Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
50 ára Gunnar er Ísfirð-
ingur en býr í Reykjavík.
Hann er rafmagnsverk-
fræðingur með MS-
gráðu í raforkuverk-
fræði. Hann er að hefja
störf sem aðstoðar-
hafnarstjóri Faxaflóa-
hafna. Gunnar situr í stjórn Landsvirkj-
unar og er ræðismaður Tyrklands.
Maki: Úlfhildur Leifsdóttir, f. 1972, tann-
læknir.
Börn: Tryggvi Örn, f. 1989, Magnea, f.
1994, Leifur Steinn, f. 2004, Dýrleif Lára,
f. 2006, Vésteinn, f. 2009, og Daníel Ernir,
f. 2010.
Foreldrar: Tryggvi Þór Guðmundsson, f.
1940, fv. sjómaður, og Rósa Harðardóttir,
f. 1942, húsmóðir. Þau eru búsett á Ísa-
firði.
Gunnar Tryggvason
lagsmálanna og fjölskyldunnar segir
Einar: „Síðan árið 1984 höfum við
hjónin farið flest ár í skíðaferðir í
Alpana. Ég hef varið frístundum við
veiðiskap bæði með stöng og byssu
og gengið á fjöll. Eftir göngu á
Hvannadalshnjúk árið 2009 með
Árnínu dóttur minni og fleiri vinum
hef ég verið félagi í gönguhóp á veg-
um Ferðafélags Íslands sem nú ber
nafnið Léttfeti. Svo hef ég alla tíð
haft gaman af ljóðum og lausavís-
um.“
Fjölskylda
Einar kvæntist Sigurbjörgu
Bjarnadóttur bókasafnstækni 16.
nóvember 1968. Sigurbjörg fæddist
1.7. 1947 á Hólmavík. Foreldrar
hennar voru hjónin Halldóra Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 29.2. 1928,
d. 20.12. 2017 og Bjarni Halldórsson
vélgæslumaður f. 25.10. 1923, d. 2.6.
1989.
Börn Einars og Sigurbjargar eru:
1) Guðný Dóra, sálfræðingur hjá
Akureyrarbæ, f. 27.7. 1969, maki:
Valdimar Ólafsson vélfræðingur, f.
29.10. 1968. Börn: Sara Agneta, f.
25.9. 2001, og Alexander Máni, f.
28.5. 2004. 2) Árnína Björg, við-
skiptafræðingur MS, f. 28.7. 1971.
Húsavíkur 1970-1978, formaður frá
1974. Hann var formaður stjórnar
Eyþings – samtaka sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum 1992-
1997, sat í stjórn Hafnasambands
sveitarfélaga 1997-1998 og í Blá-
fjallanefnd 1998-2002. Hann var for-
maður stjórnar Saltfiskseturs Ís-
lands í Grindavík 2001-2002, sat í
stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2002-
2006 og var í Húsafriðunarnefnd rík-
isins 2000-2009.
Einnig kom Einar að ýmsum
nefndarstörfum á vegum félags- og
tryggingamálaráðuneytisins, síðar
velferðarráðuneytis, svo sem vegna
yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk
frá ríki til sveitarfélaga og var for-
maður í verkefnisstjórn um endur-
mat á yfirfærslu málaflokksins sem
lauk með skýrslu í nóvember 2015.
Um árabil starfaði Einar með
Leikfélagi Húsavíkur (LH), sat í
stjórn félagsins og var formaður um
tíma. Hann var formaður Bandalags
íslenskra leikfélaga 1979-1988, sat í
stjórn Norræna áhugaleikhúsráðs-
ins 1980-1990, varaformaður frá
1981. Einar hefur verið virkur félagi
í Frímúrarareglunni síðastliðna
fjóra áratugi og gegnt þar embætti.
Spurður um áhugamál utan fé-
E
inar Guðni Njálsson
fæddist í Dvergasteini
á Húsavík 15. ágúst
1944. Hann fluttist
þriggja ára gamall í
nýtt hús fjölskyldunnar að Hring-
braut 11, nú Laugarbrekku 12 á
Húsavík, og ólst þar upp. „Mikið
frjálsræði var til leikja fyrir okkur
krakkana á Beinabakkanum og
Hringbrautinni. Þar var allt undir,
túnin, fjaran og Snásurnar, Höfðinn,
Háhöfðinn og Laugardalurinn,“
segir Einar.
Einar gekk í Barnaskóla Húsavík
og tók landspróf frá Gagnfræða-
skóla Húsavíkur. Hann stundaði
nám í Samvinnuskólanum að Bifröst
og lauk þaðan prófi 1963 og varð dúx
í sínum árgangi. Hann starfaði hjá
Hovedstadens Brugsforening í
Kaupmannahöfn hálft árið 1964 og
stundaði jafnframt nám í Dupont-
skólanum í auglýsingateiknun og út-
stillingum. Hann sótti nám í Banka-
mannaskólanum 1965.
Fyrstu störf Einars voru við að
stokka og beita línu og sveitastörf á
sumrin. „Ég var fjögur sumur í sveit
í Skógum í Reykjahverfi hjá frænd-
fólki mínu, Gunnlaugi Sveinbjörns-
syni og Guðnýju Árnadóttur. Mér
leið vel í Skógum og fékk að taka
þátt í öllum verkum eftir minni getu
og lærði heilmargt sem hefur komið
sér vel síðar á ævinni.“
Einar vann sem unglingur við
síldarsöltun og saltfiskverkun, var
verslunarmaður hjá Kaupfélagi
Þingeyinga 1961-1963 og hóf störf
hjá Samvinnubankanum í Reykjavík
1. september 1964 og var útibús-
stjóri bankans á Húsavík 1969-1990.
