Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Jakkar og yfirhafnir á 20%afslætti 33.980 kr. 27.184 kr. St. 34-48 Einnig í svörtu gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 7.900 Str. 36-52 Fleiri litir Buxur Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 SUMARJAKKAR 20% AFSLÁTTUR Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Einnig nýjar vörur komnar í rýmingarsölu Mikið úrval af fallegum nýjum vörum Erum á facebook Útsalan hefst mánudaginn 24. júní Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 Grassláttur er sagður ganga vel í Reykjavík og er önnur umferð þeg- ar hafin, að sögn Björns Ingvars- sonar, deildarstjóra Þjónustu- miðstöðvar borgarlandsins. Sláttur hófst tíu dögum fyrr í ár en vant er og er það vegna góðviðrisins sem borgarbúar hafa fengið að njóta í sumar. Sláttur hefst venjulega í kringum 26. maí, en í ár hófst hann 16. maí sl. „Fyrstu umferð er lokið og lauk að mestu fyrir 17. júní. Það er ekk- ert endilega meiri sláttur í ár en við byrjuðum 10 dögum fyrr vegna veðurfarsins,“ segir Björn. Grunn- og leikskólalóðir og borg- arland verður slegið þrisvar, við þjóðvegi í þéttbýli fjórum sinnum og almenningsgarðar allt að 15 sinnum. Þjónustumiðstöð borgarlandsins sér um grasslátt við þjóðvegi í þétt- býli og í vestur- og austurhluta Reykjavíkurborgar en svæðið spannar um 480 hektara. Starfs- menn verktaka sinna slættinum, sem verður meðal annars við Bú- staðaveg, Kringlumýrarbraut og Sæbraut, og er svæðið um 118 hekt- arar. Reykjavíkurborg sér um gras- slátt í Grafarvogi og Grafarholti. Starfsfólk á Þjónustumiðstöð borgarlandsins sinnir slætti á öðrum svæðum, til dæmis í íbúðahverfum og á grunn- og leikskólalóðum. Það svæði er um 334 hektarar að stærð. Almenningsgarðar, sem spanna um 22 hektara, verða slegnir allt að vikulega í sumar eða 15 sinnum og sinnir starfsfólk garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar verkinu. Hægt er að fylgjast með fram- gangi grassláttar í Reykjavík á Borgarvefsjá, sem er að finna á vef Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/RAX Úfið Sum svæði eru minna slegin en önnur, t.d. við Ægisíðu í Reykjavík. Sláttur hófst tíu dögum fyrr í ár  Önnur umferð sláttarins byrjuð Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, hefur haft í ýmsu að snúast en hann gaf á dögunum út bókina Vet- urnætur, ljóðmyndir þar sem ljóð hans og myndir kallast á. Höfundurinn fyllir um þessar mundir 70 ár og því er hægt að taka undir það sem segir á bókarkápu um Veturnætur, að þær eigi sér hlið- stæðu í lífsvefnaði manns, þar sem skil verða á milli aldursskeiða. Guðlaugur hefur lengi tekið ljós- myndir og samið ljóð og þessa fyrstu bók gefur hann út sjálfur þar sem bæði áhugamálin tvinnast saman. Ritstjóri er dóttir hans, Hlín Helga, hönnuðir þau Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson hjá Studio Studio og bókin var prentuð í Eistlandi með milligöngu Prentmiðl- unar. Bókin er til sölu í Snorrastofu í Reykholti og kaffihúsinu Heims- kringlu, sem rekin er í gamla hér- aðsskólahúsinu þar. Undanfarin þrjú sumur hafa ljós- myndasýningar verið á Stálp- astöðum í Skorradal. Staðurinn er sérstakur og sýningarsvæðið óvenjulegt þar sem sýnt er undir berum himni, í skjóli hárra trjáa, í og við gömlu hlöðuna sem fyrir hálfri öld þjónaði sem gististaður ungmenna sem unnu við plöntun barrtrjáa á svæðinu. Í ár verður fjórða ljósmyndasýningin á Stálp- astöðum og er það Guðlaugur sem sýnir og er þema sýningarinnar: Hestar, menn og náttúran. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag, 22. júní, og verður hún opin all- an sólarhringinn til 29. september. Það er Uppbyggingarsjóður Vest- urlands sem styður framtakið. Eng- inn aðgangseyrir er og allir vel- komnir. Ljóðabók og úti- ljósmyndasýning  Þemað er hestar, menn og náttúran Morgunblaðið/Guðrún Vala Ljóðmyndir Guðlaugur Óskarsson með ljóðabókina Veturnætur. Allt um sjávarútveg Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.