Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Píratar, ekki síst einn þeirra,leggja fram mikinn fjölda fyrirspurna á Alþingi, misjafnlega áhugaverðar eins og gengur. Jón Þór Ólafsson átti eina ágæta undir lok þings þar sem hann spurði dómsmálaráðherra um skipta- stjóra.    Úthlutun búa tilskiptastjóra og störf skipta- stjóra hafa stundum ratað í opinbera umræðu, meðal annars nýverið, og ekki að ástæðu- lausu.    Fyrirspurnin er í mörgum liðumog er meðal annars spurt um erindi um aðfinnslur við störf skiptastjóra sl. 10 ár. Þá er spurt um fjölda erinda til héraðsdóm- stóla þar sem krafist er úrskurðar um að skiptastjóra verði vikið frá störfum vegna vanhæfis.    Ennfremur er spurt hve margirlögmenn eru skráðir á lista sem mögulegir skiptastjórar hjá héraðsdómstólum og hvernig lög- menn eru valdir á þann lista.    Þá er ekki síður áhugaverðspurningin um hve langur tími líði að meðaltali frá skipun skipta- stjóra og þar til skiptum lýkur og um almennt eftirlit með störfum þeirra.    Loks er spurt um fjölda rift-unar- og ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta.    Ýmislegt undarlegt hefur komiðupp í tengslum við þrotabú á síðustu árum. Vonandi verður auk- in umræða til að þessi mál færist í betra horf. Jón Þór Ólafsson Þörf fyrirspurn um skiptastjóra STAKSTEINAR SKECHERS GO WALK 5 DÖMUSKÓR. STÆRÐIR 36-41. FÁST EINNIG SVARTIR 13.995.- DÖMUSKÓR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun borgar- meirihlutans um að vísa tillögu um reglur um hagsmunaskráningu borg- arfulltrúa til borgarráðs, á þriðjudag- inn var, teljist óvenjuleg þar sem mál- ið hafi verið tekið fyrir í for- sætisnefnd. Meirihluti borgarráðs lagði á fundinum fram breytingartil- lögu á tillögu sinni um hagsmuna- skráningu borgarfulltrúa, en breyt- ingin snýst um að borgarfulltrúar þurfi ekki einungis að skrá eigin fyrir- tæki heldur einnig fyrirtæki sem fyrirtæki í þeirra eigu eiga. Minni- hlutinn hefur ekki viljað taka afstöðu til tillögunnar fyrr en mat Persónu- verndar á henni hefur borist. Telur Kolbrún meirihlutann ekki hafa verið nægilega vel undirbúinn til að klára málið. Hún segir umræðuna á fundinum hafa verið ófaglega og telur fráfar- andi forseta borgarstjórnar, Dóru Björt Guðjónsdóttur, hafa brotið gegn siðareglum sem samþykktar voru á fundinum þegar hún krafðist svara frá Eyþóri Arnalds, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, um eigna- hlut sinn í fyrirtæki. Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar því á bug að um persónulega árás hafi verið að ræða og telur sig ekki hafa brotið siðareglur. Segist hún hafa fengið upplýsingar um möguleg tengsl Eyþórs við orkufyrirtæki sem hafi komið því við að stjórnarkjör fyr- ir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi legið fyrir á fundinum. Hún leggur áherslu á að fjárhagslegir hagsmunir borgarfulltrúa séu ekki einkamál heldur komi almenningi við. Segir hún að breytingunum hafi verið vísað til borgarráðs, m.a. til að gefa minnihluta færi á að kynna sér þær til hlítar. Einnig segist hún hafa viljað bíða eftir mati Persónuverndar til að koma til móts við minnihlutann. rosa@mbl.is Krafðist upplýsinga um eignarhlut  Segir forseta borgarstjórnar brjóta siðareglur Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Enn berast Morgunblaðinu ábend- ingar um skyldmenni sem setið hafa á þingi eftir að blaðið birti frétt 19. júní um systkini sem setið hafa á þingi á sama tíma og aðra frétt 20. júní um skyldmenni sem setið hafa á þingi. Í upptalningu vantaði feðgana Guðna Ágústsson og Ágúst Þorvaldsson sem sátu samanlagt á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn í 40 ár og þrjá ættliði sem sátu samtals 70 ár á þingi fyr- ir sama flokk, en það voru Her- mann Jónasson, Steingrímur Her- mannsson og Guðmundur Stein- grímsson sem hóf þingferil sinn með Framsóknarflokknum en sat síðar á þingi fyrir fleiri flokka. Ingi R. Helgason sat fyrir Alþýðu- bandalagið og síðar dóttir hans Álf- heiður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Fyrrverandi heil- brigðisráðherra, Svavar Gestsson Alþýðubandalagi, og síðar Samfylk- ingu, sat á þingi en Svandís dóttir hans, situr á þingi fyrir VG. Systkini sem setið hafa á þingi hvort heldur er samtímis eða á sitt hvorum tímanum eru Nanna Mar- grét og Sigmundur Davíð auk þess sem Gunnlaugur M. Sigmundsson faðir þeirra sat á þingi á undan þeim. Ingibjörg og Ísólfur Gylfi Pálmabörn, Halldór og Katrín Ás- grímsbörn, Guðjón Arnar og Jóna Valgerður Kristjánsbörn, Halldór E. og Margrét Sigurðarbörn, Helga Vala og Skúli Helgabörn og bræðurnir Gunnar Birgisson og Kristinn H. Gunnarsson. Einnig Valgerður og Björn, en faðir þeirra Bjarni Benediktsson sat einnig á Alþingi og einnig bróðir hans Pét- ur. Feðgarnir Gylfi Þ. Gíslason og eiginmaður Valgerðar, Vilmundur Gylfason, gegndu einnig þing- mennsku. Stefán Gunnlaugsson og synir hans Gunnlaugur, Finnur Torfi og Guðmundur Árni hafa allir setið á þingi. Jón Baldvin Hannibalsson og faðir hans Hannibal Valdimarsson sátu á þingi sem og Pétur Sigurðs- son og dóttir hans Margrét. Jón Pálmason, Pálmi sonur hans og Erla dóttir Pálma voru öll þing- menn. Feðgar og þrír ætt- liðir 110 ár á þingi  Fjórir feðgar sátu á þingi  Mörg systkini þingmenn  3 ættliðir í 70 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.