Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.06.2019, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR! companyskringlan companys kringlunni TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég fagna því að geta skrifaðþessa stuttu drápu umRammstein, hljómsveit sem ég elska skilyrðislaust. Og ég er síst einn um það. Sveitin höfðar af ein- hverjum óútskýranlegum ástæðum sterkt til okkar Íslendinga og óhætt að segja að mörlandar hafi beðið þessarar nýju plötu með óþreyju. Síðasta plata Rammstein, Liebe Ist Für Alle Da (2009), var slöpp. Það er eins og það hafi verið til marks um að bensínið hafi verið á þrotum hjá okkar mönnum að svo virtist sem sveitin væri sátt við að vera orðin ferilsband, þ.e. spilandi slagarana á tónleikum út í hið óend- anlega. Fréttir af nýrri plötu skutu manni í raun skelk í bringu, maður var óöruggur eftir slappleika síð- ustu verka (Rosenrot og Reise Reise voru heldur engin meistara- verk). Það er því gleðilegt að geta sagt frá því að Rammstein hefur fundið fjölina á ný. Pistilritari er að fá skilaboð frá rokkvinum í gegn- um ýmsa miðla með setningum eins og „Hún er bara góð nýja Ramm- stein!?“ Einn þeirra orðaði það frá- bærlega, „þetta er svo mikið lol en á sama tíma já!!“. Lauslega þýtt, þetta er svo fyndið og ýkt en rokk- ar um leið eins og fjandinn. Rammstein hefur frá fyrstu tíð verið einstök myndbandahljóm- sveit. Það eru þau sem maður bíður spenntastur eftir því þar stinga þeir ógjarnan á samfélagsmeinum, horfast blákaldir í augu við þýskan veruleika og henda bannhelgum hlutum óhikað í hrærivélina. Svei mér þá, Rammstein þorir á meðan aðrir þegja. Og til að hamra skila- boðin inn ganga þeir iðulega eins langt og hægt er – og oftast ögn lengra. Fyrsta myndbandið við þessa plötu er við lagið „Deutschland“. Ég man í svipinn ekki eftir annari Þora á meðan aðrir þegja Germanía Stilla úr áhrifamiklu myndbandi við lagið „Deutschland“ . Í miðið er Germanía sjálf, þeldökk og eru það sterk skilaboð frá sveitinni sem hægt er að tengja inn á sögulega, aríska tilburði, mismunun og fleira. eins „við erum mættir!“ yfirlýsingu og það myndband er. Það er STÓRT á allan hátt. Níu mínútur, starfsmenn við það skiptu hundr- uðum (sjá langan upplýsingalista í lokin) og myndbandið gríðarlega umfangsmikið og metnaðargjarnt. Saga gervalls Þýskalands undir, takk fyrir, og byrjað í myrkustu miðöldum. Búningaskipti og senur í tugatali og Auschwitz, staður sem hvað mest bannhelgi er yfir í opin- berri þýskri umræðu, er m.a. af- greiddur. Í miðið er Germanía sjálf, svört, og eru það gríðarlega sterk skilaboð frá sveitinni sem hægt er að tengja inn á sögulega, aríska til- burði, mismunun o.s.frv. Þessum leik var haldið áfram á „Radio“, grípandi útvarpssmellur um ... uh ... útvarp en í myndband- inu má sjá dýpri skilaboð sem hafa að gera með niðurníðslu mannrétt- inda og tjáningarfrelsis. Nýjasta myndbandið er svo við „Ausländ- er“, algert snilldarverk sem tekur á blóði drifinni sögu Þýskalands í Afríku. Rammstein gerir þetta af ótrúlegri næmni og sniðugheitum, örlítil skilaboð í örstuttum römm- um sem segja stóra sögu. Uppá- haldsatriðið mitt er þegar innfædd- ur ætlar að taka í höndina á Paul gítarleikara en Paul dregur hönd- ina til baka og greiðir sér um koll- vikin til að „dissa“ gestgjafann. Atriðið er í sekúndubrot en segir í raun allt. Eins og ég segi, ég var dauð- hræddur um að þessir herramenn, sem mér þykir svo vænt um, væru heillum horfnir en svo er aldeilis ekki. Það er erfitt að lýsa þessu, líkt og að hitta góðan frænda sinn sem er búinn að vera heilsuveill lengi og svo kemur hann til dyra, algerlega stálsleginn. Skýr og skarpur og með glúrnar skoðanir á því sem máli skiptir. Velkominn Ramm- steinn (hvenær verður þetta sam- þykkt sem íslenskt eiginnafn, svona svipað og Hafsteinn?)! »Rammstein hefurfrá fyrstu tíð verið einstök myndbanda- hljómsveit. Það eru þau, sem maður bíður spenntastur eftir, því að þar stinga þeir ógjarnan á samfélagsmeinum...  Ný plata frá þýsku sveitinni Rammstein, samnefnd henni, kom út fyrir stuttu  Tíu ár eru liðin frá því sú síðasta kom út  Sveitin þykir endurnýjuð að kröftum – og gríðarsterk tónlistarmyndböndin hafa vakið athygli sem aldrei fyrr Grallarar Það er stutt í grínið hjá félögunum í rokksveitinni Rammstein. Þeir eru aldeilis ekki heillum horfnir og bæði tónlist og myndefni vekja athygli. Streymisveitan Storytel, sem sér- hæfir sig í hljóðbókum og rafbók- um, efndi til handritasamkeppn- innar Eyrans á dögunum og nú liggja úrslit hennar fyrir. Einar Leif Nielsen hreppti fyrsta sætið fyrir framtíðarglæpasöguna Sýnd- arglæpi. Í tilkynningu frá Storytel kemur fram að framtíðarsýnin sem Einar skapar hafi þótt „einstaklega sannfærandi og óhugnanleg um leið, persónurnar vel skrifaðar og sagan heldur lesandanum frá upp- hafi til enda“. Sýndarglæpir er önn- ur skáldsaga Einars en hann lauk ritlistarnámi frá Háskóla Íslands ár- ið 2017. Í öðru sæti varð Tómas Zoëga með barnabókina Vetrargestir og í því þriðja var Hildur Enóla með fantasíuna Íohúlú. Verkin þrjú verða öll gefin út sem hljóðbækur hjá Storytel og kemur fyrsta bókin út í lok sumars. Þátttakan í sam- keppninni þótti góð en Storytel bár- ust yfir þrjátíu handrit. Sigrún Mar- grét Guðmundsdóttir bókmennta- fræðingur, Óskar Guðmundsson rithöfundur og Sóla Þorsteinsdóttir, framleiðandi hjá Storytel, skipuðu dómnefnd Eyrans. Sigurvegari Einar Leif Nielsen bar sigur úr býtum í hljóðbókasamkeppni Storytel. Handritasam- keppni Storytel Sigurður Mar Halldórsson opnaði sýninguna Undan vetri í Slunkaríki í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 17. júní. Á henni má sjá níu ljósmyndir sem Sigurður tók með linsum sem hann smíðaði sjálfur en með því nær hann fram „áhrifum sem hin ofurskarpa tækni nútímans nær ekki að skapa og ekkert mynd- vinnsluforrit getur líkt eftir því galdurinn er í glerinu“, eins og seg- ir í tilkynningu. Ljósmyndir Sig- urðar eru sagðar eftirtektarverðar fyrir dulúð og draumkennd og á þeim má sjá vaknandi jörð á leið undan vetri þar sem tilfinningin fyrir vorinu gæðir þær lífi. Vetrartíð Ein mynda Sigurðar. Dulúð og draum- kennd í Slunkaríki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.