Hann var bæjarstjóri á Húsavík
1990-1998, bæjarstjóri í Grindavík
1998-2002 og bæjarstjóri í Árborg
2002-2006. Hann var verkefnisstjóri
og síðan sérfræðingur í félags- og
tryggingamálaráðuneytinu frá 2006,
síðar velferðarráðuneytinu 2011-
2016 er hann lét af störfum vegna
aldurs.
Einar sinnti margvíslegum nefnd-
ar og stjórnarstörfum í tengslum við
störf á vegum sveitarfélaga. Hann
sat meðal annars í stjórn Kísiliðj-
unnar hf. 1974-1978, í skólanefnd
Maki: Sigtryggur Heiðar Dagbjarts-
son, f. 26.4. 1968, þau skildu. Dóttir
þeirra: Sigurbjörg Ýr, f. 14.6. 2001.
3) Kristjana, faraldsfræðingur Ph.D,
prófessor við HÍ, f. 15.6. 1977, maki:
Anthony S. Gunnell, f. 4.9. 1971, líf-
tæknifræðingur Ph.D. Börn: Lísa
Sóley, f. 16.7. 2007, Vala Nicole, f.
26.10. 2009, og Erik Einar, f. 20.11.
2014.
Alsystur Einars eru Oddný hús-
móðir, f. 28.5. 1943 gift Halldóri
Margeirssyni, búsett á Ísafirði,
Bjarney Stefanía kennari f. 7.9.
Einar Guðni Njálsson, fyrrverandi bæjarstjóri – 75 ára
Á Borgundarhólmi 2017 Afmælisbarnið ásamt börnum, barnabörnum og tengdasonum. Eiginkonan tók myndina.
Ann ljóðum, leiklist og útivist
Hjónin Einar og Sigurbjörg í skíða-
ferð í Selva á Ítalíu árið 2011.
60 ára Helga er Reyk-
víkingur en býr á Sel-
tjarnarnesi. Hún er sér-
fræðingur í lyf- og
öldrunarlækningum og
er yfirlæknir á hjúkr-
unarheimilunum Grund
og Mörk. Hún er
áhugamanneskja um þjónustu aldraðra í
heimahúsum. Helga setti upp sýningu
ásamt Magnúsi Pálssyni myndlistarmanni
árið 2003 í Listasafni Íslands.
Maki: Kristinn Guðbrandur Harðarson, f.
1955, myndlistarmaður.
Synir: Theodór Magnús, f. 1988, og Dagur
Elinór, f. 2002.
Foreldrar: Hans Jetzek, f. í Herford, Þýska-
landi 1927, d. 1994, umsýslustjóri hjá ÍSAL,
og Álfheiður Líndal, f. 15.8. 1932, d. 2017,
húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík.
Helga Hansdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér hefur verið treyst til þess að
kalla fólk saman til fundar og þarft að
skipuleggja allt í stóru sem smáu. Gefðu
þér því nægan tíma.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að tala skýrt og skorinort ef
þú vilt ekki eiga á hættu að einhverjir mis-
skilji þig. Góðvildin sigrar allt og alla.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mikið er á döfinni innan fjölskyld-
unnar um þessar mundir og áríðandi að þú
deilir viðhorfum þínum með öðrum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekki hægt að notfæra sér
fólk sem ekki hefur veikleika, en það er líka
erfitt að láta sér ekki þykja vænt um það.
Nú er bara að sýna staðfestu og sigla mál-
unum í örugga höfn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru margar spurningar sem
brenna þér á vörum en þú þarft að vera
þolinmóður þótt svörin birtist þér ekki
tafarlaust.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér verða fengin ný verkefni og þótt
þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn
skaltu hefjast handa ótrauður. Aðrir kunna
að meta það að þú getir séð málið í réttu
ljósi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú beygir og sveigir framhjá hindr-
ununum eins og vínviður og hefur kraftinn
sem þarf til þess að brjóta niður veggi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú situr uppi með sjálfan þig,
til viðbótar við þá sem þú kýst að vera sam-
vistum við. Ef þú sýnir sanngirni munu aðrir
verða fljótir til að fallast á málflutning þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú finnur á þér að eitthvað er í
uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns.
Sýndu hógværð og lítillæti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hugmyndir þínar í dag eru
grundvöllur þess sem gerist á morgun. Það
er allt að gerast í vinnunni og þér finnst
stöðu þinn ógnað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu græðgina ekki ná tökum á
þér því oft leiðir hún menn í glötun. Mars-
eraðu fram með þá valkosti sem færa þér
það sem þú vilt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur einsett þér það að koma
þínu fram í vinnunni í dag. Þig vantar félaga
til þess að framkvæma það sem þig dreym-
ir um.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Emilía Rut Leudóttir
fæddist 22. ágúst 2018 kl. 0.53 í
Reykjavík. Hún vó 3.470 g og var 48
cm löng. Foreldrar hennar eru Helena
Rut Jónsdóttir og Lea Hrund
Guðjónsdóttir.
Nýr borgari