Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 29

Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 ✝ Peter Ander-sen fæddist 12. júlí 1938 í Nyköb- ing á Falstri í Dan- mörku. Hann lést á heimili sínu á Fre- deriksberg 17. maí 2019. Foreldrar hans voru Jens And- ersen kaupmaður, f. 21.2. 1904, d. 25.8. 1988, og Kar- itas Sigurlaug Björnsdóttir, bet- ur þekkt sem Karilla, f. 2.4. 1906, d. 23.11. 1988. Karílla var dóttir hjónanna Björns Ólafssonar augnlæknis og Sigrúnar Ísleifsdóttur. Björn lést þegar Karilla var 3 ára gömul og systir hennar Ingi- björg 2 ára. Ingibjörg lést árið 1918, þá 11 ára gömul. Sigrún giftist síðar Þorleifi H. Bjarna- syni, yfirkennara við Lærða skólann, og átti með honum þrjá syni. Leif Björn, f. 1912, og Inga Hákon, f. 1914. Þeir létust báðir af slysförum í blóma lífs- ins. Yngsti sonur þeirra, Gunn- ar, lést á barnsaldri. Systir Peters var Sigrún, f. 26.11. 1934, d. 18.3. 2004. Sig- rún var gift John Plenov og áttu þau 3 dætur, Kristine, Liselotte herskyldu í flugher Dana en hóf svo starf við rannsóknir og kennslu við H.C. Örsted stofnun Hafnarháskóla. Þar starfaði hann þar til hann fór á eftir- laun. Peter fékk snemma ást á Ís- landi og kom fyrst til landsins með fjölskyldu sinni, barn að aldri. Þar kynntist hann stórum frændgarði. Sautján ára kom hann einn síns liðs að heim- sækja ömmu sína Sigrúnu í Tjarnargötunni og fékk sumar- vinnu hjá móðurbróður sínum Inga H. Bjarnasyni sem rak þá rannsóknarstofu Hvals hf. í Hvalstöðinni. Þeir frændurnir og fjölskylda Inga urðu góðir vinir og sagði Peter að það hefði verið fyrir áhrif Inga að hann ákvað að gera efnafræði að ævistarfi. Peter og Lis komu oft til Ís- lands og ólu börn sín upp í sama anda. Þau Ida, Jens og Rasmus komu því til Íslands með for- eldrunum og síðar á eigin veg- um og mynduðu sterk tengsl við ættingja og vini á Íslandi. Peter var virkur félagi í Dansk Islandsk Samfund í Kaupmannahöfn og heimili þeirra hjóna Lis og Peters var ávallt opið fyrir ættingja og vini frá Íslandi líkt og var á bernskuheimili Peters áður. Útför Peters hefur farið fram á Frederiksberg. og Karen sem búa í Danmörku með fjölskyldum sínum. Eiginkona Pet- ers er Karen Lis Andersen, f. Han- sen, f. 9.3. 1939. Lis lauk mastersprófi í grísku og latínu og starfaði hjá Kaup- mannahafnar- háskóla. Peter og Lis gengu í hjónaband 24. júlí 1965. Börn þeirra eru: 1) Ida, yf- irlæknir í Kaupmannahöfn, f. 12. ágúst 1967. Hún giftist Finn Gustafsson yfirlækni en þau skildu. Börn Idu og Finns eru: Asger, f. 1996, Freja, f. 1999, og Sigrid, f. 2001. 2) Jens, f. 10.1. 1970, listmálari og myndlist- arkennari. Hann er giftur Mette Bramsen og eiga þau eina dótt- ur Frida Xiao, f. 2006. 3) Ras- mus, f. 27.4. 1973, jarðfræð- ingur. Hann er giftur Karen Hellemann. Börn þeirra eru Ak- sel, f. 2011, Johan, f. 2013, og Eva, f. 2015. Peter bjó í foreldrahúsum í Nyköbing á Falstri þar til hann hóf nám í efnafræði við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1956. Að loknu því námi sinnti hann Fallinn er frá Peter Andersen, frændi minn og vinur til margra ára. Ég kynntist Peter þegar ég var við nám í Danmörku, enda var mikill samgangur og ég alltaf vel- kominn til Karillu og Jens, for- eldra hans, hvort sem var í Kaup- mannahöfn, í Nyköbing á Falstri, á búgarðinn Langebæk eða í hinn fallega sumarbústað þeirra í Marienlyst. Við Peter fórum oft saman til þeirra og nutum þess að komast burt úr skarkala höfuð- borgarinnar. Elsta dóttir mín Ás- dís er skírð í litlu sveitakirkjunni á Langebæk og hélt Karilla henni undir skírn. Peter og Lis kona hans komu oft til Íslands og ferðuðust mikið um landið. Naut Peter þessara heimsókna, enda var hann mikill Íslendingur í sér. Þegar ég hélt upp á sjötugsaf- mæli mitt í