Tíðbrá - 01.11.1928, Side 29
TÍÐBRÁ
27
Fylgið henni, bræður. Betri leiðsögumann en hana get-
ið þér eigi eignast, hana, sem hefir um mörg æfiskeið
lifað til þess að þjóna meðbræðrum sínum, hana, sem
hefir þolað pislax-vætti hetjunnar, hana, sem hefir geng-
ið í gegn uin kvalir þær, sem heimurinn i heiftaræði
sínu — jafnvel gegn vilja sínum — bakar þeim, sem
elska hann. Sýnið henni hollustu, því þá eruð þér trúir
hinum stóru hugsjónum, sem hún svo undursamlega
lifir.
Önnur hálf öld — fögur yfir að sjá — er framund-
an yður. Hlustið á orð vor: Þér hafið á yðar valdi að
afkasta meiru í náinni framtíð en nokkurt annað fé-
lag karla og kvenna hefir nokkru sinni áður gjört.
Hlustið á orð vor: Næstu hálfa öld getið þér gjört
hræðralag að lifandi raunveruleika í heiminum. Þér
getið komið því til leiðar, að þeir sem þrátta, þjóðir og
stéttir manna, leggi niður allan misklíð; þjer getið haft
þau áhrif, að hin ýmsu trúarfélög lifi aftur saman í
bróðerni og skil.ji og virði hvert annað. Gjörið Guð-
speki að lifandi orku i lífi yðar, og fyrir yðar eftir-
dæmi mun á skömmuin tíma hverfa allur ætta- og
stéttamunur, sem svo lengi hefir verið undirrót haturs
og harðýðg'i, og þá mun enginn annar mismunur verða
til en sá, sem stafar af ólíkum verkefnum í þjónustu
þjóðar-fjölskyldunnar og heims-bræðralagsins. Frábær-
ir gullgjörðarmenn (alchemists) munuð þér verða — sé
það vilji yðar með því að breyta fávísi í vizku, hatri
í ást, torrtryggni í traust og aðgreinandi drambi í
sanna jafnaðarmensku.. Frábærir garðyrkjumenn mun-
uð þér verða — sé það vilji yðar — með því að gjöra
heiminn að ilmandi blómgarði og útrýma úr jarðvegi
hans eitruðu illgresi. Frábærir eldri bræður munuð þér
verða sé það vilji yðar með því að vernda alla,
sem eru yngri en þér, blessa þá með mildri, innilegri
og viturlegri samhygð, og gjörið það í enn fyllra mæli,
þá er bræðurnir eru langt á eftir yður á þroskabraut
lífsins. Verið bliðir við börn, en sýnið þó enn meiri mildi
þeiin, sem hrasa — sökum fáfræði; sýnið einnig dýrum