Tíðbrá - 01.11.1928, Síða 28

Tíðbrá - 01.11.1928, Síða 28
2f> TÍÐBRÁ þröngsýni og dramblætis flokkaskiftingu. Þjer eruð ef til vill fáliðuð, samanborið við mannfjölda heimsins, en andans afl og orka eru ekki komin undir mergð manna; þar ræður meiru um brennandi og einlægur á- hugi. Heit trú og áhugi fyrir sannleikanum geta flutt á burt fjöll fáfræði, hindurvitna og fordóma. Þér hafið trúað. Þér hafið lifað. Og þó flest yðar hafi lifað lífi því, sem hinn ytri heimur, — sá heimur, sem lifir sjálfs- ánægju og siðvenjulífi telur lítilmótlegt - því fæst yðar teljast til hinna svo kölluðu tignarstétta mannfé- Iagsins — þá eruð þér kunn í vorum heimi og þar skoð- uð sem sendiboðar ljóss og gleði. Lif yðar er ekki lítil- mótlegt, heldur þeirra, sem hyggja sig vera salt jarðar. Yðar ljós skín í þeirra inyrkri, og því er það, að myrkr- ið er að hverfa fyrir morgunbjarmanum. Þar eð nú er full ástæða til að fagna yfir framtið, sem felur í sér t'yrirheit um ríkulega uppskeru, er ekki ástæðulaust að minnast með hollustu og aðdáun stofnenda félags- ins og þeirra tryggu fylgismanna. Það voru þeir, sein urðu fyrir ofstækisfullum árásum og aðhlátri; það voru þeir, sem voru hataðir og ofsóttir á all- ar lundir, og það voru þeir, sem urðu að þola það, sem öllum sannleik mætir, hvar sem hann er boð- aður, meðan hann smámsaman brýzt í gegnuin blæju meðaumkunar, til þess að mæta fáfræðinni augliti til auglitis, fáfræði þeirri, sem öllu vill eyða, sem eigi fær hún skilið. Stofnenduin félagsins er kunnugt um þakk- látsemi vora. Sýnið þeim nú þakklæti yðar á þann hátt, að halda áfram því verki, sem þeir áttu svo dásamlegt upphaf að. Vér lánum yður aftur hinn hugdjarfa for- seta yðar, svo þér eins og áður njótið vegleiðslu og upp- örvunar vors vígða fulltrúa i hinum sýnilega heimi, vors hjartfólgna, elskaða bróður og forseta yðar. Mörg ár mun hún enn dvelja meðal yðar og vísa yður, ef þér óskið þess, þann veg, sem vér höfum valið félagi voru. Þér elskið hana einnig, en fyrir nokkrum öldum kynn- uð þér að hafa fylgt henni á aftökustaðinn. Nú fylgið þér henni ekki til aftöku — heldur til fyllra lífs.

x

Tíðbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.