Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Fiðlusnillingurinn snýr aftur í Hörpu Jónas Sen — 24.11.2017
Eldborg 20.okt. kl.19:30
Píanisti Alessio Bax
Miðasala hefst kl. 12 í dag á harpa.is og í síma 528 5050
@harpareykjavik
Gríðarlegur árangur í meðferð
fíknisjúkdóma var staðreynd og
bjartsýni ríkti fyrstu árin eftir að
Samtök áhugafólks um áfeng-
isvandann, SÁÁ, voru stofnuð ár-
ið 1977. Krafturinn sem þessu
nýju samtökum fylgdi fyrir rúm-
um 40 árum var mikill. Menn
sóttu þekkingu til Bandaríkjanna,
þar sem árangursríkar meðferðir
eru stundaðar og gera það enn.
Þar er líka vagga AA-samtak-
anna. En tímarnir breytast og
mennirnir með, en þó er fíkni-
sjúkdómurinn (alkóhólismi) sam-
ur við sig. Biðlistarnir á sjúkra-
húsið Vog telja í dag um 600
manns og listarnir hafa verið allt
of langir í allt of langan tíma.
Fyrir því eru ýmsar ástæður, þó
aðallega ófullnægjandi þjónustu-
samningur við ríkið og hefur
reksturinn verið fjármagnaður að
hluta til með sjálfsaflafé. Farið er
að þrengja að umhverfi Sjúkra-
hússins Vogs í dag og á þjónusta í
núverandi húsnæði sífellt erfiðara
með að mæta kröfum nútímans
um kynjaskiptingu og aldurs-
greiningu og öðrum kröfulýs-
ingum hins opinbera sem voru
óþekktar á þeim tíma sem sjúkra-
húsið var byggt við Stórhöfða.
Stærðin og hönnun hússins er
takmarkandi þáttur í því hvernig
hægt er að auka afköst sjúkra-
hússins og stytta biðlista, bæði
fyrir sjúklinga og starfsfólk. Frá
þeim tíma þegar sjúkrahúsið var
byggt hefur fólki hér á landi fjölg-
að um meira en hundrað þúsund
manns.
og biðlistar lengjast. SÁÁ-fólk er
stórhuga og bjartsýnt í barátt-
unni við fíknisjúkdóma nú sem
fyrr og áformar að byggja nýtt
sjúkrahús í landi Víkur á Kjal-
arnesi þar sem eftirmeðferð-
arstöð samtakanna er nú starf-
rækt.
SÁÁ ætti að hafa afl og aðstöðu
til að byggja nýtt sjúkrahús á Vík
og ljúka framkvæmdum um það
bil þegar Sundabraut verður tek-
in í notkun. Til þess þurfa margar
hendur að vinna saman létt verk.
Biðlistar lengjast
en framlög óbreytt
Núverandi þjónustusamningur
milli SÁÁ og heilbrigðisyfirvalda
gerir í raun ráð fyrir að SÁÁ fjár-
magni stóran hluta þjónustunnar,
en bilið sem SÁÁ er gert að brúa
er allt of stórt og því þarf að
breyta. Heilbrigðisyfirvöldum er
varla stætt á því að leggja stöðugt
fram nýjar kvaðir um aðbúnað og
þjónustu án þess að fjármagn
fylgi kostnaðaraukanum á sama
tíma og fólkinu í landinu fjölgar
Nýtt sjúkrahús SÁÁ
Eftir Sigurð
Pál Jónsson
» Farið er að
þrengja að um-
hverfi Sjúkrahússins
Vogs í dag og á þjón-
usta í núverandi hús-
næði sífellt erfiðara
með að mæta kröfum
nútímans.
Sigurður Páll Jónsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins í Norðvest-
urkjördæmi.
Aðstaða SÁÁ áformar að byggja nýtt sjúkrahús í landi Víkur á Kjalarnesi.
Menn hafa farið mikinn
að undanförnu í skrifum sín-
um um þriðja orkupakkann
og ekki heldur sparað sig á
vettvangi annarra fjölmiðla.
Ekki er það allt vakurt ell-
egar gáfulegt sem þar gefur
að líta og því tímabært eins
og lög mæla fyrir um að af-
greiða málið á hinu háa Al-
þingi og gefa öðrum nauð-
synlegum málum gaum sem
bíða úrlausna. Nærtækast væri að snúa
sér nú þegar að því að jafna allan orku-
kostnað í landinu, sem er vissulega tíma-
bært og er mér sem þetta skrifar mikið
undrunarefni að þingmenn lands-
byggðarinnar skulu ekki fyrir löngu vera
búnir að binda svo sjálfsagt réttlætismál í
lög á meðan þeir hafa fulla heimild til
þess og þurfa ekki að sækja um leyfi hjá
yfirþjóðinni í Brussel. Ekki er efni til að
treysta því að þingheimur standi í vegi
fyrir að Íslendingar verði látnir greiða
sama verð fyrir íslenska orku og Evr-
ópumenn verða að greiða í sínu landi á
meðan þeir eru ófærir um að sjá til þess
að jafna þennan kostnað í eigin landi.
Orkufyrirtækin okkar sem eru í opinberri
eigu hafa alla burði til að standa undir
þeim kostaði sem af því hlýst að hrinda í
framkvæmd þessum sjálfsögðu mannrétt-
indum, en ríkissjóður fengi minna í sinn
hlut en ella. Auðvitað á engu að skipta
hvort um rafmagn er að tefla eða heitt
vatn, enda hvort tveggja íslensk orka.
Nokkur hætta liggur reyndar í því að
embættismönnum og yfirmönnum orku-
fyrirtækjanna tækist að flækja málið á
þann veg að enginn skilur og þeim takist
eins og Bjartur í Sumarhúsum sagði, „að
þeir héldu áfram að reikna þar til þeir
fengju páskana til að koma upp á jól-
unum“.
Á hátíðastundum þykir
við hæfi að minna á nauð-
syn þess að byggja landið
allt og líklega er mönnum
aldrei ljósara en einmitt
um þessar mundir að í
þessu er heilmikið sann-
leikskorn. Til þess að nýta
kosti landsins og verð-
mætin sem þar liggja
verður að vera fólk sem
skapar þau. Nægir að
nefna sjávarútveginn,
landbúnaðinn og nýjustu
undirstöðuatvinnugrein okkar, ferða-
þjónustuna, sem aflar þjóðinni meiri
gjaldeyris en nokkur annar.
Búseta ræðst einkum af því hvort
möguleiki til sæmilegrar afkomu er í boði
og um öryggi fólks. Á undanförnum ára-
tugum hafa vissulega miklar og ágætar
framfarir átt sér stað víða um landið og
enn standa vonir til frekari framkvæmda
í nálægri framtíð. Fólk mun enn kjósa sér
búsetu um byggðir landsins og ég leyfi
mér að trúa því að það verði í auknum
mæli ef aðstæður og skilyrði til bættrar
afkomu vaxa, sem reyndar flest bendir til.
Samgöngur og möguleikar til fram-
haldsmenntunar eru víða í góðum farvegi,
en mikið vantar þegar heilbrigðismálin
og óréttlátur orkukostnaður er látinn
bitna á fólkinu sem vinnur í fiski og meist-
ari Þórbergur kallaði „íslenskan aðal“.
Orka til spillis
Eftir Árna
Emilsson
Árni M. Emilsson
»Nærtækast væri að
snúa sér nú þegar að
því að jafna allan orku-
kostnað í landinu, sem
er vissulega tímabært.
Höfundur er fyrrverandi banka-
maður og áhugamaður um þjóð-
mál.