Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Garðverkfæri í miklu úrvali
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá995
Volcan
skófla
Garðúðarar
frá 2.995
999Barna-
garðverk-
færi
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
695
Strákústar
á tannbursta
verði
tskerinKa
frá 1.995
Sláttuorf
Sandkassa grafa,3.495
frá595
Vírbursti
Hjólbörur 60L
Garðslöngur
og slöngutengi
Gasbrennari
,
100 kg
4.999
FRJÁLSAR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég er búin að gefa restina af tíma-
bilinu upp á bátinn núna,“ segir
hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir.
Snúin meiðsli hafa verið henni til traf-
ala allt þetta ár og nú er kominn tími
til að ráða bót á þeim. Þar með er
ljóst að Aníta fer ekki á sitt þriðja
heimsmeistaramót í Katar í næsta
mánuði, eftir að hafa keppt í 800
metra hlaupi á bæði HM 2015 og
2017. Nú horfir Aníta til Ólympíu-
leikanna í Tókýó.
Meiðslin sem Aníta hefur glímt við
eru í læri, en vegna þeirra hefur hún
sáralítið keppt í 800 metra hlaupi í
sumar. Hún getur hlaupið, en ekki
eins hratt og hún er vön. Hún harkaði
þó af sér til að sækja mikilvæg stig
fyrir Ísland í Skopje um helgina þar
sem hún varð í 2. sæti í bæði 800 og
1.500 metra hlaupi, þrátt fyrir að vera
langt frá sínum bestu tímum, þegar
Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild
EM.
Óæskileg svör við meiri hraða
„Ég byrjaði á því fyrir þremur vik-
um að reyna að æfa meiri hraða og
við því komu óæskileg viðbrögð í lær-
inu, svo ég hugsaði að það væri eins
gott að byrja bara uppbygginguna
fyrir næsta tímabil fyrr. Ég vonast til
þess að með því að hvíla mig núna
næstu þrjár vikur geti ég byrjað með
autt blað. Ef ég myndi halda áfram og
reyna við HM gæti þetta setið enn
meira í mér í vetur. Það er leiðinlegt
að vera ekki hundrað prósent,“ segir
Aníta.
„Þetta er svolítil ráðgáta, en fyrst
þetta tekur svona langan tíma þá eru
þetta líklega ekki meiðsli í vöðva
heldur í sin eða einhverjum fest-
ingum. Þetta varð betra og betra í
sumar, af einhverjum ástæðum,
kannski af því ég hljóp á minni hraða,
en ég veit ekki hvernig þetta byrjaði.
Þetta kom fyrst upp í desember.
Kannski hef ég misstigið mig ein-
hvern veginn án þess að taka eftir
því. Það er frekar þannig að ákveðnar
æfingar erta meiðslin meira en að
keppa. Svo fann ég reyndar núna að
þetta var aðeins verra eftir 800 metra
hlaupið um helgina, en ég hljóp samt í
gegnum 1.500 metra hlaupið,“ segir
Aníta, sem nú ætlar að hvíla sig al-
mennilega.
Hefði mátt hvíla mig fyrr
„Það er svo erfitt fyrir íþróttafólk
að hvíla sig alveg og ég hafði ekki gef-
ið því nógu mikinn séns. En ég tel að
það séu góðar líkur á að maður geti
byrjað á fullu eftir nokkrar vikur ef
ég sleppi því alveg núna að hlaupa
næstu tvr til þrjár vikur. Ég hefði
kannski alveg mátt prófa það fyrr.
Þetta eru langvinnustu meiðsli sem
ég hef glímt við. Þegar maður tognar
eða brýtur bein eða slíkt veit maður
líka hvað málið er og hve langan tíma
meiðslin taka, en þetta er ekki eins
augljóst. Maður getur skokkað og
hlaupið á ágætu tempói, en þegar
maður ætlar að stækka skrefin þá er
einhver fyrirstaða,“ segir Aníta.
Eina 800 metra hlaupið hennar í
sumar, þar til um helgina, var á
Meistaramóti Íslands í júlí þegar hún
hljóp á 2:08,17 mínútum. Bestu tímar
Anítu eru alveg við tvær mínútur
sléttar. „Þarna fann ég að það var
ennþá einhver fyrirstaða svo ég rúll-
aði bara í gegnum hlaupið án þess að
pína mig neitt. Formið hjá mér var
hins vegar nógu gott til þess að ég
gæti verið að keppa í 1.500 metra
hlaupi í sumar, sem var mikilvægt því
ég held að það væru allt of mikil við-
brigði að sleppa alveg úr ári í
keppni,“ segir Aníta sem keppti á
mótum í Belgíu, en hún var búsett í
Hollandi meira og minna í sumar, í
von um að geta skipt um gír á ein-
hverjum tímapunkti og farið af fullum
krafti inn í keppnistímabilið.
