Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Liðsmenn Landhelgisgæslu Íslands (LHG) fóru á dögunum um fimmtíu ferðir á gúmmíbát milli varðskipsins Týs og fjörunnar við Hornbjargsvita með byggingarefni, nýjar lagnir og gröfu. Tilefnið var framkvæmdir sem Ferðafélag Íslands (FÍ) er að ráðast í, en FÍ sér um rekstur vita- varðarhússins við Hornbjargsvita. Landhelgisgæslan hélt þann 11. júní af stað á varðskipinu Tý í svo- kallaða vitaferð, hringferð um landið þar sem ástand er athugað og al- mennu viðhaldi sinnt á vitum lands- ins. Eins og áður segir tók Land- helgisgæslan að sér að nýta ferðina og flytja farm fyrir FÍ í Hornbjargs- vita. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ, að fyrst hafi þyrla Landhelgisgæslunnar átt að sjá um flutninginn. Hún hafi aftur á móti ekki verið til taks og því hafi þurft að flytja umræddan farm með gúmmí- bát. Stór verkefni fyrir vestan „Þetta er stórt verkefni sem við erum að ráðast í í Hornbjargsvita. Við erum að laga þarna vatnslögn úr brunninum uppi í fjalli og niður í virkjunina. Lögnin er í dag hriplek og bara ónýt. Þetta gerir það að verkum að það er erfiðara að reka þessa merkilegu virkjun sem á sér mikla sögu,“ segir Páll og vísar þar til hinnar ríflega 100 ára gömlu vatnsvirkjunar á staðnum. Spurður frekar út í framkvæmd- ina segir Páll: „Þarna erum við að fara í það að skipta um lögnina. Þetta er um fimm hundruð metra löng leið sem við skiptum um til þess að tryggja þarna allan rekstur á virkjuninni. Við fengum stuðning frá Landhelgisgæslunni í þetta verk- efni. Þyrlan var eitthvað biluð og svo var veðrið ekki hagstætt, svo þetta var flutt þarna í fjöruna,“ segir Páll. Spurður út í það efni sem flutt var í fjöruna segir hann að um hafi verið að ræða byggingarefni og efni í nýju leiðsluna. „Svo erum við að setja þarna upp salerni og vinna þarna í frekari öryggismálum á staðnum.“ „Ekkert vesen“ Við Hornbjargsvita hefur á sumr- in verið rekin ferðaþjónusta í svip- uðum stíl og FÍ rekur víða annars staðar á landinu. Ýmis mannvirki eru orðin fjörgömul og segir Páll að brýnt hafi verið að ráðast í viðhald. Auk þess að setja upp vetrarklósett og lagfæra fallpípu að vatnsrafstöð- inni er meiningin að endursmíða stiga og togbraut upp úr fjöru og upp á brún og lagfæra gangráð vatnsvirkjunar vitans. Í samtali við Morgunblaðið segir Einar H. Valsson, skipherra á varð- skipinu Tý, að um 15-19 tonn af farmi hafi verið flutt á milli skips og fjöru. Hann segir að verkið hafi haf- ist upp úr hádegi á laugardag og að farið hafi verið í pásu um kvöldmat- arleyti. Verkið var svo klárað á sunnudagsmorgun. Spurður hvort ekki hafi verið um heljarinnar vesen að ræða, svarar Einar kampakátur: „Nei, nei. Þetta var ekkert vesen. Það tók sig upp gamalt hugvit frá því áður en við höfðum þyrlur. Það hafa ýmis farartæki og varningur verið flutt í land í gegnum tíðina með þessum hætti.“ Hann segir sjálfur að sléttar fimmtíu og fimm ferðir hafi verið farnar á gúmmíbátnum milli Týs og fjöru og að þær hafi allar gengið vel. Grafan sett í gúmmíbátinn  Framkvæmdir við Hornbjargsvita Ljósmynd/LHG Í fjörunni Farmurinn sem liðsmennirnir fluttu úr skipi í fjöru var á bilinu 15 til 19 tonn, segir skipherra á Tý. Ekkert vesen Gröfunni var skellt í gúmmíbátinn og svo var siglt af stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.