Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 6
BAKSVIÐ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Réttarstaða þeirra kaupenda íbúða
við Árskóga 1-3 sem fallist hafa á skil-
málabreytingar vegna kaupanna um
verðhækkun er ólík stöðu annarra
kaupenda, t.d. þeirra sem beiddust
innsetningar fyrir héraðsdómi í fyrra-
dag. Fordæmisgildi niðurstöðu í inn-
setningarmálunum hefur aðeins þýð-
ingu fyrir þá sem eru í sömu stöðu og
aðilar þeirra mála, en ógildingareglur
samningaréttar gætu komið til álita
hjá þeim sem féllust á skilmálabreyt-
ingar, að sögn löglærðra viðmælenda
blaðsins.
Varnir FEB við fyrirtöku fólust
annars vegar í því að ómöguleiki sé
fyrir hendi hvað varðar afhendingu
íbúðanna í ljósi þess að gagnvart
verktaka séu enn útistandandi 250
milljónir króna vegna bygginganna.
Hins vegar hélt Daði Bjarnason, lög-
maður FEB, því fram að horfa þyrfti
til hagsmunamats milli kaupanda
annars vegar og seljanda hins vegar.
Þannig þyrfti að horfa til þess að villa
hefði komið upp í kaupsamningi sem
uppgötvast hefði eftir að skrifað hefði
verið undir. „Við því verður að bregð-
ast og þá þarf að horfa til hagsmuna
heildarinnar en ekki bara þeirra sem
ganga fyrstir fyrir hornið, þó að allir
hafi ákveðna samúð með þeim mál-
stað,“ sagði hann.
Lögmenn kaupendanna höfnuðu
þessum sjónarmiðum og sögðu varnir
félagsins litlar sem engar. Meðal ann-
ars var því haldið fram að enginn
ómöguleiki væri til staðar í ljósi þess
að verktakinn sem um ræðir sé ekki
aðili málsins.
Fordæmisgildi fyrir suma
Spurður um áhrif málanna tveggja
fyrir aðra íbúðarkaupendur segir
Víðir Smári Petersen, aðjúnkt í kröfu-
rétti við lagadeild Háskóla Íslands, al-
mennu regluna þá, að dómur bindi
einungis aðila máls. „Þessi tvö mál
sem rekin eru núna binda þá ein-
göngu Félag eldri borgara gagnvart
þessum tveimur kaupendum. Auðvit-
að hefur dómur í því máli fordæm-
isgildi fyrir aðra sem eru í sömu
stöðu,“ segir Víðir Smári, en þeir sem
skrifuðu undir skilmálabreytinguna
eru ekki í sömu stöðu og þeir sem
höfnuðu henni, að hans sögn. „Það
fyrsta sem manni dettur í hug er að
viðkomandi kaupendur, ef þeir vilja
hnekkja breytingunni, byggi á því að
það hafi verið ósanngjarnt af hálfu fé-
lagsins að bera þetta fyrir sig í ljósi
aðstæðna,“ segir hann, en þar geta
ógildingarreglur samningaréttar
komið til kastanna.
„Þá getur t.d. það sjónarmið haft
þýðingu hvort viðkomandi aðilar hafi
notið lögmannsaðstoðar eða ekki. Ef
þeir nutu hennar ekki, þá gæti komið
til greina að líta svo á að ekki sé jafn-
ræði milli einstaklings í íbúðakaupum
og síðan félagsins. Það getur haft
áhrif við mat á því hvort samningur sé
ósanngjarn eða ekki. Ef þeir nutu á
hinn bóginn lögmannsaðstoðar, þá
gæti verið að litið verði svo á að þeir
hafi gengist undir þessar skuldbind-
ingar með opin augu og séu þá bundn-
ir við þær,“ segir Víðir Smári.
