Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Theodór A. Jónsson fæddist
28.6. 1939 á Stað við Stein-
grímsfjörð. Theodór fatlaðist
um 16 ára aldur og eftir það
notaði hann hjólastól. Hann var
vistaður á Elliheimilinu Grund,
þar sem enginn staður var til
fyrir fatlað fólk. Theodór lauk
prófi frá Samvinnuskólanum á
Bifröst 1961 og fékk vinnu hjá
Tryggingastofnun ríkisins.
Theodór var formaður
Sjálfsbjargar 1960-1988 og for-
stöðumaður Vinnu- og dvalar-
heimilis Sjálfsbjargar þegar
það var opnað 1973.
Theodór var formaður
Bandalags fatlaðra á Norður-
löndum 1968-1972, sat í stjórn
Sjúkrasamlags Seltjarnarness
frá 1974 og í byggingarnefnd
heilsugæslustöðvar á Seltjarn-
arnesi 1974-1978. Hann var í
stjórn Hjálpartækjabankans
frá stofnun 1976-1980 og fram-
kvæmdanefnd alþjóðaárs fatl-
aðra 1980-1981. Hann var vara-
formaður í stjórn Öryrkja-
bandalags Íslands, ritstjóri
Skólablaðs Samvinnuskólans
og Sjálfsbjargar, tímarits fatl-
aðra, 1960-1967.
Theodór var sæmdur
heiðursmerki Rauða kross Ís-
lands, fálkaorðunni og gull-
merki Sjálfsbjargar.
Eiginkona Theodórs er
Elísabet Jónsdóttir. Stjúpbörn
Theodórs eru tvö.
Theodór lést 7.5. 1989.
Merkir Íslendingar
Theodór A.
Jónsson
Kæri mennta-
málaráðherra.
Ég hlustaði á viðtal
við þig í þættinum Í
bítið á Bylgjunni á
fimmtudagsmorgni.
Þar varst þú spurð
hver staðan væri á
nýrri Laugardalshöll.
Hvort búið væri að
teikna. Hvort búið
væri að þarfagreina.
Svar þitt var að það væri gott sam-
starf milli ríkis, Reykjavíkurborgar
og KSÍ. Það er ljómandi, en svarar í
raun engu. Hvað um
handboltann? Hvað um
körfuboltann? Hvað um
blakið? Hvað um aðrar
greinar? Hver heldur
utan um þetta? Hver
hefur svörin? Hvar er
málið statt? Svo margar
spurningar, svo fá svör.
En til að einfalda málið
ætla ég bara að spyrja
þig einnar spurningar.
Sem fyrrverandi
landsliðsmaður í hand-
bolta, fyrrverandi
landsliðsþjálfari ís-
lenska liðsins og sem fyrrverandi
stjórnarmaður HSÍ leyfi ég mér að
spyrja og ég vonast eftir ítarlegra
svari en bara að það sé gott sam-
starf.
Kæri menntamálaráðherra. Hver
er staðan á nýrri Laugardalshöll?
Auðveld spurning
til ráðherra
Eftir Þorberg
Aðalsteinsson
Þorbergur
Aðalsteinsson
» Spurningar til
menntamálaráð-
herra vegna óskýrra
svara hennar um nýju
Laugardalshöllina.
Höfundur er fv. landsliðsmaður, þjálf-
ari og stjórnarmaður í HSÍ.
Það gekk mikið á í vor að fá tolla nið-
urfellda á kartöflum því innlend
framleiðsla væri á þrotum og það sem
byðist væri ekki boðlegt, svo að notað
sé síðasta tískuslangrið. Síðan hefur
tíminn liðið og margar vikur síðan
tolllaus innflutningur var leyfður, en
hvað hefur gerst?
Í mínum stórmarkaði hefur ekkert
gerst. Sama framboð á íslenskum
kartöflum og sama verð og gilt hefur
frá í fyrrahaust.
Það veit ferðglöð þjóð eins og Ís-
lendingar að á þessum tíma árs bjóð-
ast gómsætar vorkartöflur, beint úr
moldinni á suðrænum slóðum, og það
ætlaði ég mér að kaupa en greip í
gullaugað frá í fyrra. Að vísu vel ætar
kartöflur og óspíraðar, en samt.
Til landsins eru fluttir alls kyns
torkennilegir ávextir og grænmeti
sem sumt hefur varla nafn í málinu,
en í kartöflum erum við ekki eins
snögg til. Kannski hefur þjóðin afvan-
ist kartöflum en farið í staðinn í pasta
og grjón.
Frönskurnar standa þó væntan-
lega fyrir sínu og enn um hríð verður
sagt frá fyrstu kartöflum sem koma á
markað.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Kartöflur í geymslunni
Uppskerubrestur Ef kartöfluuppskeran
bregst má alltaf fá franskar í næstu búð.
