Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 icewear.is Opið til 21:00 alla dagaLAUGAVEGI 91 ÚTSALA FATNAÐUR SKÓR OG FYLGIHLUTIR 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Nike skór frá kr 4.995.- HellyHansen parka frá k r17.495.- Icewear Dúnjakkar frá kr 8. 495.- Nike úlpur frá kr 14.745. - ASOLO gönguskór frá kr 9.9 95.- Adidas hettupeysur frá kr 4. 995.- Síðasta umferð Íslandsmeistara- mótsins í torfæru verður haldið á Ak- ureyri um helgina á vegum Bíla- klúbbs Akureyrar. Í samtali við Morgunblaðið segir Þrándur Arn- þórsson, framkvæmdastjóri Aksturs- íþróttasambands Íslands (AKÍS), að mótshald hafi gengið vel í sumar og fjöldi áhorfenda sæki hverja keppni en reyndar fari það svolítið eftir því á hvaða stað keppnin er haldin hversu margir koma. Aðspurður segir hann að að jafnaði séu um 20 til 30 bílar skráðir til leiks á hverri keppni og á því sé engin breyting hvað varðar keppnina um helgina. Einn bílanna sem keppa um helgina er Hekla, sem hefur verið einn af toppbílunum í tor- færunni undanfarið að sögn Snorra Vignissonar, formanns Fordfélagsins og áhugamanns um Hekluna, eins og hann kallar hana. Af þessu tilefni mun Fordfélagið síðar í dag mun standa fyrir uppá- komu þegar Heklan verður til sýnis í Árbænum fyrir gesti og gangandi. Fordfélagið styður Hekluna „Við ætlum að sýna torfærubíl, Hekluna, hann er fjórum stigum á eftir fyrsta sæti í torfærunni,“ segir Snorri. Bíllinn verður til sýnis á túninu milli Grjótháls, neðan við Öl- gerðina, og Vesturlandsvegar, á milli 14 og 16 í dag. „Honum verður stillt upp í kring- um hádegi,“ segir Snorri; viðburð- urinn hefjist klukkan 14 og allt sé þetta gert til að styðja við bakið á Heklunni. Fordfélaginu hafi því dott- ið í hug að gefa „öllum þeim sem lesa Morgunblaðið“, eins og hann orðar það sjálfur, kost á því að taka þátt í leik á vegum Fordfélagsins. Auk þess að geta komið og skoðað trylli- tækið geti lesendur svarað spurning- unum hér til hliðar og mætt með svörin niður á tún til Fordfélagsins, og fengið að launum glaðning frá Öl- gerðinni og Góu, sem séu styrktarað- ilar Heklunnar. Aðspurður segir Snorri að leikur- inn sé til gamans gerður og því séu spurningarnar allar nokkuð léttar „og hægt að finna svörin við þeim á netinu“. Bætir hann við: „Við förum ekkert að gráta þótt svörin séu röng.“ teitur@mbl.is Alvöru torfærubíll til sýnis í dag  Heklan einungis fjórum stigum á eftir toppsætinu þegar ein keppni er eftir  Allt til gamans gert, segir Snorri  Vilja styðja við bakið á Heklunni  Allir sem lesa Moggann geta tekið þátt í leiknum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílamenn Snorri Vignisson (t.v.), Heklan og ökuþórinn, sem auðvitað má ekki nafngreina enda er það svarið við einni af spurningunum í spurningaleik Fordfélagsins. Húllumhæ verður á túninu hjá Grjóthálsi klukkan 14 í dag. Til að taka þátt í leiknum sem Fordfélagið stendur fyrir þarf að svara eftirfarandi spurn- ingum. Ýmist er hægt að svara þeim munnlega á staðnum eða skrifa niður svörin og koma með þau að Heklunni, sem verður til sýnis milli 14.00 og 16.00 á túninu neðan við Öl- gerðina, milli Grjótháls og Vesturlandsvegar. Segir Snorri að svörin við spurningunum öllum sé hægt að finna á net- inu. Spurningarnar eru:  Hvaða ár var Heklan smíðuð?  Hvað heitir ökumaður Heklunnar?  Hvernig er Heklan á litinn?  Hvað heitir súkkulaðið sem var fyrst framleitt af Góu?  Hvaða ár var Ölgerð Egils Skallagrímssonar stofnuð? Laufléttar spurningar SPURNINGALEIKUR FORDFÉLAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.