Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
60 ára Þór er Reykvík-
ingur og er leikari frá
Leiklistarskóla Íslands.
Hann hefur verið fast-
ráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið og Borgar-
leikhúsið og hefur
einnig leikstýrt. Að auki
starfar hann sem leiðsögumaður.
Maki: Elísabet Katrín Friðriksdóttir, f.
1969, umhverfissiðfræðingur frá HÍ og er
rekstrarstjóri í eldhúsinu á Landspít-
alanum. Hún á tvo syni.
Börn: Arna Sif, f. 1988, og Freyja, f.
1989.
Barnabarn: Anna Sóley Kristjánsdóttir.
Foreldrar: Hrafn Tulinius, f. 1931, d.
2015, læknir og prófessor við HÍ, og
Helga Brynjólfsdóttir, f. 1931, píanókenn-
ari, búsett í Reykjavík.
Þór Tulinius
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að venja þig af kæk sem
fer í taugarnar á þínum nánustu. Þú ert
eftirsótt/ur af vinum og þarft að velja og
hafna, getur ekki verið alls staðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert undir auknum þrýstingi um
þessar mundir. Settu þig í stellingar og
vertu tilbúin/n að setja upp sparibrosið
um leið og einhver hefur samband.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert í ljúfu og góðu skapi og
fólk vill vera nálægt þér. Hagaðu þér eins
og leiðtogi svo að aðrir fylgi þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fortíðin nær tökum á þér, bæði
góðar minningar og slæmar. Nú er komið
að því að sinna heimilinu og því sem hefur
setið á hakanum síðustu vikur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert í skapi til að kynnast nýju fólki
og sjá hvert það leiðir þig. Hættu að reyna
að fá fólk til þess að vera sammála þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þann hæfileika að geta
hjálpað/kennt öðrum. Settu í forgang það
sem skiptir þig öllu máli. Finndu eitthvað
til að vera þakklát/ur fyrir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fylgdu málum vel eftir jafnvel þótt
þér kunni að leiðast öll smáatriðin. Óvænt
uppákoma verður í veislu sem þú ferð í
fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Til að endurheimta kraftana
skaltu njóta einveru og rólegheita í dag.
Gleðin verður við völd næstu vikur og þú
færð boð í brúðkaup.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú gætir þurft að sitja undir
harðri gagnrýni maka eða vinar í dag.
Hvernig væri að brosa meira? Barnið í þér
hefur verið týnt lengi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Lífið er endalaus lærdómur.
Farðu í ferðalag, ef tækifæri gefst á næst-
unni. Þú færð aðvörun á einhvern hátt, en
bara einu sinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Makinn er léttur í skapi, vin-
gjarnlegur og orðheppinn í dag. Smá kvef
gæti hrellt þig fljótlega. Einhver stígur í
vænginn við þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Með örlítilli þolinmæði og smá
hugkvæmni átt þú að geta fellt alla hluta
saman þannig að úr verði heil mynd. Þú
átt gott samtal við foreldra þína.
fyrir í uppþvottavélum og senda í
dauðhreinsun. Öll þessi störf voru
skemmtileg og ég hefði alveg viljað
halda áfram að vinna við bíla eða á
skurðstofu eða við garðyrkju. En
þegar maður hefur áhuga á mörgu
getur verið hentugt að starfa sem
blaðamaður og fá tækifæri til að
fjalla um ólíka fleti samfélagsins og
tala við alls konar fólk.“
Eyrún kynntist fjölmiðlum fyrst í
gegnum sumarstarf á Textavarpi
RÚV árið 2000. „Sumarið eftir fór
ég svo í hið alræmda Moggapróf, en
á þeim tíma voru jafnan yfir 100
umsækjendur um sumarstarf á
Mogganum og það var valið eftir
einkunn úr sérstöku prófi sem var
tekið í Háskólanum í Reykjavík,
sem þá var í Kringlunni. Ég fékk
sumarstarf og kynntist þannig
blaðamennsku.“ Eyrún vann með
hléum í tæp fjögur ár sem
viðskiptablaðamaður á Mogganum.
