Morgunblaðið - 15.08.2019, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Lindsor-málið í Lúxemborg
BAKSVIÐ
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Peningamarkaðslán Kaupþings hf.,
að upphæð 171 milljón evra, til af-
landsfélagsins Lindsor Holding Cor-
poration og kaup félagsins á skulda-
bréfum útgefnum af bankanum þann
sama dag, 6. október 2008, eru enn til
rannsóknar af yfirvöldum í Lúxem-
borg. Um er að ræða síðasta efna-
hagsbrotamálið sem tengist efna-
hagshruninu á Íslandi þar sem
ákvörðunar um ákæru er enn að
vænta.
Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði
málinu til fjármálaeftirlitsins í Lúx-
emborg (CSSF) hinn 22. janúar 2010.
Málið hefur því verið til rannsóknar í
nær áratug. Lítið hefur verið fjallað
um Lindsor-málið hérlendis að und-
anskilinni umfjöllun í bók Þórðar
Snæs Júlíussonar, Kaupthinking, og
á Kjarnanum. Morgunblaðið hefur
undir höndum áður óséð gögn tengd
málinu sem gefa mikla innsýn í lán-
veitinguna til félagsins, skuldabréfa-
kaup þess og hugsanlegt skjalafals
starfsmanna Kaupþings. Um er að
ræða m.a. gögn sem rannsóknar-
aðilar á Íslandi sendu til yfirvalda í
Lúxemborg ásamt tölvupóstssam-
skiptum starfsmanna Kaupþings
tengdum félaginu. Skráð eignarhald
Lindsor á rætur að rekja til gamla
Búnaðarbankans og samkvæmt
FME var Lindsor notað sem „rusla-
kista“ Kaupþings skömmu fyrir
hrun.
Lánveitingin til Lindsor og kaup
félagsins á skuldabréfum í Kaupþingi
á uppsprengdu verði áttu sér stað
sama dag og Seðlabanki Íslands
veitti bankanum neyðarlán að verð-
mæti 500 milljónir evra. Eftir því
sem Morgunblaðið kemst næst er
lánveitingin til Lindsor veitt áður en
neyðarlánið til Kaupþings er veitt.
Skuldabréfin sem Lindsor keypti
urðu nær verðlaus einungis þremur
dögum síðar, þegar FME tók yfir
stjórn Kaupþings hf. 9. október
2008. Meginhluti viðskipta Kaup-
þings hf. í tengslum við Lindsor átti
sér stað í Lúxemborg með aðkomu
Kaupthings í Lúxemborg og félags-
ins Marple Holding, sem var í eigu
Skúla Þorvaldssonar, og var skráð í
Lúxemborg. Sá angi málsins sem var
tengdur Marple varð að Marple-mál-
inu hérlendis.
Samkvæmt rannsókn FME og
embætti sérstaks saksóknara voru
starfsmenn og stjórnendur Kaup-
þings grunaðir um auðgunarbrot,
umboðssvik og skjalafals hérlendis
en sterkar vísbendingar eru um að
skjöl tengd Lindsor hafi verið útbúin
og undirrituð í nóvember og desem-
ber 2008, eftir fall Kaupþings hf. og
rúmlega tveimur og hálfum mánuði
eftir viðskiptin.
Lindsor-málið er, eins og flest
hrunmál, afar flókið en í senn einfalt.
Um er að ræða aflandsfélag skráð á
Tortóla sem stjórnendur Kaupþings
hf. veittu hundraða milljóna evra lán
til þess að kaupa skuldabréf útgefin
af Kaupþingi hf. af Kaupthing í Lúx.
Þar með var verið að losa Kaupthing
í Lúx við bréf sem urðu brátt nær
verðlaus. Lánveitingin var ekki borin
undir lánanefnd bankans. Kaupþing
hf. endurheimti ekki neitt af því fé
sem bankinn lánaði Lindsor enda
virðast engar ábyrgðir eða trygging-
ar hafa verið veittar fyrir láninu.
Lindsor tók því á sig allt tapið eftir
yfirtöku bankans og rýrnaði eigna-
safn aflandsfélagsins á tveimur mán-
uðum um 94%.
Þegar Guð var beðinn
að blessa Ísland
Á þeim tíma sem lánið er veitt, 6.
október 2008, er nauðsynlegt að hafa
í huga efnahagsástandið á Íslandi. Á
þessum degi voru neyðarlögin sam-
þykkt á Alþingi og Seðlabanki Ís-
lands veitti Kaupþing hf. neyðarlán
að upphæð 500 milljónir evra. Til-
raunir til að bjarga Glitni banka
höfðu brugðist í september mánuði
og þá hafði lánhæfismat Kaupþings
verið lækkað af Fitch skömmu áður.
Seinnipart sama dag bað Geir H.
Haarde, þáverandi forsætisráðherra
Íslands, Guð að blessa Ísland í beinni
útsendingu. Það er undir þessum
kringumstæðum sem Kaupþing hf.,
banki í lausafjárkrísu, ákveður að
veita Lindsor lán til að kaupa skulda-
bréf að upphæð 84 milljónir evra og
95,1 milljón dala ásamt minni kaup-
um í japönskum jenum og íslenskum
krónum. Hvað varðar skuldabréfa-
kaupin í dölum og evrum er um að
ræða tvo framvirka samninga frá 25.
september 2008, sem eru gerðir fyrir
hönd Lindsor af Andra Sigurðssyni,
lögfræðingi hjá Kaupthing í Lúx.
