Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 38
36
Fjölmiðlun og menning 2003
Taka kvikmynda hófst hér um svipað leyti og reglulegar
kvikmyndasýningar hófust. Lengst af var íslensk kvik-
myndagerð stopul iðja. Þar varð ekki breyting á fyrr en í lok
áttunda áratugarins og það sem oft hefur verið nefnt „íslenska
kvikmyndavorið” gekk í garð. Telja má að frumsýning
kvikmyndanna Morðsögu, í leikstjórn Reynis Oddssonar,
árið 1977 og Lands og sona, í leikstjórn Agústs Guðmunds-
sonar þremur árum síðar, marki upphaf íslenskrar nútíma-
kvikmyndagerðar. Þá hafði ekki verið framleidd löng leikin
kvikmynd með þátttöku Islendinga frá því er íslenskir
aðilar komu að framleiðslu Rauða skikkjunnar (Den Rpde
Kappe) í leikstjórn hins kunna danska kvikmyndaleikstjóra
Gabriels Axel, og tekin var til sýninga 1967.22 Tilurð og til-
koma Kvikmyndasj óðs 1979 markar enn frekar þau þáttaskil
sem urðu í íslenskri kvikmyndagerð um þetta leyti. Fyrri
tímamörk efnis um íslenskar kvikmyndir eru miðuð við þau
tímamót. Kvikmyndastofnun Islands leysti Kvikmyndasjóð
af hólmi í upphafi árs 2003.23
Upplýsingar um innlendar kvikmyndir taka aðeins til
langra leikinna mynda þar sem áreiðanlegar upplýsingar
skortir um gerð stuttmynda og heimiidarmynda. Flokkun
kvikmynda eftir framleiðendalöndum/svæðum og kvik-
myndum fyrir börn er samkvæmt upplýsingum úr gagna-
grunnum European Audiovisual Observatory (Lumiere
Database),24 The Internet Movie Database25 og Kvikmynda-
skoðunar26. Samfelldar upplýsingar um uppruna fjölda
sýndra mynda eru ekki tiltækar fyrir 1996. Svipað gildir um
uppruna kvikmynda sýndra á kvikmyndahátíðum og sér-
sýningum en upplýsingar um þær ná aftur til ársins 2000.
XI. Myndbönd og mynddiskar. Myndbönd og myndbands-
tæki komu fyrst á almennan markað um 1970. Dreifing
þeirra var þó næsta takmörkuð fram á níunda áratuginn.27
Gera má þó ráð fyrir að útbreiðsla myndandstækja hafi
verið örari hér en víðast hvar á meðal nágranna okkar
sökum takmarkaðs framboðs á sjónvarpsefni. Einkum hafa
landsmenn tekið ástfóstri við leigumyndbandið en áætluð
útlega fjölda myndbanda á íbúa með því hæsta sem þekkist
á byggðu bóli. Öðru máli gegnir með sölumyndböndin en
útbreiðsla þeirra var lengi vel næsta takmörkuð.28
22 Sjá yfirlit um íslenska kvikmyndagerð í Árna Þórarinssyni,
„Films“, í Iceland: The Republic (Reykjavík, 1996), Erlendi
Sveinssyni, Kvikmyndir á Islandi 75 ára. Afmœlisrit (Reykjavík,
1981) og ýmsar greinar í Guðna Elíssyni (ritstj.), Heimur
kvikmyndanna (Reykjavík, 1999). -Um seinni tíma íslenska
kvikmyndagerð, sjá t.d. Jannike Áhlund, En sagolik [film]
historia - bilder frán Island (Gautaborg, 2000), Peter Cowie,
Icelandic Films (Reykjavík, 1995), ýmsar greinar í tímariti
kvikmyndagerðarmanna, Landi og sonum (www. producers.is/
LANDOGSYNIR/) og í Variety International Film Guide
(Iceland).
23 Kvikmyndalög 2001, nr. 137.
24 http://lumiere.obs.coe.int/web/EN/search.php.
25 http://us.imdb.com/.
26 http://www.mmedia.is/~kvikmynd/.
27 Brian Winston, Media Technology and Society: A History
(Lundúnum, 1998).
28 European Audiovisual Observatory, Yearbook 2002, vol. 3:
Film, Television, Video and Multimedia in Europe (Strasborg,
2002).
