Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. ✝ Birna SoffíaKarlsdóttir fæddist 2. sept- ember 1942 í Reykjavík. Hún lést á Droplaugarstöð- um 9. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Karl Sig- urðsson (1919- 1965), pípulagn- ingameistari og leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur, og Anna Ósk Sigurðardóttir (1921-2012) hús- móðir. Birna var elst sex systkina. Systkini Birnu eru: Sigurður Karlsson, Ingibjörg Margrét Karlsdóttir, Anna Mjöll Karls- dóttir, Kristinn Már Karlsson og Brynjar Karlsson. Birna ólst upp fyrir vestan læk, fyrst á Víðimel, þá Kvist- haga og loks á Tjarnarstíg á Sel- tjarnarnesi. Hún gekk í Verzlunarskóla Ís- Birgir (1993), Guðrún (1996) og Birna Kristín (2000). Karl Pétur (1969) er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur (1975). Sonur Karls og Sonju Daggar Páls- dóttur er Ari Páll (1997). Börn Karls og Guðrúnar Tinnu eru Katrín Anna (2003), Katla (2006), Fanney Petra (2012) og Grímur Fannar (2012). Birna og Jón Birgir skildu ár- ið 1981. Birna starfaði við almenn skrifstofustörf á Fasteignasölu Vagns Jónssonar í yfir tvo ára- tugi. Hún hóf störf í Bygginga- þjónustu arkitekta um miðjan 9. áratuginn og starfaði þar í á annan áratug. Síðustu tuttugu ár starfsævinnar starfaði hún hjá Sýslumannsembættinu í Reykja- vík. Birna var stjórnarmaður í Fé- lagi einstæðra foreldra á 8. og 9. áratugnum og var á síðari árum virk innan Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR) og sat meðal annars í stjórn félagsins og stýrði útgáfumálum þess. Hún tók virkan þátt í málfundafélag- inu Hörpunni. Útför Birnu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 20. júní 2019, klukk- an 13. lands en lauk ekki stúdentsprófi. Hún fór ung að heiman og hóf störf sem af- greiðslustúlka á Ís- bar Dairy Queen við Hjarðarhaga. Árið 1963 giftist hún Jóni Birgi Pét- urssyni, síðar blaða- manni, fréttastjóra og rithöfundi. Þau hófu búskap í Holtagerði í Kópavogi, þar sem þau eignuðust þrjú börn. Börn þeirra eru: Kolbrún Anna (1963). Kolbrún er gift Ólafi W. Hand (1968). Fyrri eig- inmaður Kolbrúnar var Þorkell Stefánsson (1948-2006). Dætur Kolbrúnar og Þorkels eru Nína Hjördís (1989), Fríða (1994) og Jara Birna (1999). Dóttir Ólafs er Vigdís Grace Ólafsdóttir Hand (2006). Hjördís Unnur (1965) er gift Eiríki Magnússyni (1966). Börn þeirra eru Jón Allt er fertugum fært sagði einhver einhvern tímann. Líklega hefur þetta verið haft á orði þegar þú fagnaðir fertugsafmælinu amma mín, en átti þó við um þig hvern einasta dag frá því ég kynntist þér. Þegar ég hugsa út í það hafa margir líklega haldið langt fram eftir ævi þinni að þú væri nærri tvítugu, slíkur var hamagangur- inn á köflum. Það er kannski ekki sérstak- lega ömmulegt að haga sér eins og unglamb, en það gerðir þú því þannig varstu. Ung í anda og að öðru leyti, í raun allt þar til heilsunni fór að hraka. Þú tileinkaðir þér heil- brigðan lífsstíl, arkaðir um El- liðaárdalinn, sóttir hverfissund- laugina daglega um árabil og sagðir skilið við sykurinn nokkr- um áratugum áður en það komst í tísku hjá okkur unga fólkinu. Þegar þú fórst ekki í loftköstum um alla göngustíga sem á vegi þínum urðu nærðirðu hugann heima og drakkst í þig bókmennt- ir eða sóttir söfn. Þegar þú gast gengið blind- andi um Elliðaárdalinn ákvaðstu að ferðast um heiminn, til dæmis til Mið-Austurlanda, þaðan sem við barnabörnin heyrðum sögur af framandi fólki og merkum minjum. Svona á að lifa lífinu. Til hins fyllsta dag hvern og njóta þess sem maður elskar. Þetta er eitt- hvað sem allir þeir sem kynntust þér hljóta að hafa lært af þér. Til dæmis hlýtur krafturinn í þér að hafa haft áhrif á það að í mörgum barnabarnanna blundar þrá til þess að skoða heiminn. Þorsti í bækur og fróðleik er líka bráð- smitandi, það veit ég. Amma mín. Þú varst sann- gjörn og ákveðin í senn. Þú hafðir ótrúlegan sjálfsaga, en leyfðir þér að „njóta lífsins“ þegar það átti við, sérstaklega matarins. Okkur ömmubörnunum þótti reyndar nóg um þegar við höfðum skóflað í okkur jólamatnum og biðin eftir gjöfunum varð heil eilífð. Amma mín. Þú opnaðir faðm þinn alltaf fyrir okkur barnabörn- unum og gafst af þér allt það góða sem þú hafðir að geyma. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Takk fyrir allt. Jón Birgir. Við amma eyddum mörgum stundum saman og var ég mjög heppin að fá allan þann tíma til að njóta með henni. Það var alltaf jafn gaman að standa fyrir utan skólann og bíða eftir að amma kæmi á bleika bílnum og næði í mig og Kötlu á hverjum þriðju- degi. Ég gat alltaf búist við sömu rútínunni en þó í hvert sinn með örlítið breyttu sniði. Löngu göng- urnar í Öskjuhlíðinni, fara saman í neslaugina eða skoða Árbæjar- safn. Ég gat þó alltaf treyst á að þegar við kæmum heim þá fengj- um við grjónagraut, pítsubrauð og jafnvel lummur að hætti ömmu, ef við vorum heppnar. Þegar ég varð eldri og þriðju- dagsheimsóknunum fækkaðivar samt alltaf jafn gott að banka óvænt upp á og fá að kúra í sóf- anum hjá ömmu með bók. Hún var alltaf jafn glöð að fá mann í heimsókn, jafnvel þegar hún vissi af komu minni. Fallega brosið tók við manni og hlýjan úr íbúðinni. Þegar fór að líða á veikindi henn- ar hætti hún samt aldrei að tala um öll flottu barnabörnin sem hún átti og hvað hún væri stolt af okkur öllum. Hún hætti aldrei að reyna að vera í takt við yngri kyn- slóðina og vildi alltaf vera með í þessum nýju „netheimum“ til að vera í sambandi við okkur krakk- ana. Hún kom sér á instagram og facebook en gafst upp að lokum og fannst best að geta bara heyrt í okkur raddirnar. Svona var hún, góð, hjartahlý og einstaklega sterk kona sem var alltaf til stað- ar þegar eitthvað bjátaði á. Elsku amma, þú hvílir á betri stað núna og vakir yfir mér. Katrín Anna Karlsdóttir. Dagurinn sem amma fór frá okkur var alveg eins og hún, bjartur, hlýr og yndislegur. Ég mun aldrei gleyma þeim minning- um sem ég á með ömmu Birnu. Þegar mamma var í flugi eyddi ég ófáum stundum með henni og við höfðum alltaf nóg að gera, hvort sem það var að kíkja í Tiger í Smáralindinni eða búa til pönnu- kökur. Ég sá ömmu aldrei reiða og hún skammaði mig fyrir neitt, þrátt fyrir skrípalætin í mér eins og hún kallaði það. Hún bjó yfir óbilandi jákvæðni og léttleika sem ég mun ætíð muna eftir og reyni að tileinka mér í mínu lífi. Amma talaði einnig mikið um ís- lensku og bókmenntir og ég get þakkað henni fyrir að kenna mér að njóta þess að lesa mér til ynd- isauka. Þrátt fyrir afar slæmt minni síðustu árin mundi hún allt- af eftir fegurðinni í öllu. Íbúðin hennar á Rekagranda var falleg- asta bygging sögunnar sam- kvæmt henni, útsýnið hennar var það flottasta og barnabörnin voru þau sætustu, fallegustu og dug- legustu í alheiminum. Með þessu jákvæða hugarfari reyni ég að taka fráfalli hennar, því að ég veit að hún er komin á betri stað og ég veit að henni líður vel núna. Ég hef ekki hitt frábærari og sterkari konu en hana ömmu. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér amma, takk fyrir allar stund- irnar sem verða mér ætíð minnis- stæðar, takk fyrir viskuna, takk fyrir styrkleikann. Þú munt alltaf vera mín fyrirmynd. Jara Birna Þorkelsdóttir. Elsku amma, nú þegar þú ert farin koma svo margar minningar upp í hugann sem ylja mér um hjartarætur í sorginni. Þú varst alltaf svo stolt af okkur barna- börnunum og nefndir það óspart hvað við værum frábær. Ég man hvað það var alltaf notalegt að fá að gista á beddanum hjá þér í Krummahólunum og fá ekta ömmupönnukökur og skonsur. Við skrípalingarnir, eins og þú kallaðir okkur stundum, brölluð- um hitt og þetta með þér. Oft fór- um við saman í Elliðaárdalinn að gefa fuglunum brauð eða í sund í Breiðholtslauginni þar sem þú varst fastagestur. Ég man líka hvað þú varst áhugasöm um bók- menntir og menningu og við barnabörnin nutum heldur betur góðs af því. Þú last mikið fyrir okkur og fórst með okkur hingað og þangað á alls konar söfn í borginni. Svo varstu líka mjög dugleg að ferðast. Til dæmis fórst þú í nokkrar skipulagðar ferðir á framandi slóðir í Mið-Austur- löndum. Ég man eftir því hvað okkur krökkunum fannst það skondið þegar þú, amman sjálf, fórst til höfuðborgar Jórdaníu, Amman. Svo komst þú gjarnan heim með minjagripi og sælgæti og oftar en ekki grettum við börnin okkur yfir óvenjulegu bragðinu. Sjálf var ég líka heppin að fá að fara með þér til útlanda en ferðin sem þú gafst mér til Boston verður mér alltaf minn- isstæð, alveg einstök ferð. Eftir að þú veiktist og minninu fór að hraka tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að njóta nærveru þinnar eins vel og ég mögulega gæti á meðan ég hefði tækifæri til þess. Ég er svo ánægð með þær stundir sem við áttum, öll kvöldin sem við buðum þér í mat, alla bíl- túrana og síðustu jólin með þér. Ég náði meira að segja að skrifa til þín bréf þar sem ég tjáði þér hversu mikið ég tæki þig til fyr- irmyndar í lífinu og hversu stolt ég væri af því að eiga þig sem ömmu. Mér þykir einstaklega vænt um það að hafa náð að koma þakklæti mínu til þín, ég man að gleðin hreinlega skein úr augun- um á þér. Elsku amma, það er svo ótal margt sem þú skilur eftir þig sem ég tek með mér út í lífið og mun kenna mínum börnum í framtíð- inni. Þú varst mikill dugnaðar- forkur, jafnréttiskona og hafðir jákvæðnina alltaf að vopni í lífinu. Jákvæðnin var einn af þeim eig- inleikum sem maður sá ennþá í þér þrátt fyrir að veikindin hafi verið orðin erfið. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt og lýsir jákvæðni þinni svo vel. Við vorum saman í miðbæ Reykjavíkur á gráum degi en samt hafðir þú orð á því hvað skýin væru falleg, ský sem fáir hefðu séð fegurð í. Ég hef lært það að lífið er svo miklu auðveld- ara ef maður tileinkar sér já- kvæða viðhorfið sem þú hafðir, elsku amma. Þú varst líka alltaf svo nægjusöm og úrræðagóð, gerðir það besta úr öllu og varst þakklát fyrir það sem þú hafðir. Það er erfitt að kveðja og sökn- uðurinn er mikill en eftir lifir minningin um einstaka konu og frábæra ömmu. Ég verð alltaf þakklát fyrir minningarnar okkar og þann þátt sem þú áttir í að móta mig sem einstakling. Hvíldu í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Þín ömmustelpa, Guðrún. Hún Birna amma mín kvaddi okkur sunnudaginn 9. júní og ég má til með að skrifa nokkur orð til þess að heiðra minningu hennar. Þegar ég kom til sögunnar árið 1989 bjó amma í blokk í Efra- Breiðholti. Sem lítil stelpa var ég mikið hjá ömmu og um helgar fékk ég stundum að gista hjá henni. Ég man eftir sumardögum í Elliðaárdalnum, sundferðum í Breiðholtslaug og haustlaufum í Heiðmörk. Þetta voru gæða- stundir. Amma flutti síðar í vesturbæ- inn og þótt ég hafi verið orðin stálpuð fannst mér alltaf jafn notalegt að koma til ömmu. Á unglingsárunum vandi ég komur mínar til hennar á Rekagrand- ann, ýmist til að gæða mér á pönnukökunum hennar ömmu (sem voru á heimsmælikvarða) eða til að glugga í bókasafnið hennar. Amma hafði dálæti á bókum og heimili hennar bar þess sannarlega vitni. Ég naut góðs af tilkomumiklu bókasafni ömmu þegar ég bjó erlendis enda gat ég