Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 48

Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 48
 G e i r s g a t a 4 - 5 1 9 4 4 9 0 - v i ð H a f n a r t o r g Söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt Guðmundi Péturssyni gítarleikara á stofutón- leikum á Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Þau munu leika ýmis lög af ferli Ragnheiðar auk laga af nýjustu plötu hennar, Töfrabörn. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins sam- dægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. Ragnheiður og Guð- mundur á Gljúfrasteini LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is María Þórisdóttir verður í eldlín- unni með norska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Ástralíu í 16-liða úrslitum HM í dag. María ræðir við Morgunblaðið í dag um upplifunina af HM sem hún nærri missti af vegna höfuðmeiðsla í vetur, brotthvarf bestu knatt- spyrnukonu heims úr liðinu og tengingu sína við Ísland. »38 Gat ekkert gert eftir þriðja höfuðhöggið Þór Elís Pálsson, myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður, segir frá myndlistarmanninum Jóhanni Ey- fells og verkum hans í tilefni af Áþreifanlegum kröftum, nýrri sýn- ingu á verkum Jóhanns í Ásmund- arsafni sem hefst á morgun kl. 14 í safninu. Þór gerði heimildarmynd um Jóhann, Einungis fæðing (e. Only a Birth), árið 2008. Sýning Jó- hanns í Ásmundarsafni er sú þriðja í röð einkasýn- inga fimm lista- manna sem eru höfundar listaverka í almanna- rými í Reykja- vík. Þór Elís fjallar um Jó- hann í Ásmundarsafni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM skurðlækninga“. Sigurður bendir á að hann hafi verið uppi á 16. öld, verið læknir fjögurra konunga og aflað sér mikillar reynslu sem herlæknir en skotvopn í hern- aði voru þá nýkomin til sögunnar. Þar sem Paré kunni ekki latínu skrifaði hann vísindagreinar sínar á frönsku og það þótti Háskólanum í París ekki viðeigandi, því nú gátu allir kynnst fræðunum. „Ambroise Paré er gjarnan talinn fyrsti vísindamaðurinn til að skrifa beint á frönsku sem urðu viss tímamót í þróun franskrar tungu, því flest vísindarit á þeim tíma voru skrifuð á latínu en sum síðar þýdd á frönsku,“ segir lýtalækn- irinn og nú BA í frönsku að auki. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aldrei er of seint að skella sér í nám. Lýtalæknirinn Sigurður Egill Þorvaldsson, sem verður 83 ára í haust, er gott dæmi, en hann skellti sér í frönskunám í Há- skóla Íslands fyrir tæplega fjórum árum og braut- skráist með BA-gráðu í dag. „Það er kannski með ólíkindum að á níræðisaldri skuli maður láta sér detta þetta í hug, en svona er þetta bara,“ segir hann kátur og þakkar Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, leiðbeinanda sínum í lokaritgerðinni, fyrir óþrjótandi þolinmæði og hvatningu. „Ásta Ingi- bjartsdóttir og François Heenen gæddu málfræði og sögu tungumálsins lífi svo tímarnir liðu fljótt. Sam- nemendur mínir voru yfirleitt um 60 árum yngri en ég en létu mig aldrei finna fyrir þeim aldursmun. Það var gaman að vera innan um ungt fólk.“ Sigurður lærði fyrst frönsku í 5. bekk Verzlunar- skóla Íslands, svokallaðri stúdentsdeild, sem var 5. og 6. bekkur, en sat í nokkrum tímum hjá Melittu, eig- inkonu Victors Urbancic, tónlistarmanns frá Austur- ríki, áður en námið hófst. Hann tók frönskuna alvar- lega og stóð sig býsna vel. „Venjan var að flytja þakkarræður til skólans á „dimmission“. Einn nemandi í hverju tungumáli sem við lærðum flutti þakkarræðu til skólans og ég flutti þarna mína fyrstu ræðu á frönsku.“ Ekki tvítyngdur og úr leik Að loknu stúdentsprófi hvatti Melitta hann til þess að fara til Frakklands og vinna á frönskum bóndabæ. Hann tók hana á orðinu og með aðstoð franska sendi- herrans varð þetta að veruleika. Þegar hann kom aftur heim blundaði í honum að læra meira í frönsku en læknisfræðin varð ofan á. En enn blundaði áhugi á frönsku og að loknu námi í almennum skurðlækningum í Bandaríkjunum leitaði hann fyrir sér um framhalds- nám í lýtalækningum við sjúkrahús í Montreal í Kan- ada. „En skilyrði til inntöku var að vera tvítyngdur, og þó ég hefði skilning á rituðu máli að einhverju marki gat ég ekki talist tvítyngdur og þar með var ég úr leik,“ rifjar hann upp. Eftir að hann hætti að starfa tók hann af og til kúrsa hjá Alliance Française. „Þar var Ásta Ingibjarts- dóttir kennari en hún var einnig kennari við HÍ og hún hvatti mig til þess að hefja háskólanám í tungu- málinu.“ Hann rifjar upp að eitt ritgerðarverkefnið í náminu við Háskóla Íslands hafi verið „Hvers vegna í ósköp- unum datt þér í hug að læra frönsku?“ „Í stuttu máli hef ég svarað því hér að framan,“ segir hann. „Faðir franskra skurðlækninga“ Lokaritgerð Sigurðar fjallar um ævi og störf Am- broise Paré, sem kallaður hefur verið „faðir franskra Gaman að vera innan um ungt fólk  Sigurður Egill Þorvaldsson, nær 83 ára, brautskráist frá HÍ Morgunblaðið/Hari Lýtalæknir Sigurður Egill Þorvaldsson með ritgerðina, sem fjallar um Ambroise Paré, en styttan er af honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.