Háð heildarmati dómstóla
„Aðalatriðið sem dómstólar myndu
líta til er að það er engin skylda fyrir
þetta fólk að gangast undir þessa
skuldbindingu. Það er með gildandi
kaupsamninga um tiltekið kaupverð.
Það væru þá einhverjar aðrar ástæð-
ur, t.d. að viðkomandi hafi verið búinn
að selja fasteign sína og hafi þurft að
komast inn í þessa fasteign sem hafa
þá ráðið för. Þá gæti verið horft til
þess að þeir sem skrifuðu undir
skuldbindinguna virðast hafa fengið
ákveðna skilmála eða kvaðir felldar
burt á móti. Það er að endingu dóm-
stólanna að meta hvort það sé mál-
efnalegt af hálfu félagsins að halda til
streitu þessum samningsskilmálum
gagnvart viðsemjanda sínum,“ segir
Víðir Smári og nefnir að hér er um að
ræða heildarmat sem fer eftir að-
stæðum hvers og eins kaupanda.
Víðir Smári segir óvenjulegt að
seljandi fasteignar haldi því fram að
hann hafi ekki lyklavöld og því sé
ómöguleiki fyrir hendi að fylgja eftir
skyldu samkvæmt kaupsamningi.
„Samkvæmt þessum samningi hvílir
skyldan til afhendingar fasteignar-
innar á félaginu,“ segir Víðir Smári.
Réttarstaða kaupenda er misjöfn
Breytilegt eftir því hvort skilmálum var tekið Ógildingarreglur samningaréttar gætu komið til álita
Gæti skipt máli hvort kaupendur nutu lögmannsaðstoðar Samband FEB og verktaka skipti engu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árskógar Staða kaupenda íbúða í Árskógum er misjöfn, m.a. eftir því hvort þeir sættu sig við verðhækkun eða ekki.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 10
Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir
sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur þar sem
við dveljum í fjallabænum Seefeld þaðan sem farið
verður í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. í Swarovski
kristalverksmiðjuna og til vínbónda í Isarco dalnum. Einnig
verður komið til Garmisch-Partenkirchen og farið með kláfi
upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze.
24. - 29. september
Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Tindrandi Tíról
Vel hefur gengið að vinna á boð-
unarlista þeirra sem bíða afplán-
unar, að sögn Páls E. Winkel, for-
stjóra Fangelsismálastofnunar.
„Þegar verst lét voru um 620 manns
á boðunarlistanum en þeir eru rétt
tæplega 500 nú. Ég geri ráð fyrir að
það fækki áfram á listanum og að
fyrndar refsingar nánast hverfi.
Stóru tíðindin í þessu eru að fyrnd-
um refsingum hefur fækkað mikið.
Það sem af er þessu ári hafa fyrnst
sjö dómar en í fyrra fyrntust alls 35
dómar,“ sagði Páll.
Forgangsraðað er inn í fangelsin
þannig að oftast fyrnast refsingar
vegna þess sem kalla má minni hátt-
ar brot. „Við tökum í fangelsin alla
sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot.
Einnig eru í forgangi þeir sem halda
áfram brotum eftir að dómur er
kveðinn upp,“ sagði Páll. Hann
sagði að samsetning hópsins á boð-
unarlistanum annars vegar og
þeirra sem afplána í fangelsunum
hins vegar væri eins og svart og
hvítt. Langflestir sem nú eru á boð-
unarlista voru dæmdir vegna um-
ferðarlagabrota og annarra smærri
brota. Í fangelsunum eru þeir sem
brutu gegn almennum hegning-
arlögum og voru dæmdir fyrir al-
varlegar sakir. Aldrei hafa fleiri af-
plánað með samfélagsþjónustu en
nú. Í gær voru 210 manns í sam-
félagsþjónustu og 158 að afplána í
fangelsunum. Páll sagði að löggjaf-
inn hafi rýmkað reglur um sam-
félagsþjónustu. Stærri hópur en áð-
ur geti því afplánað á þennan hátt.
