Tíðbrá - 01.11.1928, Qupperneq 6
4
TÍÐBRÁ
ráð, að get'a út tvö rit ura guðspekileg efni. Er þá ann-
að algerlega sniðið eí'tir þörfum félagsmanna, en hitt
miðað að raestu við utanfélagsmenn. Þykir þetta gef-
ast miklu betur en útgáfa eins rits, sem reynir að gera
hvorumtveggja til hæfis. „Gangleri" hefir einkum tekið
tillit til utanfélagsmanna. En fréttablað innan deildar-
innar hefir í rauninni vantað, síðan „gamli Gangleri“
hætti að koma út. Fyrir því vonar deildarstjórnin, að
blað þetta verði vel þegið af félagsmönnum og komi
þeirn i góðar þarfir. Og heitir hún á alla félagsmenn
að leggja sitt fram til þess, að blaðið inegi verða sem
bezt.
Deildarstjórninni er vel ljóst, að ritstjórn blaðsins er
langt frá því, að vera vandalaust verk. En hún hyggur
að hún hafi valið lil verksins mann, sem er vandanum
vaxinn. K.
* * *
Skýrt hefir verið frá því hér að framan, hver tildrög
voru til útgáfu blaðs þessa. Getið er og um aðal tilgang
þess. —
Jeg hefi tekið að mér ritstjórn blaðsins, ábyrgð á
efni þess og útsendingu til stúkna, en ætlast er til að
stúkustjórnir annist um afgreiðslu þess, hver í sinni
stúku.
Tilgangur blaðsins næst því að eins, að samvinna
takist milli mín og félagsmanna. Smágreinar, sem varða
félagið eða tilgang þess, verða kærkomnar og munu
birtasl i blaðinu, annað hvort heilar, eða í útdrætti.
Þar eð um svo takmarkað rúm er að ræða, verður vand-
inn mun meiri.
Fyrst og fremst er blaðið ætlað öllum félagsmönnum,
en þó verður séð svo um, að þeim, sem eru áhugasamir
um audleg mál og vildu kynna sér hina ytri hlið fé-
lagsskaparins, engu síður en hina innri, gefist kostur
á að eignast blaðið, snúi þeir sjer til afgreiðslunnar.
Hólmfríður Árnadóttir.
Afgreiðsla „TtSbrár" lngólfsstrœti 22,
Reykjavih.