Tíðbrá - 01.11.1928, Page 19

Tíðbrá - 01.11.1928, Page 19
TÍÐBRÁ 17 Úr ársfjórðungsbréfi frá C. Jinarajadasa, rituðu 17. nóvember 1927. — „Eg hvarf frá Indíalandi í byrjun marz. Stjórn- aði síðan ársfundi ítala i Palermo og því næst ársfundi frönsku deildarinnar í París. Eftir þetta starfaði ég aðallega á Englandi og hélt meðal annars þrjú erindi í Dísarhöll (Queen’s Hall). Og á eftir Stjörnufundin- um í Ommen kom heimsókn mín til íslands. íslenzka deildin okkar heldur því fram, að ef miðað sé við fólksfjölda landsins, sé hún öflugasta deildin í öllu Guðspekifélaginu, því að hún hafi tiltölulega fleiri fé- lagsmenn en nokkur önnur guðspekideild. Þriggja vikna dvöl mín á íslandi, kom mér í kynni við óvenju góða guðspekideild. Enginn erlendur guðspekifélagi, að einum undanskildum, hafði heimsótt guðspekideild- ina á undan mér. Hinir íslenzku bræður okkar eiga þess vegna sérstakan heiður skilið fyrir það, að hafa alveg af sjálfsdáðum þroskað með sér svo öflugan fé- lagsskap". S>. |>ýddi. Stjörnufélagið. Fundurinn í Ommen og fleira. Stjörnufélagsfundurinn var haldinn, eins og til stóð, dagana 2.—10. ágúst í sumar. Sjö íslendingar sóttu fundinn. Séra Jakob Kristinsson og kona hans höfðu ætlað sér að fara, en hann veiktist hastarlega rétt áður en ákveðið var að leg'gja af stað. Frú Guðrún Sveins- dóttir var fulltrúi Islands á fundinum. Frú Annie Be- sant hafði gjört ráð fyrir að vera á fundinum, en sök- um lasleika gat hún ekki efnt það. Allir, sem héðan fóru, virðast hafa auðgast við förina, hver á sinn hátt. Hver um sig hefir sína sögu að segja af áhrifum fund- arnis, og enginn þeirra sér eftir förinni. Kenningar Krishnamurti snertu þá með ýmsum hætti. Sumir fylt- ust uppreisnaranda gegn vissum kenningum hans, öðr-

x

Tíðbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.