Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 10
Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir
sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur þar sem
við dveljum í fjallabænum Seefeld þaðan sem farið
verður í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. í Swarovski
kristalverksmiðjuna og til vínbónda í Isarco dalnum. Einnig
verður komið til Garmisch-Partenkirchen og farið með kláfi
upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze.
24. - 29. september
Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Tindrandi Tíról
„Íbúar hverfisins hafa verið hlunn-
farnir. Það hefur komið í ljós að íbúar
hverfisins kæra sig ekki um að skipta
um póstnúmer.“ Þetta segir Árdís
Pétursdóttir, einn stjórnarmanna
Prýðifélagsins Skjaldar - íbúasam-
taka í Skerjafirði.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í vetur samþykkti borgarráð að
Vatnsmýrin fengi póstnúmerið 102.
Þetta þýðir, nái tillagan fram að
ganga eins og nú er útlit fyrir, að há-
skólarnir tveir, HÍ og HR, verði í
póstnúmeri 102, og sömuleiðis
Skerjafjörður sem tilheyrir nú póst-
númeri 101.
Árdís segir að íbúar Skerjafjarðar
séu margir mótfallnir þessari tillögu,
sér í lagi vegna þess hve hverfisvit-
undin í Skerjafirði sé sterk. Hún seg-
ir að borgaryfirvöld hafi beðið Prýði-
félagið um umsögn um málið, hvar
Prýðifélagið hreyfði mótmælum, en
aldrei hafi verið haft samband við fé-
lagið aftur eftir það. Aðspurð segir
hún að sér skiljist að málið sé nú hjá
póstnúmeranefnd sem fari með end-
anlegt ákvörðunarvald í málinu.
Spurð hvers vegna félagið sé svo
mótfallið þessu og hvaða máli þetta
skipti fyrir íbúa Skerjafjarðar segir
hún að ástæðurnar séu margar. Sem
dæmi eigi Skerjafjörður ekkert skylt
við Hlíðarendahverfi og engar sam-
göngur séu þar á milli. „Skerjafjörður
er mjög gamalgróið hverfi og hefur
lengi verið hluti af 101. Fólkið hér
kærir sig ekkert um að vera hluti af
háskólahverfi.“
Dregur úr hverfisvitundinni
Þá bætir hún við: „Hér er mikil
saga. Það er búið að gefa það svolítið
út að 102 verði svona háskólahverfi,
nýtt og ungt. Okkur finnst það bara
draga úr sögunni hérna og hverfisvit-
undinni í heild sinni. Eins og flestir
vita sem þekkja Skerjafjörðinn þá er
þetta bara eins og sveit í borg.“
Þá leggur hún aftur áherslu á
hverfisvitundina í Skerjafirði og seg-
ir: „Skerfirðingar hafa skilgreint sig
sem Vesturbæinga, og á móti hafa
Vesturbæingar gert hið sama. Þjón-
ustu höfum við alltaf sótt í Vestur-
bæinn. Bæði skóla og íþróttir og aðra
þjónustu.“
Prýðifélagið stóð fyrir skömmu
fyrir undirskriftasöfnun gegn póst-
númerabreytingunni sem 300 íbúar
rituðu nafn sitt á og var afhent borg-
arráði. Segir Árdís að söfnunin hafi
farið fram á stórri ferða- og fríhelgi
þegar margir voru að heiman, og bú-
ast megi við að enn fleiri hefðu skrif-
að undir ef tími hefði verið meiri og
aðstæður betri. teitur@mbl.is
Vilja ekki búa í 102
Íbúar í Skerjafirði eru margir mótfallnir því að hverfið
verði í póstnúmeri 102 300 skrifuðu undir mótmæli
Ljósmynd/Prýðifélagið Skjöldur
Athöfn Árdís afhendir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra undirskriftalist-
ann. Viðstödd eru Eyþór Arnalds og Efemía Mjöll Guðmundsdóttir.
lenskur sjómaður, Gísli Þór Þórar-
insson, allra manna hugljúfi á svæð-
inu að sögn hvers einasta
heimildarmanns sem miðlarnir hafa
rætt við, var skotinn til bana við
kringumstæður sem hafa orðið
kveikjan að heiftarlegri gagnrýni í
garð lögreglunnar í Finnmörku.
