Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Í skjóli markaðs-
hyggju reið yfir einka-
væðingarbylgja orku-
geirans. Hitaveita
Suðurnesja lenti í
höndum erlendra auð-
hringa, Magma
Energy, Alterra, Inn-
ergex og hvað þau
hétu, grænslikjufyrir-
tækin með meirihluta í
HS Orku sem er á bak við Hval-
árvirkjun. Innanlands er því haldið á
lofti að Hvalárvirkjun eigi að bjarga
Árneshreppi og Vestfirðingum. Lítið
bar á slíku á fundum stórfyrtækjanna
erlendu. Þar var forstjóri HS Orku
kallaður „our top gun in Iceland“ og
rætt um sæstreng og orkusölu til
gagna- og kísilvera.
Rifja þarf upp forsöguna. Fyrir-
tækið VesturVerk samdi við eigendur
tveggja jarða um að rannsaka og nýta
afl þriggja vatnsfalla á Ófeigsfjarð-
arheiði. Fyrir augljós mistök var hug-
mynd um 35 MW virkjun Hvalár sett í
nýtingarflokk rammáætlunar sem
samþykkt var af Alþingi 2013. Þar
með hafði þingið skapað eigendunum
söluvöru enda seldu þeir HS Orku
hugmyndina og VesturVerk varð
skúffufyrirtæki.
HS Orka fékk yfirráð yfir Vestur-
Verki árið 2015 og fyrirtækið virðist
aðeins vera andlit verkefnisins gagn-
vart íbúum Árneshrepps og Vest-
fjarða með óveruleg útgjöld á rekstr-
arreikningi. Stofnendurnir eiga aðeins
26%, HS Orka 74%. Allur þróunar-
kostnaður er eignfærður hjá HS Orku
en eignarhlutur stofnenda fjarar út. Í
raun var eina eign VesturVerks frá
upphafi stimpillinn frá rammaáætlun.
Ný virkjunarhugmynd kom fram
2015, með 55 MW í stað
35. Framleiða á raforku
þegar eftirspurn er mest,
toppafl fyrir gagna- og
kísilver í viðskiptum við
HS Orku á hverjum tíma.
Tenging til Ísafjarðar er
óraunhæf. Engin störf
fylgja þessari hugmynd á
Ströndum eða Vest-
fjörðum svo vitað sé nema
kannski skrifstofustarf á
Ísafirði.
Skipulagsstofnun
komst að þeirri niðurstöðu að virkj-
unin hefði mjög neikvæð umhverfis-
áhrif en endanleg leyfisveiting er í
höndum sveitarfélaga. Peningavaldið
nýtti sér smæð sveitarfélags í neyð því
byggð í Árneshreppi er í hættu. Fjár-
sterkt fyrirtæki gerir hreppinn háðan
sér, spilar með vanda hans og lofar
ýmsu sem ætti að vera á könnu stjórn-
valda.
Ferlið hefur verið sérkennilegt allt
frá því 35 MW virkjun var sett í nýt-
ingarflokk. Eftir að Alþingi féllst á til-
löguna 2013 var næsta skref að keyra í
gegn skipulagsáætlun. Það var 2014.
Síðan kom umhverfismat breyttrar
virkjunar sem Skipulagsstofnun taldi
hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif.
Aðalskipulagi þurfti að breyta og fella
að þörfum HS Orku. Breytingar á að-
alskipulagi voru auglýstar 2017 og var
deiliskipulagstillaga lögð fram til að
geta hafið stórfelldar rannsóknir. Að-
ferðin er kunnugleg, að raska svo
miklu að ekki verði aftur snúið.
Í nýju deiliskipulagi er margt at-
hugavert: Vegalagning sem spillir víð-
ernunum á svæðinu og uppsetning
stærðar iðnaðarsvæðis og vinnubúða í
gönguleið að fossinum Drynjanda, 70
metra háum. Gríðarleg efnistaka úr
Neðra-Hvalárvatni sem nýtur sér-
stakrar verndar að lögum og ekki má
raska nema brýn almenningsþörf
krefji.
Tillöguna þurfti að auglýsa tvisvar
vegna mistaka hreppsins. Margar
ítarlegar athugasemdir komu fram.
Verkís, sem vinnur á vegum HS
Orku, skrifaði 114 síðna minnisblað
þar sem athugasemdum var í orði
kveðnu svarað en varla er þar heil
brú. Athugasemdirnar leggja áherslu
á gífurlegt umfang og rask fram-
kvæmdanna en í svörunum er gert
sem minnst úr því, oft með hreinum
rangfærslum þegar því er haldið fram
að hægt verði að færa umhverfið í
samt lag eftir framkvæmdirnar, jafn-
vel þótt sprengja þurfi fyrir vegi í
gegnum klettabelti. Með minnis-
blaðinu gengur hreppsnefnd Árnes-
hrepps gegn öllum sjónarmiðum um
heiðarleg vinnubrögð.