Samningarnir virðast ná yfir nær alla
skuldabréfaeign Kaupthing í Lúxem-
borg í Kaupþingi hf.
Hluta af skuldabréfunum sem
Lindsor keypti af Kaupthing í Lúx
hafði bankinn sama dag keypt af fé-
laginu Marple og fjórum starfsmönn-
um bankans, samkvæmt rannsókn
FME. Framvirku samningarnir taka
ekki til þessara skuldabréfakaupa og
virðist þeim hafa verið bætt við á síð-
ustu stundu. Starfsmennirnir höfðu á
sínum tíma fengið lán hjá Kaupthing
í Lúx til að kaupa skuldabréfin að
hluta eða öllu leyti. Þrír seldu bréfin
með hagnaði og sá fjórði fékk hærra
verð en við var að búast á markaði á
þeim tíma. Tveir af starfsmönnunum
lögðu háar fjárhæðir inn á reikning
félagsins M/Y Maria Ltd. hinn 7. og
8. október 2008, en félagið var í eigu
háttsettra stjórnenda og starfs-
manna Kaupþingssamstæðunnar
(sjá síðu 22).
FME telur það athyglisvert að
mismunandi verð fékkst fyrir bréf í
Atburðarás Lindsor-málsins í júlí til desember 2008
18. júlí
Félagið
Lindsor
Holdings
Corpora-
tion er
stofnað
og skráð
á Bresku
Jómfrúa-
eyjum.
Tveir
framvirkir
samningar
gerðir
um kaup
Lindsor á
skulda-
bréfum
útgefnum
af Kaup-
þingi hf.
6. október
Kaupþing hf.
veitir Lindsor
171 milljónar
evru peninga-
markaðslán.
Talsvert hærri
upphæð en
nam verðgildi
þessara tveggja
framvirku
samninga frá
25. sept.
2. október
Magnús,
fyrrv. fram-
kvæmdastjóri
Kaupthing í Lúx.,
sendir tölvupóst
á fyrrv. fram-
kvæmdastjóra
útlána hjá
Kaupþingi um
að Lindsor þurfi
lán til að kaupa
skuldabréf.
Kaupthing
í Lúxem-
borg selur
Lindsor
nýkeypt
skuldabréf
í Kaupþingi
hf. ásamt
eigin
skulda-
bréfum.
Almenn
heimild til
kaupa á
skuldabréf-
um veitt á
stjórnar-
fundi.
Engin sér-
stök heimild
veitt fyrir
lánveitingu
til Lindsor.
25. september
Skuldabréf
fjögurra
starfs-
manna
Kaupþings í
Lúxemborg
og Marple
holding
eru seld á
yfirverði til
Kaupþings í
Lúxemborg.
3. október
Magnús
sendir tölvu-
póst þar
sem kaup
Lindsor á
skuldabréf-
unum eru
sett upp í
excel-skjali.
Kaupþing
hf. fær 500
milljóna
evra neyðar-
lán frá
Seðlabanka
Íslands.
Neyðarlögin
samþykkt á
Alþingi.
9. okt.
FME tekur
yfir Kaup-
þing hf.
21. okt.
Hreiðar
Már hætt-
ir sem
forstjóri
Kaup-
þings.
31. okt.
Gjalddagi
á láni
Kaup-
þings til
Lindsor
rennur
upp. Lánið
fæst ekki
greitt.
15. des.
Lykilskjöl
tengd
stofnun
Lindsor og
lánveitingu
Kaupþings
til félagsins
koma fram
undirrituð.
Skjölin eru
dagsett aft-
ur í tímann.
17. desember
Skuldabréfa-
eign Lindsor
er nú 11
milljóna evra
virði, ásamt
áföllnum vöxt-
um sem voru
aldrei greiddir.
Eignasafn
Lindsor hefur
því rýrnað um
94%.
„Ruslakista“ Kaupþings
Lindsor-málið er enn til rannsóknar í Lúxemborg Aflandsfélag á Tortóla tengir starfsmenn Kaup-
þings við mögulegt skjalafals Síðasta hrunmálið þar sem ákvörðunar um saksókn er enn að vænta
Kaupþing hf. Aflandsfélagið Lindsor Holding var í eigu Kaupþings hf. en
félagið keypti skuldabréf gefin út af bankanum skömmu fyrir fall hans.
Eignarhald á
Lindsor Holding
Lindsor Holding
Corporation
stofnað og skráð á Tortóla
Allied Directors Corp.,
Global Managers Inc. og
International Officers Inc.
eru skráðir stjórnendur Lindsor
Stjórnendur þessara þriggja félaga
og prókúruhafar Lindsor eru:
Magnús Palmbäck,
Gianni de Bortoli og
Andri Sigurðsson,
allt starfsmenn Kaupthing í Lúx
Skráður eigandi Lindsor
er félagið
Otris S.A.,
sem á rætur að rekja til gamla
Búnaðarbankans
Eigandi Otris S.A. er talinn vera
Serradis Trust, fjárhaldsfélag
á eyjunni Guernsey
Samkvæmt FME var raunveru-
legur eigandi Lindsor þó alltaf
Kaupþing hf.
og var félaginu stýrt af
bankanum
SJÁ SÍÐU 20
fyrir heimilin í landinu
Sparidagar
Skoðaðu úrvalið okkar á
*SENDUM UM LAND ALLTLágmúli 8 | S: 530 2800
10%
afsláttur
49’’ 55’’ 65’’ 75’’
15-40%
afsláttur
20%
afsláttur