Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar
viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður.
• Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta
100mkr. Góður hagnaður.
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir
á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður
vöxtur.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn
rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug
rekstrarsaga. Velta 45 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
• Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á
staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta
100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í gær að herlið landsins hefði
verið í viðbragðsstöðu til þess að
hefja árásir á skotmörk í Íran í
hefndarskyni fyrir drónann sem
írönsk stjórnvöld grönduðu á
fimmtudaginn.
Trump fyrirskipaði hins vegar að
hætta við árásirnar innan við tíu
mínútum áður en þær áttu að hefj-
ast, þar sem gert var ráð fyrir að um
150 manns myndu látast í aðgerð-
unum, og væri slíkt mannfall of mik-
ið í skiptum fyrir eitt mannlaust flyg-
ildi að mati Trumps. Sagði Trump
jafnframt að hann væri ekki í nein-
um flýti að hefja átök við Írani.
Stjórnvöld beggja ríkja deildu
áfram í gær um árás Írans á drón-
ann, en bandarísk stjórnvöld segja
hann hafa verið á flugi um alþjóðlega
lofthelgi, en Íranir halda því fram að
dróninn hafi farið ólöglega inn fyrir
lögsögu Írans og því verið réttmætt
skotmark. Foringi loftvarnasveita ír-
anska byltingarvarðarins sagði í gær
að dróninn hefði fengið tvær viðvar-
anir um að yfirgefa lofthelgina áður
en hann var skotinn niður í Óman-
flóa.
Sögðust írönsk stjórnvöld jafn-
framt reiðubúin til þess að verja
landamæri sín. Abbas Arachi, að-
stoðarutanríkisráðherra Írans, kall-
aði sendiherra Sviss, sem sér um
samskipti Bandaríkjanna og Írans,
til sín og afhenti honum formlega
kvörtun vegna flugs drónans. Sagð-
ist hann jafnframt hafa lagt fram
„óumdeilanleg“ sönnunargögn fyrir
því að dróninn hefði farið inn í loft-
helgina.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið lagði hins vegar fram sín eigin
gögn, sem það sagði sýna að dróninn
hefði verið 34 kílómetra frá Íran
þegar hann var skotinn niður. Birti
ráðuneytið meðal annars kort með
flugáætlun drónans og ljósmynd af
meintri staðsetningu hans.
Banna flugferðir yfir sundið
Bandaríska flugumferðarstofnun-
in FAA tilkynnti í gær að atvikið
með drónann sýndi að ekki væri
öruggt að fljúga á þessum slóðum og
bannaði bandarískum flugfélögum
að fljúga yfir Hormuz-sund um sinn.
Ýmis flugfélög á borð við British
Airways, KLM, Lufthansa, Qantas
og Emirates tilkynntu einnig að þau
hygðust breyta flugáætlunum sínum
til þess að forðast þetta svæði.
Hættu við á síðustu stundu
Trump segir Bandaríkin hafa verið um „tíu mínútur“ frá árásum á Írani
AFP
Brakið Amir Ali Hajizadeh, leiðtogi loftvarnasveita íranska byltingarvarð-
arins, sýnir hér fjölmiðlum brakið af drónanum sem Íranir skutu niður.
Mótmælendur söfnuðust saman í gær fyrir framan höf-
uðstöðvar lögreglunnar í Hong Kong og kröfðust þess
að Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, segði af sér og
að fólki sem handtekið var fyrir þátttöku í fyrri mót-
mælum yrði sleppt úr haldi. Var áætlað að fjöldinn
hefði skipt þúsundum og var mikil reiði meðal fólks.
AFP
Mótmælt fyrir framan lögreglustöðina
Irakli Kobak-
hidze, forseti
georgíska þings-
ins, sagði af sér í
gær, en mótmælt
var í Georgíu í
gær annan dag-
inn í röð, þrátt
fyrir að lög-
reglan hefði
leyst upp mót-
mæli fimmtu-
dagsins með mikilli hörku.
Um 15.000 manns söfnuðust sam-
an fyrir framan þinghúsið í höfuð-
borginni Tíblisi og kröfðust þess að
boðað yrði til þingkosninga.
Mótmælin hófust þegar rúss-
neski þingmaðurinn Sergei Gavr-
ilov fékk að ávarpa ráðstefnu í
þingsalnum úr stóli þingforsetans,
en ríkin tvö háðu stríð haustið
2008. Ríkir enn spenna milli
ríkjanna vegna átakanna. Sagði
Salome Zurabishvili, forseti
Georgíu, að ávarp Gavrilovs hefði
verið móðgun við heiður þjóð-
arinnar. Rússnesk stjórnvöld for-
dæmdu hins vegar mótmælin gegn
ávarpi Gavrilovs og sögðu þau
dæmi um Rússahatur.
Þingforseti segir af
sér vegna mótmæla
Sergei
Gavrilov
GEORGÍA
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna 27, sem verða eftir í samband-
inu þegar Bretar yfirgefa það, vör-
uðu við því í gær að engar breytingar
yrðu gerðar á samkomulagi því sem
Theresa May undirritaði síðastliðinn
nóvember. Bæði Boris Johnson og
Jeremy Hunt, sem eftir standa í leið-
togakjöri breska Íhaldsflokksins,
hafa sagt að þeir vilji semja um
breytingar á samkomulaginu, sem
neðri deild breska þingsins hefur nú
þegar fellt þrisvar.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs
Evrópusambandsins, sagði á frétta-
mannafundi að loknum leiðtogafundi
sambandsins að afstaða ESB-
ríkjanna væri enn óbreytt, og yrði
það þrátt fyrir að mannabreytingar í
Lundúnum gætu mögulega gert út-
gönguferlið „meira spennandi“.
Engar tilnefningar enn
Einn tilgangur leiðtogafundarins
var sá að kanna hvort leiðtogarnir
gætu komið sér saman um það hverj-
ir ættu að fá tilnefningar í helstu
embætti sambandsins, en kjörtíma-
bili Tusks, Jean-Claude Junckers,
forseta framkvæmdastjórnarinnar,
og Federicu Mogherini, utanríkis-
málastjóra sambandsins, lýkur senn.
Mesta deilan stendur um arftaka
Junckers, en úrslit Evrópuþingkosn-
inganna þýða að ekki er meirihluti
fyrir Manfred Weber, leiðtoga EPP-
flokkaþyrpingarinnar, sem Angela
Merkel Þýskalandskanslari styður.
Leiðtogarnir hafa gefið sér til loka
þessa mánaðar til þess að koma sér
saman um tilnefningar í embættin,
en þá verður fundað á ný í leiðtoga-
ráðinu í Brussel. sgs@mbl.is
Vilja engar við-
ræður um brexit
Leiðtogafund-
inum lauk án
tilnefninga
AFP
ESB Angela Merkel og Emmanuel
Macron ræðast við á fundinum.