Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 28

Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 ✝ Sigríður Mar-grét Skarphéð- insdóttir fæddist á Þingeyri 5. maí 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júní 2019. Foreldrar Sig- ríðar voru Skarp- héðinn Njálsson, f. 1916, d. 2007, og Guðrún Markús- dóttir, f. 1920, d. 2014. Systkini Sigríðar eru Gunnar Ólafur, f. 1945, d. 2009, Njáll Arnar, f. 1952, Guðbjörg Berg- þóra, f. 1956, og Bjarki Rúnar, f. 1961. Sigríður giftist þann 14. júlí 1974 Skarphéðni Ólafssyni, f. 10. október 1946, d. 13. janúar. 2017. Sonur Sigríðar og Grétars Jónatanssonar, f. 6. október 1949, er Skarphéðinn Rúnar, f. 14. febrúar 1966, d. 30. nóv- ember 2005. Sonur hans og október 1991, Stephanie Rós, f. 5. maí 1993, og Saga Felicity, f. 3. apríl 1998. Sigríður ólst upp á Þingeyri. Hún stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi og Húsmæðra- skólann á Varmalandi. Sigríður bjó um tíma í Reykjavík og vann lengst af þeim tíma á Nýju sendibílastöðinni. 1974 fluttu hún og Skarphéð- inn í Héraðsskólann í Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp þar sem Skarphéðinn var kennari og síð- ar skólastjóri til 1989 er þau fluttu til Reykjavíkur í tvö ár. Þau bjuggu 1991 til 2003 á Reykhólum þar sem Skarphéð- inn var skólastjóri og voru tvö ár á Ísafirði og fluttu 2005 til Flateyrar þegar Skarphéðinn varð þar skólastjóri. Sigríður bjó og starfaði við skóla meiripart starfsævinnar og vann hin ýmsu störf, hvort sem það var við stundakennslu, þrif, þvotta, í mötuneyti eða annað tilfallandi. Eftir að hún flutti til Flateyr- ar tók hún þátt í starfi kven- félagsins Brynju og starfaði í Félagi eldri borgara á Flateyri. Útför Sigríðar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 22. júní 2019, klukkan 11. Önnu Lilju Jak- obsdóttur, f. 11. maí 1968, er Kon- ráð Ari, fósturson- ur Sigríðar, f. 26. desember 1985, eiginkona hans er Hanna Maggý Kristjánsdóttir, f. 30. ágúst 1987. Syn- ir þeirra eru Skarp- héðinn Snær, f. 16. janúar 2017, og Kristján Breki, f. 4. mars 2019. Dóttir Konráðs Ara og Helgu Hrundar Sigurðardóttur, f. 6. júní 1991, er Natalía Rún, f. 15. ágúst 2010. Dætur Skarphéðins Rúnars og Katrínar Steinars- dóttur, f. 30. ágúst 1971, eru Linda Rún, f. 24. júlí 1994, og Berglind Eva, f. 29. september 1998. Dóttir Skarphéðins Ólafs- sonar og Sigrúnar Bernódus- dóttur, f. 1950, d. 1980, er Elín Kristín, f. 7. maí 1968. Dætur hennar eru Sigrún Ceselia, f. 9. Elsku Sigga mín. Fyrir tæpum fjórum árum kom hann Konráð ykkar inn í líf mitt og ég var svo heppin að fá þig og Skarphéðin í kaupbæti. Þegar ég kom fyrst til ykkar á Flateyri tók það mig ekki langan tíma að falla bæði fyrir staðnum og ykkur hjónum sem tókuð svo vel á móti okkur. Ég byrjaði þá strax að nefna það við Konráð að það væri örugglega æðislegt að búa á Flat- eyri. Eftir að Skarphéðinn féll frá tók það okkur ekki langan tíma að ákveða að kaupa okkur hús á Flateyri og koma og búa í ná- grenni við þig. Þessu sjáum við sko alls ekki eftir því þessi tæpu tvö ár okkar hér á Flateyri hafa verið æðisleg. Þú elsku Sigga hef- ur verið stór ástæða þess hversu vel okkur líður hér á Flateyri því við vorum saman nánast upp á hvern einasta dag frá því að við fluttum. Við borðuðum nánast alltaf saman kvöldmat og gerðum allt saman enda varst þú kölluð grái kötturinn á okkar heimili því að samgangurinn var svo mikill. Skarphéðinn Snær, litli ömmuprinsinn þinn, saknar þín sárt og er ekki alveg að skilja það af hverju amma Sigga komi ekki til okkar og sé ekki heima þegar við kíkjum heim til þín. Alltaf þegar hann var að stríða mömmu sinni gat Skarphéðinn horft á ömmu Siggu sem