Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Starfskraftur óskast í sölu og þjónustustarf Bílpróf og góð íslensku kunnátta er skilyrði. Umsækjandi þarf að vera 25 ára eða eldri. Umsókn og ferilskrá sendist á eldklar@eldklar.is. Starfið er fjölbreytt og áhugavert. Upplýsingafulltrúi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir því að ráða upplýsinga- fulltrúa. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, þekkir vel íslenskt samfélag og hefur áhuga á málefnum ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi er tengiliður við innlenda og erlenda fjölmiðla og sér um fréttaskrif og kynningar á málefnum ráðuneytisins, í takt við samskipta- stefnu ráðuneytisins. Önnur verkefni eru m.a. umsjón með útgáfumálum og samfélagsmiðlum ráðuneytisins og ritstjórn ársrits ráðuneytisins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af starfi í eða með fjölmiðlum. • Reynsla af miðlun upplýsinga með fjölbreyttum aðferðum. • Þekking á umbroti kostur. • Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti. • Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti, góð kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur. • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Geta til að vinna hratt og undir álagi. • Frumkvæði, drifkraftur og heilindi. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í síma 545 8200. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 7. júlí nk. Umsóknum skal skila rafrænt á Starfatorgi – starfatorg.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um starfið. Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma Morgunblaðið óskar eftir   blaðbera    Á leikskólann Lambhaga í Öræfum vantar leikskólakennara eða leiðbeinanda til starfa í stöðu deildarstjóra Húsnæði á staðnum Helstu verkefni og ábyrgð: Að skipuleggja og vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun æskileg. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Leikskólinn Lambhagi er lítill sveitaskóli samrekinn með Grunnskólanum í Hofgarði. Þar dvelja að jafnaði um 6-8 börn á aldrinum eins til fimm ára. Í starfinu er lagt upp úr góðum samskiptum í samræmi við uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar, einnig er áhersla á að nýta náttúruna í nánasta umhverfi skólans. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst, annars eftir samkomulagi. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga sem hafa gaman af því að vinna með börnum. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S 4708000 / www hornafjordur is Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Brynju Kristjánsdóttur skólastjóra á netfangið brynjahof@hornafjordur.is Gæðastjóri Dögun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum ein staklingi í starf gæðastjóra. Æskilegt er að við komandi geti hafið störf fljótlega. Gæðastjóri Dögunar ber ábyrgð á rekstri og þróun gæða- og öryggiskerfa félagsins. Gæðastjóri sér einnig um ýmis önnur verkefni er snúa að daglegri framleiðslu og vöruþróun. Starfssvið: • Ábyrgð á gæða- og öryggismálum félagsins. • Gæðaeftirlit og framkvæmd gæðastefnu félagsins. • Samskipti við erlenda viðskiptavini. • Umsjón með úttektum viðskiptavina. • Upplýsingagjöf og fræðsla um gæðamál. • Ýmis önnur verkefni tengd framleiðslu og vöruþróun. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla og þekking á matvælavinnslu æskileg. • Þekking á gæðamálum. • Mjög góð tölvukunnátta. • Mjög góð enskukunnátta. • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Þjónustulund og fagleg framkoma. • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi. Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is. Upplýsingar gefur Óskar í síma 892 1586 eða Hilmar í síma 898 8370. Dögun sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á rækju og starfrækir mjög fullkomna rækjuvinnslu á Sauðár- króki. Félagið hefur nýlokið við miklar endurbætur á framleiðslubúnaði með frekari tæknivæðingu, sjálfvirkni og möguleikum á aukinni vinnslu. Dögun gerir út rækjutogarann Dag SK 17. Dögun hefur starfað samfleytt í 35 ár. Stefna félagsins er að auka framleiðslu og sölu á næstu árum og vera áfram leiðandi á sínu sviði. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.