Mynddiskar (DVD diskar) komu á markað um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar. Fljótlega hófst dreifing mynd-
diska til útleigu og sölu hér á landi. Aukning í sölu sölu-
mynddiska hefur verið hröð og var svo komið árið 2001 að
sala þeirra slagaði hátt upp í sölu sölumyndbanda, en
undanfarin ár hafa verið gefnir út mun fleiri sölumyndir á
diskum en á myndböndum. Vöxtur í sölu sölumynddiska
stafar eðlilega af því að útbreiðsla mynddiskaspilara á
heimilum hefur verið hröð, - vísast til hraðari en nokkurra
annarra boðmiðla og tækja til afspilunar hljóðs og myndar
að meðtalinni heimilistölvunni, Netinu og farsímanum. Til
skýringar á örri aukningu í sölu sölumynddiska bætist að
heimilistölvur eru í dag oftast nær útbúnar til afspilunar á
mynddiskum og mynd- og hljóðgæði mynddiska eru mun
betri en á myndböndum.
Utbreiðsla leigumynddiska hefur á hinn bóginn verið
mun hægari. Vart er þó við öðru að búast. Uppbygging
mynddiskalagers leignanna er kostnaðarsamur og kallar á
tvöfalt birgðahald á meðan myndbandanotkun er enn
útbreidd og mynddiskaspilarar ekki jafn algeng eign heimila
og myndbandstækið.29
Það er því ekki fyrr en á síðustu árum sem völ er á sam-
felldum upplýsingum um útgáfu og dreifmgu myndbanda.
Gagnasöfnun Hagstofunnar um útgáfu, dreifingu og sölu
myndbanda á rneðal útgefenda leigu- og sölumyndbanda
hófst fyrst 1996 og mynddiska síðar. Birtar eru tölur um
útgefna titla myndbanda og mynddiska fyrir leigu- og
sölumarkað eftir efni og uppruna og dreifingu. Tölur um
fjölda og verðmæti útleigðra leigumynda og seld eintök
sölumynda í smásölu eru áætlaðar út frá neyslukönnunum
og sölutölum útgefenda og dreifenda.
Einnig eru birtar upplýsingar um flokkun mynda eftir
leyfilegum aldri áhorfenda og efni, útgáfu og dreifingu
barna- og fjölskyldumynda, myndbandaleigur, myndbands-
tækja- og mynddiskaspilaraeign heimila og um söluhæstu
leigu- og sölumyndirnar.
Flokkun mynda á myndböndum og diskum eftir efni og
framleiðendalöndum/svæðum er samkvæmt upplýsingum
útgefenda og gagnagrunni Kvikmyndaskoðunar.
XII. Hljóðvarp hófst fyrst hér á landi 18. mars 1926 er
reglulegar útsendingar H.f. Útvarp hófust. Rekstur stöðvar-
innar, sem var í einkaeigu, komst fljótlega í þrot og var
útsendingumhættfyrrihlutaárs 1928. Reglulegarútsending-
ar hljóðvarps hófust ekki aftur fyrr en Ríkisútvarpið (þá
nefnt Útvarpsstöð Islands í Reykjavík) hóf útsendingar 20.
desember 1930. Ríkisútvarpið fékk einkarétt á hljóðvarp-
sendingum 1934 og hafði hann óslitið allt til 1986 er hann
var afnuminn og útvarp einkaaðila var heimilað á ný.30 Þann
29 Fyrir þróunina í evrópskum samanburði, sjá EUROSTAT,
Statistics onAudiovisual Services: Data 1980-2000 (Lúxemborg,
2002; http://europa.eu.int/comm/eurostat/) og Screen Digest,
European Video: Market Assessments and Forecasts 2006
(Lundúnum, 2002).
30 Sját.d. GunnarStefánsson, UtvarpReykjavík. Saga Ríkisútvarps-
ins 1930-1960 (Reykjavík, 1997) og Magnús Jónsson, Alþingi
og útvarpið (Reykjavík, 1947). -Um þróun á hljóðvarpsmarkaði
hin síðari ár, sjá m.a. Þorbjörn Broddason og Ragnar Karlsson,
„Medien Island", í Hans-Bredow-Institut, Internationales