Einbeitir sér að Ólympíuleikum
Nú horfir Aníta til Tókýó, eftir að
hafa lent í 20. sæti á Ólympíu-
leikunum í Ríó 2016:
„Klárlega. Það er í raun ástæðan
fyrir því að ég ákvað að slútta þessu
tímabili núna. Að þannig kæmist ég
fyrr í uppbyggingu fyrir Ólympíu-
leikana. Ég er líka skráð í fjarnám í
skólanum til að geta einbeitt mér bet-
ur að æfingum. Það er sérstaklega
gaman að æfa á ólympíuári,“ segir
Aníta sem er að hefja annað ár sitt í
kennaranámi. Hún mun væntanlega
þurfa að keppa talsvert á mótum til
að safna stigum á heimslista, en röð-
un á heimslista ræður því hvaða
hlauparar komast á Ólympíuleikana
(hægt er að tryggja sig inn á leikana í
800 metra hlaupi með því að hlaupa á
1:59,50 mínútum). Frjálsíþróttamót
hafa mismikið vægi í þessu sambandi
og til að mynda hafa landsmót mikið
vægi. Áður þurfti frjálsíþróttafólk að
ná ákveðnu lágmarki til að komast á
Ólympíuleika, en ekki sæti á heims-
lista.
„Ég hef rætt þetta við aðra hlaup-
ara og mér finnst eins og almennt
ætli fólk bara að halda sínu striki. Það
skilur svo sem enginn þetta kerfi al-
veg ennþá, en mótin eru farin að telja
til stiga og það er þeim mun mikil-
vægara að vera orðinn heill næsta vor
og geta safnað stigum á mótum.“
„Þetta er svolítil ráðgáta“
Meiðsl hafa haldið aftur af Anítu allt árið Fer ekki á HM en horfir til ÓL
Ljósmynd/FRÍ
Evrópubikar Þrátt fyrir
meiðslin keppti Aníta á EM í
Skopje og fékk silfur í 800 og
1.500 metra hlaupi.
Bödö/Glimt, liði Olivers Sigurjóns-
sonar gengur afskaplega vel í
norsku knattspyrnunni og er í bull-
andi toppbárattu. Liðið er á toppn-
um með 38 stig eftir útisigur á
Kristiansund í gær 2:1. Liðið er
tveimur stigum á undan Molde sem
fór svo illa með KR í Evrópudeild-
inni í sumar. Oliver var ekki í leik-
mannahópi toppliðsins.
Stórlið Rosenborg er aðeins í 5.
sæti sem stendur þótt liðið sé komið
áfram í Meistaradeildinni eftir tvo
örugga sigra gegn Íslandsvinunum
í Maribor. kris@mbl.is
Bödö/Glimt á
toppnum
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Á toppnum Oliver Sigurjónsson,
leikmaður Bödö/Glimt.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, var hæstánægður með
þá ákvörðun UEFA að láta konu
dæma leik Liverpool og Chelsea í
Stórbikar Evrópu sem fram fór í
Istanbúl í gærkvöld Frakkinn
Stephanie Frappart dæmdi leikinn
og var það í fyrsta sinn sem kona
dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA.
„Loksins“ sagði Klopp á blaða-
mannafundi í gær. „Það var kominn
tími til og ég er ánægður með að fá
að taka þátt í þessu sögulega
augnabliki,“ sagði Þjóðverjinn
meðal annars. sport@mbl.is
Tími til kominn
að mati Klopp
AFP
Dómarinn Hin franska Stephanie
Frappart mun annast dómgæsluna.
Erla Björg Hafsteinsdóttir og
Drífa Harðardóttir eru heimsmeist-
ararar í sínum aldursflokki í tvíliða-
leik í badminton eftir sigur gegn
Helenu Abusdal frá Noregi og Katju
Wengberg frá Svíþjóð í úrslitaleik á
HM í badminton 40 ára og eldri
sem fram fer í Póllandi.
Sinisa Bilic er genginn til liðs við
körfuknattleiksdeild Tindastóls og
mun hann leika með liðinu í úrvals-
deild karla á næstu leiktíð en það
var Feykir.is sem greindi fyrst frá.
Bilic er króatískur framherji sem er
fæddur árið 1989. Bilic er tæpir
tveir metrar á hæð en þykir fjölhæf-
ur leikmaður og sterkur undir körf-
unni. Þá mun hann einnig vera góð
þriggja stiga skytta. Tindastóll end-
aði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar á
síðustu leiktíð og féll úr leik í átta
liða úrslitum Íslandsmótsins.
Nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi,
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili,
hóf leik á móti í Frakklandi í gær á
LET Access mótaröðinni. Guðrún
virðist ekki hafa verið mjög fersk og
lék á 75 höggum
og var á fjórum
höggum yfir
pari. Er hún
í 42. sæti
að loknum
fyrsta
keppn-
isdegi en
besta skor
dagsins
var 65
högg. Ekki voru þó
nema fjórtán kylf-
ingar undir pari
og völlurinn því
væntanlega krefj-
andi.
Eitt
ogannað