Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 11

Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er heilmikil framkvæmd. Markmiðið er að hefjast handa næsta sumar,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveins- son, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Áform Lands- virkjunar um byggingu göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá við Búr- fellshólma eru á áætlun. Fulltrúar Landsvirkjunar fóru yfir stöðu málsins með sveitar- stjórnarmönnum í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi á dögunum. Umrædd brú mun tengja saman kerfi reið- vega og göngustíga beggja vegna Þjórsár, í sveitarfélögunum Rangár- þingi ytra og Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er bygging brúar- innar liður í mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda við Búrfellsstöð 2 sem gangsett var sumarið 2018. Leiðin í Búrfellsskóg að vestanverðu lá yfir frárennslisskurð sem ekki var vatn í fyrr en stöðin var tekin í notkun. Að sögn Óla Grétars er þegar far- ið að leggja drög að byggingu brúar- innar með malbikun vegar niður að Þjófafossi og malbikun plans þar. Fram undan sé vinna við að koma brúnni inn á skipulag hjá sveitar- félögunum, sækja um öll nauðsynleg leyfi og fleira slíkt. Verkið verði boð- ið út þegar öll leyfi verði komin í hús á nýju ári. Nokkrar hugmyndir hafa verið á lofti um hvers konar brú verði reist. Til að mynda um 65 metra löng brú með steinsteyptri plötu, 56 metra stálbitabrú í tveimur höfum, net- bogabrú og hengibrú. Að endingu var ákveðið að brúin sem reist verð- ur skyldi vera 75 metra löng stál- bitabrú með steyptu gólfi, í þremur höfum. Brúin verður 2,5 metrar að breidd. Hún þolir um það bil 1.600 rúmmetra á sekúndu rennsli í ánni. „Þessi brú er talin falla best að landslaginu og henta aðstæðum best,“ segir Óli. Hann segir jafn- framt að áætlaður heildarkostnaður sé svipaður og að hefur verið stefnt fyrir brúna og vegi að og frá henni, þó að útfærsla hafi tekið breyting- um. Reiknað er með að framkvæmd- in geti kostað 3-400 milljónir króna og hafist verði handa sumarið 2020. Ætla að reisa 75 metra stálbitabrú yfir Þjórsá  Landsvirkjun reiknar með að hefjast handa næsta sumar Ný brú Svona lítur svæðið út samkvæmt uppdrætti Landsvirkjunar. Óli Grétar Blöndal Sveinsson Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar vörur Haust 2019 – frá Str. 38-58 Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum við gigtar- og liðverkjum. Bætir hreyfigetu og dregur úr stirðleika. Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Viðurkennt af Lyfjastofnun Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 FRÁ LAXDAL SKIPHOLTI RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM VANDAÐAR DÚNÚLPUR OG ULLARKÁPUR Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI 30-50% AFSLÁTTUR Í NOKKRA DAGA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ, LAXDAL SKIPHOLTI. Nýjar peysur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 6.900 Str. S-XXL Litir: Olivugrænt, rautt, svart KÍNAKLÚBBUR UNNAR Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is Kínaklúbbur Unnar, hefur allt frá því að hann var stofnaður 1992, staðið fyrir ferðum til Kína, svokölluðum pakkaferðum. Hafa þá skipulagðar ferðir verið auglýstar, en nú er breyting á því. Slíkar ferðir eru ekki lengur á boðstólum, en í staðinn gefur Unnur hverjum sem er, allar þær upplýsingar, sem áhugasamir verðandi ferðalangar til Kína, óska eftir. Nú geta ferðalangarnir ákveðið sjálfir, hvenær ársins þeir vilja fara og hversu marga daga þeir vilja vera í Kína og hvað þeir vilja sjá og gera. Kínasafn Unnar Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00- 16.00. Íbúð Unnar, á Njálsgötu 33, má einnig skoða, en hún er í kínverskum stíl. Aðgangseyrir kr. 1.000. Einnig er hægt að panta sérsýningar. Kínastund Einstaklingar og hópar geta pantað „Kínastund“ í íbúðinni og er þá skoðun safnsins innifalin, ef svo óskast. Hægt er að fá léttar veitingar, eða heila máltíð. Unnur segir frá kínverskum siðum og stendur fyrir smá skemmtiatriðum. Mat á umhverfisáhrifum, frum- matsskýrsla vegna Einbúavirkj- unar í Skjálfandafljóti í Þingeyj- arsveit, verður til kynningar á vef Skipulagsstofunar 21. ágúst til 2. september sem er lokadagur til að skila skriflegum athugasemdum. Skipulagsstofnun leitaði m.a. um- sagnar Ferðamálastofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Minjastofnunar, Nátt- úrufræðistofnunar og Náttúru- verndarnefndar Þingeyinga. Frummatsskýrsla Einbúavirkjunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.