Morgunblaðið - 22.06.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
GULL SM IÐUR & SKARTGR I PAHÖNNUÐUR
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
SENDIBÍLL ÁRSINS 2019
Splunkunýr Citroën Berlingo Van er nú með 5 ára verksmiðju-
ábyrgð, sparneytinni vél og fáanlegur með 8 þrepa sjálfskiptingu.
Komdu og prófaðu nýjan Berlingo sem er rúmbetri og öflugri en
nokkru sinni áður.
NÝTT: Fyrirtækjalausnir Brimborgar kynna flotastjórnunarkerfið
Brimborg Fleet Manager sem er vistað í skýinu, auðvelt í notkun og
getur lækkað rekstrarkostnaðinn umtalsvert. Fáðu kynningu.
KOMDU & KYNNTU ÞÉR
ÖRUGG GÆÐI CITROËN!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
VERÐ FRÁ:
2.532.000
EÐA 3.140.000 KR. MEÐ VSK
KR.
ÁN VSK
citroen.is
Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt
staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar. Kaupandi ber kostnað af þjónustunni.
Nánari upplýsingar citroen.is/abyrgd.
NÝR CITROËN
BERLINGO VAN
NÚMEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ*
*
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fyrsta veiðidag sumarsins, 4. júní
síðastliðinn, veiddust sjö laxar í
Norðurá. Vatnsstaðan var æði lág
þann dag, rennslið um 3,7 rúmmetr-
ar sem var verulega minna en á
sama tíma í fyrra er það var um 40
rúmmetrar, sem þótti nokkuð gott í
sumarbyrjun. En nú í byrjun júní
höfðu þurrkar ríkt lengi á Vestur-
landi og vetrarsnjórinn, forðinn sem
venjulega dugir ánum eitthvað inn á
sumar, var allur bráðnaður úr fjöll-
um. Og enn er þurrkur og veiði-
bændur jafnt sem veiðimenn tala um
hamfarir; ef litið er til Norðurár þá
veiddist ekki nema einn lax vikuna
eftir upphafið og í síðustu viku fjórir
til. Eftir að hafa séð ána í liðinni viku
er ekki annað hægt en dást að þeim
veiðimönnum sem hafa fengið laxa
til að taka flugur í vatnslitlum og
stöðnum hyljunum.
Sagan er sú sama í mörgum ám á
Vesturlandi. Þær renna ekki, laxinn
nær ekki að ganga upp í þær – og
veiðihús standa tóm. Blaðamaður
átti veiðidaga í Kjarrá í vikunni og
hefur átt því að venjast að mæta þar
í veislu á þeim tíma; fyrstu tvær vik-
urnar hafa venjulega gefið hátt í eða
meira en tvö hundruð laxa. Nú voru
sjö laxar komnir í bók og vissulega
fiskar í dýpstu hyljum sem sytraði í;
en meira að segja vötnin á Tvídægru
eru orðin það lítil að þau ná ekki að
skila rennsli niður í Þverá og Kjarrá.
Laxinn kemst ekki milli hylja í ánni
og það var ekki freistandi að leggja
flugur fyrir þessa aðþrengdu fiska í
þessari annars frábæru veiðiá. En
laxinn bíður í Brennu, í Hvítá við ós
Þverár. Þar höfðu 54 verið færðir til
bókar á miðvikudaginn.
„Ein buna“ á hyl
Vissulega hefur veiðst ágætlega
þar sem vatnsrennsli er gott. Til að
mynda við Urriðafoss í Þjórsá en
þar höfðu 256 laxar veiðst frá byrjun
mánaðarins. Tölur í Blöndu hafa
hins vegar oft verið hærri en 85
höfðu veiðst á miðvikudag, stærstir
tveir 98 cm. Og veiðin fór vel af stað í
Rangánum síðustu daga. En það er í
skugga hins ískyggilega vatnsleysis
sem laxveiðin hefur hafist í hverri
ánni á fætur annarri síðustu daga.
Veiðiárnar í Húnavatnssýslum eru
vatnslitlar sem um sólríkt hásumar
en sæmilega veiddist í opnunarholl-
inu í Miðfjarðará, best í Austurá sem
býr yfir djúpum hyljum og er vatns-
mest ánna þriggja í vatnakerfinu;
fyrstu þrjár vaktirnar gáfu tíu laxa
og var veitt afar varfærnislega. Í
samtali við Sporðaköst á Mbl.is
sagði leigutakinn Rafn Valur Al-
freðsson að vaktirnar hefðu verið
styttar niður í fjóra tíma og einungis
verið veitt á mjög smáar flugur og
farið bara „ein buna“ yfir hvern hyl.
„Þetta er tilraun til að halda lífi í
þessu á meðan ástandið er svona erf-
itt,“ sagði hann.
Fjórir laxar veiddust fyrsta dag-
inn í Víðidalsá og Fitjá í fyrradag, sá
stærsti 82 cm, og í Vatnsdalsá hófust
veiðar í gær, þar var fyrstu löxunum
landað að vanda í Hnausastreng,
stórum og björtum.
Veiðar hófust í Laxá í Aðaldal í
fyrradag og að vanda veiddu Laxa-
mýringar fyrstu vaktina neðan
Æðarfossa. Haft er eftir Jóni Helga
Björnssyni á Mbl.is að aðstæður hafi
verið erfiðar, kalt og hvasst en þó
nóg vatn, ólíkt því sem er í mörgum
öðrum landshlutum. Sett var í sex
laxa á vaktinni og náðist að landa
þremur þeirra; Halla Bergþóra
Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norð-
urlandi eystra, náði þeim fyrsta á
land og var það 86 cm hrygna úr
Kistukvíslinni. Vigfús Bjarni Jóns-
son landaði svo 94 cm hæng í Foss-
polli og loks fékk Jón Helgi sjálfur
um 90 cm hæng í Kistuhyl. Tóku lax-
arnir flugurnar Frances og Abbadís.
Erlendir veiðimenn veiddu fjóra
laxa á fyrstu vaktinni í Grímsá í
Borgarfirði og komu þeir upp á öll-
um svæðum árinnar, sá stærsti, 90
cm, veiddist í Strengjum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Vatnsþurrð Tryggvi Ársælsson landaði öðrum laxi sumarsins við Eyrina í
Norðurá 4. júní, Einar Sigfússon háfaði. Fáir hafa veiðst þar síðan.
„Þetta er tilraun til
að halda lífi í þessu“
Margar bestu laxveiðiár landsins líða fyrir vatnsleysi