Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 62

Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Dómgæslan í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, hefur vægast sagt verið undir meðallagi í sumar. Þetta er sorgleg þróun, þar sem gæðin í deildinni hafa sjaldan verið jafn mikil. Of marg- ir leikir hafa ráðist á ákvörðun dómara og það er nokkuð sem enginn knattspyrnuáhugamaður vill sjá. Í bæði handbolta og körfu- bolta dæma bestu dómarar landsins í bæði karla- og kvennaflokki en ekki í knatt- spyrnu. Af hverju ekki? Telur knattspyrnusamband Íslands að konur séu ekki jafnokar karla og eigi þar af leiðandi ekki skilið góða dómara í leikjum sínum? Vissulega hefur framleiðslu á góðum dómurum innan knatt- spyrnuspyrnuhreyfingarinnar verið ábótavant á undanförnum árum en af þeim tíu dómurum sem dæmt hafa leiki í efstu deild karla í sumar í fyrstu sjö umferðunum hefur enginn dæmt í efstu deild kvenna í sumar. Þá virðast ekki sömu reglur gilda í karla- og kvennabolt- anum. Peysutog jafngildir gulu spjaldi í efstu deild karla en í efstu deild kvenna virðist það ekki einu sinni kalla eftir tiltali. Það er bláköld staðreynd að það er harðar tekið á brotum í efstu deild karla en kvenna og það þarf að breytast enda hefur brotunum fækkað á undan- förnum árum þar sem hraðinn í deildinni er orðinn mun meiri. KSÍ ætti að sjá sóma sinn í því að setja almennilega dómara á alla leiki í efstu deild kvenna, eins og tíðkast í handboltanum og körfuboltanum. Ef það er ekki hægt ætti það að minnsta kosti að vera til skoðunar að bestu dómarara landsins dæmi stærstu leiki sumarsins í efstu deild kvenna, annað er þvæla. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín eru komnir í erf- iða stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Bayern München um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin áttust við í öðrum úrslita- leiknum í gærkvöld sem fór fram í hinni glæsilegu Mercedes Benz höll í Berlín. Bayern München hafði betur í leiknum 88:72. Alba Berlín var 10 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en í hálfleik var forysta liðsins að- eins eitt stig. Gestirnir reyndust sterkari í síðari hálfleik og lönduðu sigri í spennandi leik. Martin lék í rúmar 22 mínútur. Hann skoraði 4 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Þriðji úrslitaleikur liðanna fer fram á heimavelli Bayern á sunnudag og þar geta Bæjarar tryggt sér titilinn, en þeir eru ríkjandi meistarar. gummih@mbl.is Ljósmynd/FIBA Barátta Martin Hermannsson mátti þola tap með Alba Berlín í gærkvöldi. Martin og félagar í erfiðri stöðu  Alba Berlín 2:0 undir gegn Bayern  Möguleiki er á að Kolbeinn Sigþórs- son og félagar hans í sænska liðinu AIK mæti Íslandsmeisturum Vals í 2. um- ferð undaneppni Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu. Takist Val að slá slóvenska meistaraliðið Maribor úr leik í 1. umferðinni leikur það við sigurveg- arann úr viðureign AIK og Ararat frá Armeníu í 2. umferðinni. Tapi Valur á móti Maribor leikur liðið á móti ann- aðhvort Ferencváros frá Ungverjalandi eða Ludogorets frá Búlgaríu í 2. um- ferð undankeppni Evrópudeildarinnar.  Stjarnan leikur við spænska liðið Espanyol í 2. umferð undankeppni Evr- ópudeildarinnar ef liðinu tekst að slá Levadia Tallinn frá Eistlandi út í 1. um- ferðinni en dregið var til 2. umferð- arinnar í gær. Espanyol hafnaði í 7. sæti í spænsku 1. deildinni sem lauk í síð- asta mánuði. Ef Breiðabliki tekst að slá Vaduz frá Liechtenstein út í 1. umferð- inni leikur það við Zeta frá Svartfjalla- landi eða Fehérvár frá Ungverjalandi. Sigurliðið úr viðureign KR og Molde leikur við Cukaricki frá Serbíu eða Ban- ants frá Armeníu.  Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur frá Akranesi, hefur í dag leik á Ladies European Taí- land-meistaramótinu í golfi sem er hluti af evrópsku móta- röðinni. Valdís er í 67. sæti á stigalista móta- raðarinnar en hún hefur keppt á níu mótum á tímabilinu. Eitt ogannað HM 2019 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Grannþjóðirnar England og Skot- land áttu ólíku gengi að fagna í loka- leikjum sínum í D-riðli HM kvenna í fótbolta í Frakklandi í gær. England vann sterkan 2:0-sigur á Japan og tryggði sér toppsæti riðils- ins með fullt hús stiga. Ellen White, leikmaður Birmingham, skoraði bæði mörk Englands. Það fyrra kom eftir 14. mínútur og það síðara sex mínútum fyrir leikslok. Margir bjuggust við að enska liðið gæti náð langt, enda hafnaði liðið í þriðja sæti á HM í Kanada 2015. Þrátt fyrir tap- ið er Japan einnig komið áfram með einn sigurleik. Japan endaði með fjögur stig í öðru sæti. England mæt- ir einu af þeim liðum sem fara áfram með bestan árangur í þriðja sæti en Japan mætir annaðhvort Hollandi eða Kanada í sextán liða úrslitum. Argentína og Skotland áttu bæði möguleika á að fara í sextán liða úr- slit í fyrsta skipti en óhætt er að segja að Skotar hafi farið illa að ráði sínu. Möguleikarnir voru fínir í stöðunni 3:0 á 69. mínútu. Kim Little, Jennifer Beattie og Erin Cuthbert skoruðu allar og komu þeim skosku í góða stöðu. Argentína gafst hins vegar ekki upp því Milagros Menéndez minnkaði muninn á 74. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði mark- maðurinn Lee Alexander sjálfsmark. Staðan var 3:2 allt fram í uppbótar- tíma, en þá fékk Argentína víta- spyrnu. Florencia Bonsegundo tók spyrnuna en Alexander varði. Mark- maðurinn fór hins vegar af línunni áður en Bonsegundo tók spyrnuna. Spyrnan var því endurtekin og þá skoraði Bonsegundo og tryggði Arg- entínu stig. Argentína endaði í þriðja sæti með tvö stig og Skotland í neðsta sæti með eitt stig. AFP Tvenna Ellen White skorar seinna markið sitt gegn Japan á heimsmeistaramótinnu í Frakklandi. Englendingar með fullt hús en hrun hjá Skotum  England áfram með fullt hús  Einn sigur dugði Japan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.