Íbúar Árneshrepps hafa vakið að-
dáun fyrir að hafa viðhaldið mynd-
arlegri byggð án þess sanngjarna
stuðnings sem þarf til að halda uppi
nútímasamfélagi. Staðan er þó óvið-
unandi. Varla nokkurs staðar ann-
arsstaðar fer jafnfámennt sveitarfé-
lag með jafnmikið vald. Verndun eða
eyðilegging helmings Drangajökuls-
víðerna fer eftir geðþótta fimm
manna hreppsnefndar sem kosin var
af rúmlega 20 manns. Það er fárán-
legt að svona geti gerst og ólíklegt að
öllum í hreppsnefndinni líði vel með
þessa ábyrgð.
Nú hefur Skipulagsstofnun fallist á
deiliskipulagið og hefur þar brugðist
eftirlitshlutverki sínu. Hún sér fátt
athugavert við augljósar rökleysur í
plaggi Árneshrepps og virðist trúa
því að hægt sé að púsla saman
sprengdum klettabeltum. Hrepps-
nefndin getur auglýst skipulagið í
Stjórnartíðindum og svo fjallað um
umsókn VesturVerks um fram-
kvæmdaleyfi. Þegar það er fengið
vonast fyrirtækið til að geta hafið
eyðileggingarstarfið. Fyrirhugaðar
virkjanir munu skerða Drangajök-
ulsvíðerni um 55% eins og rakið er í
þrem ítarlegum greinum Snæbjarn-
ar Guðmundssonar í Kjarnanum í
febrúar og mars sl.
Óvíst er að fjármögnun virkjunar-
innar sé í augsýn. Arion banki fjár-
magnar framkvæmdir HS Orku en
hann er brenndur af United Silicon,
Primera og WOW. Óljóst er um rík-
isstuðning í gegnum Landsnet sem
þarf til að niðurgreiða tengingu
Hvalárvirkjunar. Reglugerð fyrrver-
andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra
um að virkjun sem fyrst tengist nýj-
um punkti geti fengið afslátt af tengi-
kostnaði gæti staðið í Eftirlits-
stofnun EFTA. Ekkert tengivirki
verður byggt nema Orkustofnun gefi
leyfi en hún hefur ekki komið að hug-
myndum HS Orku um aukatengi-
virki fjarri flutningsneti. Landsnet
birti nýlega illa rökstudda áætlun um
að byggja tengivirki í Djúpi og í
Kollafirði. Loftlína frá Hvalárvirkjun
myndi kljúfa víðernin í tvennt og
tenging úr Djúpi til Ísafjarðar er að-
eins lausleg hugmynd. Það er óá-
byrgt að setja þetta í tillögu að kerf-
isáætlun og ýta þannig undir falskar
væntingar þeirra sem fjárfesta og
fjármagna eða búa við skert afhend-
ingaröryggi.
Hvar er samfélagsleg ábyrgð
Landsnets? Halda stjórnendur þar
að afsláttur fáist af kröfum um nátt-
úruverndarsjónarmið og seilast megi
í vasa almennings til að borga?
Varla er fýsilegt að lána HS Orku
til svona framkvæmda og verða sam-
sekur í eyðileggingu verðmætra víð-
erna. Sama ábyrgð leggst á herðar
lífeyrissjóðanna fjórtán sem nú hafa
eignast HS Orku til hálfs og ráða því
miklu. Það er óhugsandi að bankar,
fjárfestar og lífeyrissjóðir sem vilja
sýna snefil af samfélagsábyrgð standi
að svona verkefni. Vilja lífeyrissjóð-
irnir að forstjórinn verði áfram „top
gun“ gegn Drangajökulsvíðernum?
Er ekki tímabært að spyrja raun-
verulega eigendur þeirra hvað þeim
finnst? Samræmist svona fram-
kvæmd almennum markmiðum sjóð-
anna?
Sagan um Hvalárvirkjun er saga
vanþekkingar, mistaka, siðleysis og
stefnuleysis sem minnir á harmsög-
una af United Silicon. Orkumál Vest-
fjarða snúast fyrst og fremst um
tengingar. Nóg orka er til sem nýta
má miklu betur.
Byggð í Árneshreppi er ofurverð-
mæt fyrir samfélag og menningu.
Hvalárvirkjun tryggir ekki framhald
búsetu þar. Eina leiðin er samgöngu-
bætur og stuðningur við atvinnu-
starfsemi sem sprettur úr jarðvegi
sveitarinnar og færi saman við stofn-
un þjóðgarðs.
