Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  190. tölublað  107. árgangur  70 ÁRA STARFS- AFMÆLI ÞJÓÐ- LEIKHÚSSINS ATVINNUBLAÐ MORGUNBLAÐSINS EINKAKOKKUR SHEERAN HÉLT MATARBOÐ FINNA VINNU 4 SÍÐUR POPPARINN LARSSON KOM 14VIÐAMIKIÐ LEIKÁR 62 ........ 20-60% rúm... 20-40% ara.... 20% klæði.. 20-70% FSLÁTTUR Wis 60% VER MEÐ ó ar.. H ilsu av nd tra AFSLÁTTUR Ð ÁÐUR 179.900 6 A TVEIR LITIR: GRÁR / VÍNRAUÐUR Lúxussnekkjan Scenic Eclipse sést hér við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn og státar áhöfn skipsins af því að geta veitt gestum sínum, sem eru um 230 talsins, upplifun sem erfitt sé að nálgast annars staðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd lagði dökkan og mikinn reyk frá vélum skipsins er það lá við bryggju, með tilheyrandi loftmengun, en mengun frá skipum í höfnum landsins hefur mjög verið til umræðu að undanförnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sótsvartan reyk lagði frá snekkjunni Arnþrúður Karlsdóttir, útvarps- stjóri Útvarps Sögu, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við ábendingum um óheilbrigt rekstrar- umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þá meðal annars varðandi undanþágu frá samkeppnislögum svo stórfyrir- tækin geti mælt saman hlustun. RÚV taki þátt í þessum könn- unum sem mæli ekki smærri fyrir- tækin, með alvarlegum afleiðingum. „Það er fyrir neðan allar hellur að RÚV hafi nýtt sér undanþágu frá samkeppnislögum síðastliðin 10 ár. Þetta eru miklar hindranir enda fáum við ekki auglýsingar hjá aug- lýsingastofunum þegar þær kynna auglýsingamöguleika fyrir stórfyrir- tækjum, þar sem Gallup mælir okk- ur ekki,“ segir Arnþrúður. Lengi bent á skekkjuna Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir- litið lengi hafa „bent á þá samkeppn- isskekkju sem leiðir af því að RÚV með sínar opinberu tekjur taki þátt í samkeppni á auglýsingamarkaði“. Samkeppniseftirlitið hafi m.a. fylgt þessum sjónarmiðum eftir þegar lög um RÚV hafi verið til um- fjöllunar. » 24, 26 Vill að brugðist sé við óheilbrigðri samkeppni  Útvarp Saga telur sér ýtt til hliðar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aflandsfélagið Lindsor Holding Corp., sem Kaupþing hf. lánaði 171 milljón evra (26,5 milljarða kr. á gengi þess tíma) til að kaupa skulda- bréf útgefin af bankanum 6. október 2008, er enn til rannsóknar hjá yf- irvöldum í Lúxemborg. Um er að ræða síðasta efnahagsbrotamálið tengt efnahagshruninu á Íslandi þar sem ákvörðunar um saksókn er enn að vænta. Starfsmenn og stjórnendur Kaup- þings voru grunaðir hérlendis um auðgunarbrot, umboðssvik og skjalafals. Morgunblaðið hefur undir höndum áður óséð gögn sem m.a. voru send út til rannsóknaraðila í Lúxemborg. Gögnin sýna hvernig reynt var að fela eignarhald Lindsor á stofnskjölum í gegnum félög sem eiga rætur að rekja til gamla Bún- aðarbankans. Að mati Fjármálaeft- irlitsins (FME) var félagið þó ávallt í eigu Kaupþings hf. Í bréfi FME til fjármálaeftirlitsins á Bresku Jóm- frúaeyjunum segir að Lindsor hafi verið félag sem var notað til að verð- launa valda skuldabréfahafa ásamt því að fjarlægja tap af efnahags- reikningi Kaupþings í Lúxemborg. Skuldabréfakaup Lindsor áttu sér stað sama dag og neyðarlán Seðla- banka Íslands til Kaupþings var veitt en bréfin urðu nær verðlaus einungis þremur dögum seinna, þeg- ar FME tók yfir bankann. Fjórir starfsmenn bankans eru grunaðir um skjalafals í Lúxemborg. Í réttarbeiðni sérstaks saksókn- ara til yfirvalda í Lúxemborg frá árinu 2010 kemur fram að gögn Lindsor-málsins sýna að engin skjöl virðast hafa verið til sem sýndu fram á samningssamband á milli Kaup- þings á Íslandi, Kaupþings Lux og Lindsor fyrr en í desember árið 2008, en þau voru dagsett þannig að þau litu út fyrir að hafa verið undir- rituð í september. Aflandsfélag Kaupþings enn til rannsóknar  Hugsanlegt skjalafals starfsmanna Kaupþings til skoðunar í Lúxemborg M„Ruslakista“ … »18, 20, 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.