Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
Það er sárt að
missa. Uppgötva að
við munum aldrei
aftur eyða tíma
saman, hlæja, njóta.
En minningarnar ylja og við eig-
um margar góðar minningar af
samveru með þér, elsku Rúrí.
Þér kynntist ég fyrst fyrir 63 ár-
um, þá var ég 6 ára og þið að
byggja Mosabarðið. Ég átti að
vera handlangari hjá Árna en þá
bar þig að garði með Kalla í
vagni. Okkur varð hins vegar
ekki mikið úr verki þann daginn
því allt í einu rann vagninn af
stað og stoppaði ofan í skurði.
Kalla sakaði þó ekki og heldur
ekki vagninn. Seinna fékk ég
hlutverk við steypuvinnu á
Mosabarðinu og þú barst í okkur
kaffi og bakkelsi. Þar smakkaði
ég í fyrsta skipti brúnkökuna
þína góðu og drakk mjólk með. Í
gegnum árin bakaðir þú þessa
köku oft og mörgum sinnum sér-
staklega fyrir mig. Þegar ég
flutti í kjallarann hjá Ágústu og
Skarphéðni frænda árið 1965 fór
ég unglingurinn að umgangast
ykkur Árna og fjölskylduna ykk-
ar reglubundið. Hjá ykkur fann
ég annað heimili, vináttu og kær-
leika sem lifir enn. Fljótlega fór
ég að fara með ykkur í sumarbú-
staðinn í Þrastarskógi, að að-
stoða við að rífa niður gamla bú-
staðinn og byggja upp þann
nýja. Þú stjanaðir við okkur í
mat og drykk; hafragrautur með
rjóma á morgnana, brúnkaka í
kaffitímanum, kvöldkaffi klukk-
an 10. Þegar ég kynntist Ástu og
við fórum að eignast börn
styrktust böndin enn frekar.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar ég kom í heimsókn og
sagði þér frá því að við Ásta ætt-
um von á þriðja barninu á þrem-
ur árum. Þá sagðir þú, Gylfi þú
veist að það eru til getnaðar-
varnir. Alltaf hreinskiptin og
heiðarleg. Rétt eins og mér,
reyndist þú börnunum okkar
Ástu vel og sinntir þeim af um-
hyggju og ræktarsemi. Það var
þeim alltaf tilhlökkunarefni að
fara í bústaðinn til ykkar Árna,
busla í vatninu, leika í dúkkukof-
anum, kveikja upp í olíueldavél-
inni. Ykkur Árna verður seint
fullþakkaður stuðningurinn sem
þið sýnduð okkur þegar ég
veiktist alvarlega 1981, þremur
vikum fyrir flutning í Lækjar-
hvamminn. María Kristín fór til
ykkar í fóstur, þú saumaðir
gardínur fyrir gluggana í kjall-
arann og Árni kom og aðstoði í
húsinu eftir vinnu. Þegar við fór-
um að fara í utanlandsferðir
voru börnin, stundum öll, oft í
pössun hjá ykkur. Reynir Stefán
las líka fyrir öll próf í mennta-
og háskóla á Mosabarðinu. Það
er ekki laust við að systur hans
hafi fundið fyrir öfund. Síðan
hafa fjölskylduböndin bara
styrkst og það er okkur öllum
mikilvægt að halda í reglu-
bundnar samverustundir milli
fjölskyldnanna okkar. Það mun-
um við gera áfram.
Takk fyrir allt, elsku Rúrí.
Það voru forréttindi að kynnast
þér, eiga þig að, gleðjast með
þér á góðum stundum, deila sorg
þegar svo bar við.
Gylfi Sigurðsson, Ásta
Reynisdóttir, María Kristín,
Reynir Stefán, Lilja Dögg.
Í dag kveðjum við Guðríði
Karlsdóttur, Rúrí, sem hefur í
áratugi verið félagi okkar í
skátastarfinu í Hafnarfirði – sér-
Guðríður
Karlsdóttir
✝ GuðríðurKarlsdóttir
fæddist 24. apríl
1938. Hún lést 9.
júní 2019.
Útför hennar fór
fram 19. júní 2019.
staklega í St.
Georgsgildinu eða
Skátagildinu í
Hafnarfirði, sem er
félagsskapur eldri
skáta. Nú söknum
við vinar í stað.
Rúrí flutti til
Hafnarfjarðar ung
að árum, þegar hún
og Árni Rosenkjær
felldu hugi saman.
Rúrí var menntaður
kennari, kenndi í áratugi við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði og bætti við sig námi þegar
kom að því að skólinn færi á
framhaldsskólastig. Árni hefur
starfað í skátahreyfingunni allt
frá unglingsárum. Hann var einn
af stofnendum Hjálparsveitar
skáta í Hafnarfirði, en hann og
félagar hans byggðu upp sveit-
ina og voru öflugir bakhjarlar
yngri félaga þegar kom að því að
byggja yfir starfsemi sveitar-
innar.
