Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR PLÚS+ Öflugri undirstöður DVERGARNIR R Dvergarnir plús+ henta vel undir merkingar og skilti. Ofan á þá er hægt að festa úrval af tengistykkjum, t.d. fyrir skiltarör eða kaðalgrip til afmörkunar. NAGGUR PLÚS+ PURKUR PLÚS+ TEITUR PLÚS+ ÁLFUR PLÚS+ Í KAPLAKRIKA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is FH leikur til úrslita í annað skiptið á þremur árum í bikarkeppni karla í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gærkvöldi. Þrátt fyrir að KR hafi verið sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks var FH með 2:1- forystu í hálfleik. FH spilaði seinni hálfleikinn svo af mikilli fagmennsku og sigldi góðum sigri í hús. Brandur allur í öllu Færeyingurinn Brandur Olsen var afar áberandi hjá FH. Hann náði í víti sem fyrsta markið kom upp úr, skoraði annað markið sjálfur og lagði svo upp þriðja markið. Brand- ur pirraði auk þess leikmenn KR all- an leikinn og voru þeir orðnir vel þreyttir á honum undir lokin. Þegar leikmenn andstæðinganna eru orðn- ir pirraðir út í þig, þá ertu að gera eitthvað rétt. Guðmundur Krist- jánsson var eins og klettur í vörn FH og Morten Beck Guldsmed og Steven Lennon verða flottari saman frammi með hverjum leiknum. Þótt KR hafi verið sterkari aðilinn á köflum í leiknum, vantaði betri frammistöðu frá lykilmönnum. Pálmi Rafn Pálmason sást ekki, Óskar Örn Hauksson skapaði lítið og Atli Sigurjónsson var ekki áberandi. Beitir Ólafsson var svo ekki öruggur í markinu, en sjálfstraust Beitis virðist ekki sérstaklega mikið núna eftir erfiðan leik gegn HK í síðasta deildarleik. FH vann ekki einn einasta leik í júní og tapaði svo fyrir HK og KA í júlí. Sæti Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var eflaust orðið heitt á tímabili. Hann á hinsvegar hrós skilið fyrir að rífa sína menn upp og er liðið búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö og komið í bikarúrslit. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum og það vita KR-ingar líka. KR vann átta deildarleiki í röð fyrr í sumar og virtist ætla að stinga af í deildinni. Nú hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð, fengið sjö mörk á sig, og aðeins skorað tvö. Það verður áhugavert að sjá hvort uppgangur FH haldi áfram og hvernig KR-ingar bregðast við mótlæti á tímabili sem hefur til þessa verið afar hlýtt og gott. FH einu skrefi frá fyrsta bikartitlinum í níu ár  Annar úrslitaleikurinn á þremur árum  Brandur náði í víti, skoraði og lagði upp Morgunblaðið/Arnþór Dýrmætur Færeyingurinn Brandur Olsen átti risaþátt í sigri FH á KR-ingum í gær. Brandur fiskaði víti snemma leiks í fyrsta marki liðsins, skoraði svo sjálfur mark númer tvö og lagði upp það þriðja með fyrirgjöf. 1:0 Steven Lennon 10. (víti). 1:1 Finnur Tómas Pálmason 14. 2:1 Brandur Olsen 41. 3:1 Morten Beck 71. Dómari: Helgi Mikael Jónasson. Áhorfendur: 2.153. FH – KR 3:1 I Gul spjöldDavíð Þór Viðarsson, Cédric D’Ulivo og Pétur Viðarsson (FH), Arnþór Ingi Kristinsson og Skúli Jón Friðgeirsson (KR). Mjólkurbikar karla Undanúrslit: FH – KR.....................................................3:1 Stórbikar Evrópu Liverpool – Chelsea .................................2:2 Sadio Mane 46., 95. – Olivier Giroud 36., Jorginho 101. (víti).  Liverpool sigraði 7:6 eftir vítakeppni. Danmörk B-deild: Vejle – Fredericia.................................... 0:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle. Svíþjóð A-deild kvenna: Rosengård – Limhamn Bunkeflo .......... 3:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård.  Andrea Thorisson kom inn á hjá LB á 77. mínútu. Kristianstad – Växjö ............................... 3:1  Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Svava Rós Guðmundsdótt- ir var á varamannabekknum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og Björn Sig- urbjörnsson er aðstoðarþjálfari. Eskilstuna – Djurgården ........................ 4:2  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården en Guðrún Arnardótt- ir var á varamannabekknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignafríi. Kungsbacka – Linköping ....................... 2:1  Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á hjá Linköping eftir 35 mínútur.  Staðan: Rosengård 30, Göteborg 26, Vittsjö 25, Örebro 23, Linköping 22, Kristi- anstad 22, Piteå 20, Eskilstuna 17, Växjö 15, Djurgården 9, Limhamn Bunkeflo 4, Kungsbacka 4. Noregur Stabæk – Vålerenga................................ 1:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga. Viking – Sarpsborg ................................. 2:1  Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leik- mannahópi Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Kristiansund – Bodö/Glimt.................... 1:2  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt. Staðan: Bodø/Glimt 17 12 2 3 40:26 38 Molde 17 11 3 3 39:16 36 Odd 17 10 3 4 25:19 33 Brann 17 8 5 4 22:16 29 Rosenborg 17 8 4 5 26:21 28 Vålerenga 17 7 5 5 32:23 26 Kristiansund 17 6 5 6 20:19 23 Viking 17 6 4 7 23:28 22 Haugesund 17 5 6 6 25:20 21 Lillestrøm 17 6 3 8 22:28 21 Ranheim 17 5 3 9 18:29 18 Mjøndalen 17 3 8 6 24:29 17 Stabæk 17 4 5 8 16:23 17 Tromsø 17 5 2 10 19:35 17 Sarpsborg 17 2 8 7 18:24 14 Strømsgodset 17 3 4 10 19:32 13 KNATTSPYRNA Sautjánda umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta fer fram á sunnudag og mánudag og þar verða 11 leikmenn fjarri góðu gamni eftir að hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann hver á fundi aganefndar KSÍ í vikunni. Skagamennirnir Albert Hafsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon verða allir í banni þegar ÍA heimsækir Stjörnuna á Samsung-völlinn í Garðabæ. Heimamenn verða án miðvarðanna Daníels Laxdal og Martin Rauschenberg sem taka út bann. Blikarnir Elfar Freyr Helgason og Thomas Mikkelsen verða í banni þegar Breiðablik fær Valsmenn í heimsókn og þá tekur Árbæingurinn Geoffrey Castillion út leik- menn þegar Fylkir heimsækir FH í Hafnarfjörðinn. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, verður einnig í banni í leiknum. Miðjumaður Grindvíkinga, Rodrigo Gomes, verður í banni þegar Grindavík fær nýliða HK í heimsókn og þá verður Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, í banni þegar Víkingar heimsækja KR á Meistaravelli í Vesturbænum. Fimm í banni í Garðabæ Sölvi Geir Ottesen Portúgal vann 16 stiga sigur á Sviss á heimavelli í gær, 84:68, í riðli Ís- lands í forkeppni EM karla í körfu- bolta. Ísland tekur á móti Portúgal í Laugardalshöll á laugardaginn eftir sigurinn sæta á Sviss um síð- ustu helgi, og getur sett allt í hnút í riðlinum með sigri. Lokaleikur rið- ilsins er viðureign Sviss og Íslands í Sviss. Miguel Cardoso, Pedro Bastos og Jeremiah Wilson skoruðu 16 stig hver fyrir Portúgal en Clint Capela flest fyrir Sviss eða 13. Til Íslands eft- ir sigur á Sviss Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Höllin Jón Axel Guðmundsson sæk- ir gegn Sviss sem tapaði aftur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.