Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is „Þessi hefð hefur fest sig í sessi, að við skiptum um nafn á stöðinni í einn dag og fögnum fjöl- breytileikanum með efnis- og tónlistarvali,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100. „Við breytum öllu, hvort sem það eru stefin, nafnið sem birtist á skjánum í útvarpinu þínu eða markaðsefnið,“ bætir Sigurður við. Dag- skrárgerðarmenn hita upp fyrir Gleðigönguna sem fer fram á laugardaginn og fjalla um ýmis hinsegin málefni og tónlistin verður í léttari kantinum, það má alveg búast við Village People og Gloriu Gaynor. „Svo er það rúsínan í pylsuendanum; Páll Ósk- ar heiðrar okkur með nærveru sinni eins og svo oft áður,“ segir Sigurður en Pallaball í beinni verður á dagskrá frá 16 til 18 á föstu- deginum. Bein útsending úr Hljómskálagarðinum Það er ekki nóg með að stöðinni verði breytt í einn dag heldur verður bein útsending úr Hljómskálagarðinum þar sem gleðigönguhá- tíðin fer fram á laugardag frá 14-16.30. Eins munu allar myndir merktar #reykjavikpride birtast á sjónvarpsskjá K100 á rás 9 í sjónvarpi Símans og á k100.is. Hinsegin100 Skipt verður um nafn á stöðinni í einn dag til þess að fagna fjölbreytileikanum. Gleði Sigurður Þorri, fyrir miðju, á K100 sviðinu í Hljómskálagarðinum í fyrra Fjölbreyti- leikanum fagnað K100 skiptir um ham á morgun og verður Hinsegin100, eins og undanfarin ár, til þess að samfagna Hinsegin dögum í Reykjavík sem nú fara fram. Nú er því haldið fram að Li-Fi-tækni muni leysa Wi-Fi af hólmi í kapphlaupinu um hið svokall- aða „net hlutanna“, á ensku „Internet of things“. Vísindamenn í Massachussets telja að Wi-Fi-merkið muni ekki duga til að sinna ört fjölgandi tækjum sem þurfa trausta og örugga sítengingu við netið. Li-Fi, sem mætti kalla „ljóseindatækni“ á íslensku, verður von bráðar hluti af staðalbúnaði fartölva, að mati þessara sömu vísindamanna. Kröfurnar um hraða og áreiðanleika verða alltaf meiri og meiri og hin nýja tækni mun að öllum líkindum tryggja stöð- ugleika í samskipum tækja og manna. Er hátalarinn að hlusta á þig? Það kom fram í fréttum fyrr í vikunni að verktakar á vegum Amazon hlustuðu á einka- samtöl í gegnum Alexu-snjallhátalara á heim- ilum fólks. Svo virðist sem snjallhátalarar heyri meira en áður hefur komið fram og miklu meira en kannski góðu hófi gegnir. Jafnvel gætu þeir verið að hlusta á viðkvæm einkasamtöl eða kyn- líf fólks. Ísland vaknar fékk Árna Jón Eggerts- son, sérfræðing hjá Opnum kerfum, til að koma í þáttinn og ræða þetta mál og hvað væri til ráða. „Snjallhátalarar eru alltaf að læra betur og betur á tungumálið,“ sagði Árni um ástæður þess að hátalararnir tækju upp það sem þeir heyrðu. Hann er þó ekki á þeirri skoðun að fólk ætti að henda hátölurunum í ruslið. Gott væri að vera meðvitaður um málið og fylgjast með því að framleiðendur fylgi lögum um persónuvernd. Heyra má áhugavert viðtal við Árna Jón á K100.is. Hraðara net og snjallhátalarar sem hlusta á þig Tæknisnillingur Árni Jón veit allt um nýjustu tæknina. Tækninni fleygir ótrúlega hratt fram. Í vikunni höfum við á K100 fengið fregnir um að hin þráðlausa nákvæmni sem í daglegu tali kallast „WI-Fi“ sé að verða úrelt; svokölluð „LI-Fi“ taki brátt við. Einn- ig bárust fréttir af því að snjallhátal- arar hlustuðu á meira en þeir ættu að gera. Með eyru? Hlusta snjallhátalararnir á þig?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.