Kaupmannahöfn ásamt börnum mínum og mökum þeirra buðu Peter og Lis okkur öllum í veislu á Marienlyst. Þar hittum við fjölskyldu þeirra og Sigrúnar, systur Peter, og var kátt á hjalla. Okkur er minnis- stætt þegar við sátum öll kringum mikið langborð sem svignaði und- an dádýrssteikum og öðrum kræsingum, en Peter og Lis voru rómaðir gestgjafar. Það sem mest var um vert var að þarna hittust íslenska og danska fjölskyldan og ekki síst yngri kynslóðin sem ekki hafði mörg tækifæri til að kynn- ast. Minningin um ljúfan, skemmti- legan og frændrækinn mann lifir. Ólafur Gíslason. Kæri frændi minn og vinur, Peter Andersen, er látinn eftir erfið veikindi. Hann lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 17. maí sl. Peter var sonur hjónanna Kar- ítasar Sigurlaugar Björnsdóttur sem ávallt var kölluð Karilla og Jens Andersen kaupmanns. Móðurforeldrar Peters voru hjónin Sigrún Ísleifsdóttir og Björn Ólafsson augnlæknir. Sig- rún var afasystir mín. Alla tíð voru mikil tengsl við Ísland, Peter kom oft á unglingsárum með foreldr- um sínum til Íslands, bæði til að hitta ömmu sína, sem bjó á Tjarn- argötu 18, svo og mörg skyld- menni. Hann dvaldi stundum sumarlangt hér og við þessi fyrstu kynni tókst mikil og sönn vinátta okkar, sem hélst alla tíð þrátt fyrir fjarlægðina. Mín fyrsta heimsókn til Dan- merkur var árið 1953 og þá lá auð- vitað leiðin til Karillu frænku í Danmörku. Heimili hennar og Jens stóðu mér og allri minni fjöl- skyldu alla tíð opin. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og rausnarleg heim að sækja. Peter og eldri systir hans Sigrún áttu einnig ríkan þátt í þeirri elsku- semi og gestrisni, sem okkur var ætíð sýnd. Foreldrarnir bjuggu í Nyköbing á Falster, og áttu sum- arhús á Marienlyst og búgarð á Suður-Sjálandi. Við vorum boðin á alla þessa staði og ávallt tekið opn- um örmum. Peter giftist konu sinni Lis Hansen árið 1965 og hafa þau allt til andláts Peters gengið saman farsælan lífsveg og eignast mann- vænleg börn og barnabörn. Ég og Eiður Ágúst, eiginmaður minn, áttum í rúma 2 áratugi heimili í Köln og Aachen í Þýskalandi og á þeim árum lágu leiðir okkar Pet- ers og fjölskyldu hans oft saman. Við hjónin ókum gjarnan til Dan- merkur til fundar við þau og aðra úr fjölskyldu okkar. Einnig, þegar þau lögðu leið sína suður á bóginn komu þau yfirleitt við hjá okkur. Alltaf voru þau aufúsugestir og við nutum samvista, sérlega und- um við okkur við að spila bridge. Sama gilti hjá Sigrúnu systur Pet- ers og fjölskyldu hennar. Eftir að við hjónin fluttum til Íslands urðu fundir okkar færri, en alltaf jafn innilegir. Nú síðast átti ég ógleymanlegan dag með Peter, Lis og öllum börnum, tengda- og barnabörnum ásamt systradætrum og þeirra fjölskyld- um í tilefni áttræðisafmælis Pet- ers þann 12. júlí 2018, þar sem haldin var veisla í sumarhúsi fjöl- skyldunnar í Marienlyst. Þetta var ákaflega eftirminnileg afmæl- isveisla í yndislegu sumarveðri. Í þessu umhverfi minnist ég minna síðustu samvista með frænda mínum Peter Andersen. Með einlægu þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, gestrisni, tryggð og vináttu sendi ég Lis, Idu, Jens og Rasmus ásamt fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Lucinda Grímsdóttir. Peter Andersen var mér sem eldri bróðir og kær vinur. Móðir hans, Karilla, og faðir minn, Grím- ur Gíslason, voru systkinabörn og jafnframt mjög nánir vinir, Kar- illa minntist þess oft að hún var viðstödd skírn Gríms frænda síns 7 ára gömul. Karilla giftist Jens Andersen kaupmanni frá Lálandi í Dan- mörku og eignuðust þau tvö börn, Sigrúnu sem lést 2004 og Peter sem kvaddur er nú. Samband milli Íslands og Danmerkur rofnaði í heimsstyrjöldinn síðari en að henni lokinni fóru Karilla og fjöl- skylda hennar að koma