Lögreglan svarar gagnrýni
Umdæmisstjóri lögreglunnar
svarar þessari gagnrýni í samtali við
mbl.is sem þar birtist í dag, laugar-
dag, en einnig verður rætt við ís-
lenska sjómanninn Sigurð Hjalte-
sted og konu hans Hege Guld-
bjørnsen á sunnudag, sem tengdust
Gísla heitnum órjúfanlegum bönd-
um. Gabriel Are Sandnes, settur
sóknarprestur í Mehamn og eftir-
launaþegi sem svaraði kalli prest-
lauss brauðs í nauð, ræðir sorgina í
afskekktum samfélögum.
Þetta og fleira fjallar mbl.is um í
dag og næstu daga í umfjöllun sinni
um eitt átakanlegasta sakamál Ís-
lendinga erlendis fram á þennan
dag.
Háðir íslensk-
um víkingum
Ljósmynd/Visit Finnmark
Mehamn Það var mikið reiðarslag fyrir íbúa í þessu litla samfélagi þegar
Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani þar í bænum í apríl síðastliðnum.
Mehamn í Noregi er samfélag í sárum
Í MEHAMN
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Við erum algjörlega háð Íslending-
um hér, þið hafið komið hingað og
sýnt okkur hvílíkir dugnaðarforkar
þið eruð og þennan víkingaanda sem
alltaf einkennir ykkur. Samfélag
okkar væri fátækara án þessara
starfskrafta. Við leggjum traust okk-
ar töluvert í hendur innflytjenda
sem blása nýju lífi í atvinnulíf okkar
hér í Mehamn og Gamvik.“
Þetta segir Trond Einar Olaussen,
bæjarstjóri Gamvik í Finnmörku í
Noregi, um aðkomu Íslendinga að
fiskveiðum og -vinnslu á nyrstu
mörkum Evrópu, en sjávarþorpið
Mehamn liggur innan vébanda Gam-
vik.
Fréttaritari Morgunblaðsins og
mbl.is í Noregi verður staddur í Me-
hamn um helgina með það fyrir aug-
um að kanna hvernig þessu litla sam-
félagi reiðir af eftir harmleik í
endaðan apríl þegar fertugur ís-
Magnús Heimir Jónasson
Erla María Markúsdóttir
Helgi Bjarnason
Stefnt er að því að umbreyta hluta
Ártúnshöfða og svæðinu við Elliðaár-
vog þar sem grófur iðnaður mun
víkja fyrir uppbyggingu íbúða, al-
mennri atvinnustarfsemi og þjón-
ustu. Fyrirsjáanlegt er að á Ártúns-
höfða verði eitt mesta uppbyggingar-
svæðið í Reykjavík á næstu árum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri
Klasa ehf., og Pétur Árni Jónsson,
framkvæmdastjóri Heildar ehf., und-
irrituðu samkomulag um fyrirhugaða
uppbyggingu á Ártúnshöfða og við
Elliðaárvog í gær. Svæðið sem sam-
komulagið nær til er 273 þúsund fer-
metrar og er gert ráð fyrir að þar
geti komið 3 til 4 þúsund nýjar íbúðir.
„Með þessu er verið að leggja
grunninn að einu stærsta uppbygg-
ingarverkefni höfuðborgarsvæðis þar
sem góð nýting lands og innviða á
besta stað á höfuðborgarsvæðinu er
höfð að leiðarljósi. Að sögn lóðarhafa
er um að ræða einstakt tækifæri til
að þróa nýjan borgarhluta frá grunni
þar sem hugað verður að öllum þátt-
um til að móta gott umhverfi til að
búa í og starfa,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg.