komið við hjá henni hvenær sem var og fengið lánaðar bækur, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af skiladögum eða sektum. Þessar heimsóknir voru innihaldsríkar og dýrmætar. Nú er ég orðin fullorðin kona og þegar maður fullorðnast breytist sýn manns á þá sem standa manni næst. Ég átta mig sífellt betur á mannkostum ömmu. Lífsviðhorf hennar og gildi eru mér efst í huga. Amma áttaði sig á því hvað skiptir mestu máli í lífinu og lagði rækt við þessa hluti. Hún gaf lítið fyrir efnisleg gæði og hafði ósjaldan orð á því hvað litla íbúðin hennar væri dásamleg og hvað eldgamla Súkkan hennar væri traustur bíll. Hún hugaði vel að heilsunni og synti daglega. Hún las, skrifaði, var öflug í félagsstörfum og naut þess að ferðast. Barnabörnin voru líf hennar og yndi og hún sinnti okkur af alúð og kærleik. Þetta voru hennar gildi og þau eru til eftirbreytni. Það var áfall fyrir okkur öll þegar amma greindist með alz- heimers-sjúkdóminn fyrir fáein- um árum. Þótt síðustu ár hafi ver- ið afar þungbær skein jákvæðni ömmu í gegn nánast allt fram á síðasta dag. Hún kom auga á það sem var fallegt og gott jafnvel þótt hugur hennar hefði að mestu yfirgefið hana. Það var amma í hnotskurn. Takk, amma Birna, fyrir allt sem þú gafst mér, fyrir allt sem þú kenndir mér. Nína Hjördís Þorkelsdóttir. Elsku Birna Soffía, guðmóðir mín og nafna er fallin frá. Eftir baráttu við illvígan sjúkdóm skildi hún við í friði og ró. Hún var falleg kveðjustundin og lýs- andi fyrir Birnu sem við áttum kvöldið áður í stórum hópi fólks sem þótti svo vænt um þessa ein- stöku konu. Birnu sem var mamma, amma, frænka, systir, dóttir og vinkona og sinnti þessum hlutverkum sín- um af trúfestu og hlýju, alltaf með jákvæðni og bjartsýni að vopni. Á kveðjustundinni koma upp margar dýrmætar minningar. Birna alltaf til í að spjalla, veita leiðsögn, taka þátt í gleðinni eða styðja í erfiðleikum, umhyggju- söm með eindæmum gagnvart sínu fólki og ræktarsöm í þokka- bót. Við tökum öll eitthvað sér- stakt með okkur eftir dýrmæta samfylgd við Birnu okkar; já- kvæðnin og hlýjan gagnvart náunganum eru þeir mannkostir sem ég myndi helst af öllu vilja temja mér henni til heiðurs. Af þeim átti hún alltaf nóg og með þeim gerði hún okkur öllum svo miklu betra að lifa með henni síð- ustu árin þrátt fyrir hin alvarlegu veikindi sem hægt og rólega rændu okkur Birnu fyrir fullt og allt. Takk fyrir mig, elsku frænka, fyrir allar góðu stundirnar, upp- eldið bæði í vinnu og einkalífi, vin- áttuna og tryggðina. Þín Birna Ósk. Með þessum fáu orðum viljum við minnast Birnu. Kynni okkar hófust fyrir 27 ár- um þegar Hjördís, dóttir hennar, giftist Eiríki, syni okkar. Upp frá því hittumst við reglu- lega í afmælum og fjölskylduboð- um og í mörg ár um hver áramót á heimili okkar. Stolt Birnu af fjölskyldu sinni, ekki síst af barnabörnunum, leyndi sér ekki. Hún var dugleg að annast þau, fara með þau í gönguferðir, sund og allskonar ferðalög bæði innan- lands og utan. Hún var ávallt með bros á vör og nærvera hennar einstök og kærleiksrík. Undanfarin ár hefur hún tekist á við erfiðan sjúkdóm, sem smám saman ágerðist uns yfir lauk. Við minnumst hennar með hlýju og þökkum það traust sem hún ávallt sýndi okkur og fjöl- skyldunni. Að leiðarlokum biðjum við al- góðan Guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning hennar. Guðrún og Magnús. Kær vinkona er látin og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Það voru í raun- inni börnin okkar sem kynntu okkur. Við vorum í svipaðri stöðu á þessum tíma, að ala upp hvor sinn barnahópinn en börnin okk- ar voru í sama skóla og sum sam- an í bekk. Það leiddi af sér sterka vináttu milli okkar og