Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Sími 420 6070 • eignasala@eignasala.is Fjöldi eigna á Suðurnesjum á söluskrá Við þurftum að kanselleratveimur ferðum,“ sagðiáhyggjufullur ferðamála-fulltrúi í útvarpsviðtali. Og presturinn ræddi um aktívitet í kirkjunni. „Ef það er issjú,“ sagði stjórnmálaskýrandinn. Þannig tala margir, en það þýðir ekkert að stökkva upp á nef sér. Aftur á móti mætti alveg spyrja börn og full- orðna hvaða íslensk orð gætu komið í stað kansellera, aktívitet og issjú. Ég sé fyrir mér samkvæmisleiki út um allt land. Smátt og smátt mun þykja fínt að tala íslensku. Satt að segja finnst mér að jafnvel þessa dagana örli á einhvers konar hug- arfarsbreytingu í þessu mikilvæga atriði. Í framhaldi af þessu: Sýnum inn- flytjendum þá virðingu að ávarpa þá á íslensku og sýnum þeim þolinmæði ef þeir vilja tala íslensku við okkur. Þeir þurfa að fá tækifæri til að æfa sig. Ég heyrði nýlega viðtal við Daða Kolbeinsson [Duncan Camp- bell] óbóleikara frá Skotlandi sem hingað fluttist þegar hann hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1973. Einn góðan veð- urdag tók hann þá ákvörðun að hætta að tala ensku við Íslend- inga. Fyrstu viðbrögð vina hans voru: „Oh No!“ Daði sat við sinn keip; hann tal- ar undurfallega íslensku. Mikið er nú rætt um að unga fólkið eigi að lesa sem flestar bækur. Talað er jafnvel um hundruð bóka á sem skemmstum tíma. Kunningi í sundlaugapotti hélt því fram að betra væri að lesa færri bækur og lesa þær þá oftar en einu sinni; þannig myndi orðaforði og innihald festast okkur í minni. Ég bið menn að hugleiða þetta. Ég var að lesa bókina Í barnsminni eftir Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg í Skagafirði. Þessi bók kom út á aldar- afmæli höfundarins, sem varð hundrað ára þann 10. janúar síðast- liðinn, og lýsir m.a. togstreitu í huga drengs sem ólst upp á Mæli- felli hjá prestshjónunum þar en vissi af fátækum foreldrum sínum í nágrannabyggð – efni fyrir uppeldisfræðinga! Þetta er bráð- skemmtileg og stórfróðleg lýsing á mannlífi í Lýtingsstaðahreppi (stuttir kaflar sem mundu henta afar vel til upplestrar í nestis- tíma). Á nágrannabæ sá drengurinn bóndann pissa í lófa sér og hann „beinlínis þvoði sér upp úr sprænunni“. Þegar Kibbi litli kom heim gat hann ekki á sér setið og leitaði svara hjá fósturömmu sinni, prestsekkju, móður séra Tryggva Kvaran á Mælifelli. „Hún fræddi mig á því að sápa hefði naumast þekkzt í sveit þegar hún var að alast upp. Þá var alls ekki óalgengt að heldri stúlkur þvægju hár sitt og hendur upp úr „pissunni sinni“ eins og hún orðaði það, og oft var farið undir kýrnar þegar þeim var mál. Þvag hélt höndum og hári mjúku“ (190). Í tilefni af því að margir virðast veigra sér við að bölva á ís- lensku mætti minnast gamals manns á Mælifelli sem hafði að orð- taki: „Þetta er nú dálítið helvíti“, þegar honum fannst mikið um eitthvað. En ef fram af honum gekk klykkti hann út með að segja: „Þetta er nú hálftannað helvíti“ (135). „Issjú“ og „Iss, jú“ Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Eftir að samkomulag náðist á Alþingi um aðfresta afgreiðslu orkupakka 3 frá ESB þartil síðla sumars vaknar spurningin: Hvaðnæst? Ljóst er að þessi frestun hefði ekki náðst fram nema vegna málþófs Miðflokksins. Flestir flokkar hafa tekið þátt í slíku málþófi og þess vegna er holur hljómur í gagnrýni hinna sömu á þá Miðflokksmenn. Auk þess eru slíkar aðgerðir þekktar á öðrum þjóð- þingum og þess vegna ekkert sérstakt við þær. Þessi frestun opnar hins vegar tækifæri til samtala innan flokka, þar sem mikill ágreiningur er um málið. Það