Morgunblaðið - 02.07.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
✝ Eva HarneRagnarsdóttir
fæddist 14. júlí
1922 í Reykjavík.
Hún lést 12. júní
2019. Foreldrar
hennar voru Ragn-
ar Ásgeirsson, þá
forstöðumaður
Gróðrarstöðv-
arinnar við Lauf-
ásveg, en síðar
kennari á Laugar-
vatni og garðyrkjuráðunautur
Búnaðarfélags Íslands, og Olga
Margrethe Harne, jafnan nefnd
Grethe, frá Árósum í Dan-
mörku. Systkini Evu voru Úlfur
læknir, f. 1923, Sigrún kennari,
f. 1924, og Haukur skógfræð-
ingur, f. 1929. Eva giftist 21.
júlí 1946 Önundi Ásgeirssyni, f.
1920, viðskipta- og lögfræðingi.
Hann var fulltrúi forstjóra Ol-
íuverslunar Íslands hf. frá
1947, framkvæmdastjóri frá
snyrtifræðing, f. 1977, og Ólaf
Björn mannfræðing, f. 1990. 3)
Ragnar, viðskiptafræðingur og
fv. bankastjóri, f. 1952, kona
hans er Áslaug Þorgeirsdóttir
hússtjórnarkennari. Synir
þeirra eru Þorgeir, sagnfræð-
ingur, f. 1978, kona hans er
Hrefna Sigurjónsdóttir fram-
kvæmdastjóri, og Önundur
Páll, stjórnmála- og hagfræð-
ingur, f. 1982, unnusta hans er
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
söngkona. 4) Páll Torfi, yfir-
læknir og prófessor, f. 1955,
kona hans er Kristín Hanna
Hannesdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Börn þeirra eru Karen,
líffræðingur og umhverfis- og
auðlindafræðingur, f. 1981,
maður hennar er Finnbogi Ósk-
arsson jarðefnafræðingur, og
Ragnar, læknir, f. 1983, kona
hans er Hrafnhildur Bragadótt-
ir lögfræðingur. Barnabarna-
börn Evu og Önundar eru fjög-
ur.
Útför hennar fer fram frá
Áskirkju í dag, 2. júlí 2019, og
hefst athöfnin klukkan 15.
1960 og forstjóri
frá 1966 til 1981.
Eva lauk stúd-
entsprófi frá MA
1943 og var blaða-
maður og kennari í
Reykjavík til 1948,
en helgaði sig hús-
móðurstörfum eftir
það. Eva og Ön-
undur bjuggu
lengst af á Kleifar-
vegi 12 í Reykja-
vík. Þau eignuðust fjögur börn:
1) Greta, kennari og flugfreyja,
f. 1948, maður hennar er Páll
Halldórsson flugstjóri. Páll á
þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
2) Ásgeir, rekstrarfræðingur, f.
1950, kona hans er Riszikiyah
Hasansdóttir. Börn þeirra eru
Daniessa og Daniella, f. 2002,
og Haukur Ragnar, f. 2010. Ás-
geir á tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi með Ragnhildi Ólafs-
dóttur, Evu, ferða- og
Tengdamóðir mín hefur kvatt
jarðlífið eftir langa og farsæla ævi.
Samferðamennirnir farnir og hún
saknaði þeirra. Skildi ekki hví hún
lifði svo lengi og var hvíldinni feg-
in. Hún var glæsileg kona, hávax-
in með þykkt og mikið hár. Alltaf
fallega klædd. Við minnumst
hennar með þakklæti, fögnum líf-
inu og minningunum.
Hún hefði getað farið í hvaða
langskólanám sem var, en er hún
lauk stúdentsprófi frá MA hafði
hún þegar kynnst mannsefni sínu,
honum Önundi. Í Menntaskólan-
um á Akureyri var sagt að Önund-
ur „hefði bitið í eplið“. Hún ljóm-
aði er hún minntist mennta-
skólaáranna og Lystigarðsins en
„þar vorum við Önundur að
sverma“ sagði hún mér. Í þá daga
þótti sjálfsagt að konan hætti
námi og starfi við hjúskap en mað-
urinn lyki sínu og sú varð raunin.
Þau giftu sig og eignuðust 4 börn á
sjö árum. Hans starf hjá Olíu-
verslun Íslands var hlaðið annríki
á löngum vinnudegi en hún gerð-
ist húsmóðir „par excellence“.
Heimili hennar var stórt listasafn.