Í starfinu og í þessum fram-
kvæmdum öllum voru Rúrí sem
og eiginkonur annarra félaga
virkir þátttakendur. Einnig eru
ógleymanleg öll skátamótin og
ferðirnar sem farnar voru um
landið þar sem fjölskyldurnar –
og allur barnaskarinn – tóku
þátt.
Síðar, eða fyrir um hálfri öld,
þegar þessi sami hópur stofnaði
St. Georgsgildið í Hafnarfirði,
tókst þeim að fá land við Hval-
eyrarvatn fyrir ofan Hafnarfjörð
til að byggja skála fyrir starf-
semina. Þessi skáli, Skátalundur,
hefur síðan verið stór þáttur í
starfi gildisins.
Á undanförnum árum höfum
við horft á eftir fjölda þessara
vina og frumkvöðla yfir móðuna
miklu. Enn er höggvið skarð í
hópinn. Við kveðjum Rúrí með
innilegu þakklæti fyrir ómetan-
legt samstarf og samveru í
skátastarfinu og utan þess.
Árna, börnunum fjórum og
þeirra fjölskyldum sendum við
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félaga í St.
Georgsgildinu í Hafnarfirði,
Ólafur Proppé.
Hún bar með sér ferskleika,
reisn, festu og mikla aðlögunar-
hæfni. Óhikað gekk hún til móts
við nýja áskorun, nýja framtíð-
arsýn, er hún settist á skólabekk
með sér yngra fólki sem hafði
ekki þá náð þeim þroska og lífs-
sýn sem hún bar í farteskinu.
Hún var óspör að miðla okkur
hinum af sinni reynslu á þann
hátt, að öll fórum við ríkari af
hennar fundi.
Hún var bara hún sjálf,
greind, rökvís og skemmtileg og
varð strax hluti af hópnum sem
hafði ári fyrir komu hennar sest
á skólabekk í Kennaraskólanum,
leitandi eftir leiðsögn og víðsýni.
Þetta var hún Guðríður Karls-
dóttir, Rúrí.
Hún var gift kona, margra
barna móðir og hafði mörgu að
sinna. Samt hafði hún tíma fyrir
sveitastelpu utan af landi, hlúði
að henni og uppörvaði. Það var
henni aldrei annað en sjálfsagt
mál að ná í hana eldsnemma að
morgni og sveitastelpan beið bak
við gluggatjöldin í íbúð sinni á
Álfaskeiðinu þar til blár bíll rann
í hlaðið og blikkaði ljósum. Þau
voru komin! Stoppustöðin:
Kennaraskólinn við Laufásveg.
Þar hleypti Árni tveimur áköfum
kennaranemum út, framundan
voru fræðandi og skemmtilegar
kennslustundir. Okkur var borg-
ið þótt Kári hafi ygglt brýnnar á
stundum og skvett hressilega úr
klaufunum.
Þetta taldi hún hvorki eftir
sér, hún Guðríður Karlsdóttir,
Rúrí, né maðurinn hennar Árni
Rosenkjær.
Í skólanum vorum við undr-
andi yfir krafti hennar og afköst-
um en ekki grunlaus um að
stuðningur fjölskyldu hennar
hafi skipt sköpum. Síðar átti hún
gifturíkan kennsluferil og varð
fyrirmynd margra samferða-
manna, þar á meðal mín.
Kennarahópur okkar hefur
verið mjög samrýndur gegnum
tíðina. Ófáar voru ferðirnar í
sumarhús þeirra hjóna Árna og
Rúríar í Þrastarskógi þegar
merkum tímamótum var fagnað.
Þar mætti okkur mikil gestrisni
og hlýleiki. Þessum línum er ætl-
að að þakka fyrir ljúfa samfylgd,
þar sem verklagni, viska og ekki
síst glaðværð bjó sig um í vitund
okkar og gaf okkur veganesti, er
lífið rann hjá.
Fyrir stuttu héldum við skóla-
systkinin upp á þann áfanga að
fimmtíu ár eru liðin síðan við út-
skrifuðumst frá KÍ. Við sökn-
uðum þar Rúríar. Hún var á leið
í annað ferðalag sem við öll eig-
um í vændum, ferðalag sem við
þurfum að nálgast með sátt og
kærleika í hjarta.
Það held ég að hún Guðríður
Karlsdóttir hafi gert, því þannig
birtist mér líf hennar.
Kæri Árni, þér og allri fjöl-
skyldunni votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning Rúríar.
Auður Kristinsdóttir.