á ekki sízt við um stjórnarflokkana þrjá. Eðlilegt er að kjörnir trúnaðarmenn flokkanna hafi frumkvæði að slíkum samtölum. Næstu vikur leiða í ljós, í hvaða hugarástandi þeir eru, eftir orrahríð undanfarinna vikna. Augljós leið út úr þessum ógöng- um er auðvitað að leggja málið í þjóðaratkvæði. Hafi þeir hins vegar ekki frumkvæði að slíkum samtölum er ljóst að þeir ætla að afgreiða málið hvað sem taut- ar í byrjun september. Og hvað þá? Sjálfsagt verður það mismun- andi eftir flokkum. Að því er Sjálfstæðisflokkinn varðar er líklegt að slík afgreiðsla mundi þýða uppgjör á landsfundi. Harkaleg deilumál hafa áður komið til umræðu og uppgjörs á landsfundi eins og t.d. stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens snemma árs 1980. Um þær deilur fóru fram hreinskiptnar um- ræður fyrir opnum tjöldum á næsta landsfundi á eft- ir. Í ljósi þess, hvað andstaðan gegn orkupakkanum hefur verið sterk innan flokksfélaganna í Reykjavík má ætla að virkir félagar í þeim muni láta til sín heyra á landsfundi. Til hvers slíkar umræður mundu leiða getur enginn sagt, en vonandi og væntanlega verða engar tilraunir gerðar til þess að koma í veg fyrir að þær umræður fari fram. Annar kapítuli í slíkri sögu gæti svo orðið í próf- kjörum vegna næstu þingkosninga. Ekki er hægt að útiloka, að afstaða frambjóðenda í þeim prófkjörum, sem nú sitja á þingi, til þessa máls nú, geti ráðið úr- slitum um atkvæði eða ekki atkvæði í prófkjörum. Vel má vera að aðstæður séu aðrar innan Fram- sóknarflokksins en alla vega er ljóst að taki flokk- urinn þátt í að keyra orkupakkann í gegn eftir nokk- urra vikna hlé í sumar, mun flokkurinn berjast fyrir lífi sínu í næstu þingkosningum og nánast óskilj- anlegt að flokksforystan hafi ákveðið að taka þá áhættu. Fólk þarf ekki annað en skoða sundurgreiningu á könnun Maskínu fyrir Heimssýn á dögunum til þess að sjá í hvaða lífshættu Framsóknarflokkurinn er, þegar flokksforystan gengur með þessum hætti þvert á vilja yfirgnæfandi meirihluta flokksmanna. Vinstri grænir eru annað mál enda eru víglínurnar, sem einu sinni voru innan þess flokks gagnvart aðild Íslands að ESB vart sjáanlegar lengur. Eitt meginþema hefur einkennt málflutning þeirra, sem sjá ekkert athugavert við það að orka fallvatn- anna á Íslandi, ein helzta auðlind okkar, verði inn- limuð í regluverk ESB sem mundi gerast með lagn- ingu sæstrengs til aðildarríkis ESB frá Íslandi. Það þema er að andstæðingar slíks séu „einangrunar- sinnar“ og þar að auki „gamlir“. Enduróm af þessu þema mátti heyra í ræðu for- sætisráðherra á Austurvelli 17. júní sl. Og af þessu tilefni skal endurteklð einu sinni enn: Þeir sem nú eru kallaðir „einangrunarsinnar“ eru þeir hinir sömu, sem í 60 til 70 ár hafa barizt fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Þeir tóku þátt í baráttunni fyrir aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og í marga áratugi þar á eftir. Þeir tóku þátt í baráttunni fyrir varnarsamstarfi við Bandaríkin. Þeir tóku þátt í baráttunni fyrir því að erlendir fjárfestar kæmu að uppbyggingu stóriðju á Ís- landi. Þeir tóku þátt í því að leiða Ísland inn í EFTA og þeir tóku þátt í því að EES-samningurinn var gerður. Þeir sem nú berja sér á brjóst og kalla aðra ein- angrunarsinna eru pólitískir arftakar þeirra, sem efndu til óeirða á Austurvelli 30. marz 1949, þeirra, sem börðust gegn varmnarsamstarfi við Bandaríkin alla tíð. Þeir hinir sömu lögðust gegn byggingu ál- versins í Straumsvík og aðild að EFTA svo og gegn EES-samningnum. Verkin tala sínu máli. En auðvitað er gott að vita af því að Vinstri grænir hafa nú snúizt