Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
● Betri melting, meiri orka!
● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase)
● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaða
Ég verð oft uppþembd og fæmagaónot eftir
máltíðir. Ég tek eitt hylki áður en ég borða
og finn ekki fyrir óþægindum lengur. Ég tek
líka 1 hylki fyrir morgunmat og hefur það
sett reglu á klósettferðir hjá mér.
Barbara Kresfelder.
Hefur gert kraftaverk
Digest Gold
Ensím geta dregið úr margskonar meltingar-
vandamálum s.s. uppþembu, meltingaróreglu,
loftmyndun og ýmsum einkennum fæðuóþols.
Ein öflugustu
meltingarensím
á markaðnum í dag
Það er fátt sem hefur kætt mig
jafn mikið í sumar eins og fram-
ganga Ásgeirs Barkar Ásgeirs-
sonar með HK í Pepsi Max-
deildinni. HK hefur komið mikið
á óvart í deildinni í sumar en liðið
er í fjórða sæti og þá tapaði liðið
síðast deildarleik í lok júní.
Það eru margir leikmenn í HK-
liðinu að ganga í gegnum end-
urnýjun lífdaga. Arnþór Ari Atla-
son skoraði í síðustu umferð,
eitthvað sem gerðist síðast árið
2017. Birnir Snær Ingason spil-
aði heilan leik gegn KR, það
gerðist síðast sumarið 2018, og
Börkurinn orðinn einhver besti
varnartengiliður deildarinnar.
Að mínu mati hefur Börkurinn
alltaf verið vanmetinn leikmaður.
Við erum að tala um mann sem
er eflaust einhver mesti liðs-
maður sem fyrirfinnst og hann
leggur sig alltaf 200% fram.
Brynjar Björn Gunnarsson er ein-
hver öflugasti varnartengiliður
sem Ísland hefur átt og hann
virðast vera búinn að kenna
Berkinum ýmislegt.
Þá spilar HK fótbolta sem
hentar Berkinum fullkomlega.
Hans hlutverk er fyrst og fremst
að verjast á miðsvæðinu og
vernda varnarmenn liðsins.
Kópavogsliðið gefur andstæð-
ingum sínum lítið pláss á síðasta
þriðjungnum og þannig nýtist
Börkurinn best, á litlu svæði.
Hann hefur stungið sokk upp í
marga sem töldu hann ekki
nægilega góðan fyrir efstu deild.
Á hinn bóginn finnst mér erfitt
að sjá Börkinn springa svona út
með öðru liði en Fylki. Þetta sýn-
ir manni hins vegar að þjálf-
ararnir í efstu deild eru misgóðir,
alveg eins og leikmennirnir í
deildinni, og kannski var það
bara Helgi Sig sem átti heima í 1.
deildinni allan tímann, ekki Ás-
geir Börkur Ásgeirsson.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Endurhæfingin hjá knattspyrnumanninum
Emil Pálssyni hefur gengið vel í Noregi en
Ísfirðingurinn sleit hásin í desember. Hann
er nú farinn að spreyta sig með varaliði
Sandefjord og vonast til þess að geta tekið
þátt í leik með aðalliðinu eftir tvær vikur eða
svo.
„Ég er nokkuð nálægt því að komast aftur
inn á völlinn. Endurhæfingin hefur gengið
vel. Ég er nokkurn veginn á réttum tíma ef
svo má segja því yfirleitt er miðað við sex til
níu mánuði fyrir knattspyrnumenn að ná sér
af meiðslum sem þessum. Ég er búinn að
spila einn leik með varaliðinu og var með í
tuttugu mínútur. Næst er stefnan að spila
einn hálfleik og ég mun væntanlega spila þrjá
leiki með varaliðinu þar sem álagið mun
aukast smám saman. Ég stefni að því að
komast í hópinn hjá aðalliðinu á næstu tveim-
ur vikum,“ sagði Emil þegar Morgunblaðið
sló á þráðinn til hans í gær.
„Mér leið bara nokkuð vel inni á vellinum
en hafa þarf í huga að það getur tekið upp
undir ár að ná sér fullkomlega góðum. En
samningur minn við Sandefjord rennur út að
tímabilinu loknu. Þar af leiðandi er smá
aukapressa á mér að ná að sýna mig í nokkr-
um leikjum áður en tímabilinu lýkur í haust.
