Tíðbrá - 01.11.1928, Page 9

Tíðbrá - 01.11.1928, Page 9
TlÐBRÁ 7 Fundir hafa verið vel sóttir. Venjulega voru flestir félagsm. á fundi, þeir, sem i bænum hafa veriS. Ennfremur hefir frú Unnur Skúladóttir, sem er meðlimur Septimu, sótt hvern fund og iðulega leikið á hljóðfærið. Sömuleiðis tók hún að sér að kenna nokkrum stúkufélögum undirstöðuatriði enskrar tungu, og eru þeir henni mjög þakklátir fyrir. Anna Ingvarsdóttir hefir nokkrum sinnum skemt stúkufé- iögum með einsöng á fundum og leikið á hljóðfæri. Stúkufélagar eru alls 25. Fyrir utan fundarefnin er það eitt mál, sem félagsmenn hafa hugsað allmikið um: Þá langar til að tryggja sér nægi- lega stóran og hentugar fundarsal um komandi ár. Er nú alt útlit fyrir að það muni takast, sakir áhuga og fórnfýsi stúku- félaga. Og er íslandsdeild Guðspekifélagsins skvlt að styðja mál þeirra eftir megni. Sannleiksieitin. Engin skýrsla hefir borist frá stúkunni. Eru nú að eins 2 félagar i henni. Systkinabandið. Venjulegur starfstími stúkunnar er frá byrjun nóvember til mailoka. Á þeim tíma eru fundir haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar. Auk þess hefir það verið venja að kalla sam- an aukafundi, þegar ástæða hefir þótt til þess. Á umliðnu ári voru þrir slikir fundir haldnir. Tilefni þeirra var koma C. Jinarajadasa. Grétars Fells og áttræðisafmæli dr. Annie Besant. Afmælisfundur frú Besant var haldinn i les- stofu stúkunnar, og var jafnframt því að vera virðingar- og þakklætisvottur til forseta félagsins, vigsluhátið lesstofunnar. Haldnir hafa verið 13 reglulegir fundir á árinu. Hafa því alls verið haldnir 16 fundir með þeim, sem áður voru taldir. Þessir hafa lagt til eða lesið upp fundarefni: Kristin Matthíasson flutti 10 erindi: — Fjögur frumsamin: Um veginn og dulrænar vigslur. — Svargrein til Þ. Þ. — Hugsanamyndir og messur frjálskatólsku kirkjunnar. — Náttúruandar og devar. — Fjögur þýdd erindi um komu mannkynsfræðarans eftir A. Besant, eitt erindi eftir séra Matthías Jochumsson og tvær greinar eftir Jón Árnason. Grétar Fells 1 erindi um helgisiði. C. Jinarajadasa ávarpaði félagsmenn og svaraði fyrirspurnum. Jónas t>ór flutti 1 erindi um bræðralag. Ingimar Óskarsson las upp þýðingu á ritgerð eftir ’l'agore: Lausn frá illu. Lára Ólafsdóttir las upp á tveimur fundum þýddan útdrátt úr erindum eftir próf. Emile Marcault um uppeldismál. Tveir fundannp. voru umræðufundir.

x

Tíðbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.