Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 44
42
Fjölmiðlun og menning 2003
atvinnustarfsemi í hagskýrslum (International Standard
Classification of all economic activities).
ISAT-staðall. Flokkun Hagstofu Islands fyrir atvinnu-
starfsemi í hagskýrslum byggð á samræmdri atvinnugreina-
flokkun Evrópusambandsins, NACE, Rev. 1 (Nomenclature
générale des Activitées économique dans les Communautés
Européennes), sem gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
Sbr. Islenska atvinnugreinaflokkun. ISAT 95, 2. útg. 1994.
Landsblað. a) Fréttablað sem hefur ekki staðbundna
efnisskírskotun; b) fréttablað sem dreift er á landsvísu. -4
landshlutablað; staðarblað
Landshlutablað. a) Fréttablað sem hefur fyrst og fremst
efnisskírskotun innan tiltekins landshluta; b) fréttablað sem
er að mestu dreift staðbundið. -> landsblað; staðarblað
Leigumyndband. -> leigumyndband og leigumynddiskur
Leigumyndband og leigumynddiskur. Myndband og
mynddiskur útgefinn til útleigu.
Leigumynddiskur. -> leigumyndband og leigumynddiskur
Leikhús. Leikfélag/hópur sem hefur á að skipa launuðum
föstum starfsmönnum og hefur yfir að ráða fastri aðstöðu til
sýningarhalds. -» atvinnuleikhópur
Lén. Einnig oft nefnt umdæmi (á ensku domain). Sá hluti
tölvunets þar sem tilföng eða vistföng eru undir sameiginlegri
stjóm (s.s. netföng og vefsíður). Lén skiptast í rótarlén og
undirlén. Rótarlén (án ensku top-level domairí) em efsti hluti
lénakerfisins og skiptast gróflega í þrennt: þjóðarlén (sbr. ,is=
fyrir Island); almenn rótarlén, sem vísa til tiltekinnar starfsemi
þeirra stofnana og fyrirtækja sem að þeim standa óháð
landfræðilegri staðsetningu (s.s. ,com= commercial; ,edu=
educational; .int= intemational, .org=organization, ,mil=
military; ,net= network) og sérstök lén: ,arpa= advanced
research project agency bandaríska vamamálaráðuneytisins
(US Department of Defense). Öll lén em síðan nánar skilgreind
undir rótarlénum (sbr. lén Hagstofunnar: hagstofa.is). Lén sem
skilgreind em undir rótarlénum em nefnd hér annarrar rótar lén
(á ensku second level domairí). Rétthafi léns getur skilgreint
ótakmarkaðan fjölda undirléna undir léni sínu. Oft notað
þannig að fyrirtæki skráir vöm og þjónustu sína sem undirlén
undir léni fyrirtækisins.
Ógjömingur að segja nákvæmlega til um fjölda léna eftir
landfræðilegum uppmna. Lén með rótarendinguna .is getur
hæglega tilheyrt fyrirtæki eða stofnun í hvaða landi sem er. Að
sama skapi er óvíst um landfræðilegan uppmna þeirra aðila
sem fengið hafa úthlutað rótarlénum með vísun til starfsemi
þeirra (sbr. .com, .net o.frv.). Tölur um fjölda léna eftir
landfræðilegum uppmna em því aðeins vísbending um umfang
Netsins í viðkomandi landi. Lénum er eingöngu úthlutað til
stofnana, félaga og fyrirtækja. Intemet á Islandi - ISNIC hefur
umsjón með úthlutun léna á Islandi (þ.e. nöfn léna sem enda á
.is). Sbr. Intemet á Islandi - ISNIC (www.isnic.is/) og Intemet
Software Consortium (www.isc.org/).
Löng leikin kvikmynd. Kvikmynd, að meðtöldum teikni-
myndum (oftast á 35 mm filmu), sem tekur a.m.k. klukku-
stund í sýningu. Sbr. MEDIA Salles, European Cinema
Yearbook.
Mánaðarblað. Blað útgefið mánaðarlega að jafnaði.
Netið. Samheiti yfir tengingu ólíkra tölvuneta sem ná til
flestra ríkja heims. Einnig nefnt Alnetið, Internetið og
Lýðnetið. Sbr. Tölvuorðasafn, 3. útg., 1998.
