Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Næsta leikár tekur mið af þeirri
stefnumótunarvinnu sem við fórum í
fyrr í vetur og leiðarstefjunum sem
við settum okkur til næstu þriggja
ára sem eru dirfska, mennska og
samtal,“ segir Kristín Eysteins-
dóttir borgarleikhússtjóri um kom-
andi leikár sem kynnt er óvenju-
snemma í ár. Aðspurð segir Kristín
leikárið kynnt tveimur mánuðum
fyrr en venjulega til að bregðast við
óskum kortagesta sem strax á vorin
séu farnir að forvitnast um komandi
leikár auk þess sem skipulagningin
hafi gengið afar vel fyrir sig í kjölfar
stefnumótunarvinnunnar.
„Það komu ótrúlega margar hug-
myndir út úr þeirri vinnu sem skila
sér strax inn í næsta leikár í ýmsum
hliðarviðburðum sem auka flóruna
og stækka samhengið,“ segir Krist-
ín og tekur fram að púsluspilið sé
misflókið milli ára. Meðal hugmynda
úr stefnumótunarvinnunni sem
strax komast í framkvæmd er að all-
ar uppfærslur á Stóra sviðinu verða
textaðar á bæði pólsku og ensku
einu sinni í viku.
„Dirfskan birtist í því að við höf-
um skoðað hvernig við getum opnað
leikhúsið meira og verið með fjöl-
breyttari vinnuaðferðir, ólíkari
verkefni og meiri aldursbreidd í
hópi listafólks. Okkur langar að
stækka litrófið okkar og teygja okk-
ur meira út í samfélagið. Við viljum
eiga í samtali við listafólk og áhorf-
endur um nýjar nálganir og ný verk.
Í verkefnum okkar erum við síðan
að skoða manneskjuna í öllum sínum
myndum,“ segir Kristín þegar hún
er innt eftir því hvernig kjörorðin
þrjú birtist í verkefnum ársins.
Tíu ný íslensk leikrit
„Líkt og síðustu ár leggjum við
mikla áherslu á íslenska leikritun.
Við lítum á það sem skyldu okkar
gagnvart áhorfendum að við fjöllum
um okkar samtíma, umhverfi og
veruleika. Auk þess er mikilvægt að
rækta hæfileikaríka íslenska höf-
unda sem segja aðrar sögur en leik-
skáld úti í heimi,“ segir Kristín og
bendir á að frumsýnd verði tíu ný ís-
lensk leikrit á komandi leikári.
„Liður í því er að setja Umbúða-
laust af stað, en þar bárust 88 um-
sóknir,“ segir Kristín, en Umbúða-
laust er hugsað sem vettvangur
fyrir unga sviðshöfunda sem eru að
stíga sín fyrstu skref og leið til að
efla tengslin við grasrótina. Verk-
efnin þrjú sem sýnd verða eru Kart-
öflur sem sviðslistahópurinn CGFC
frumsýnir í október og fjallar meðal
annars um sviðsettar auglýsingar,
Ást og karókí sem samnefndur
sviðslistahópur frumsýnir í mars og
fjallar um ómissandi karlmenn og
Ertu hér? sem frumsýnt er í maí og
fjallar um 25 ára vináttu Ásrúnar
Magnúsdóttur og Höllu Þórlaugar
Óskarsdóttur. „Hvert verk verður
sýnt þrisvar til fimm sinnum hér á
þriðju hæðinni. Hóparnir fá fjórar
vikur til að vinna sýningar sínar og
hver sýning verður um sextíu mín-
útur að lengd. Hópunum gefst tæki-
færi til að gera tilraunir og leika sér,
en við lítum á sýningarnar sem verk
í vinnslu,“ segir Kristín og tekur
fram að miðaverði verði stillt í hóf.
Hvað mótar sjálfsmyndina?
Fyrsta frumsýning haustsins
verður í september á Ég hleyp eftir
Line Mørkeby í þýðingu Auðar Övu
Ólafsdóttur og leikstjórn Baldvins
Z. „Line Mörkeby er eitt fremsta
leikskáld Danmerkur og í þessu
áleitna leikriti leitar hún svara um
hvernig við getum lifað áfram eftir
barnsmissi,“ segir Kristín, en með
eina hlutverk sýningarinnar fer
Gísli Örn Garðarsson. „Hann fer í
óvenjulegt ferðalag, sem er í senn
átakanlegt og heillandi,“ segir
Kristín og bendir á að Gísli Örn
hlaupi bókstaflega í gegnum sálar-
angist aðalpersónunnar.
Fyrsta uppfærslan á Litla sviðinu
verður einnig í september á leikrit-
inu Eitur eftir Lot Vekemans í þýð-
ingu Ragnheiðar Sigurðardóttur og
leikstjórn Kristínar Jóhannes-
dóttur, en Börkur Jónsson gerir
leikmyndina. „Þetta hollenska verk
hefur verið sett upp víða um heim
og hlotið fjölda verðlauna,“ segir
Kristín og tekur fram að það sé
ávallt ánægjulegt að geta sýnt sterk
leikrit eftir konur. „Við erum búin
að vera með þetta verk í skoðun
nokkuð lengi,“ segir Kristín og
bendir á að ljóðræna textans sé eitt
af því sem heillaði. „Við urðum strax
mjög spennt fyrir því að fá Kristínu
til að leikstýra þessu af því að þótt
verkið sé natúralískt á yfirborðinu
leynist í því annar heimur sem hægt
er að opna. Verkið fjallar um frá-
skilin hjón sem hittast í fyrsta sinn
12 árum eftir skilnaðinn í kapellu við
kirkjugarð þangað sem starfsmaður
kirkjugarðsins hefur stefnt þeim en
lætur síðan aldrei sjá sig. Meðan
þau bíða gefst persónunum tækifæri
á að fara yfir þá atburði um urðu til
þess að þau skildu. Þetta er upp-
gjörsverk, en í grunninn fjallar það
um hvernig maður kemst yfir áfall
og hvort maður eigi rétt á því að
vera hamingjusamur aftur. Persón-
ur verksins hafa farið algjörlega
hvort sína leiðina að því að takast á
við þetta áfall sem þau urðu fyrir,“
segir Kristín. Með hlutverk
hjónanna fara Nína Dögg Filippus-
dóttir og Hilmir Snær Guðnason.