reglulega til Íslands og ættingjar héðan að fara í heimsókn til þeirra í Dan- mörku. Grímur og Inga, foreldrar mín- ir, tengdust þeim Jens og Karillu tryggðaböndum og þegar ég fór til Danmerkur til náms árið 1961 greiddu þau hjón ásamt Peter og Sigrúnu götu mína við að setjast að í Kaupmannahöfn. Peter tók á móti mér á flugvellinum og hafði útvegað mér herbergi og upp frá því vorum við óaðskiljanlegir. Vinátta okkar Peters náði langt út fyrir bönd skyldleikans og þeg- ar ég giftist Önnu Björk og hann kynntist Lis konu sinni urðum við fjögur mjög náin. Svo komu börn- in, Anna Birna okkar fæddist 1963, og svo Örn okkar og Ida elsta barn Peters og Lis á sama ári 1967. Steinar okkar og Jens fæddust með nokkurra mánaða millibili tveimur og hálfu ári síðar og svo fæddist Rasmus 1973. Sig- rún systir Peters eignaðist þrjár dætur, Stine, Liselotte og Karen, sem eru á svipuðu reki og okkur mjög nánar. Svona gekk það öll árin sem við áttum saman. Börnin tóku svo við og á unga aldri fóru börn okkar ein í heimsókn til frændfólksins í Danmörku og Ida, Jens og Ras- mus komu hingað. Þegar ég varð sjötugur hélt ég upp á það í Marienlyst í sumar- húsi Peters og fjölskyldu. Börn okkar Önnu Bjarkar komu, svo og börn Peters og Lis og Sigrúnar systur hans. Auk þess komu flest tengdabörn og barnabörn. Þetta var dásamlegt ættarmót og mér varð ljóst hve ríkur ég var að eiga þessa nánu fjölskyldu í Dan- mörku. Ég er fullur þakklætis fyr- ir að það er traust brú milli kyn- slóðanna og fyrir nokkrum árum flutti Anna Birna, elsta dóttir okk- ar Önnu Bjarkar, til Danmerkur og er góður tengiliður við fjöl- skylduna í Danmörku. Síðasti fundur okkar Peters var um jólin 2018 en þá var mjög af honum dregið. Hann sagðist vera lystarlítill en gæti þó alltaf nærst á íslenskum harðfiski með vænni danskri smjörklípu. Í vanmætti mínum í sjúkdómi Peters frænda gat ég þó séð honum fyrir harð- fiski fram til hins síðasta. Við Anna Björk og börn okkar, Anna Birna, Örn og Steinar, og fjölskyldur þeirra sendum Lis, Idu, Jens og Rasmus innilegar samúðarkveðjur. Systkinin Dóra Sigríður, Ingi- björg og Ingi Bjarnason biðja fyr- ir kærar kveðjur með innilegri samúð til fjölskyldu Peters í Dan- mörku. Faðir þeirra, Ingi. H. Bjarnason, og Karilla, móðir Pet- ers, voru systkin. Einnig flyt ég kærar kveðjur með söknuði frá Höllu frænku Peters og fjölskyldu hennar. Þau frændsystkin voru afar nánir trúnaðarvinir. Almar Grímsson. Með Peter Andersen er geng- inn góður drengur og vinfastur, ljúflingur og listfengur. Hans verður sárt saknað af okkur af- komendum Önnu Jónsdóttur, frænku hans, og Torfa Hjartar- sonar. Karilla móðir Peters og Anna móðir mín voru afkomendur Ólafs Sigurðssonar umboðsmanns og alþingismanns að Ási í Hegranesi og Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Skíðastöðum, stofnanda fyrsta kvenfélags á Íslandi. Þau hjón eru m.a. kunn sem byggjendur Ás- hússins, er nú stendur að Glaumbæ í Skagafirði. Sonur þeirra var Sigurður bóndi og hreppstjóri á Hellulandi í Hegra- nesi, faðir Jóns vélfræðings í Hrís- ey. Fyrri kona Jóns og móðir Önnu var Sóley Jóhannesdóttir, sem dó ung af berklum þegar Anna var á 13. ári. Annar sonur frá Ási var Björn Ólafsson læknir á Akranesi og í Reykjavík, frumkvöðull í augn- lækningum hér á landi, sem lést fyrir aldur fram 1909. Kona hans og móðir Karillu var skörungur- inn Sigrún Ísleifsdóttur frá Arn- arbæli í Ölfusi, gjarnan kennd við Tjarnargötu 18 í Reykjavík, sem Björn byggði yfir fjölskyldu sína. Sigrún bjó þar áfram með síðari manni sínum, Þorleifi H. Bjarna- son málfræðingi (d. 1935). Var heimilið annálað fyrir rausn og myndarskap. Þegar Anna móðir mín kom til Reykjavíkur til náms við Verslun- arskóla Íslands tók Sigrún Bjarnason hana strax undir verndarvæng