hló að vitleys- unni í honum. Hann stoppaði oft og leit á ömmu sína til þess að at- huga hvort hún væri ekki alveg örugglega að hlæja. Annaðhvort varst þú þá skellihlæjandi eða að reyna að halda hlátrinum niðri sem gekk oftast ekki alveg nógu vel. Þið voruð gott teymi og kær- leikurinn og sambandið á milli ykkar var einstakt. Askur á eftir að sakna þess að vera hjá þér í vellystingum. Þú eldaðir nefnilega oft aukamat fyrir hann svo hann fengi alveg örugglega að borða. Ljótu fisk- bitarnir voru til dæmis steiktir síðastir sérstaklega fyrir hann og ef það var ekki til afgangur áttir þú alltaf til sænskar kjötbollur sem þú hitaðir þá upp fyrir hann. Mér finnst sárt að hugsa til þess að Kristján Breki fái ekki að upplifa ömmu Siggu eins og Na- talía og Skarphéðinn Snær hafa gert og ég græt yfir því að sam- vera ykkar Skarphéðins Snæs hafi ekki verið lengri því þið höfðuð svo ótrúlega góð áhrif á hvort annað. Alltaf þegar ég sótti hann í leikskólann vildi hann fara heim til ömmu Siggu og oftast þegar við fórum út snemma á morgnana enduðum við heima hjá þér í sandkassanum og eydd- um þá deginum með þér. Þú varst tengdamamma mín og mín besta vinkona og ég sakna þín meira en orð fá lýst. Lífið hér á Flateyri á eftir að vera skrítið og tómlegt án þín en ég veit að Skarphéðinn þinn tók vel á móti þér í sumarlandinu. Þú mátt endilega skila kærri kveðju til hans og mömmu frá okkur. Þín tengdadóttir, Jóhanna (Hanna) Maggý. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar ár og og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. (Oddný Kristjánsdóttir) Elsku, elsku Sigga mín er far- in. Mér finnst það svo óraunveru- legt þó að ég hafi vitað að hún væri lasin og þyrfti að koma suð- ur tvisvar á ári til læknis síðast- liðin 10 ár. En þá veiktist hún svo mikið að henni var vart hugað líf. En aldrei kvartaði hún, bara brosti og sagði að allt væri í lagi. Hún var svo sannarlega dugleg og hörð af sér. Hún hélt til hjá mér í þessum læknisferðum og þótti mér vænt um það og hún átti sitt pláss hjá mér og ég hjá henni. Hún var ekki bara mág- kona mín heldur mjög góð vin- kona og „systir“. Við áttum margt sameiginlegt, báðar búnar að missa syni okkar og síðan mennina okkar og studdum við hvor aðra. Við áttum brúðkaups- afmæli í sama mánuði og 2007 fórum við til Tenerife saman hjónakornin og héldum flott upp á afmælin okkar þar. Við fórum margar sumabústaðaferðir sam- an og við fjölskyldan heimsóttum Siggu og Skarphéðin oft, í Reykjanes, Reykhóla, Ísafjörð og síðast á Flateyrina fögru. Við systkinin og makar fórum í skemmtilega ferð til Siglufjarðar einu sinni og áttum góða daga saman. Ekki má gleyma spari- dögum á Örkinni 2013, það var dásamleg vika. Eftir að við urð- um ekkjur fórum við til Glasgow með kvenfélögunum á Flateyri og Þingeyri, við fórum líka eina viku saman í Bergheima á Sól- heimum í Grímsnesi og áttum skemmtilega samveru þar með yndislegu fólki. Meiningin var að fara þangað saman í sumar. Við kölluðum okkur stundum „Tvær úr Tungunum“ þar sem við átti. Og alltaf sagði hún þegar hún kom með töskuna sína: kemur Grái kötturinn. Hún var svo gam- ansöm, hláturmild, jákvæð og skapgóð. Það var núna 10. maí, að Sigga mín kom keyrandi suð- ur í eftirlit til læknis og jafnframt voru Konráð Ari hennar og Hanna Maggý að fara að gifta sig og skíra litla drenginn sinn þann 25. maí og hún ætlaði að vera svaramaður Konráðs sem hún og gerði með miklum sóma samt sárlasin en hún brosti allan hringinn. Þetta var dásamlegur dagur og tókst vel. Og fyrir okk- ur sem í brúðkaupinu vorum er dýrmætt að eiga þessar minning- ar. Ég á svo margar góðar minn- ingar um elsku Siggu mína og elsku bróður minn og þau