Uppfylla þarf lögbundin hæfisskil-
yrði til að gegna samfélagsþjónustu.
„Samfélagsþjónusta er ólaunuð
vinna í þágu samfélagsins. Í stað
þess að þessir einstaklingar kosti
ríkissjóð fjármagn þá leggja þeir til
vinnu hjá ýmsum samtökum,
kirkjum og íþróttafélögum og láta
þannig gott af sér leiða,“ sagði Páll.
„Þetta er allt í rétta átt og ég er
nokkuð bjartsýnn á næstu misseri.“
Fangelsismálastofnun hefur þurft
að taka mið af fjárveitingum til
reksturs fangelsanna. Reynt er að
vera með eins marga fanga í af-
plánun og fjármagn leyfir. Nýting
fangelsanna hafi verið góð að und-
anförnu, að sögn Páls.
Notkun ökklabanda hefur verið
nokkuð stöðug. Lögbundin skilyrði
eru fyrir afplánun undir rafrænu
eftirliti. Lengri afplánun heima er
nýtt fullnustuúrræði sem hefur
gengið vel. Páll sagði þessa tegund
afplánunar mikilvægan þátt í að
hjálpa mönnum að taka aftur þátt í
samfélaginu. Þeir geta farið að
stunda vinnu eða nám en verða að
vera heima á tilteknum tímum og fá
ákveðið aðhald síðustu mánuðina
áður en þeir geta um frjálst höfuð
strokið. gudni@mbl.is
Boðunarlistinn styttist
Fleiri afplána í
samfélagsþjónustu
en í fangelsunum
180
157
138
152
143
158
105
156
171
145
168
210
Staða afplánunar 14. ágúst 2014-2019
Fjöldi í afplánun Fjöldi í samfélagsþjónustu
200
150
100
50
0
Erl. ríkisborgarar Erl. ríkisborgarar
2014 2015 2016 2017 2018 20192014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild:
FMS
Sigurður Helgi Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Húseigenda-
félagsins, segir að kaupendur
geti verið í mismunandi stöðu
eftir því hvernig „efndaferillinn“
er. Þeir sem hafi efnt kaupsamn-
inginn að fullu og greitt eigi að
fá umráð umræddrar eignar.
Hann segir þann rétt skotheldan
og að staða félagsins gagnvart
verktaka skipti engu.
„Það skiptir engu máli þótt fé-
lagið eigi eftir að greiða ein-
hverja peninga. Það er grundvall-
arregla í samninga- og kröfurétti
að blankheit geti aldrei verið
ómöguleiki. Þó þú þurfir að gera
ráðstafanir til að þú getir efnt af
þinni hálfu, þá varðar viðsemj-
andann ekkert um það hvort þú
ert blankur og hvernig stendur á
hjá þér,“ segir Sigurður Helgi.
Spurður um gildi niðurstöðu í
aðfararmálunum tveimur segir
hann að slíkur úrskurður geti
verið stefnumarkandi fyrir aðra
sem séu í nákvæmlega sömu
stöðu. „En ef efndaferillinn er
t.d. mismunandi getur staða
þeirra verið mismunandi. Allir
sem hafa efnt af sinni hálfu eiga
rétt á umráðum. Menn geta fallið
frá kröfum eins og félagið virðist
vera að gera, en í upphafi þegar
menn gerðu þetta í einhverri pa-
nik, þá jaðraði þetta við misneyt-
ingu eða nauðung. Sá sem van-
efnir og getur ekki efnt stillir
viðsemjendum sínum upp við
vegg, gefur þeim þrjá kosti og
alla vonda. Það mætti vel líta á
hvort þarna hafi verið brot gegn
ógildingarákvæðum samninga-
laga um misneytingu, nauðung,
brostnar forsendur o.s.frv.“ seg-
ir Sigurður Helgi.
Blankheit
skipti engu
HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