Þýðingarmikið þróunarsvæði
„Þetta er lang stærsta þróunar-
svæðið í borginni á næstu árum og af-
ar þýðingarmikið. Vatnsmýrin kem-
ur næst því en uppbygging þar
virðist ekki vera á döfinni alveg á
næstunni,“ segir Pétur Árni Jónsson,
framkvæmdastjóri Heildar.
Í skipulagi er miðað við að á svæði
Heildar getið risið um 800 íbúðir, auk
atvinnuhúsnæðis. Íbúðirnar verða
frekar í minni kantinum og ekki
íburðarmiklar. Pétur Árni segir að-
spurður að svæðið sé ákjósanlegt fyr-
ir ungt fólk. Svæðið sem Heild hefur
yfir að ráða er aðgengilegt og hægt
að hefja uppbyggingu fljótlega. Ann-
ars staðar er heillegt atvinnuhúsnæði
sem þarf lengri úreldingartíma. Telur
Pétur Árni að svæðið allt geti byggst
upp á 15-20 árum.
Deilt um lögmæti innviðagjalds
Borgarráð samþykkti á fimmtu-
daginn samningsramma sem gerður
var við lóðarhafa um þessa fyrir-
huguðu uppbyggingu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði sátu hjá við afgreiðslu
samkomulagsins. Lögðu fulltrúar
flokksins fram bókun þar sem settur
er fyrirvari við orðalag samkomu-
lagsramma Reykjavíkurborgar
vegna innviðagjalds borgarinnar.
Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
að innviðgjaldið muni hafa bein áhrif
til hækkunar á kaup- og leiguverði
íbúða á þessu svæði sem hefur svo
aftur bein áhrif á vísitölu neysluverðs.
„Af þessum sökum vilja fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins ekki taka af-
stöðu til samkomulagsrammans í fyr-
irhuguðum samningum við lóðarhafa
enda ríkir mikil réttaróvissa um lög-
mæti innviðagjaldsins,“ segir í bókun
Sjálfstæðisflokksins.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
er ósammála því að réttaróvissa
fylgir gjaldinu. „Við erum alls ekki
sammála því að það fylgi einhver
óvissa því að við getum gert samn-
inga við lóðahafa um þátttöku og
framlög til innviðauppbyggingar,“
segir Dagur í samtali við mbl.is.
„Með sameiginlegri greiningu á því
hvað þarf að setja mikinn kostnað í
innviði, skóla, götur, brýr, torg, opin
svæði og svo framvegis, þá er náð
saman um ákveðna skiptingu á þeim
kostnaði. Þannig eru það sameig-
inlegir hagsmunir að ná saman um
þetta þannig að verkefnið geti farið af
stað. Það er auðvitað augljóst að ef
allur kostnaðurinn hefði lent á borg-
inni og allur gróðinn hjá þeim sem
eru með þessa lóðasamninga, þá
hefði ekki verið forsvaranlegt að fara
af stað,“ segir Dagur.
Hærra gjald en almennt gerist
„Innviðagjaldið hefur klárlega
áhrif á kostnað við uppbygginguna
en þetta er sú leið sem borgin fer og
við göngumst við því,“ segir Ingvi
Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa
ehf. Um er að ræða gatnagerðargjald
og viðbótargjald. Ingvi segir gjaldið
hærra en almennt gerist í Reykjavík
en bendir á að þetta hafi verið gert
áður í borginni. Stefnt er að því að
deiluskipulagið fari í kynningu á
þessu ári og er Ingvi bjartsýnn á að
hægt verði að hefja uppbyggingu í
kjölfar þess á næsta ári.
Ártúnshöfða umbreytt
í nýjan borgarhluta
Samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu undirritað
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Ný borg Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum svæðið. Eitt af mark-
miðum uppbyggingarinnar er að stytta vegalengdir innan borgarinnar.