Hún vann svo í Kastljósi á RÚV í
rúm tvö ár en tók þá hlé á fjölmiðla-
svokölluðu skoli á skurðstofu á
Landspítalanum. Sá þar um að
þrífa áhöld eftir aðgerðir, raða
skurðlæknagræjum á bakka, koma
E
yrún Magnúsdóttir
fæddist 22. júní 1979 í
Reykjavík og ólst upp
í Seljahverfi, bjó þar
frá fæðingu og fram
yfir tvítugt. „Við fjölskyldan bjugg-
um í Dalseli þangað til ég var 10 ára
og fluttum þá í Jakasel, á báðum
stöðum vorum við svo lánsöm að
eiga alveg frábæra nágranna. Ég
held ég hafi lært mikið af því hvað
foreldrar mínir náðu einhvern veg-
inn alltaf að gera nágranna sína að
góðum vinum fyrir lífstíð. Ná-
grannaerjur voru framandi fyrir
mér þegar ég var að alast upp, ég
vandist því bara að nágrannar væru
vinir. Það er eitthvað sem er gott að
tileinka sér, að láta sér annt um ná-
grannana, fólkið sem maður óhjá-
kvæmilega umgengst talsvert frá
degi til dags.“
Eyrún æfði alls konar íþróttir
sem krakki; t.d. frjálsar, samkvæm-
isdans, skíði, fimleika og tennis og
var alltaf mikið á skíðum og ferðað-
ist mikið um landið með fjölskyldu
sinni. „Ég bý að því og reyni að
gera það sama fyrir minn dreng,
hann er á fullu í íþróttum, æfir fim-
leika, körfubolta og golf og ég
þvælist með hann um landið á
sumrin. Við förum á skíði á veturna
og höfum bæði alveg óskaplega
gaman af því að ferðast um heim-
inn.“
Eyrún gekk í Seljaskóla, útskrif-
aðist af náttúrufræðibraut frá
Kvennaskólanum í Reykjavík, fór
þá í Háskóla Íslands, tók eitt ár í
sagnfræði en lauk BA-gráðu í hag-
fræði með sagnfræðina sem auka-
grein. Hún tók tvær annir í
Erasmus-skiptinámi í Mílanó á
Ítalíu. Síðar fór Eyrún í meistara-
nám í stjórnun og stefnumótun í
viðskiptadeild HÍ.
„Fyrsta reynsla mín af atvinnu-
lífinu var eins og hjá flestum í
gegnum sumarstörf. Ég var svo
heppin að fá að prófa ólík störf. Ég
vann hjá Landsvirkjun eitt sumar á
bílamiðstöð, sá um að kaupa vara-
hluti í bíla, þrífa þá og sinna léttu
viðhaldi. Starfaði svo í skólagörð-
unum nokkur sumur og eitt sumar
og hluta úr vetri starfaði ég líka í
störfum og starfaði við ráðgjöf og
almannatengsl í nokkur ár. „Þegar
sonur minn var lítill ákvað ég að
skella mér í meistaranámið og
skömmu eftir að ég lauk því námi
bauðst mér að taka við nýju og end-
urbættu Sunnudagsblaði Moggans
og hafði umsjón með því blaði í
nærri sjö ár. Það var mikil áskorun
og mér þykir ákaflega vænt um
þann tíma og allt fólkið sem ég fékk
að vinna með og skrifa fyrir.“
Nýlega tók Eyrún þá ákvörðun
að færa sig um set og tók við starfi
sem framkvæmdastjóri Kjarnans.
„Hér er unnið frábært starf með
heilindi og sjálfstæða blaða-
mennsku að leiðarljósi. Ég hef fulla
trú á að nú sé skemmtilegur tími
framundan við uppbyggingu á þess-
um unga en öfluga netmiðli. En
sumarið fer engu að síður í útilegur
og útivist með syni mínum, fjöl-
skyldu og góðum vinum, það breyt-
ist ekkert þótt ég vinni á nýjum
stað. Afmælisdeginum ætla ég að
Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans – 40 ára
Ljósmynd/Bjartur Einarsson
Mæðginin Bjartur og Eyrún á 102. hæð í New York rétt fyrir páska á þessu ári.
Nýjar áskoranir framundan
Ljósmynd/Bjartur Einarsson
Horft til sólar Eyrún ætlar ekki að
slá slöku við í útivistinni í sumar.
50 ára Helga Rós er
frá Hvíteyrum í Skaga-
firði en býr í Varma-
hlíð. Hún er óperu-
söngkona frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík og Tónlist-
arháskólanum í Stutt-
gart. Hún starfaði við óperuna þar hátt í
áratug en í dag stjórnar hún Skagfirska
kammerkórnum og Kvennakórnum Sól-
dísi auk þess að kenna söng á eigin veg-
um. Hún syngur einnig við ýmis tæki-
færi.
Maki: Magnús Sigmundsson, f. 1957,
rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hesta-
sport. Hann á tvö börn og tvö barnabörn.
Foreldrar: Indriði Sigurjónsson, f. 1933,
d. 2015, bóndi á Hvíteyrum, og Rósa
Björnsdóttir, f. 1941, fv. bóndi á Hvít-
eyrum og er búsett þar.
Helga Rós Indriðadóttir
Til hamingju með daginn
Akureyri Unnur Dröfn Þorvalds-
dóttir fæddist 22. júní 2018 kl.
10.09 og á því eins árs afmæli í
dag. Hún vó 4.660 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sigrún
Björk Bjarkadóttir og Þorvaldur
Helgi Sigurpálsson.
Nýr borgari
... stærsti uppskriftarvefur landsins!