Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 61

Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 61
 Borussia Dortmund og Bayern München hafa náð samkomulagi um félagaskipti miðvarðarins Mats Hummels frá Bayern til Dortmund. Hummels, sem er 30 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur hjá Dortmund en hann lék með liðinu frá 2008 til 2016 en hefur leikið með Bayern undanfarin þrjú ár þar sem hann varð meistari öll árin. Hummels er fjórði leikmaðurinn sem Bayern missir í sumar en áður höfðu Arjen Robben, Franck Ribery og Rafinha yfirgefið fé- lagið.  Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker er búinn að skrifa undir nýjan samning við ensku meistarana í Man- chester City og er nú bundinn félaginu til ársins 2024.  Núna er liðskeppnum lokið á EM karlalandsliða í keilu en keppt er í München í Þýskalandi. Í gær lauk keppni fimm manna liða og endaði ís- lenska liðið í 13. sæti af 31. Í dag hefst keppni 24 meðaltalshæstu leikmanna mótsins og náði Andrés Páll Júlíus- son, ÍR, 22. sætinu af alls 187 kepp- endum. Hann mun því keppa um aðal- einstaklingsverðlaun mótsins, en 24 efstu keilararnir gera það. Arnar Davíð Jónsson, sem um tíma var einnig meðal 24 efstu, seig að- eins niður töfl- una síðustu daga og end- aði í 29. sæti með 4.843 pinna eftir 24 leiki og vantaði að- eins 30 pinna til að halda sér uppi með- al 24 efstu. ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar VOGIR Allar gerðir voga á nýrri heimasíðu pmt.is • MIÐAVOGIR • TALNINGARVOGIR • RANNSÓKNARVOGIR • SMÁVOGIR OFL. Luis Enrique óskaði eftir því í gær að hætta þjálfun spænska landsliðs- ins í fótbolta vegna persónulegra ástæðna. Enrique tók við landslið- inu í júlí á síðasta ári. Spánn er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í undankeppni EM 2020. Roberto Moreno, aðstoðarmaður Enrique, tekur við þjálfun liðsins. Moreno hefur stýrt liðinu í síðustu þremur leikjum þar sem Enrique var frá af persónulegum fjöl- skylduástæðum sem nú hafa leitt til starfsloka hans. Enrique, sem stýrði Barcelona með góðum ár- angri áður en hann tók við spænska liðinu, þakkaði kærlega fyrir sig í yfirlýsingu sem spænska knatt- spyrnusambandið birti í gær. „Ég vil þakka knattspyrnu- sambandinu fyrir skilninginn og virðinguna sem það hefur sýnt mér. Starfsfólkið og leikmenn hafa verið mjög fagmannleg. Ég vil líka þakka fjölmiðlum fyrir þagmælsku sína og virðingu. Ég vil þakka ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum,“ er haft eftir Enrique í yfirlýsingunni. AFP Hættur Luis Enrique er hættur þjálfun spænska landsliðsins í fótbolta. Enrique hættur með spænska landsliðið FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í fótbolta, skrifaði á þjóðhá- tíðardaginn undir tveggja og hálfs árs samning við Astana frá Kasak- stan. Rúnar kemur til félagsins frá Grasshoppers í Sviss. Morgun- blaðið sló á þráðinn til Rúnars í Kasakstan, að kvöldi fyrsta dags í nýju landi og með nýju félagi. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég lenti í borginni klukkan sex í morg- un og nú er hún orðin ellefu um kvöldið. Fyrsti dagurinn er að baki og þetta er búið að vera fínt hingað til. Ég hef ekki séð eða gert mikið en ég hef æft og séð allt í kringum liðið. Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til þessa,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Hann hafði lengi vitað af áhuga félagsins, sem reyndi að klófesta hann fyrr. „Ég er búinn að vita af áhuga þeirra lengi. Í síðustu fé- lagaskiptagluggum hafa þeir haft samband við mig. Það hefur hins vegar ekki gengið að semja fyrr en nú. Ég var náttúrlega á samningi annars staðar og aðdragandinn er búinn að vera mjög langur. Þetta fór hins vegar allt á fullt í janúar. Það hjálpaði ekki að ég meiddist oftar en einu sinni, en þetta hafðist að lokum,“ sagði Rúnar feginn. Mjög langur aðdragandi Þrátt fyrir að félagið hafi sýnt honum mikinn áhuga í einhvern tíma, var Rúnar ekki alltaf ákveð- inn í að fara til Astana. Fleiri möguleikar voru í boði, en ákveðin ævintýraþrá leiddi hann til Kasak- stans. „Ég var ekki endilega ákveð- inn í að fara hingað, en ég var ákveðinn í því að prófa eitthvað nýtt. Ég vildi prófa að fara í eitt- hvað óhefðbundnara en menn hafa verið að fara í,“ sagði Rúnar, sem er spenntur fyrir því að búa í höfuðborg Kasakstans. „Ég skoðaði marga möguleika í mörgum löndum og líka í löndum sem eru nær Ís- landi. Ég vildi skoða hvað lið höfðu upp á að bjóða en á endanum leist mér best á þetta. Ég er búinn að vera heima, í Hollandi, Svíþjóð og Sviss. Það er allt voða svipað og hefur sína kosti og galla. Ég vildi hins vegar prófa eitthvað öðruvísi. Ég veit ekki mikið um landið, þótt ég hafi kynnt mér það eftir því sem áhuginn varð meiri. Ég verð í höfuðborginni og það sem ég hef séð af henni lítur mjög vel út. Ég talaði við fólk sem hefur komið hingað og allir töluðu vel um þessa borg.“ Félagið var stofnað árið 2009 sem Lokomotiv Astana en breytti um nafn tveimur árum síðar og heitir núna einfaldlega Astana. Lið- ið hefur unnið deildina heima fimm síðustu ár og bikarinn þrisvar á síðustu níu árum. Þá hefur liðið einu sinni komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þrisvar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tímabilið 2017/18 fór liðið alla leið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Snýst allt um Evrópukeppni „Allt annað en titillinn er von- brigði,“ byrjaði Rúnar. „Liðið vinn- ur hann á hverju ári og þótt það sé ekki formsatriði, er það krafa. Það er einnig krafa að liðið vinni bikar- inn, en það gerist ekki í ár, þar sem liðið er dottið út.“ Astana er sem stendur í toppsæti deildar- innar með 35 stig þegar hún er hálfnuð. Tobol er í öðru sæti með 32 stig og á tvo leiki til góða. Rún- ar segir Evrópukeppnirnar mun mikilvægari en deildakeppnina hjá félaginu. „Í rauninni snýst allt um Evrópukeppnina hérna. Að komast annaðhvort í riðlakeppnina í Meist- aradeildinni eða Evrópudeildinni. Deildin er eins og hún er og liðið er í efsta sæti, þrátt fyrir að hafa ekki spilað rosalega vel. Ég finn það á fólkinu hérna að allt snýst um Evrópukeppnirnar og mér líst vel á það.“ Rúnar viðurkennir að hann er feginn að hafa losnað frá Grass- hoppers í Sviss. Liðinu gekk skelfi- lega á síðustu leiktíð og féll úr efstu deild með aðeins fimm sigra í 36 leikjum. Stuðningsmenn félags- ins voru vægast sagt ósáttir og gekk illa að ljúka leikjum vegna óláta í þeim. Var orðið þungt og erfitt „Sviss er gott land og það er gott að vera þar en þetta var orðið mjög þungt hjá Grasshoppers, sér- staklega síðasta hálfa árið. Ég var mjög feginn að mitt plan tókst. Ég náði að gera það sem ég lagði upp með; að klára samninginn minn og geta valið næsta áfangastað. Ég verð að viðurkenna að ég var feg- inn að losna og sérstaklega þegar ég sá hvernig liðið var að byrja undirbúningstímabilið fyrir nokkr- um dögum. Þá fann ég það strax að það var rétt ákvörðun að fara það- an. Þetta var orðið mjög þungt og erfitt,“ sagði Rúnar Már Sigurjóns- son. Sauðkrækingurinn gæti spilað sinn fyrsta leik með nýju liði næsta sunnudag. Astana mætir þá Orda- basy á útivelli. Kasakstan er stórt land og er tæplega 1.500 kílómetra ferðalag fram undan hjá Rúnari og félögum. Var orðið þungt og erfitt  Rúnar Már í topplið Kasakstans  Skylda að vinna deildina en allt snýst um Evr- ópukeppni  Feginn að losna frá Grasshoppers  Vildi prófa eitthvað óhefðbundið Ljósmynd/Astana Félagaskipti Rúnar Már Sigurjónsson með treyju FC Astana. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.