Hún hafði alist upp á miklu menn-
ingarheimili þar sem Kjarval,
Kaldalóns, Gunnlaugur Scheving,
Guðmundur Einarsson o.fl. voru
tíðir gestir. Nú sit ég í Króknum í
Laugardal og hugsa til hennar, en
hún átti ánægjuleg uppvaxtarár á
Laugarvatni. Pabbi hennar,
Ragnar Ásgeirsson, hafði grafið
upp og endurhlaðið Vígðu laugina
sem er við vatnið og þar busluðu
börnin saman í heitum potti sem
kynslóðirnar höfðu vanrækt.
Við fluttum frá Bandaríkjunum
inn á Kleifarveginn í ættaróðalið
sem þau byggðu, en þá fluttu þau í
íbúðina í kjallaranum og við á efri
tvær hæðirnar. Sambúðin varði í
sautján ár. Það var heldur betur
skjól fyrir börnin mín að hafa afa
og ömmu í kjallaranum þegar ég
var í vinnu. Afi skutlaði í tónlistar-
skólann og amma eldaði kvöld-
matinn þegar ég var á kvöldvakt-
inni. Alltaf gátu börnin farið niður
og var það gert næstum því á
hverju kvöldi og tekið í spil. Það
var alveg sama hvernig stóð á,
alltaf voru þau velkomin.
Eva var listakona í höndunum.
Handsaumaði crazy quilt-teppi úr
gömlum ballkjólum og silkislifsum
af Önundi. Teppin eru hrein lista-
verk sem og púðarnir hennar
enda hannaði hún mynstrin og
valdi litina sjálf. Líkjast þau verk-
um Picasso eða abstraktmálverk-
um Kjarvals. Hún saumaði nánast
alveg fram í andlátið. Þessar
hannyrðir prýða nú heimili afkom-
enda hennar.
Eva veiktist 45 ára af krabba-
meini. Á þeim tíma var ekki um
það talað. Hún hefur ekki búist við
að lifa lengi. Þetta hefur haft
miklu meiri áhrif á hana en fólk
gerði sér grein fyrir því hún talaði
ekki um veikindin. Sagðist hafa
harkað af sér á daginn en grátið
um nætur. Þegar ég veiktist af
sama sjúkdómi þá opnaði hún sig
fyrir mér og sýndi mér örin sín, en
í þá daga voru aðgerðirnar mjög
róttækar og fóru illa með konurn-
ar. Allir vöðvar í kringum brjóstin
og í holhöndinni teknir þannig að
styrkur handleggja varð lítill á
eftir. Hún sagði mér að hún hefði
haft tvær konur í huga, sem gætu
tekið við heimilinu og Önundi!
Hún vildi tryggja velferð fjöl-
skyldu sinnar.
Ég kveð tengdamóður mína
með þakklæti fyrir vináttu hennar
í áratugi. Blessuð sé minning
hennar.
Kristín Hanna Hannesdóttir.
Tengdamóðir mín Eva Ragn-
arsdóttir er látin, nær 97 ára að
aldri. Hún óttaðist að verða 100
ára, sagði hún stundum. Kynni
mín og fjölskyldunnar hófust
löngu áður en við Ragnar rugluð-
um saman reytum okkar. Faðir
Evu kom oft á Grund vegna starfa
sinna fyrir Búnaðarfélag Íslands.
Þá voru borgarbörn send í sveit á
sumrin. Hann kom því svo fyrir að
börn Evu og Önundar kæmu sem
sumarbörn að Grund, þannig
mynduðust sterk tengsl milli
Grundarheimilisins og fjölskyld-
unnar að Kleifarvegi 12, sem voru
svo tryggilega hnýtt þegar við
Ragnar gengum í hjónaband. Við
bjuggum í kjallaranum á Kleifar-
vegi fyrstu fimm árin og svo aftur
í tæpt ár áður en við fluttum í
Garðabæ. Í svona nábýli þurfa all-
ir að gefa eitthvað eftir og það get-
ur stundum reynt á. Stundum var
tekist á um skoðanir og málefni,
en þegar upp er staðið er ekki
hægt að segja annað en allt hafi
farið vel.
Tengdamóðir mín var sterk
persóna sem hafði skoðanir á bæði
stóru og smáu. Hún fylgdist þrátt
fyrir háan aldur með fréttum og
pólitík, las blöðin og klippti út
mikilvægar greinar. Aðeins fyrir
ári undraðist hún að enginn skyldi
koma Donald Trump fyrir kattar-
nef. Eva ólst upp á heimili þar sem
mættust dönsk og íslensk menn-
ing. Faðir hennar nam garðyrkju-
fræði í Danmörku og flutti svo
heim með sinni dönsku konu.