barnanna okkar. Það var talsverður sam- gangur milli heimila okkar og eft- ir að ég flutti í nágrenni Birnu kom hún iðulega við hjá mér. Það er kannski til marks um samganginn á milli heimilanna að Karl Pétur kom eitt sinn til mín og tilkynnti mér að það væru 162 skref á milli eldhúsanna okkar. Ég vil einnig minnast þess hvað Birna var mér hjálpleg þegar ég stóð í kaupum á húsnæði en þar var hún á heimavelli. Þegar ég þakkaði henni fyrir hjálpina þá sagði hún „láttu það ganga“. Minning um góða konu lifir. Esther Pétursdóttir. Elsku amma Birna er nú fallin frá. Þegar maður hugsar til baka og lítur yfir farinn veg eru marg- ar góðar minningar sem skjóta upp kollinum um þessa frábæru konu. Þær minningar einkennast aðallega af þeirri hlýju, ást og væntumþykju sem hún sýndi sín- um börnum og barnabörnum. Amma var ótrúlega dugleg, sjálf- stæð og flott kona líkt og allir vita vel sem voru svo lánsamir að fá að kynnast henni. Sá lærdómur og reynsla sem ég hef öðlast hjá henni í gegnum tíðina er mér ómetanleg. Ég er því einstaklega glöð og þakklát fyrir að fá að bera fallega nafnið hennar. Ég mun aldrei gleyma góðu stundunum í Krummahólunum þar sem við ömmubörnin fengum nýbakaðar pönnukökur, Tomma og Jenna djús og frostpinna og sleikjó ef við vorum heppin. Rifist var um að fá að gista á beddanum góða í hvert skipti sem hún bauð okkur í heimsókn. Ekkert var betra en að gista hjá ömmu og fá bláberjasúrmjólk í morgunmat. Amma var mikill göngugarpur. Göngurnar í Elliðaárdalnum og sundferðirnar okkar ömmu voru ófáar en alltaf jafn skemmtilegar. Það var stutt í húmorinn hjá ömmu og nærvera hennar var yndisleg. Í hvert skipti sem hún bauð okkur krökkunum heim tók- um við upp á einhverjum prakk- arastrikum en amma hló bara og dáðist að uppátækjaseminni í okkur. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hún naut þess að ferðast um allan heiminn, kynnast ólík- um menningarheimum og nýju fólki. Hún hafði einnig gaman af því að borða góðan mat, hafa skemmtilegt fólk í kringum sig og fannst ekkert smá skemmtilegt að fá að passa okkur barnabörnin, enda ótrúlega stolt af okkur öll- um. Það var erfitt og sárt þegar hún greindist svo með minnis- sjúkdóm á sínum síðari árum. Þrátt fyrir þann hjalla sem var því miður óyfirstíganlegur leið varla sá dagur að hún væri ekki jákvæð, hamingjusöm og þakklát fyrir fólkið sitt. Elsku amma, stundirnar okkar síðustu ár eru mér ótrúlega dýr- mætar og mun ég alltaf taka já- kvæða og sterka hugarfarið þitt mér til fyrirmyndar. Söknuður- inn er sár en ég get ekki beðið eft- ir að hitta þig aftur seinna, í fullu fjöri í draumalandinu. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín ömmustelpa, Birna Kristín Eiríksdóttir. Birna Soffía Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA Birna var svilkona mín framan af fullorðinsárum. Börnin okkar á sama aldri og öll oft í einum potti. Vin- átta og trúnaður stóðu á traustum grunni alla tíð. Birna var greind, vel lesin og víllaus dugnaðarforkur. Blessuð sé minningin. Páll Bragi Kristjónsson. Undur Hvílík undur væru það ekki að vakna inní dag sem opnaðist hreinn og nýr með vott og ángandi gras þarsem fyrr voru flög og rykmóar sem þú röltir með feigð í beinum – hvílík undur væru það ekki að vakna: vita daginn svo glaðan hreinan og nýjan; sjá hann brosa við öllu úngviði heimsins; og börn þín hlypu glöð útí þetta gras. (Þorsteinn frá Hamri) Elsku Birna. Við þökk- um allar góðu stundirnar, vináttuna og gleðina sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað en minningarnar ylja. Stelpurnar í saumó í meira en hálfa öld, Arnbjörg, Helga, Ingibjörg og Jóhanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.