Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 36
34
Fjölmiðlun og menning 2003
II. Fyrirtœki. í kaflanum er annars vegar birt yfirlit um
stærstu fyrirtækin á sviði fjölmiðlunar, fjarskiptaog skyldrar
starfsemi miðað við veltu á árinu 2001 og hins vegar er
dregin upp mynd af ítökum stærstu fyrirtækja í þessum
greinum. Upplýsingar um veltu eru sóttar til tímaritsins
Frjálsrar verslunar.3 Aðrar upplýsingar eru byggðar á upp-
lýsingum úr ársskýrslum fyrirtækja og fyrirtækjafréttum.
III. Opinber útgjöld. Efni þessa kafla er útgjöld þess
opinbera, ríkissjóðs og sveitarfélaga til fjölmiðlunar og
menningarmála á árabilinu 1990-1999/2000.4
IV. Einkaneysla. Hérgreinirfráheildarútgjöldumeinstak-
linga til fjölmiðlunar, fjarskipta, menningar og afþreyingar
í heild og eftir einstökum sviðum á árabilinu 1985-2001.5
V. Bækur. Ekki er vitað með vissu hvenær bókaútgáfa og
prentun hófst hér á landi, en almennt er talið að það hafi
verið um 1530. Elsta kunna rit sem prentað var hér á landi
er Breviarium Holense, latnesk tíða- eða bænabók presta
(líklega útg. 1534). Fyrsta bók sem prentuð var á íslensku
var þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu,
prentuð í Hróarskeldu 1540. Bókaútgáfan var um langt
skeið einskorðuð að mestu við útgáfu kirkjulegra rita, lög-
bóka og fomsagna. Utgáfan varð smám saman fjölbreyttari
eftir því sem fram leið á 19. öldina.6
Uppistaða efnis í þessum kafla er um útgefnar bækur á
árabilinu 1965-2000,7 greint eftir bókum og bæklingum,
frumritum og endurútgáfum, efni og þýðingum. Birtar eru
tölur um ýmislegt annað efni tengt bókum og bókaútgáfu,
s.s. útgáfu barnabóka, kennslubóka, hljóðbóka, bóksölu,
innflutning bóka og bóklestur. Tölur um umfang bókaútgáf-
unnar eru sóttar í íslenska bókaskrá og Gegni, bókfræðilegan
gagnagrunn Landbókasafns íslands - Háskólabókasafns.
Aðrar tölur eru fengnar úr ýmsum áttum, s.s. könnunum,
innflutningsskýrslum og virðisaukaskattsskýrslum.
I töflum yfir útgefnar bækur eru hvorki meðtalin smárit,
þ.e. rit 4 síður og færri að stærð og ýmislegt annað smálegt,
s.s. ársskýrslur fyrirtækja og stofnana, né verk sem erlendir
aðilar hafa látið prenta hérlendis.
Ekki er til neitt heildary firlit y fir bóksöluna og upplýsingar
um sölu bóka eru af skomum skammti. Hér eru þó birtar
tölurumbóksölu áárabilinu 1991-1995 samkvæmtúttektum
Hagfræðistofnunar Háskóla íslands á meðal stærstu bóka-
forlaganna.
VI. Almenningsbókasöjh. Forsögu almenningsbókasafna
er að leita til stofnunar og starfsemi lestarfélaga á 18. og 19.
3 Tímaritið Frjáls verslun hefur um árabil birt tölur um veltu og
aðrar rekstrarstærðir stærstu fyrirtækja samkvæmt álagningar-
skrá.
4 Eldri tölur en birtar eru hér fást í útgáfum fyrrum Þjóðhags-
stofnunar, eins og í Búskap hins opinbera.
5 f Söguleguyfirliti hagtalna 1945-1997 (útg. afÞjóðhagsstofnun)
er að finna upplýsingar um upphæð og skiptingu einkaney slunnar
fyrir þann tíma sem hér er fjallað um.
6 Sjá t.d. Böðvar Kvaran, Auðlegð Islendinga. Brot úr sögu
íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu og fram á
þessa öld (Reykjavfk, 1995).
7 Eldri tölulegar upplýsingar um bókaútgáfuna er m.a. að finna í
Ólafi F. Hjartar, „íslenzk bókaútgáfa 1887-1966“, Árbók,
Landsbókasafn Islands 24, 1967.