Hann hélt mikið upp á þjóðsögur,
ævintýri og Íslendingasögurnar.
Eva og Úlfur bróðir hennar
voru send saman í Menntaskólann
á Akureyri og voru á „vistinni“.
Hún dúxaði á stúdentsprófinu
1943 og eflaust hefði hún vilja
læra meira, en það var ekki í boði.
Það var ekki hægt að setja aðra en
synina til náms. Dæturnar áttu að
gifta sig og sjá um börn og bú.
Hún undi því. Eftir stúdentsprófið
og þar til fyrsta barnið fæddist
vann hún fyrst um tíma sem
blaðamaður á Vikunni, samdi m.a.
vikulega stjörnuspá! Hún hafði
gaman af því að segja frá því að
hún tók viðtal við Marlene Diet-
rich þegar sú fræga og leggja-
prúða leikkona kom 1944 til að
skemmta hermönnum. Eftir við-
talið skrifaði hernámsandstæðing-
ur að „unga blaðakonan hefði ver-
ið snöggtum glæsilegri en
leikkonan“. Evu var skemmt. Hún
kenndi líka dönsku við Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur. Þegar
frumburðurinn kom í heiminn var
vinnu hennar utan heimilis lokið
og við tók umsjá bús og barna, en
þau urðu fjögur á sjö árum.
Í hennar hjónabandi var verka-
skiptingin skýr. Önundur dró
björg í bú, hún sá um börnin,
heimilið og ræktaði frændgarðinn.
Hún hélt góðu sambandi við móð-
urfjölskyldu sína í Danmörku og
föðurbræður og afkomendur
þeirra í Boston og bróðurbörnin í
Noregi. Heimili hennar stóð þeim
alltaf opið, þar var ekki í kot vísað
og heimilið einstaklega glæsilegt
og bar vitni myndarskapar og
smekkvísi húsráðenda.
Eva var glæsileg kona sem átti
gott líf. Ég lærði margt af tengda-
móður minni, við höfum átt langa
samleið sem ég þakka fyrir. Það
var alltaf tilhlökkun hjá sonum
okkar Þorgeiri og Önundi að
heimsækja afa og ömmu. Fá kök-
ur og saft og afi alltaf tilbúinn að
leika. Nú hefur tengdamóðir mín
lokið sinni lífsgöngu. Blessuð sé
minning hennar.
Áslaug Þorgeirsdóttir.
Þótt margir telji sér trú um að
þeir stýri lífi sínu eru það ósjaldan
tilviljanir og óviðráðanlegir at-
burðir sem ráða því sem mestu
máli skiptir. Að sögn afa kynntust
hann og amma fyrir slysni, í orðs-
ins fyllstu merkingu, þegar hon-
um varð á að missa bakka með
drykkjum yfir hana á skóla-
skemmtun í MA. Þetta var sann-
kallað lán í óláni. Þau áttu eftir að
eiga innihaldsríka ævi saman
fram yfir nírætt og urðu, þrátt
fyrir að vera sterkar persónur
hvort um sig, órjúfanleg í hugum
annarra.
Nú þegar amma er líka fallin
frá rifjast þetta upp fyrir mér,
ásamt öðrum tilviljanakenndum
atburðum sem féllu mér í hag. Ég
var heppinn að fá að alast upp frá
sjö ára aldri í húsinu sem amma
og afi byggðu á Kleifarvegi 12, þar
sem þau bjuggu áfram sjálf. Ég
leit upp til þeirra beggja alla tíð og
varði miklum tíma með þeim. Ár-
um saman fór ég gjarnan í heim-
sókn til þeirra eftir kvöldmat þar
sem við spiluðum við borðstofu-
borðið. Þetta fyrirkomulag gat
komið sér sérstaklega vel ef mér
hafði ekki líkað kvöldmaturinn á
efri hæðinni, því amma bauð alltaf
upp á sérvaldar veitingar handa
mér við þessi tilefni. Mér finnst
merkilegt að hugsa til þess í dag
að þau hafi aldrei verið óupplögð
og sagst heldur vilja gera annað.
Þolinmæði þeirra hefur ekki erfst
til mín, en ég vona að mér hafi tek-
ist að tileinka mér önnur skap-
gerðareinkenni þeirra að ein-
hverju leyti í uppvextinum.
Það var alltaf gaman að tala við
ömmu, sem hafði fágaðan og glett-
inn húmor ásamt einstöku minni.