Fyrra samstarfsverkefni leikárs-
ins er HúH! eftir sviðslistahópinn
RaTaTam í leikstjórn Charlotte
Bøving sem frumsýnt verður á Litla
sviðinu í september. „Þau hafa í sín-
um verkum alltaf verið að takast á
við eina stóra rannsóknarspurningu
með aðferðum heimildarleikhússins.
Í þessari sýningu skoða þau sjálfs-
mynd Íslendinga og hvað mótar
hana,“ segir Kristín, en meðal leik-
ara hópsins eru Albert Halldórsson,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson og
Halldóra Rut Baldursdóttir.
Stórskáldið eftir Björn Leó
Brynjarsson í leikstjórn Péturs
Ármannssonar, sem Björn skrifaði
meðan hann var hússkáld Borgar-
leikhússins 2017-18, verður frum-
sýnt á Nýja sviðinu í október.
„Verkið fjallar um konu sem er að
gera heimildarkvikmynd um fræg-
asta skáld Íslands sem hefur lokað
sig af frá umheiminum og býr í
Amazon-frumskóginum. Konan er
einnig dóttir hans, en skáldið yfirgaf
hana þegar hún var lítil. Hún er því
samtímis að fjalla um goðsögnina og
að nálgast pabba sinn,“ segir Krist-
ín. Með hlutverk skáldsins fer Jó-
hann Sigurðarson, Unnur Ösp
Stefánsdóttir leikur dótturina og
Hilmar Guðjónsson unnusta hennar.
„Verkið tekur á ímynd okkar um
snillinginn og afbyggir að nokkru.
Samtímis er verið að skoða tengsl
sviðsetningar og raunveruleika á
húmorískan, næman og fallegan
hátt,“ segir Kristín. Leikmynd og
búninga gerir Ilmur Stefánsdóttir.
Farsinn á sér djúpar rætur
Fyrsta frumsýning leikársins á
Stóra sviðinu verður í október á
farsanum Sex í sveit eftir Marc
Camoletti í þýðingu Gísla Rúnars
Jónssonar og leikstjórn Bergs Þórs
Ingólfssonar. Leikmynd gerir Petr
Hlousek. „Þetta franska verk er vin-
sælasti gamanleikur Leikfélags
Reykjavíkur frá upphafi,“ segir
Kristín og rifjar upp að verkið hafi
verið sýnt í þrjú ár síðast þegar það
fór á svið Borgarleikhússins fyrir
rúmum 20 árum.
„Okkur fannst spennandi að
skoða þennan gamanleik aftur, en
farsinn á mjög djúpar rætur í sögu
leikfélagsins,“ segir Kristín og
bendir á að starfsmenn Borgarleik-
hússins finni fyrir miklum áhuga
leikhúsgesta á gamanleikjum. „Þeg-
ar þessi gamanleikur er skoðaður til
hliðsjónar við marga aðra farsa
kemur skýrt í ljós að það er margt
mun nútímalegra í þessu verki, ekki
síst út frá birtingarmyndum
kynjanna, sem við erum ánægð með.
Viðhorfið sem birtist í försum er oft
svo gamaldags, sem getur verið
snúið.
Verkið gerist í Eyjafirðinum þar
sem efnuð hjón á miðjum aldri ætla
að eyða helginni í lúxusbústað sín-
um,“ segir Kristín og tekur fram að
bæði hjónin séu gerendur í allri at-
burðarásinni og séu jafngóð í því að
beita maka sinn blekkingum með
óvæntum afleiðingum.
„Við erum að fá tvo nýja leikara
inn í húsið í burðarhlutverkin sem
er spennandi,“ segir Kristín og vísar
þar til Sólveigar Guðmundsdóttur
og Jörundar Ragnarssonar sem
leika hjónin. Auk þeirra leika í sýn-
ingunni Sigurður Þór Óskarsson,
Vala Kristín Eiríksdóttir, Katrín
Halldóra Sigurðardóttir og Har-
aldur Ari Stefánsson. „Okkur lang-
aði að tefla fram þessari kynslóð
leikara og jafnframt færa húmorinn
nær okkur. Stundum hafa gam-
anleikir verið meira fyrir eldri kyn-
slóð áhorfenda, en markmið okkar
er að ná líka til yngri áhorfenda með
því að nútímavæða húmorinn.“
„Okkur langar að stækka litrófið
Dirfska, mennska og samtal leiðar-
stef komandi leikárs í Borgarleikhús-
inu Tíu ný íslensk leikrit frumsýnd
Leikritun „Við lítum á það sem skyldu
okkar gagnvart áhorfendum að við fjöll-
um um okkar samtíma, umhverfi og veru-
leika,“ segir Kristín Eysteinsdóttir.
icewear.is
KRÍA/KJALAR
Hybrid jakki kr. 18.990.-