öld. Fyrstu lestrarfélögin vom stofnuð af embættismönnum
og menntamönnum laust fyrir aldamótin 1800. Það er fyrst
um miðja 19. öld sem lestrarfélög eru stofnuð með fræðslu
og menntun alþýðufólks að markmiði. Fyrsta lestarfélagið
sem opið var almenningi var Flateyjarframfara stofnfélags
bréflega félag, stofnað 1833, sem telja má með réttu fyrsta
alþýðubókasafn hér á landi.8 Lög voru sett um starfsemi
lestrarfélaga árið 1937. Almenn löggjöf um almennings-
bókasöfn var fyrst samþykkt árið 1976. Núgildandi lög um
almenningsbókasöfn eru frá 1997.9
Menntamálaráðuneytið annast gagnasöfnun um starfsemi
almenningsbókasafna, að bókasöfnum á vistheimilum,
sjúkrastofnunum og fangelsum meðtöldum. Upplýsingar
um söfnin hafa flestar birst í Arsskýrslu almennings-
bókasafna frá 1987 og er efniviður kaflans að mestu fenginn
þaðan. Fyrir þann tíma er árskýrslurnar ná eru upplýsingar
um starfsemi safnanna fátæklegar. 1 kaflanum er m.a. að
finna upplýsingar um safnkost, útlán og skráða lánþega
eftir bókasafnsumdæmum, ráðstöfunarfé og rekstrargjöld
safnanna, auk ýmiss annars smálegs efnis, s.s. um aðgang
safngesta að tölvum, nýmiðlum og Netinu og notkun
almenningsbókasafna samkvæmt könnunum.
VII. Blöð. Upphaf eiginlegrar blaðaútgáfu hér á landi er
oft rakið til útgáfu Þjóðólfs (1848-1912), enda skar blaðið
sig frá forverum sínum jafnt er varðar brot, efni, efnistök og
útgáfutíðni.10 Hér er þó ekki skyggnst svo langt aftur. Þess
í stað eru fyrri tímamörk kaflans sett við aldamótin 1900,
eða um það leyti sem fyrstu tilraunir eru gerðar til útgáfu
dagblaða, þ.e. með útgáfu Dagskár Einars Benediktssonar
sem dagblaðs í nokkrar vikur árið 1897 og Dagblaðsins -
blaðs Jóns Olafssonar - sem út kom sem dagblað um skeið
á árunum 1906-1907. Fyrsta dagblaðið sem gefið var út
reglulega yfir lengra tímabil var Vísir sem kom óslitið út frá
1910ogframáárið 1981 erblaðið varsameinaðDagWaðmn
sem Dagblaðið-Vísir (DV).n
Efni kaflans er dregið víða að: úr ársreikningum og
gögnum blaðanna sjálfra, skýrslum útgefenda til Hagstof-
unnar og margvíslegum prentuðum heimildum. Efnið
einskorðast nær eingöngu við útgáfu dagblaða og vikublaða.
Blöð útgefin sjaldnar liggja hér að mestu milli hluta. Gerð
er m.a. grein fyrir fjölda útgefinna biaða, síðufjölda,
8 Helgi Magnússon „Fræðafélög og bókaútgáfa", í Inga Sigurðs-
syni (ritstj.), Upplýsingin á Islandi (Reykjavík, 1990) og Þór
Magnússon, „Libraries and Museums“, Iceland: The Republic
(Reykjavík, 1996).
9 Lög um almenningsbókasöfn, 1997, nr. 36.
10 Sbr. Halldór Hermannsson, „Icelandic Periodical Literature
Down to the Year 1874“, Islandica, 11, (íþöku, New York,
1918), Jette D. Spllinge og Niels Thomsen, De Danske Aviser
1634-1989, 2. (1848-1917) (Óðinsvéum, 1989) og Vilhjálm Þ.
Gíslason, Blöð og blaðamenn 1773-1944 (Reykjavík, 1972).
11 Itarlegt sögulegt yfirlit um blaðaútgáfuna hér á landi er að finna
í Guðjóni Friðrikssyni, Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar á
íslandi frá upphafi til vorra daga (Reykjavík, 2000). -Fyrir
staðar- og landshlutablöð sérstaklega, sjá Lars-Áke Engblom,
„Islandsk landsortspress: Frán handskrifter till hemsidor pá
hundrada ár“, í Karl Erik Gustafsson (ritstj.), Nordisk
landsortspress pá 1990-talet (Gautaborg, 2001).