sinn. Var hún í fæði í Tjarnargötunni og bjó þar að hluta, allt þar til hún giftist föður mínum í febrúar 1934 og fluttist til Ísafjarðar. Má segja að Sigrún hafi þarna gengið henni í móður- stað, enda gáfu foreldrar mínir einni dóttur sinni nafnið Sigrúnu. Á þessum árum stofnuðust vinabönd sem treystust eftir því sem á leið. Þegar samgöngur eftir styrjöldina komust í eðlilegt horf hófust bréfaskipti við Karillu og Jens eiginmann hennar og síðan heimsóknir þegar færi gafst. M.a. áttu systur mínar Sigrún og Helga Sóley dvöl hjá þeim í Dan- mörku. Jafnframt urðu fagnaðar- fundir þegar Karilla og Jens eða börn þeirra áttu leið til Íslands. Amma Peters hafði að venju að bjóða til veislu í Tjarnargötunni á nýársdagskvöld. Þeirrar gestrisni nutu foreldrar mínir eftir að þau fluttust til Reykjavíkur 1943 og mátu hana svo mikils að eftir frá- fall Sigrúnar afréðu þau að halda venjunni við og fagna nýárinu með veislu á eigin heimili ásamt fólki hennar. Peter hóf að senda mér jólakort 6-7 ára gamall. Ég hafði ekki vit á að svara strax í sömu mynt en Peter lét það ekki á sig fá og hélt uppteknum hætti. Ég bætti svo ráð mitt þannig að gagnkvæmt kortasamband hefur haldist til þessa dags. Ég náði ekki að heim- sækja Falstur en við Nanna kona mín áttum nokkrar ógleymanleg- ar heimsóknir á heimili Peters og Lis að Fuglebakkevej á Friðriks- bergi. M.a. fóru þau með okkur til gistingar hjá foreldrum hans á Langebæk, þar sem sjá mátti ali- svín dafna í fyrirmyndarhúsum og páfugla spássera utandyra. Peter var afburða námsmaður og stundaði einnig fiðluleik frá barnsaldri. Töldu margir að hann ætti að leggja tónlistina fyrir sig, en hann valdi efnaverkfræðina. Að námi loknu var hann ráðinn til rannsókna og kennslu í H.C. Ör- steds Institut við Hafnarháskóla og vann þar ævistarf sitt. Það var dæmigert einkenni Peters að hann sóttist þar ekki eftir metorð- um, heldur horfði hann til þeirra framfara sem verkefnin sjálf gátu stutt að. Það var fagnaðarefni að kynn- ast Lis, eiginkonu Peters, hátt- settum starfsmanni í mennta- málaráðuneyti Dana og síðan við Hafnarháskóla. Þau voru skemmtilega ólík hið ytra en hugir þeirra og hjörtu áttu samleið með augljósum hætti. Börnin þeirra þrjú eru hvert öðru vænna og bera foreldrunum fagurt vitni. Það eru forréttindi að hafa átt Peter Andersen að frænda og vini. Við Nanna, systur mínar og syst- urdætur sendum innilegar samúð- arkveðjur til Lis og fjölskyldunn- ar. Hjörtur Torfason. Peter Andersen Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ELÍSABET ÞORLEIFSDÓTTIR, Lögmannshlíð, áður til heimilis að Arnarsíðu 2g, Akureyri, lést sunnudaginn 16. júní. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 27. júní, klukkan 13.30. Svanborg Stefanía Magnúsdóttir Hugrún Marta Magnúsdóttir Snæbjörn Magnússon barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG G. JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 19, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 27. júní klukkan 13. Kolbrún Finnsdóttir Snorri Ingibergsson Erna Finnsdóttir Jón H. Finnsson Hrönn Finnsdóttir Þráinn Sigurðsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR ÁGÚSTA EIRÍKSDÓTTIR, Asparási 3, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 13. júní. Að ósk hinnar látnu fer útför hennar fram í kyrrþey. Þorleifur Markússon dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HJALTALÍN, lést á sjúkrahúsi Akureyrar 4. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Óskar Hjaltalín Elísa Stefánsdóttir Sverrir Hjaltalín Halla Snorradóttir Sigrún Hjaltalín Ragnar Jónsson Bjarni Hjaltalín Alfa Hjaltalín Sigurður Kristjánsson Alfreð Hjaltalín Sólveig Hauksdóttir Pálmi Hjaltalín Jón Hjaltalín barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.