Hún var listfeng og sjálf afburða-
hannyrðakona. Hún mátti þola
margt í gegnum árin þegar ég
æfði mig á píanóið á Kleifarveg-
inum en lýsti samt aldrei öðru en
ánægju með aðstæðurnar, sér-
staklega ef ég spilaði Chopin. Í
fljótu bragði minnist ég þess
reyndar ekki að hún hafi hælt mér
sérstaklega fyrir að æfa verk eftir
Bartók eða Prokofiev, en hún
baðst þó aldrei griða heldur.
Amma var af kynslóð Íslend-
inga, sem er nú að mestu horfin.
Hún var vönd að virðingu sinni,
kom vel fram við alla og var laus
við sýndarmennsku. Tilfinninga-
semi hélt hún í lágmarki, en sýndi
þess í stað hug sinn í verki. Á tím-
um hóflausra yfirlýsinga og merk-
ingarlítils orðagjálfurs á sam-
félagsmiðlum mættu fleiri taka
sér þetta til fyrirmyndar. Það
hefði ekki hentað ömmu að verða
internetstjarna; hún tók reyndar
þá meðvituðu ákvörðun að láta
ekki nútímann ýta sér út í sam-
skipti í gegnum tölvur. Henni
þótti „kúnstugt“ að fólk væri jafn-
vel að stofna til nýrra ástarsam-
banda með því að „bloggast á“.
Lái henni hver sem vill.
Síðastliðin sjö ár hef ég búið í
Bandaríkjunum. Á þeim tíma hef
ég velt fyrir mér í hvert sinn sem
ég hef kvatt ömmu hvort það yrði í
síðasta sinn sem við hittumst. Það
hlaut að koma að því. Ég gleðst yf-
ir því að hafa fengið tækifæri til að
kynnast ömmu svo vel og lengi.
Hún hafði sterk áhrif á mig og ég
vona að þegar best lætur takist
mér að líkjast henni dálítið. Mér
fannst liggja í augum uppi að dótt-
ir okkar Hrafnhildar fengi nafn
höfuðið á henni. Ég mun alltaf
minnast hennar með miklu þakk-
læti.
Ragnar Pálsson.
Eva amma okkar er fallin frá en
eftir lifa margar góðar minningar.
Litlir drengir biðu heimsókna til
ömmu og afa á Kleifarvegi ávallt
með eftirvæntingu. Heimili þeirra
og garðurinn stóri höfðu svo sér-
stakt yfirbragð, eins og heimur út
af fyrir sig. Þar var margt við að
vera og ekki sátu gömlu hjónin
auðum höndum. Þau undu sér vel
saman og sönn vinátta þeirra
smitaði út frá sér, svo þar var gott
að vera.
Fastir liðir voru í heimsóknun-
um. Á sumrin var það til að mynda
rabarbarasaft sem amma lagaði.
Um áramót var spilað púkk og
raunar var aldrei langt í spila-
stokkinn þegar dvalið var hjá
þeim. Hallir voru byggðar úr
kubbum, eða teiknaðar á blöð.
Amma sagði okkur sögur af kyn-
slóðunum sem á undan fóru, lista-
mönnum sem faðir hennar þekkti,
konungi Danmerkur sem kom í
heimsókn á Laugarvatn og ýmsu
fleiru. Bræður hennar heitnir þeir
Haukur og Úlfur voru þar tíðir
gestir og alltaf fagnaðarfundir
milli þeirra systkina. Amma undi
sér vel í garðskálanum og var
óþreytandi við hannyrðir eins og
þeir vita sem hana þekktu.
Saumaskapinn lagði hún stund á
svo til fram á síðasta dag og eftir
hana liggur ógrynni verka. Heim-
ili okkar bræðra prýða til að
mynda púðar sem amma hannaði
og saumaði. Það eru góðir minn-
isvarðar um hana.
Í seinni tíð einkenndust heim-
sóknir til ömmu oftar en ekki af
rólegu kaffispjalli á meðan hún
saumaði. Umræðuefnin voru ólík
eftir því hversu margir voru í
heimsókn, en bestu stundirnar
voru stundum þær þegar gest-
komandi var einn á ferð. Þá var
stundum rætt um hin hinstu rök
tilverunnar og stundum lagt út frá
fréttum af nýjustu uppgötvunum í
stjarnvísindum, það tengt við
trúarbrögðin og rætt hvort ekki
mætti samræma þetta tvennt.