Mig langar að minnast elsku
Rúríar, föðursystur minnar og
þakka fyrir allar góðu minning-
arnar sem ég á. Hjá þeim Árna
leið mér alltaf svo vel. Heilu
sumrin þegar ég var lítill í sum-
arbústaðnum í Þrastarskógi og
Mosó, sækja vatn í lindina, kíkja
á Þrastarhreiðrið, sækja stóru
naglana út í verkfæraskúr og
aka með hjólbörurnar að hekk-
inu, þar sem Rúrí beið með
bleiku gúmmívettlingana. Við
Guðný Birna undum okkur við
að vaða og sulla í Álftavatni og
lesa teiknimyndabækur. Svo var
kallað, því það var komið ristað
brauð með banana, hún var alltaf
að útbúa eitthvað gott handa
okkur. Ég vil líka þakka alla þá
umhyggju sem hún sýndi okkur
systkinum og börnum okkar alla
tíð. Ég veit að hann Árni sem
hefur alltaf verið mér svo góður,
á eftir að sakna hennar mjög,
þau voru saman rúmlega 65 ár,
hann hefur misst mikið, eins við
öll. Ég bið algóðan Guð að
geyma elsku Rúrí frænku mína.
Bjarni Karl.
Um miðja síðustu öld flutti
ekkja, Guðný Guðlaugsdóttir,
með tvö börn sín, Guðríði, sem
var kölluð Rúrí, og Tryggva, í
Hlíðarnar. Kaupin á hæðinni
voru Guðnýju áreiðanlega ekki
auðveld. Hún vann í matstofu
Mjólkurstöðvar Reykjavíkur og
börnin, sérstaklega Rúrí, sem
var eldri, tóku ábyrgð. Það var
ekki hægt að merkja að hverjum
eyri væri velt þegar komið var
inn á þetta fallega heimili eða
þegar þessi myndarlega fjöl-
skylda klæddi sig upp í bæjar-
ferð. En þannig hlýtur það samt
að hafa verið.
Við Rúrí vorum bekkjarsystur
Verslunarskólaárin okkar. Hún
var glæsileg stúlka og það sópaði
að henni þegar sem unglingi.
Hún var óvenju vönduð mann-
eskja og það birtist snemma.
Rúrí var aldrei dæmigerður ung-
lingur, hún átti frekar samleið
með þeim eldri og lífsreyndari.
Öll skólaárin vann hún hluta-
starf á skrifstofu Tollstjóra, en
vinna meðfram skóla var ekki al-
geng í þá daga.
Ég átti því láni að fagna að
eiga Rúrí fyrir vinkonu þessi ár
og hún var góð vinkona sem
sýndi mér væntumþykju og
stuðning. Ég bjó við meiri ver-
aldleg gæði, en hennar innri
kostir voru óvenjulega miklir og
ég naut góðs af þeim. Þessi ár
var ég alltaf velkomin á heimili
fjölskyldunnar. Á laugardögum
eftir skóla fór ég oft heim með
Rúrí.
Mér var ávallt fagnað af Guð-
nýju og þarna naut ég óvenju-
legrar velvildar glaðværrar fjöl-
skyldu. Fjölskylduvinurinn
Hössi, starfsmaður KÁ á Sel-
fossi, kom í helgarheimsóknir
færandi hendi og síðla dags var
slegið upp matarveislu með góm-
sætri lambasteik og þá var gam-
an, því þetta var annar dagur af
tveimur sem fjölskyldan borðaði
aðalmáltíðina saman. Virka daga
fóru krakkarnir á matstofuna
eftir skóla og borðuðu heitan há-
degismat þar.
Rúrí var ári á undan í skóla
en þrátt fyrir árs aldursmun á
okkur var hún mín fyrirmynd að
mjög mörgu leyti. Dagurinn
hennar var í föstum skorðum.
Eftir skóladaginn og síðan vinn-
una stundaði hún heimanámið á
sinn skipulagða hátt. Sú skyldu-
rækni og góðir námshæfileikar
hennar, færði henni ávallt góðar
einkunnir og hún var með þeim
bestu í bekknum.
Mæðgurnar voru miklar
saumakonur. Guðný saumaði af
listfengi öll föt þeirra mæðgna
og Rúrí lagði sig eftir hand-
bragði móður sinnar. Hún fór
því fljótt að sauma á sig sjálf
undir faglegu eftirliti Guðnýjar.
Einu sinni hafði Rúrí komist yfir
fallegt kjólefni, en þau voru ekki
auðfundin á þessum tíma. Hún
saumaði úr því kjól, sem ég öf-
undaði hana af og þá vafðist ekki
fyrir minni góðu vinkonu að
sauma eins kjól úr sama efni í
öðrum litum á mig.
Ég flutti af landinu fljótlega
eftir Verslunarskólann og því
miður tókst okkur Rúrí ekki að
taka upp þráðinn eftir að ég
flutti aftur heim til Íslands. Allt-
af var þó kært með okkur og
fagnaðarfundir þegar við hitt-
umst.