Það verður að koma í veg fyrir
framkvæmdir vegna rannsókna í
sumar, því þeim fylgja mikil óaft-
urkræf spjöll. Það væri bitur kald-
hæðni ef það gerðist þegar flokkur
sem kallar sig grænan heldur um
stjórnartauma forsætisráðuneytis og
umhverfisráðuneytis. Nú ríður á að
Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur
Ingi Guðbrandsson sýni til hvers
flokkur þeirra situr í ríkisstjórn.
Munum orð Elísabetar Jökulsdóttur:
Framtíðin fylgist með okkur!
Lengri og ítarlegri grein, studd
fjölda heimilda, má lesa í vefútgáfu á
mbl.is/greinar.
Meira: mbl.is/greinar
Saga Hvalárvirkjunar
Eftir Viðar
Hreinsson » Sagan um Hvalár-virkjun er saga van-
þekkingar, mistaka, sið-
leysis og stefnuleysis
sem minnir á harmsög-
una af United Silicon.
Viðar Hreinsson
Höfundur er bókmenntafræðingur og
áhugamaður um menningu og
náttúru Stranda.
Síðumúli 13 , 108 Reykjavík – Sími 577 5500 – www.ibudaeignir.is – ibudaeignir@ibudaeignir.is
Falleg 2ja herbergja íbúð
á3.hæðviðBoðagranda1 í
Reykjavík. Eldhús hefur ný-
lega verið endurnýjað, bað-
herbergi er flísalagt í hólf
og gólf, baðkar með sturtu, hvít innrétting. Stofa er björt,
parket á gólfi og þaðan er útgengt út á norður-svalir með
fallegu útsýni. Eignin getur verið til afhendingar við kaup-
samning. Verð 33,9milljónir.
Nánari upplýsingar veitir HalldórMár, s. 898 5599.
OPIÐHÚS ÞRIÐJUDAGINN 25. JÚNÍ
MILLI KL. 17:30OG 18:00
Einbýlishús í sérflokki í Urriðaholti. Eignin er 397,6 fm
með þreföldum 60 fm bílskúr og stendur á stórri lóð með
gríðarlega fallegu útsýni. Húsið einkennist af einstak-
lega fallegum arkitektúr sem gefur því reisulegt og fallegt
yfirbragð. Í dag eru í húsinu þrjár íbúðir. Með einföldum
hætti er hægt að fækka íbúðum í tvær eða jafnvel eina.
Íbúðir á neðri hæð eru í útleigu og leigutekjur um 400.000
kr. á mánuði. Lóð er mjög stór eða 1.594 fm með byggin-
garrétt fyrir allt að 880 fm hús. Staðsetning í hverfinu er
einstök. Neðsta gatan liggur niður við óbyggt svæði og
Urriðavatnið en þó með greiða og fljótlega leið út á stofn-
braut. Stutt er í golf á Urriðavöll, einn glæsilegasta golfvöll
landsins. Arkitekt hússins er Kári Eiríksson.Verðtilboð.
Nánari upplýsingar veitir HalldórMár, s. 898 5599.
Vönduð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Kirkjusand 1 í
Reykjavík ásamt stæði í bílakjallara. Eignin skiptist 2 svefnherb-
ergi með parketi á gólfi, baðherbergi er upphengt salerni,
maghony innrétting, ljós borðplata, sturtuklefimeðnuddi og
ljósar flísar á gólfi sem og á veggjum. Sameiginleg stofa og
borðstofa, opið og bjart eldhús með maghonýinnréttingu,
geymsla er með hvítri innréttingu með þurrkara í vinnuhæð
og flísar eru á gólfi og sér geymslu í sameign. Sameiginleg
hjólageymsla, einnig er sameiginleg líkamsræktarstöð. Fal-
legt útsýni er frá stórum og góðum eldhúsgluggum með
opnalegum glugga sem hægt er að renna til hliðar. Falleg
eign á góðum stað í Reykjavík. Verð 57,9milljónir.
Nánari upplýsingar veitir HalldórMár, s. 898 5599.
Traust og fagleg þjónusta
Frítt söluverðmat • Fagljósmyndun • Opin hús • Góð eftirfylgni
Halldór Már Sverrisson
Löggiltur fasteignasali
898 5599, halldor@ibudaeignir.is
AnnaTeitsdóttir
Löggiltur fasteignasali
787 7800, anna@ibudaeignir.is
Jón Óskar Karlsson
Löggiltur fasteignasali
693 9258, jonoskar@ibudaeignir.is
Davíð Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
896 4732, davido@ibudaeignir.is
Ástþór Helgason
Aðstoðarmaður fasteignasala
898 1005, ah@ibudaeignir.is
Ólafía Pálmadóttir
Viðskiptafr./lögg. leigumiðlari
ibudaeignir@ibudaeignir.is
BOÐAGRANDI 1, 107 REYKJAVÍK DÝJAGATA 16 - URRIÐAHOLTI GARÐABÆ KIRKJUSANDUR 1, 105 REYKJAVÍK
O
PI
Ð
H
Ú
S