Á sama tíma verður maður að vera skyn-
samur varðandi það að fara ekki of snemma
af stað. Ég held að ég sé ekki að gera það þar
sem liðnir eru átta mánuðir. Hásinin ætti
nokkurn veginn að hafa gróið.“
Sprauta hafði slæm áhrif
Emil fór í tvær aðgerðir hjá Hauki Björns-
syni. Annars vegar þar sem gert var við
slitna hásin en hins vegar vegna þess að hæl-
beinið hafði stækkað um of.
„Ég fór í fyrri aðgerðina 21. des. Það var
nú bara síðasta aðgerð ársins í Orkuhúsinu
held ég. Mér tókst rétt að troða mér inn á
föstudegi fyrir jól, nánast eftir lokun. Að-
gerðin gekk eins og í sögu en ég fór í aðra
aðgerð í febrúar út af hælbeininu. Hæl-
beinið hafði stækkað og átti þátt í því að
hásinin varð slæm en kúlan liggur und-
ir hásininni,“ sagði Emil en hann vann
fyrir verk í fætinum þegar síðasta
keppnistímabil hófst. Í framhaldinu
fékk hann sterasprautu og hann
segir að þar hafi verið gerð mistök.
„Ég fékk sterasprautu hjá
lækninum okkar í Sandefjord.
Ég komst að því eftir á að slíkt
á alls ekki að gera í svona tilfelli
vegna þess að ekki er mælt
með að sprauta sterum nærri
sinum. Sterarnir geta veikt há-
sinina og það var tilfellið hjá
mér. Af þessu lærði ég að maður
ætti alltaf að fá álit frá fleiri en
einum lækni áður en teknar eru
ákvarðanir sem geta haft áhrif á
ferilinn. Mér skilst að hásin slitni
ekki upp úr þurru heldur sé það
vegna einhvers sem er undirliggj-
andi.“
Er þetta í fyrsta skipti sem Emil
þarf að glíma við alvarleg meiðsli á
sínum ferli. „Maður hefur tekið það
sem sjálfsagðan hlut að vera heill
og ég hef ekki misst af mörgum
leikjum hjá FH. Ég hef verið
heppinn og þetta mun breyta
aðeins þeirri sýn sem
maður hefur á íþrótt-
ina,“ sagði Emil í samtali
við Morgunblaðið.
Emil Pálsson fór í tvær aðgerðir
Sleit hásin í desember
Endurhæfing Emil Páls-
son er að verða leikfær
á ný eftir langa bið.
Morgunblaðið/Eggert
Styttist í
fyrsta leik
Emils á árinu
Ísland mætir Egyptalandi í dag í 8-
liða úrslitum HM U19 karla í hand-
bolta eftir 39:34-sigur á Japan í 16-
liða úrslitum í Skopje í gær. Egypt-
ar slógu Slóvena út með 30:23-sigri
eftir að hafa unnið sinn riðil, sem í
voru meðal annars lið Svíþjóðar,
Frakklands og Ungverjalands.
Japan byrjaði betur en Ísland í
gær og komst í 4:1 en íslensku
strákarnir voru fljótir að snúa stöð-
unni sér í vil, komust meðal annars
í 10:6 og voru 16:13 yfir í hálfleik. Í
seinni hálfleik náði Ísland mest sjö
marka forskoti, 27:20, og vann loks
fimm marka sigur sem fyrr segir.
Haukur Þrastarson átti 12 stoð-
sendingar fyrir Ísland og skoraði 4
mörk. Tumi Steinn Rúnarsson var
markahæstur með 10 mörk úr 11
skotum. Dagur Gautason skoraði 8,
Eiríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór
Snær Óskarsson 6, Stiven Tobar
Valencia 2, Einar Örn Sindrason 1
og Guðjón Baldur Ómarsson 1. Sig-
urður Dan Óskarsson varði sjö af
þeim skotum sem hann fékk á sig,
eða 20%.
Ljósmynd/HSÍ
Öflugir Íslenska liðið í Skopje þar sem það er í hópi 8 bestu í heimi.
Mæta Egyptum í 8-
liða úrslitum á HM