Ég votta Árna og afkomend-
unum samúð mína við brotthvarf
sterkrar og raungóðrar eigin-
konu og ættmóður.
Helga Ólafsdóttir.
Margs er að minnast er við
systur í Soroptimistaklúbbi
Hafnarfjarðar og Garðabæjar
kveðjum Guðríði Karlsdóttur,
Rúrí, eins og hún jafnan var
nefnd.
Rúrí var einn af stofnfélögum
klúbbsins fyrir fjörutíu og sex
árum, eða árið 1973. Markmið
klúbbsins frá stofnun hefur fyrst
og fremst verið að vinna að
bættri stöðu kvenna og mann-
réttindum öllum til handa og
féllu þau markmið vel að lífssýn
hennar.
Rúrí var alla tíð traustur fé-
lagi og gegndi stöðu formanns
eitt kjörtímabil, auk þess sem
hún gegndi hinum ýmsu nefnd-
arstörfum og tók þátt í sameig-
inlegum verkefnum klúbbsins.
En klúbbsystur munu ekki síst
minnast hennar fyrir að bjóða
okkur mörgum sinnum heim í
sælureit þeirra hjóna, Árna og
hennar, í Grímsnesinu, ásamt
hópum af erlendum Soroptimist-
um og gestum úr Ferðavikum
klúbbsins. Þar hefur verið bor-
inn fram hádegisverður og gest-
irnir notið þess að sjá og dást að
hvernig þau hjónin höfðu endur-
byggt og bætt við gamlan sum-
arbústað og gert hann að alger-
um sælureit fjölskyldunnar. Á
það jafnt við um húsið sjálft,
gróður og fjölmarga fallega
muni sem prýða staðinn innan-
dyra, allt bar vott um alúð og
fagurt handbragð, enda var Rúrí
menntaður handmenntakennari
og þau hjón einkar samhent í öll-
um framkvæmdum.
Heilsa Rúríar var ekki nógu
góð undanfarin ár, en svo veikt-
ist hún alvarlega síðastliðinn
vetur. Ekki bjuggumst við þó við
því að missa hana svona fljótt.
Klúbbsystur þakka Rúrí kær-
lega fyrir gott samstarf og vin-
áttu í öll þessi ár og senda Árna
og allri fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd Soroptimista-
klúbbs Hafnarfjarðar og Garða-
bæjar,
Kristín Einarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra
BIRKIS SKARPHÉÐINSSONAR
ökukennara,
Aflagranda 40.
Elíveig Kristinsdóttir
Elín Bára Birkisdóttir Jens Líndal Ellertsson
Helga Birkisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
JÓHANNS ÁGÚSTSSONAR,
Kirkjusandi 3, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 25. maí.
Ingunn Kristjánsdóttir
Erla Jóhannsdóttir Sigurður Sveinsson
Sigurður Jóhannsson
Ágúst Jóhannsson Anna Hjaltadóttir
og afabörn
Okkar innlegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, ömmu og langömmu,
STEINU GUÐRÚNAR HAMMER
GUÐMUNDSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
Hlíðarhúsum 7, Grafarvogi.
Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu þriðjudaginn
11. júní í Árbæjarkirkju.
Tómas Aldar Baldvinsson
Theodór Aldar Tómasson, Henry T. Sverrisson
Berglind Mjöll Tómasdóttir
Hrefna Nilsen Tómasdóttir, Ómar N. Andrésson
Steina Guðbjörg Jónudóttir
Baldvin Páll Tómasson
Þórný Björg Tómasdóttir
barnabarnabörn
AGNAR HALLGRÍMSSON
Cand.mag.
frá Droplaugarstöðum,
Blikahólum 4, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 29. maí.
Útför hans fór fram í kyrrþey í
Fossvogskapellu 12. júní.
Aðstandendur þakka innilega auðsýnda samúð.
Systkini hins látna Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGFRÍÐUR ERLA RAGNARSDÓTTIR,
Hamragerði 5, Egilsstöðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum, aðfaranótt 31. maí.
Útför fór fram í Hafnarkirkju, Höfn, Hornafirði, 15. júní.
Okkar bestu þakkir til heimilisþjónustu Fljótsdalshéraðs og
heimahjúkrunar HSA á Egilsstöðum fyrir þá góðu aðhlynningu,
hlýhug og vináttu sem móðir okkar naut.
Þökkum auðsýnda samúð.
Kristín Hrönn Sævarsdóttir Gunnar Benediktsson
Elfa Björk Sævarsdóttir Magnús Ástvald Eiríksson
Sigríður Sif Sævarsdóttir Gestur Pálsson
Anna Sigurbjörg Sævardóttir Einar Árni Kristjónsson
Þórdís Sævarsdóttir Guðrún Freydís Sævarsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar