sumar og sól, blómin, ástina og lífið sjálft. Það fer ekki framhjá sam- ferðamönnum okkar þegar við kunnum að meta þær gjafir og lát- um það í ljós. Það er trú manna hjá mörgum þjóðum að nöfn og orð beri í sér kraft. Mér skildist það enn betur, þegar ég leit fallega nafnið á stígn- um, sem var skapað af hönnuði. Það gaf mér aukin kraft og veganesti á ferð minni. Hún var blómum prýdd minn- ingin, sem varð á vegi mínum og ég dáðist að þennan sólbjarta sum- ardag. Listamaðurinn hafði skilað sínu verki fagmannlega og færi ég honum bestu þakkir fyrir andríka og umhugsunarverða sköpun sína. Skrifað með blómum Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Mér varð hugsað til þess hvað menn bera í hjörtum sínum. Höfundur er áhugamaður um mann- legt samfélag. Um þessa sjöttu bæn í Faðir vor rit- aði dr. Marteinn Lúther í „Fræð- unum minni“: „Guð freistar að sönnu einskis manns, en vér biðjum í þessari bæn að Guð vilji vernda oss og varð- veita, svo að djöfull- inn, heimurinn og hold vort svíki oss eigi, né tæli til vantrúar eða ör- væntingar“. Svo sem vænta má, eiga þessi orð kirkjuföðurins hér vel við. En á hinn bóginn mætti líka segja, að þessi bæn sé alveg sjálfsögð, þegar við stöndum frammi fyrir Honum, sem er „skapari himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega“, hefur vald á öllum hlutum, og ákveður allt, sem gerist, án þess að spyrja kóng eða prest! Hér ræðir með öðrum orðum um guðsóttann, bænina um að Guð vilji leiða okk- ur á réttan veg, til eilífs lífs og sáluhjálparinnar, en ekki freista okkar til þess að fara ranga leið, þannig að við lútum í lægra haldi fyrir sérhverri þolraun. Þannig biðjum við til hins almáttuga Guðs. Danski guðfræðingurinn og heimspekingurinn Søren Kierke- gaard, segir frá því á einum stað, að hann hafi spurt unga stúlku að því, hvort kærastinn elskaði hana. Hún roðnaði og bliknaði á víxl við tilhugsunina um þann möguleika, að hann elskaði hana ekki. 20 árum síðar hitti Kierkegaard stúlkuna aftur; nú var kærastinn orðinn eig- inmaður hennar, og enn er hún spurð, hvort hann elski hana. En nú reigir hún sig, kastar til hnakkanum og svarar: „Það vant- aði nú bara!“ Tungumál bæn- arinnar, stelling bænarinnar, er líkari viðbrögðum stúlkunnar, sem var milli vonar og ótta, en konunnar, sem tók ást mannsins síns sem sjálfsagðan hlut. Og því er eðlilegt, að við bæt- um við: Heldur frelsa oss frá illu. Og það getur Guð einn, og enginn annar. Og á því er hnykkt í loka- orðunum: Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, Amen. Eigi leið þú oss í freistni Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Við biðjum í þessari bæn að Guð vilji vernda okkur og varðveita. Höfundur er pastor emeritus. Það er ekki við Persónuvernd að sakast. Einhverjir sérfræðingar sömdu nýtt frumvarp og það var samþykkt mótþróalaust af rauð- eygðum og vansvefta þingmönnum. Nú er orðið feimnismál að birta nöfn fermingarbarna í blöðunum. Hvernig á að skilja þetta? Eru það þá viðkvæmar persónuupplýsingar að barnið sé fermt í kristinni kirkju? Má þá þessi athöfn yfirleitt fara fram fyrir allra augum og verður ekki næsta skref að pukrast í kjöll- urum eða háaloftum, þegar skírnar- heitið er staðfest? Hvað með jarðarfarir eða brúð- kaup? Eru menn ekki að koma upp um trúhneigð sína og afstöðu þegar slíkt er gert opinberlega að kristn- um siðvenjum? Þessi nýju lög virðast ekki hafa verið hugsuð út í hörgul, því ef þeim væri beitt út í ystu æsar, þá sætum við uppi með leyndarmálaþjóðfélag þar sem starfsheiti mættu ekki koma fram í símaskrá, og á leiðis- krossunum stæði kannski: „Óþekkt- ur einstaklingur, kyn dulkóðað, dá- inn og grafinn. Trú leyndó.“ Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Grafreitir hinna nafnlausu Leyndarsamfélag? „Óþekktur einstak- lingur, kyn dulkóðað, dáinn og grafinn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.