gegn afstöðu forvera þeirra í Alþýðu- bandalagi og Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalista- flokki. Það er hins vegar visst umhugsunarefni að það má sjá nýjar átakalínur í íslenzkum stjórnmálum sem eru að mótast á milli þeirra, sem vilja halda fast við sjálfstæði og fullveldi Íslands og hinna, sem vilja gef- ast upp við það að vera sjálfstæð þjóð og vilja fremur leita skjóls í faðmi gamalla nýlenduvelda í Evrópu, sem eiga sér slíka sögu að hún þolir vart dagsins ljós. Raunar eru nýlenduveldin í ESB að sýna um þessar mundir að þau hafa ekkert lært og engu gleymt. Slík er meðferð þeirra á Grikkjum og minnir á meðferð þeirra á þjóðum bæði í Asíu og Afríku á árum áður. Um leið er athyglisvert að sjá þá breiðfylkingu, sem eru að myndast gegn slíkri uppgjöf. Þar er á ferð fólk úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Al- þýðuflokki, VG, Miðflokki, Flokki fólksins, frá Píröt- um. Úrtölumennirnir munu mæta óvígum her. Það er auðvitað ljóst að betri kostur er fyrir þjóð- ina, að hún taki sjálf ákvörðun um þetta mál í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hvað næst? Þeir sem vilja leita skjóls í faðmi gamalla nýlenduvelda í Evrópu. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Vasílíj Grossman var einn snjallastirithöfundur Rússlands á valda- dögum kommúnista, en fátt eitt hefur verið frá honum sagt á Íslandi. Hann var af gyðingaættum, fæddist í Úkra- ínu 1905 og varð efnaverkfræðingur. Á fjórða áratug tók hann að gefa sig að skrifum, en gat sér fyrst orð, þegar hann gerðist stríðsfréttaritari og lýsti meðal annars aðkomunni að útrým- ingarbúðum nasista. Eftir stríð gældi Stalín við gyðingaandúð og bannaði útkomu svartbókar, sem Grossman og Ílja Erenbúrg höfðu tekið saman um gyðingaofsóknir nasista. Gross- man fékk ekki heldur að gefa út tvær mestu skáldsögur sínar, Líf og örlög og Allt fram streymir, því að þær þóttu fjandsamlegar kommúnisman- um. Grossman lauk við Líf og örlög 1960, fjórum árum áður en hann féll frá, ekki orðinn sextugur. Sögusviðið er að nokkru leyti Stalínsgarður 1943, þar sem alræðisríkin tvö, Þýskaland Hitlers og Rússland Stalíns, börðust upp á líf og dauða. Höfundur lætur þá skoðun oftar en einu sinni í ljós, að nasismi og kommúnismi séu greinar af sama meiði. Hann veltir mjög fyrir sér því furðulega fyrirbæri tuttugustu aldar, að menn fremja hryllilega glæpi í nafni háleitra hugsjóna. Ein söguhetjan, rússneski stríðsfanginn Pavljúkov, átti sér hins vegar hvers- dagslegan draum: „Frá því að ég var krakki, hefur mig langað að reka eigin búð, þar sem menn gætu keypt allt, sem þá vantaði. Með litlum veitingastað. „Jæja, núna hefurðu verslað nóg, nú skaltu fá þér bjór, smávegis af vodka, bita af grill- uðu kjöti!“ Ég hefði boðið upp á sveitamat. Og ég hefði ekki sett upp hátt verð. Bakaðar kartöflur! Fitu- sprengt beikon með hvítlauk! Súrkál! Og veistu, hvað ég hefði látið fólk fá með drykkjunum? Merg úr beinum! Ég hefði látið þau malla í pottinum. „Jæja, nú hefurðu greitt fyrir vodkað þitt. Nú skaltu fá þér svart brauð og beinmerg!“ Og ég hefði verið með leð- urstóla, svo að engin lús gæti komist að. „Þú skalt sitja þarna og láta þér líða vel, við sjáum um þig.“ Nú, ef ég hefði sagt eitt einasta orð um þetta, þá hefði ég verið sendur beina leið til Síberíu. En ég fæ ekki séð, hvernig þetta hefði skaðað nokkurn mann.“ Frjálshyggja snýst um að leyfa Pavljúkovum heimsins að reka búð- irnar sínar. Hvern hefði það skaðað? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvern hefði það skaðað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.