Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Hafísbreiða var í gærmorgun um
25 sjómílur eða 46,3 kílómetra
NNV frá Kögri og þokast hún
væntanlega austur á bóginn og
þannig nær landi, að sögn Ingi-
bjargar Jónsdóttur, dósents í land-
fræði við Háskóla Íslands. Mögu-
leiki er á að hvítabjörn fylgi
breiðunni en þeir geta synt hátt í
200 kílómetra.
„Það sem skiptir miklu máli er að
sjófarendur séu meðvitaðir um haf-
ísinn. Við erum orðin svo vön því að
hafa lítið af honum. Núna eru auð-
vitað skemmtiferðaskip og svona á
ferðinni sem eru ekki byggð til að
fara í ísinn svo það er kannski aðal-
hættan að fólk viti ekki af honum.
Það eru þarna spangir sem eru svo-
lítið langt frá meginísnum og það er
kannski eitthvað sem fólk býst ekki
við,“ segir hún við Morgunblaðið.
Breytt landslag
Spurð hvort líkur séu á að hvíta-
björn komi með hafísnum segir
Ingibjörg:
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir
fimmtán árum þá hefði ég sagt að
það væru hverfandi líkur, en við
höfum samt verið að sjá birni koma
upp að landi eftir svona tímabil.
Það er miklu oftar sem það gerist
ekki en það er samt ekki útilokað.
Þetta eru aðstæður þar sem ísinn
er að færast tiltölulega hratt austur
á bóginn og þessi ísþekja mun fljót-
lega fara að bráðna og birnir geta
lent í vandræðum við slíkar að-
stæður.“
Birnir koma vegna vandræða
Reynslan sýnir að birnir geti
komið á land þó að ísinn sé ekki al-
veg upp við land, að sögn Ingi-
bjargar.
„Áður fyrr voru birnir að koma
þegar það var mjög mikill ís sem
var kominn nánast alveg upp í land-
steina. Eftir árið 2008 fórum við að
lenda í því að birnir kæmu af þver-
öfugum ástæðum, af því að þeir
lentu í vandræðum vegna þess að
ísþekjan er í raun að bráðna undan
þeim. Ísinn er í straumi sem er að
færast austur á bóginn. Svo kemst
ísinn inn í hlýrri sjó og þá bráðna
mjög stórar breiður af honum á
sama tíma. Þá eru birnirnir
kannski komnir það austarlega að
það er einfaldara fyrir þá að fara
upp í land heldur en að ná upp í
meginísjaðarinn sem er vestar.“
Ingibjörg segir að loftslags-
breytingar séu ástæða þess að ís-
inn bráðni hraðar undan björnun-
um.
„Þetta tengist veðurfarsbreyt-
ingum því að ísinn er hlutfallslega
orðinn miklu þynnri svo það tekur
hann skemmri tíma að bráðna þeg-
ar hann byrjar að bráðna. Hann
var miklu þykkari áður og meira af
því sem við köllum fjölæran ís, ís
sem kemur úr Norður-Íshafi og er
kannski þriggja til fimm metra
þykkur. Þá gátu þeir kannski frek-
ar reddað sér upp á slíka jaka eða
eitthvað slíkt ef það fór að bráðna
en nú erum við aðallega með fyrsta
árs ís sem er þynnri, kannski rúm-
ur metri á þykkt.“
Ingibjörg segir það einungis í
neyð sem birnirnir leiti upp á land.
„Það kemur ekki til af góðu. Þeir
athafna sig best á ísnum, þar ná
þeir í seli og annað slíkt.“
Hafís við Ísland 17. til 21. júní
25 sjóm
ílur
N
N
V frá Kögri
43 sjómílur NNV frá Kópi
Hafísþekjan breytist hratt og getur verið varasöm.
Ekki er unnt að greina allan hafís eða
borgarísjaka með gervitunglagögnum.
Hafís 17. júní kl. 19.00
Hafís 19. júní kl. 08.21
Hafís 20. júní kl. 08.13
Hafís 21. júní kl. 08.05
Mögulegt að hvítabjörn fylgi
Hafísbreiða er 25 sjómílur frá Kögri Hættulegt ef sjófarendur eru ekki meðvitaðir, segir land-
fræðingur Hafísinn bráðnar nú hraðar undan hvítabjörnum en áður og því leggjast dýrin til sunds
Áfram verður sápukúluveður, að
minnsta kosti sunnanlands og vest-
an. Þar verður bjart að mestu í dag
en skúrir norðaustantil.
Veðurstofan spáir suðvestan- og
vestanátt næstu daga. Þá verður
skýjað á vesturhelmingi landsins og
dálítil rigning þegar kemur fram í
vikuna. Bjartviðri og hlýjast um
landið austantil.
Enn er mjög þurrt á Vesturlandi
og brýnt að fara varlega með eld.
Morgunblaðið/Eggert
Sápukúluveður á landinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er svo rík stærðfræðihefð í
Frakklandi og margir stærðfræð-
ingar þar. Talað er um að í París séu
flestir stærðfræðingar að meðaltali á
hvern ferkílómetra í heiminum. Ég
veit ekki hvort það er rétt,“ segir
Dagur Tómas Ásgeirsson sem út-
skrifast í dag með BS-próf í stærð-
fræði frá Háskóla Íslands. Hann hef-
ur hlotið styrk frá Stærðfræði-
stofnuninni í París og sendiráði
Frakklands á Íslandi til tveggja ára
meistaranáms í stærðfræði í París.
Hann svaraði spurningu um það
hvers vegna París hefði orðið fyrir
valinu en Dagur hafði einnig fengið
inngöngu í Oxford og Cambridge.
Dagur Tómas fór í sumarskóla í
Frakklandi í tvær vikur á síðasta ári
og leist vel á sig þar. Prófessor ráð-
lagði honum að sækja um styrkinn.
Það verður að teljast mikill heiður
að hljóta styrkinn því Stærð-
fræðistofnunin veitir aðeins 20 styrki
á ári til framúrskarandi nemenda
hvaðanæva úr heiminum. Hann fer
út í lok mánaðarins til að hefja nám í
frönsku. Hann segir að góðir mögu-
leikar séu á áframhaldandi styrk til
doktorsnáms.
Dagur útskrifast með einkunnina
9,98 í dag. Hann fékk 10 í öllum
stærðfræðinámskeiðunum. Forrit-
unarkúrs dró meðaleinkunnina niður
því hann fékk „aðeins“ 9,5 í honum.
Afreksmaður í siglingum
Dagur hefur einnig náð góðum ár-
angri í eðlisfræði, efnafræði og for-
ritun. Komst til dæmis í lið Íslands í
ólympíukeppni í eðlisfræði, efna-
fræði og stærðfræði þegar hann var
í menntaskóla en tók stærðfræði-
keppnina fram yfir hinar. Þá hefur
hann stundað siglingar frá unga
aldri og varð Íslandsmeistari í
kænusiglingum á síðasta ári.
París frekar en Oxford eða Cambridge
Morgunblaðið/Eggert
Nám Dagur Tómas Ásgeirsson fer til náms í París, Mekka stærðfræðinnar.
Dagur Tómas Ásgeirsson fær eftir-
sóttan styrk til náms í stærðfræði
Sjö borgarfulltrúar voru kosnir í
borgarráð til eins árs á fundi
borgarstjórnar í vikunni. Sex af
hinum nýju fulltrúum borgarráðs
eru konur og einn er karlmaður.
Kynjahlutföllin eru jafnari í hópi
sjö varamanna sem kosnir voru,
en þar sitja þrír karlmenn og fjór-
ar konur.
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi
Viðreisnar, er nýkjörinn forseti
borgarstjórnar. Spurður hvort
skipan borgarfulltrúa í borgarráð
sé lögum samkvæmt, vegna
ójafnra kynjahlutfalla, segir Pa-
wel svo vera. Ekki sé gerð krafa í
sveitarstjórnarlögum um jöfn
kynjahlutföll sé kosninganefndin
einskorðuð við kjörna fulltrúa.
„Einungis er heimilt að kjósa þá
sem eru borgarfulltrúar eða
fyrstu varamenn í borgarráð. Þar
sem þau hlutföll eru mjög ójöfn á
þessu kjörtímabili þá er heimilt að
gera ekki sérstaka kröfu um að
það sé jafnt hlutfall þar inni,“ seg-
ir hann.
Í borgarráði sitja nú þau Þórdís
Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg
Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjóns-
dóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór
Laxdal Arnalds, Hildur Björns-
dóttir og Valgerður Sigurðar-
dóttir. veronika@mbl.is
Nær allir fulltrúar
ráðsins eru konur
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Stjórnarfrumvarp um breytingar
á fiskeldislögum, sem samþykkt
var á Alþingi á þriðjudag, tekur
m.a. til úthlutana eldissvæða. Jens
Garðar Helgason, framkvæmda-
stjóri Laxa fiskeldis og formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarút-
vegi, segir að samtökin hafi gert
ýmsar athugasemdir við gerð
frumvarpsins. Jens segir að sú
hugmynd að setja skurðpunkt við
þær umsóknir, sem áttu eftir að
fara í burðarþolsmat þannig að
þær hefðu farið í nýtt ferli, hefði
verið betri en sú leið sem valin
var í endanlegu frumvarpi. En nú
hafi greinin út frá einhverju að
vinna og áfram verði haldið að
byggja undir stoðir fiskeldis sem
sé ein af burðarstoðunum í ís-
lensku hagkerfi. Nú þegar hafi
verið fjárfest fyrir tugi milljarða í
uppbyggingu fiskeldis á Íslandi.
,,Mér líst vel á markmið frum-
varpsins og áherslu á umhverfis-
vænt eldi og uppbyggingu sam-
félaga í kringum eldið og menntun
í greininni,“ segir Sigurður
Pétursson, framkvæmdastjóri
fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish.
Hann segist ósáttur við hvernig
skurðpunkturinn var settur á milli
gömlu og nýju laganna og hvernig
hann hafi fallið á milli fyrirtækja.
Hans fyrirtæki hafi lent réttu
megin við línuna en það sé ekki
nóg. Það sé allra hagur að greinin
byggist upp á góðri samvinnu því
það taki fjölda ára að byggja hana
upp.
Arnarlax skoðar stöðu sína
Kjartan Ólafsson, stjórnarfor-
maður Arnarlax, segir málið
þannig vaxið að fyrirtækið hljóti
að skoða stöðu sína varðandi lög-
mæti lagasetningarinnar. Hann
segist reikna með því að vinna úr
þeirri þröngu stöðu sem upp er
komin með lögfræðilegum ráð-
gjöfum sínum næstu vikurnar.
Fyrirtækjum í
fiskeldi mismunað
Vilja kanna lögmæti lagasetningarinnar