Eva amma var á 97. aldursári
þegar hún andaðist. Hún saknaði
Önundar afa síðustu árin og ræddi
það oft að hún væri tilbúin í ferða-
lagið langa. Gott er til þessa að
hugsa hve lengi hún hélt heilsunni
og hve fljótt og friðsællega hún
kvaddi þennan heim, með börnin
sín hjá sér. Við erum þakklátir
fyrir þann tíma sem við áttum
með henni og fyrir allt það sem
hún kenndi okkur. Minningin lifir.
Þorgeir Ragnarsson,
Önundur Páll Ragnarsson.
Eva Ragnarsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Guðrún HelgaFinnboga-
dóttir fæddist í
Bolungarvík 25.
júní 1929. Hún lést
17. júní 2019.
Hún var dóttir
Finnboga Bernód-
ussonar, f. 26. júlí
1892, d. 9. nóv-
ember 1980, og
Sesselju Sturlu-
dóttur, f. 14. sept-
ember 1893, d. 21. janúar 1963.
Systkini Guðrúnar, þau sem
komust á fullorðinsár, eru: Sig-
ríður, f. 9.8. 1914, d. 4.4. 1997;
Ásdís, f. 18.12. 1915, d. 5.9.
2007; Valgerður, f. 10.11. 1918,
d. 11.5. 2005; Bernódus Örn, f.
21.2. 1922, d. 17.4. 1995; Þór-
Guðrún og Birgir eignuðust
þrjá syni: Sturla Ómar Birg-
isson, fæddur 23. mars 1952.
Hann er kvæntur Sigríði
Björgu Eiðsdóttur og börn
þeirra eru Eiður Ottó, Soffía,
Sesselja og Elfa Björk, barna-
börnin eru átta og barnabörn-
in eru tvö. Finnbogi Birgisson,
fæddur 23. apríl 1955. Hann
er kvæntur Þórunni Elínu
Halldórsdóttur og börn þeirra
eru, Guðrún Helga, Þórunn
Benný og Birgir Arnar, barna-
börnin eru 10. Guðmundur
Birgisson fæddur 19. nóv-
ember 1969. Hann er kvæntur
Brynju Rós Bjarnadóttur og
börn þeirra eru Lydía Líf og
Birgir.
Útförin hefur farið fram.
unn Benný, f. 27.5.
1923, d. 26.2. 1918;
Þórlaug, f. 22.2.
1925, d. 8.1. 2001;
Ingibjörg, f. 13.6.
1926; og Stella, f.
6.8. 1934, d. 18.12.
2014. Auk þessara
barna áttu Finn-
bogi og Sesselja
fjögur börn sem
dóu í bernsku.
Guðrún giftist
hinn 17. janúar 1951 Birgi Guð-
mundssyni, f. 26. ágúst 1925, d.
26. júní 1996. Foreldar hans
voru Guðmundur Arason, fædd-
ur 3. júlí 1888, dáinn í ágúst
1996, og Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, fædd 14. janúar 1887,
dáin 1. október 1953.
Elskuleg tengdamóðir mín
hún Guðrún, eða amma nagli eins
og hún var gjarnan kölluð á okk-
ar heimili, er fallin frá. Guðrún
var ótrúlegur karakter, hún var
engum lík. Ég held að hún hafi
fundið upp máltækið „betra er að
gefa en þiggja“ því þannig var
hún alla ævi. Hún var boðin og
búin til að allir aðrir í kringum sig
hefðu það gott. Hún vildi aldrei
láta hafa fyrir sér og ákvað hún
að sýna það núna í verki því hún
vissi að við ætluðum að halda upp
á 90 ára afmælið hennar þann 25.
júní nk. Hún hafði líka svartan
húmor, hún sagði við okkur
Gumma viku áður en hún lést:
„Farið bara í útilegu, ég lofa að
drepast ekki á meðan“ og svo hló
hún og hún reyndar stóð við það.
Svo kom að þeim tímapunkti að
hún gat ekki meir og lést á
þjóðhátíðardegi okkar Íslend-
inga, 17. júní, átta dögum fyrir ní-
ræðisafmælið sitt.
Mig langar að þakka Guðrúnu
fyrir góð kynni og væntumþykju í
minn garð. Við áttum alltaf mjög
góðar stundir saman og ég sakna
hennar mjög mikið. Hún á stórt
pláss í mínu hjarta.
Ég kveð hana tengdamömmu
með þessum lagatexta sem við
vorum báðar svo hrifnar af:
Draumalandið
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar angar blóma breiða.
Þar angar blóma breiða,
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
Því þar er allt sem ann ég.
Því þar er allt sem ann ég,
þar er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Brynja Rós Bjarnadóttir.
Guðrún Helga Finnbogadóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr.
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar