Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Söngleikurinn We Will Rock You verður frumsýndur í Háskólabíói í kvöld. Þar fara þjóðkunnir listamenn með aðalhlutverk og brúa um leið kynslóðabil – í því samhengi má nefna að Króli og Laddi stíga báðir á svið og mun það vera frumraun söngvarans unga á stóra sviðinu í leiklistarbransanum. Hann fer með hlutverk Galileós Fígarós, sem kynn- ist stúlkunni Scharamouche. Hana leikur unga leikkonan Katla Njáls- dóttir, sem lék í sjónvarpsþáttaröð- inni Föngum og kvikmyndinni Hjartasteini. Þau ætla sér að finna músíkina að nýju í framtíðarheimi þar sem öll tónlist, að stafrænni tón- list stórveldisins Globalsoft undan- skilinni, er bönnuð. Í samstarfi við Queen Sýningin hefur verið sett á svið í nær öllum heimshornum og hóf göngu sína árið 2002, þegar rithöf- undurinn Ben Elton kom að máli við liðsmenn Queen. Hann hafði ritað skáldsögu sem gerist í framtíðinni og hefur litla sem enga tengingu við hljómsveitina. Lög sveitarinnar smellpössuðu hins vegar inn í sögu Eltons svo úr varð söngleikur sem hefur náð að lifa góðu lífi til dagsins í dag, þrátt fyrir að hafa sætt gagn- rýni fyrst um sinn. Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri We Will Rock You, segir að sýningin snúist um að segja sögu og lög Queen, sem sungin eru á íslensku, séu notuð til þess. „Leikritið hefst á því að Galileó fer að heyra raddir og hljóð í höfðinu á sér og hljóðin hrökkva upp úr honum. Þetta eru allt rímur úr popptextum og lögum. Enginn í kringum hann veit hvað þetta er, því öll músík er bönnuð, nema stafræn fjöldaframleidd músík sem ríkir,“ segir Vignir um sögu- þráðinn. Öll lög sungin á íslensku Lögin eru sungin í íslenskri þýð- ingu Jóhanns Axels Andersen, sem hefur þýtt fjölda kvikmynda fyrir Sambíóin. „Karl Ogleirsson tók eftir því hversu ótrúlega vel textarnir voru þýddir í Mary Poppins 2 þegar hann var í bíó með konunni sinni svo okkur datt í hug að heyra í honum,“ segir Vignir og bætir við að Jóhann hafi klárað verkið í sumarfríinu. „Við erum ennþá að átta okkur á því hversu mikill lukkupottur þetta var vegna þess að þetta er ótrúlega skemmtilegt og vel gert hjá honum. Björn Jörundur er nú frægur orðsins maður og hann er alveg flissandi hérna yfir litlum bröndurum og skír- skotunum og leikararnir tala um hversu þægilegt er að syngja þetta.“ Þess má geta að tvö lög úr sýning- unni hafa þegar verið gefin út; ís- lensk útgáfa af „Under Pressure“, „Ofsa pressa“, ásamt laginu „Leiktu með“ með Ragnhildi Gísladóttur. Hún fer með hlutverk hinnar svo- nefndu Killer Queen sem er allsráð- andi í hinum gegnsýrða framtíð- arheimi. Queen með útsendara Eins og áður sagði var söngleik- urinn saminn í samstarfi við meðlimi Queen, sem eru þess vísir að sýn- ingin verður sett á svið á Íslandi í dag. Þeir munu senda fólk á sínum vegum til að verða vitni að afrakstri íslenska leikhópsins. „Það er aldrei að vita hvort Queen- karlarnir láti sjá sig. Þeir hafa alveg gert það í gegnum tíðina, sérstaklega á sínum tíma þegar sýningin var sett á svið í London. Alltaf á afmælinu hans Mercurys kom Brian May og tók gítarsóló til dæmis,“ segir Vignir. Hann segir að leikhópurinn, undir stjórn hinnar bresku Chantelle Car- ey, standi sig með prýði og mun bet- ur en hann þorði að vona – leik- ararnir gamalreyndu, Ragnhildur, Laddi og Björn Jörundur, fái að verða vitni að hæfileikaríkum hópi. „Það er reyndar búið að vera ótrú- lega magnað að sjá Ladda í hópi með þessum krökkum, hann gæti verið langafi nokkurra þeirra, því hann er orðinn 72 ára – það gleymist stund- um. Hann byrjar stundum að koma með hugmyndir og tilboð og við þurf- um stundum að stoppa æfingarnar vegna þess að krakkarnir, sem eru 17-18 ára, veltast um af hlátri,“ segir Vignir. Er flókið að setja sýninguna á svið? „Já, við vissum svo sem að það yrði það en síðan er þetta í Háskólabíói, svo við erum ekki með eiginlegt leik- hús, það er einn stakkurinn sem er búið að sníða kringum okkur. En þá eru bara fleiri lausnir og hugmyndir sem maður þarf að fá. Þetta er gam- an, það sagði enginn að þetta væri auðvelt,“ svarar Vignir. Miðasala fer fram á tix.is. Bjarga rokkinu með Queen Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tímamót Söngleikurinn We Will Rock You, í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar, verður loks sýndur á Íslandi.  Söngleikurinn We Will Rock You verður frumsýndur í kvöld  Króli, Katla Njálsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Björn Jörundur og Laddi meðal leikenda Kvartettinn Umbra heldur tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 21 og leikur miðaldatónlist frá Evrópu og trúarlega og veraldlega tónlist frá Norðurlöndum og meginlandi Evr- ópu, auk þjóðlaga frá sömu mál- svæðum. Er það einradda og fjöl- radda tónlist, bæði sungin og leikin í útsetningum Umbru. Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverð kr. 2.000. Í tilkynningu segir að um nokk- urra ára skeið hafi Listaháskóli Ís- lands sótt Stykkishólm heim með nemendur sína í tónlistardeildum. Þeir hafa dvalið þar um vikutíma og átt samstarf og verkefni þvert á deildir. „Afraksturinn er fjölbreytt tónleikahald í Stykkishólmi á meðan á verkefninu stendur auk þess sem nemendum og íbúum í Stykkishólmi gefst kostur á þátttöku í ýmsum smiðjum sem fram fara. Hefur verk- efnið mælst mjög vel fyrir af heima- mönnum og nemendum LHÍ,“ segir í tilkynningu og að í einu slíku verk- efni hafi orðið til hugmynd þátttak- endanna Alexöndru Kjeld kontra- bassaleikara, Arngerðar Maríu Árnadóttur orgel- og hörpuleikara, Guðbjargar Hlínar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Lilju Daggar Gunn- arsdóttur söngvara um að stofna tónlistarhóp þar sem ólíkar víddir hinnar fornu tónlistar væru kann- aðar. Kvartettinn var stofnaður árið 2014 og hefur æ síðan flutt forna tónlist í eigin útsetningum og í spuna með eigin hljóðheimi sem hef- ur fornan blæ. Umbra Kvartettinn var stofnaður fyrir fimm árum. Umbra í Stykkishólmi Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur verið sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna kyn- ferðislega og hóf Óperan í Los Ang- eles rannsókn í fyrradag, skv. frétt dagblaðsins New York Times, á því hvort eitthvað væri hæft í þeim ásökunum. Domingo var einn þeirra sem stofnuðu óperuna og hefur starfað fyrir hana allt frá árinu 2003. AP fréttaveitan greindi upphaflega frá því að fjöldi kvenna hefði borið sakir á Domingo og skóku ásakanirnar óperuheiminn. Domingo er orðinn 78 ára og enn valdamikill innan Óperunnar í Los Angeles. Domingo er sakaður um að hafa þvingað fjölda kvenna til kynmaka allt frá því snemma á ní- unda áratugnum. Sjö konur halda því fram að það að hafna Domingo hafi komið niður á þeim í starfi. Ásakaður Plácido Domingo. Óperan rannsakar mál Domingo Tríó Ómars Einarssonar gítarleik- ara kemur fram í tónleikaröð Sal- arins, Sumarjazz, í dag kl. 17 og flytur „skemmtilegar útsetningar á þekktum jazzlögum og latin-tónlist auk frumsaminna ópusa,“ eins og því er lýst í tölvupósti. Ómar og Jón Rafnsson kontrabassaleikari hafa starfað saman í tæpa þrjá áratugi en fyrir ári slóst slagverksleikarinn Erik Qvick í lið með þeim og segir í tilkynningu að sú viðbót hafi gefið tónlistinni skemmtilega áferð. Djassarar Tríó Ómars Einarssonar. Tríó Ómars í Sum- arjazzi Salarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.