Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Nú þegar styttist í veturinn og skólar hefjast fara margir að huga að þvi að koma reglu á heimilislífið eftir sumarleyfi og ferðalög. Það hendir flesta að slaka á svefntím- anum yfir bjartasta árstímann á Ís- landi. Mörgum finnst tímanum illa varið í svefn og vilja nota sem stærstan hluta sólarhringsins til að njóta lífsins. Á góðæristímum eins og nú fara í hönd hefur fólk líka tilhneigingu til að sofa minna en á samdráttar- tímum. Til að mynda svaf tæplega einn af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum að jafnaði sex klukku- stundir eða minna á nóttu á síðast- liðnum árum, skv. upplýsingum frá Embætti landlæknis Nægur svefn er vernd gegn þunglyndi Það kemur sífellt betur í ljós hversu mikilvægt er að tryggja sér nægilega langan og góðan nætur- svefn. Það kemur ekki aðeins fram í betri einbeitingu að deginum held- ur betra heilsufari til lengri tíma. Sofi fullorðinn einstaklingur að jafnaði 7-8 klst nætursvefni eru minni líkur á að hann fái hjarta- sjúkdóma, sykursýki, háþrýsting, krabbamein eða alzheimer-sjúkdóm síðar á lífsleiðinni. Hann hefur sterkara ónæmiskerfi og nægur svefn verndar einstaklinginn líka fyrir þunglyndi. Dagsyfja vegna ónógs svefns veldur ekki einungis einbeitingarskorti heldur getur hún valdið því að fólk borðar meira og þyngist. í þessu samhengi má líka benda á að ein algengasta orsök umferðarslysa er að ökumenn sofna undir stýri. Fyrir börn og unglinga er enn mikilvægara að þau fái nægan svefn þar sem líkaminn framleiðir vaxtarhormón að mestu á meðan þau sofa. Þessi hormón stýra vexti þeirra og þroska. Börn þurfa á mis- langri hvíld að halda eftir aldri: Yngstu börnin þurfa allt að 10-12 klukkustunda nætursvefn, skóla- börn á aldrinum 6-12 ára þurfa að minnsta kosti 10 klukkutíma svefn og unglingar þurfa oftast að sofa 8- 10 klukkutíma nætursvefni. Svefnlyf trufla mynstrið Til að tryggja sér góða hvíld er mikilvægt að venja sig á góðar svefnvenjur. Flestir sofa betur í dimmu og svölu herbergi. Líkams- rækt og öll hreyfing stuðlar að betri svefni þótt ekki sé gott að vera i ræktinni seint að kvöldi. Birtan af snjalltækjum, tölvum og sjónvarpi getur truflað svefn og ætti að slökka á þeim 1-2 klukku- stundum fyrir háttatíma. Koffín- neysla seinni hluta dags getur truflað svefn og áfengisneysla veld- ur lakari svefni. Þrátt fyrir að svefnleysi þjaki fólk tímabundið er sjaldan ráðlegt að nota svefnlyf nema í mjög skamman tíma. Svefnlyf eiga það sameiginlegt að þau trufla svefn- mynstrið. Þau verða fljótt gagns- laus og geta orðið skaðleg. Neysla áfengis til að vinna á svefnleysi gerir meiri skaða en gagn. Leitað að orsökum svefntruflana Ef einstaklingur telur sig glíma við óeðlilegar eða langvinnar svefn- truflanir er nauðsynlegt að leita betur eftir undirliggjandi orsökum. Þær geta verið margvíslegar: Áhyggjur, álag, verkir, aukaverk- anir lyfja, sjúkdómar svo sem kæfi- svefn og fótaóeirð svo fátt sé nefnt. Sjálfsagt er að ræða slík einkenni við heilbrigðisstarfsfólk á heilsu- gæslunni og fá ráðleggingar. Fyrst og fremst hvetjum við alla til að huga að því að tryggja sér góðan nætursvefn. Við hvetjum alla til að koma sér saman um kvöld- venjur sem miða að því að hvílast vel alla daga vikunnar en geymi það ekki til helganna. Fyrir frekari upplýsingar og góð ráð fyrir svefninn bendum við á pistla um svefn og hvíld á vefnum heilsuvera.is. Góður svefn og betri heilsa Heilsuráð Nanna Sigríður Kristinsdóttir heilsu- gæslulæknir í Efra Breiðholti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svefn Allir þurfa að hvílast vel og ná djúpum svefni til að geta mætt amstri dagsins. Nanna SigríðurKristinsdóttir Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Við hvetjum alla til að koma sér saman um kvöldvenjur sem miða að því að hvílast vel alla daga vikunnar en geymi það ekki til helganna. Bæjarhátíðin Danskir dagar er nú haldin í Stykkishólmi og stendur til sunnudags. Hólmarar efna nú til þessarar hátíðar í 25. sinn og eins og titillinn vísar til er margt með dönsku ívafi. Sýndar verða danskar bíómynd- ir í Eldfjallasafninu, grillað verður snobrød í Nýrækt og æbleskiver bak- aðar í Norska húsinu. Á laugardags- kvöld verður brekkusöngur og ball með Stuðlabandinu í Reiðhöllinni. Stykkishólmur er framarlega í um- hverfismálum því ekki er flug- eldasýningu á hátíðinni nú, segir á vef bæjarins. Bæjarhátíð í Stykkishólmi Danskir dagar Hólmurinn Bærinn við Breiðafjörð. Í Hveragerði eru Blómstrandi dagar nú um helgina. Áhugaverðar listsýn- ingar og fjölbreyttir tónlistar- viðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa. Hátíðin verður í mestum blóma og nær hápunkti á laugardaginn, en á dagskránni verða listsýningar og fjölbreyttir tónlistar- viðburðir ásamt heilsutengdum at- riðum fyrir alla aldurshópa. Þá verður hægt að skoða verðlaunagarða í bænum og boðið verður í leiðangur um söguslóðir í bænum. Kátt í Hveragerði Bær blómstrar Litrík menning, stórbrotnar náttúruperlur og ævintýri við hvert fótmál; sjávarréttir, eðalveigar og mögulega besta kaffi í heimi. Taktu púlsinn á spennandi borgum þar sem sköpunargleðin ríkir. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Svalaðu ævintýraþránni í fríinu Portland I San Francisco I Seattle I Vancouver

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.