Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 31

Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 icewear.is Opið til 21:00 alla dagaLAUGAVEGI 91 ÚTSALA FATNAÐUR SKÓR OG FYLGIHLUTIR 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Nike skór frá kr 4.995.- HellyHansen parka frá k r17.495.- Icewear Dúnjakkar frá kr 8. 495.- Nike úlpur frá kr 14.745. - ASOLO gönguskór frá kr 9.9 95.- Adidas hettupeysur frá kr 4. 995.- Síðasta umferð Íslandsmeistara- mótsins í torfæru verður haldið á Ak- ureyri um helgina á vegum Bíla- klúbbs Akureyrar. Í samtali við Morgunblaðið segir Þrándur Arn- þórsson, framkvæmdastjóri Aksturs- íþróttasambands Íslands (AKÍS), að mótshald hafi gengið vel í sumar og fjöldi áhorfenda sæki hverja keppni en reyndar fari það svolítið eftir því á hvaða stað keppnin er haldin hversu margir koma. Aðspurður segir hann að að jafnaði séu um 20 til 30 bílar skráðir til leiks á hverri keppni og á því sé engin breyting hvað varðar keppnina um helgina. Einn bílanna sem keppa um helgina er Hekla, sem hefur verið einn af toppbílunum í tor- færunni undanfarið að sögn Snorra Vignissonar, formanns Fordfélagsins og áhugamanns um Hekluna, eins og hann kallar hana. Af þessu tilefni mun Fordfélagið síðar í dag mun standa fyrir uppá- komu þegar Heklan verður til sýnis í Árbænum fyrir gesti og gangandi. Fordfélagið styður Hekluna „Við ætlum að sýna torfærubíl, Hekluna, hann er fjórum stigum á eftir fyrsta sæti í torfærunni,“ segir Snorri. Bíllinn verður til sýnis á túninu milli Grjótháls, neðan við Öl- gerðina, og Vesturlandsvegar, á milli 14 og 16 í dag. „Honum verður stillt upp í kring- um hádegi,“ segir Snorri; viðburð- urinn hefjist klukkan 14 og allt sé þetta gert til að styðja við bakið á Heklunni. Fordfélaginu hafi því dott- ið í hug að gefa „öllum þeim sem lesa Morgunblaðið“, eins og hann orðar það sjálfur, kost á því að taka þátt í leik á vegum Fordfélagsins. Auk þess að geta komið og skoðað trylli- tækið geti lesendur svarað spurning- unum hér til hliðar og mætt með svörin niður á tún til Fordfélagsins, og fengið að launum glaðning frá Öl- gerðinni og Góu, sem séu styrktarað- ilar Heklunnar. Aðspurður segir Snorri að leikur- inn sé til gamans gerður og því séu spurningarnar allar nokkuð léttar „og hægt að finna svörin við þeim á netinu“. Bætir hann við: „Við förum ekkert að gráta þótt svörin séu röng.“ teitur@mbl.is Alvöru torfærubíll til sýnis í dag  Heklan einungis fjórum stigum á eftir toppsætinu þegar ein keppni er eftir  Allt til gamans gert, segir Snorri  Vilja styðja við bakið á Heklunni  Allir sem lesa Moggann geta tekið þátt í leiknum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílamenn Snorri Vignisson (t.v.), Heklan og ökuþórinn, sem auðvitað má ekki nafngreina enda er það svarið við einni af spurningunum í spurningaleik Fordfélagsins. Húllumhæ verður á túninu hjá Grjóthálsi klukkan 14 í dag. Til að taka þátt í leiknum sem Fordfélagið stendur fyrir þarf að svara eftirfarandi spurn- ingum. Ýmist er hægt að svara þeim munnlega á staðnum eða skrifa niður svörin og koma með þau að Heklunni, sem verður til sýnis milli 14.00 og 16.00 á túninu neðan við Öl- gerðina, milli Grjótháls og Vesturlandsvegar. Segir Snorri að svörin við spurningunum öllum sé hægt að finna á net- inu. Spurningarnar eru:  Hvaða ár var Heklan smíðuð?  Hvað heitir ökumaður Heklunnar?  Hvernig er Heklan á litinn?  Hvað heitir súkkulaðið sem var fyrst framleitt af Góu?  Hvaða ár var Ölgerð Egils Skallagrímssonar stofnuð? Laufléttar spurningar SPURNINGALEIKUR FORDFÉLAGSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.