voru eitt og alltaf voru sögð nöfnin þeirra beggja þá talað var um annað þeirra. Minn missir er mikill þar sem þau hafa bæði kvatt en ég mun ylja mér við all- ar þessar frábæru minningar sem ég á um þau bæði og hvað þau voru mér og börnunum mín- um yndisleg. En elsku Sigga mín, takk fyrir allt og allt, þér mun ég aldrei gleyma en ávallt sakna. Þín Kolbrún. Ég held að hvað dýrmætast í lífinu sé að eignast góða æsku- vini. Þar er oft þráðurinn spunn- inn sem aldrei slitnar þó langt líði á milli samfunda. Sigga Magga vinkona mín hefur kvatt þessa jarðvist fyrr en varði og eftir sit- ur sár söknuður í mínu brjósti. Síðast hittumst við á Þingeyri í fyrrasumar, báðar að grand- skoða samkomuhúsið okkar gamla og hvað þyrfti þar að bæta og laga. Við fórum svo í leiðangur um þorpið okkar og minntumst gamalla og góðra stunda. Nú leikur augnablik hins liðna um hugann og mér hlýnar um hjarta- rætur þegar ég minnist hennar. Kæra vinkona, nú er komið að kveðjustund: Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Vertu kært kvödd og Guð geymi þig. Gerður Matthíasdóttir. Það var í upphafi síðasta ára- tugar síðustu aldar sem ég kynntist Skarphéðni Ólafssyni, þá skólastjóra á Reykhólum, ég nýkominn til starfa í sama fræðsluumdæmi en Skarphéðinn margreyndur á þeim vettvangi. Sem félagsmaður í Skólastjóra- félagi Vestfjarða kynntist ég Skarphéðni betur og síðar tókst vinskapur milli okkar hjóna og Sigríðar og Skarphéðins. Nokkr- um áum síðar lágu leiðir okkar saman á Ísafirði og störfuðum við saman í fáein ár. Sigríður eða Sigga eins og hún var jafnan kölluð og Skarphéðinn fluttu sig síðar yfir á Flateyri og við héldum suður. Þá var orðið nokkuð langt milli okkar og sam- skiptin heldur strjálli en áður. Þeim hjónum leið vel á Flateyri, heilsan var farin að gefa sig en þau báru sig vel. Skarphéðinn var rólegur og hafði góða nær- veru. Sigga bætti hann upp ef svo má segja, var ávallt hress og brosmild jafnvel þótt á móti blési. Hún og þau bæði reyndar fengu sinn skerf af mótlæti í líf- inu. Bæði hvað heilsufar og fjöl- skyldumál varðaði. Þau tóku hverjum degi með æðruleysi og auðmýkt. Ég held að Sigga hafi verið leikari af Guðs náð, þ.e. að hún hafi oft verið verr haldin en hún vildi vera láta. Oft ræddum við saman um þessi mál og mátti þá ávallt skynja væntumþykju og bjartsýni hjá þeim báðum. Sigga hringdi svo óvænt í okk- ur í janúar 2017 og tilkynnti okk- ur lát Skarphéðins. Kallið kom óvænt en kannski ekki þegar bet- ur var að gáð, hann hafði verið fremur lélegur til heilsunnar lengi. Við hjónin höfum haft það fyrir venju að renna við á Flat- eyri á sumrin, þá var alltaf stopp- að á Drafnargötunni hjá þeim hjónum og hjá Siggu eftir að Skarphéðinn féll frá. Í hvert ein- asta skipti sem við boðuðum komu okkar á Flateyri þá bar Sigga fram fjölmargar gerðir af meðlæti þrátt fyrir skýr fyrir- mæli okkar um að við vildum bara kaffisopa. Fyrir fáeinum dögum vorum við hjónin einmitt að ræða um árlega Vestfjarða- ferð okkar og bráðlega þyrftum við að heyra í Siggu. En það fór á annan veg. Það var síðdegis dag einn fyrir skömmu að vinkona okkar á Ísa- firði færði okkur fréttirnar, Sig- ríður Skarphéðinsdóttir var lát- in. Jú við förum í okkar árlegu ferð vestur á firði núna í sumar, því miður verður það ekki skemmtiferð, heldur ætlum við að kveðja hana Siggu og fylgja henni síðasta spölinn. Nú höfum við ekki lengur tilefni til að stoppa á Flateyri, en í hvert skipti sem við ökum hjá minn- umst við þeirra heiðurshjóna, Siggu og Skarphéðins. Kynni okkar hafa gert okkur ríkari. Við getum tekið lífssýn þeirra okkur til eftirbreytni. Við minnumst Siggu sem glaðlyndr- ar og félagslyndrar konu sem bar sig vel þrátt fyrir mótlæti, hún var jákvæð og rösk og horfði oft- ar en ekki brosandi á lífið. Við samhryggjumst vinum og aðstandendum og færum þeim bestu kveðjur okkar á erfiðum tímum. Skarphéðinn Jónsson og Guðríður Guðjónsdóttir. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur, sakna ég og minnist þín. (Brot úr ljóði eftir Huldu) Mikið hefði nú verið gaman að vera að fara vestur í saumó eins og oft var talað um. Við höfum oft talað meira en framkvæmt og nú hefur hún Sigga Mgga vinkona okkar kvatt þetta líf. Við kveðj- um hana með miklum söknuði en líka mikilli þökk fyrir allar góðu minningarnar. Við kynntumst á Varmalandi í Borgafirði fyrir rúmum 50 árum, þá var Sigga Magga búin að eign- ast Skarphéðin Rúnar og var hann í góðum höndum hjá ömmu og afa. Við brölluðum margt í skólanum meðfram náminu þessa mánuði. Það var skriðið út um glugga í smók og skroppið á rúntinn þegar tækifæri gáfust og í Glaumbæ í bæjarferðum. Sigga Magga var mikil fjölskyldu- manneskja og naut þess að vera með sínu fólki og var oft mikið hlegið þegar hún sagði frá skemmtilegum ævintýrum og uppátækjum. Það gladdi Siggu Möggu því mikið þegar sonur hennar og tengdadóttir, Konráð Ari og Hanna Maggý, fóru að skoða hús fyrir vestan. Þegar þau svo fluttu fannst henni gott að hafa þau nær og geta hlaupið undir bagga með börnin og notið samveru með þeim. Gerði hún einnig ým- islegt skemmtilegt með Natalíu Rún þegar hún kom vestur. Við héldum upp á fimmtíu ára útskrift í Reykholti 2017, það var góð mæting og Sigga Magga kom akandi að vestan. Hún vílaði það heldur ekki fyrir sér að bregða sér í saumaklúbb í bæinn. Mikið gladdi það okkur einnig þegar hún mætti óvænt í saumó hjá Raggý. Hún skellti sér í flug, það var eitt sæti laust í vélinni suður og hún hafði bílfar vestur daginn eftir. Þegar von var á henni í bæ- inn var tækifærið líka oft til að skella á saumaklúbbi. Þannig var það núna 21. maí að Sigga Magga var að koma suður til læknis og von var á annarri skólasystur frá Ameríku. Við áttum þarna saman frábæra stund sem lengi verður í minningu höfð, mikið hlegið og spjallað, rætt um brúðkaup Kon- ráðs Ara og Hönnu Maggýjar og væntanlega skírn. Sigga Magga var svaramaður Konráðs og gekk það mjög vel þrátt fyrir að hún hafi verið sárlasin. Við erum þakklátar fyrir árin sem við græddum með Siggu Möggu en við héldum að við vær- um að missa hana fyrir 9 árum. Það verður skrítið að geta ekki tekið upp símann, „slegið á þráð- inn“ og spjallað og hlegið með henni því alltaf var stutt í hlát- urinn. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til barna, barnabarna, systkina og annarra ástvina. Fyrir hönd saumaklúbbs skólasystra frá Varmalandi, Helga Einarsdóttir. Sigríður M. Skarphéðinsdóttir Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Okkar ástkæra SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR lést á Landspítalanum 14. júní. Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 15. Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar V-3 fyrir einstaka umönnun og hlýju. Theódóra Þórarinsdóttir Árni Jóhannsson Sigurður Þórarinsson Elín María Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, langafi og langalangafi, VALTÝR EYSTEINN MAGNÚSSON, Blåbærvej 4, 9600 Aars, Danmörku, áður Nesvegi 57, Reykjavík, lést 8. júní. Útförin hefur farið fram. Ritta Nancy Jensen börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Faðir minn, SIGURÐUR S. GUÐMUNDSSON skipstjóri, áður til heimilis að Flyðrugranda 16, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. júní á dvalarheimilinu Hrafnistu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Lísa Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.