Eftir að frami MagnúsarCarlsen á skáksviðinuvarð jafn mikill og raunber vitni olli það löndum
hans talsverðum áhyggjum hve illa
honum gekk að vinna mót þegar
hann tefldi í Noregi. En á því varð
breyting á Norska mótinu 2016 og
aftur 2017.
Á dögunum lauk 2019-útgáfunni
af „Norska mótinu“ en það var hald-
ið í Stafangri. Það var hugbúnaðar-
fyrirtækið Altibox sem var aðal-
kostandi þess. Fyrirkomulagið hjá
þeim norsku hefur alltaf verið frem-
ur óvenjulegt og í ár var tekið upp
glænýtt kerfi. Tíu af fremstu skák-
mönnum heims tefldu allir við alla
hefðbundnar kappskákir en þó með
heldur minni tíma en venja er, 2
klst. á 40 leiki án aukatíma og þegar
40 leikja markinu var náð varð að
klára skákina á þeim litla tíma sem
eftir var – en þó með 10 sekúndna
viðbót eftir hvern leik. Ég veit ekki
til þess að þessi tímamörk hafi verið
notuð áður, en stærsta breytingin
var sú, að ef skák lauk með jafntefli
voru hrein úrslit fengin með því að
tefld var svokölluð Armageddon-
skák. Stjórnanda svarta liðsaflans
dugði jafntefli til að teljast sigur-
vegari en sá sem hafði hvítt í kapp-
skákinni fékk sama lit aftur og 10
mínútur á klukkuna – svartur fékk
aðeins 7 mínútur. Fyrirkomulagið
hentaði Magnúsi vel; hann var sig-
urvegari í sex Armageddon-skákum
og vann því mótið með allnokkrum
yfirburðum. Gefin voru 2 stig fyrir
sigur í kappskák, jafntefli í kapp-
skákunum gaf vissulega hálfan vinn-
ing, en einn punktur bættist við eft-
ir Armageddon-skákina.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Magnús Carlsen 13½ (af 18)
2.-3. Aronjan og Yu Yangyi 10½ v.
4.-5. Caruana og So 10 v. 6. Ding Li-
ren 8½ v. 7.-8. Anand og Vachier
Lagrave 8 v. 9.-10. Mamedyarov og
Grischuk 5½ v.
Kínverjinn Yu Yangyi er öflugur
skákmaður og viðureign hans við
Magnús hlaut að verða athyglis-
verð:
Altibox – Norska skákmótið
2019; 8. umferð:
Magnús Carlsen – Yu Yangyi
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
dxc4 5. e4 b5 6. Be2
Kasparov tefldi svona fyrir u.þ.b.
40 árum og réðst strax til atlögu
með 6. e5 Rd5 7. a4 en svartur á að
geta varist.
6. ... b4 7. e5 bxc3 8. exf6 exf6?!
Svartur gat hæglega leikið 8. ...
cxb2 sem gefur betri möguleika. Nú
fær hvítur þægilega stöðu.
9. bxc3 Bd6 10. O-O O-O 11. Rd2
He8 12. He1 Rd7 13. Rxc4 Bc7 14.
Bf3 Ba6 15. Re3 Rb6 16. Ba3!
Vitaskuld ekki 16. Bxc6?? Dd6! og
vinnur.
16. ... Rc4 17. Dd3!?
Skemmtilega leikið þó að 17. Bxc6
hafi einnig komið til greina.
17. ... Hxe3 18. Hxe3 Rxe3 19.
Dxa6 Rc2 20. Hd1 Rxa3 21. Dxa3
Dd6 22. Dxd6 Bxd6 23. c4!
Lærdómsríkt augnablik. Hvítur
gat hirt c6-peðið en eftir 23. Bxc6
Hc8 24. d5 er ekki nægjanleg teygja
í peðastöðunni.
23. ... Hc8 24. c5 Be7 25. Kf1 f5
26. Ke2 g5 27. h3 Kg7 28. Kd3 Kg6
29. Hb1 h5 30. Hb7 Bf6 31. Hd7 g4
32. Bd1 Kg5 33. Ba4 f4 34. f3 He8
35. fxg4 hxg4 36. hxg4 He6
37. Bd1!
Eitt það erfiðasta í skák er að
leika vel staðsettum manni aftur
upp í borð. En með þessu valdar
biskupinn g4-peðið og getur hreiðr-
að um sig á f3.
37. ... He3+ 38. Kc4 a5 39. Bf3
Ha3 40. Bxc6 Hxa2 41. Be4 a4 42.
c6 Ha1 43. c7 a3 44. Kb3
- og svartur gafst upp. Ein leið er
44. ... Hc1 45. Hd5+ og 46. Hc5 og
c-peðið verður að drottningu.
Armageddon-skák-
ir réðu úrslitum á
Norska stórmótinu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Heimasíða Altib
Sigurreifur Magnús Carlsen hefur unnið öll þau mót sem hann hefur tekið
þátt í á þessu ári.