Nettenging. Tölva með tengingu við Netið. Sérhver tölva
(netþjónn, notendatölva, prentari, o.frv.) sem hefur tengingu
við Netið fær úthlutað ákveðnu einkenni, sk. IP auðkenni.
-> Netið
Netþjónn. Tölva í tölvuneti, sk. hýsitölva, sem veitir
notendum ýmsa þjónustu og veitir aðgang að gagnasöfnum
og stjórnar yfirleitt notkun Netsins. Sbr. Tölvuorðasafn, 3.
útg., 1998.
Notendalína. Símalína í almenna símanetinu (á ensku main
telephone line), hvort heldur er um að ræða fyrir hliðrænan
síma (á ensku analouge) eða stafræna (á ensku digital) línu
í samneti ISDN grunn- og stofntengingu. Fyrir hverja
notendalínu geta verið fleiri en einn notandi. Samanlagður
fjöldi notendalína nálgast að sýna fjölda áskrifenda í almenna
símanetinu. -> uppsett lína
Reykjanes. Suðurnes og höfuðborgarsvæði, að Reykjavík
frátalinni.
Rótarlén. (á ensku top-level domain) -> lén
Sérefnisblað. Fréttablað sem flytur fréttir og frásagnir af
atburðum um afmörkuð málefni, s.s. um viðskipti, einstakar
atvinnugreinar, án þess þó að geta talist fagrit fyrir einstakar
starfsstéttir eða hópa. Sbr. ISO 9707: 1991 (Information and
Documentation: Statistics on Production and Distribution of
Books, Newspapers, Periodicals and Electronic Publications).
-> fréttablað; staðarblað
Sérsýningar kvikmynda. Kvikmyndasýningar haldnar af
sérstöku tilefni, s.s. kvikmyndahátíðir og aðrar sérsýningar
mynda sem oftast hafa ekki verið teknar til almennra sýninga.
Sérsýningar og aðsókn að þeim eru almennt aðgreindar frá
almennum kvikmyndasýningum. Sbr. European Audio-
visual Observatory, Yearbook: Film, Television, Video and
Multimedia in Europe, EUROSTAT, AUVIs Overall
Methodology og MEDIA Salles, European Cinema Year-
book.
Sérsýningar safna, setra og garða. Tímabundnar sýningar
á vegum safna, setra og garða. -> söfn, setur og garðar
Smáauglýsingar. Til aðgreiningar frá almennum aug-
lýsingum og flokkuðum auglýsingum í blöðum og tímaritum
(á ensku classified advertisements). Smáauglýsingar eru
oftast í formi smátexta á venjulegu letri, stundum með
smárri mynd. Smáauglýsingar eru skýrt afmarkaðar frá
öðru efni blaða og tímarita og eru flokkaðar niður eftir efni.
-> almennar auglýsingar; flokkaðar auglýsingar
Staðarblað (héraðsblað). Fréttablað sem flytur efni sem
hefur fyrst og fremst efnisskírskotun innan bæjar eða
byggðar. -> landsblað; landshlutablað
Stofnanabókasafn. -> almenningsbókasafn
Stuttmynd. Kvikmynd sem tekur innan við klukkustund í
sýningu. Sbr. EUROSTAT, AUVIs Overall Methodology ,
MEDIA Salles, European Cinema Yearbook og UNESCO.
Söfn, setur og garðar. Varanleg stofnun opin almenningi
sem hefur það hlutverk að safna og hafa til sýnis muni,
lifandi dýr og plöntur svo að þær megi nýtast til rannsókna,
fræðslu og skemmtunar. Hér undir falla einnig vísinda-
miðstöðvar sem eru opnar almenningi. Hér eru safnahugtakið
(safn, setur og garður) notað í nokkru víðari merkingu en
skilgreining Alþjóðaráðs safna kveður á um, en nær þó ekki
tilþjóðgarðaog stakranáttúru- ogfornminja. Sbr. Alþjóðaráð
safna - Intemational Council of Museums, Samþykktir -
siðareglur.
Sölumyndband. -> sölumyndband og sölumynddiskur