Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 58

Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR PLÚS+ Öflugri undirstöður DVERGARNIR R Dvergarnir plús+ henta vel undir merkingar og skilti. Ofan á þá er hægt að festa úrval af tengistykkjum, t.d. fyrir skiltarör eða kaðalgrip til afmörkunar. NAGGUR PLÚS+ PURKUR PLÚS+ TEITUR PLÚS+ ÁLFUR PLÚS+ Í KAPLAKRIKA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is FH leikur til úrslita í annað skiptið á þremur árum í bikarkeppni karla í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gærkvöldi. Þrátt fyrir að KR hafi verið sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks var FH með 2:1- forystu í hálfleik. FH spilaði seinni hálfleikinn svo af mikilli fagmennsku og sigldi góðum sigri í hús. Brandur allur í öllu Færeyingurinn Brandur Olsen var afar áberandi hjá FH. Hann náði í víti sem fyrsta markið kom upp úr, skoraði annað markið sjálfur og lagði svo upp þriðja markið. Brand- ur pirraði auk þess leikmenn KR all- an leikinn og voru þeir orðnir vel þreyttir á honum undir lokin. Þegar leikmenn andstæðinganna eru orðn- ir pirraðir út í þig, þá ertu að gera eitthvað rétt. Guðmundur Krist- jánsson var eins og klettur í vörn FH og Morten Beck Guldsmed og Steven Lennon verða flottari saman frammi með hverjum leiknum. Þótt KR hafi verið sterkari aðilinn á köflum í leiknum, vantaði betri frammistöðu frá lykilmönnum. Pálmi Rafn Pálmason sást ekki, Óskar Örn Hauksson skapaði lítið og Atli Sigurjónsson var ekki áberandi. Beitir Ólafsson var svo ekki öruggur í markinu, en sjálfstraust Beitis virðist ekki sérstaklega mikið núna eftir erfiðan leik gegn HK í síðasta deildarleik. FH vann ekki einn einasta leik í júní og tapaði svo fyrir HK og KA í júlí. Sæti Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var eflaust orðið heitt á tímabili. Hann á hinsvegar hrós skilið fyrir að rífa sína menn upp og er liðið búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sjö og komið í bikarúrslit. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum og það vita KR-ingar líka. KR vann átta deildarleiki í röð fyrr í sumar og virtist ætla að stinga af í deildinni. Nú hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð, fengið sjö mörk á sig, og aðeins skorað tvö. Það verður áhugavert að sjá hvort uppgangur FH haldi áfram og hvernig KR-ingar bregðast við mótlæti á tímabili sem hefur til þessa verið afar hlýtt og gott. FH einu skrefi frá fyrsta bikartitlinum í níu ár  Annar úrslitaleikurinn á þremur árum  Brandur náði í víti, skoraði og lagði upp Morgunblaðið/Arnþór Dýrmætur Færeyingurinn Brandur Olsen átti risaþátt í sigri FH á KR-ingum í gær. Brandur fiskaði víti snemma leiks í fyrsta marki liðsins, skoraði svo sjálfur mark númer tvö og lagði upp það þriðja með fyrirgjöf. 1:0 Steven Lennon 10. (víti). 1:1 Finnur Tómas Pálmason 14. 2:1 Brandur Olsen 41. 3:1 Morten Beck 71. Dómari: Helgi Mikael Jónasson. Áhorfendur: 2.153. FH – KR 3:1 I Gul spjöldDavíð Þór Viðarsson, Cédric D’Ulivo og Pétur Viðarsson (FH), Arnþór Ingi Kristinsson og Skúli Jón Friðgeirsson (KR). Mjólkurbikar karla Undanúrslit: FH – KR.....................................................3:1 Stórbikar Evrópu Liverpool – Chelsea .................................2:2 Sadio Mane 46., 95. – Olivier Giroud 36., Jorginho 101. (víti).  Liverpool sigraði 7:6 eftir vítakeppni. Danmörk B-deild: Vejle – Fredericia.................................... 0:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle. Svíþjóð A-deild kvenna: Rosengård – Limhamn Bunkeflo .......... 3:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård.  Andrea Thorisson kom inn á hjá LB á 77. mínútu. Kristianstad – Växjö ............................... 3:1  Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Svava Rós Guðmundsdótt- ir var á varamannabekknum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og Björn Sig- urbjörnsson er aðstoðarþjálfari. Eskilstuna – Djurgården ........................ 4:2  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården en Guðrún Arnardótt- ir var á varamannabekknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignafríi. Kungsbacka – Linköping ....................... 2:1  Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á hjá Linköping eftir 35 mínútur.  Staðan: Rosengård 30, Göteborg 26, Vittsjö 25, Örebro 23, Linköping 22, Kristi- anstad 22, Piteå 20, Eskilstuna 17, Växjö 15, Djurgården 9, Limhamn Bunkeflo 4, Kungsbacka 4. Noregur Stabæk – Vålerenga................................ 1:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga. Viking – Sarpsborg ................................. 2:1  Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leik- mannahópi Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Kristiansund – Bodö/Glimt.................... 1:2  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt. Staðan: Bodø/Glimt 17 12 2 3 40:26 38 Molde 17 11 3 3 39:16 36 Odd 17 10 3 4 25:19 33 Brann 17 8 5 4 22:16 29 Rosenborg 17 8 4 5 26:21 28 Vålerenga 17 7 5 5 32:23 26 Kristiansund 17 6 5 6 20:19 23 Viking 17 6 4 7 23:28 22 Haugesund 17 5 6 6 25:20 21 Lillestrøm 17 6 3 8 22:28 21 Ranheim 17 5 3 9 18:29 18 Mjøndalen 17 3 8 6 24:29 17 Stabæk 17 4 5 8 16:23 17 Tromsø 17 5 2 10 19:35 17 Sarpsborg 17 2 8 7 18:24 14 Strømsgodset 17 3 4 10 19:32 13 KNATTSPYRNA Sautjánda umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta fer fram á sunnudag og mánudag og þar verða 11 leikmenn fjarri góðu gamni eftir að hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann hver á fundi aganefndar KSÍ í vikunni. Skagamennirnir Albert Hafsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon verða allir í banni þegar ÍA heimsækir Stjörnuna á Samsung-völlinn í Garðabæ. Heimamenn verða án miðvarðanna Daníels Laxdal og Martin Rauschenberg sem taka út bann. Blikarnir Elfar Freyr Helgason og Thomas Mikkelsen verða í banni þegar Breiðablik fær Valsmenn í heimsókn og þá tekur Árbæingurinn Geoffrey Castillion út leik- menn þegar Fylkir heimsækir FH í Hafnarfjörðinn. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, verður einnig í banni í leiknum. Miðjumaður Grindvíkinga, Rodrigo Gomes, verður í banni þegar Grindavík fær nýliða HK í heimsókn og þá verður Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, í banni þegar Víkingar heimsækja KR á Meistaravelli í Vesturbænum. Fimm í banni í Garðabæ Sölvi Geir Ottesen Portúgal vann 16 stiga sigur á Sviss á heimavelli í gær, 84:68, í riðli Ís- lands í forkeppni EM karla í körfu- bolta. Ísland tekur á móti Portúgal í Laugardalshöll á laugardaginn eftir sigurinn sæta á Sviss um síð- ustu helgi, og getur sett allt í hnút í riðlinum með sigri. Lokaleikur rið- ilsins er viðureign Sviss og Íslands í Sviss. Miguel Cardoso, Pedro Bastos og Jeremiah Wilson skoruðu 16 stig hver fyrir Portúgal en Clint Capela flest fyrir Sviss eða 13. Til Íslands eft- ir sigur á Sviss Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Höllin Jón Axel Guðmundsson sæk- ir gegn Sviss sem tapaði aftur í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.