Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 37
Fjölmiðlun og menning 2003
35
útbreiðslu, fjölda útgáfustaða, tekjum, blöðum á Netinu og
lestri einstakra blaða. Við framsetningu talnaefnis er gerður
greinarmunur á seldum blöðum og blöðum sem dreift er
endurgjaldslaust, jafnframt því sem vikublöð eru aðgreind
í lands-, landshluta- og héraðs- og staðarblöð. Utbreiðsla
dagblaða og auglýsingatekjur eru að hluta áætlaðar sam-
kvæmt ársreikningum útgefenda.
VIII. Tímarit. Hvenær upphaf íslenskrar tímaritaútgáfu er
ársett ræðst af því hvað lagt er til grundvallar hugtakinu
tímarit. Alþingisbókin, síðar Lögþingisbókin (1696-1800)
er fyrsta ritið sem kom út hér í tímaritsformi, en það flutti
greinargerð um störf Alþingis hins forna. Fyrsta almenna
tímaritið var Islandske Maanedstidender (1773-1776),
prentað og útgefið í Hrappsey á Breiðafirði.12
Efni þessa kafla, um tímarit útgefin frá 1965 og síðar, er
að stórum hluta byggt á upplýsingum Landsbókasafns
Islands - Háskólabókasafns.13 I kaflanum er m.a. að finna
tölur um fj ölda tímarita eftir útgáfutíðni og efni og innflutning
tímarita og blaða eftir helstu innflutningslöndum. Engar
heildartölur eru til um útbreiðslu tímarita, né um tekjur af
tímaritaútgáfu. Hér eru þó birtar í fyrsta sinn tölur um
útbreiðslu helstu neytendatímarita frá 1992 og nokkurra
fag- og sérfræðitímarita frá 1997 samkvæmt upplýsingum
útgefenda.14 Einnig gefur hér að líta niðurstöður úr fjölmiðla-
könnunum um lestur einstakra tímarita.
IX. Hljóðrit. Tölulegar upplýsingar um hljóðrit og út-
breiðslu þeirra eru næsta litlar framan af. Fyrstu íslensku
hljómplöturnar voru útgefnar 1907 og fluttu söng Péturs Á.
Jónssonar.15 Hljóðritaútgáfa mun hafa verið einhver næstu
áratugina, en það er ekki fyrr en upp úr 1950 er útgáfan
eykst til muna samfara viðgangi unglinga- og æskulýðs-
menningar og almennari eign heimila á plötuspilurum.16
Efni þessa kafla tekur til útgefinna hljóðrita eftir tegund
og efni frá og með 1979 og sölu hljóðrita á árabilinu 1991-
2001, auk ýmislegs annars skylds efnis. Upplýsingar um
hljóðritaútgáfuna eru að mestu fengnar úr Islenskri hljóð-
ritaskrá Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns og
miðast fyrri tímamörk við upphaf skrárinnar. Flokkun
samtaka sænskra hljóðritaútgefenda er höfð til hliðsjónar
við skiptingu útgefinna hljóðrita eftir efni. Fremur er hér um
vísbendingu um efni útgefinna hljóðrita, fremur en að um
einhlítar niðurstöður sé að ræða.
Upplýsingar um sölu hljóðrita fyrir árin 1991-1994 eru
byggðar á áætlun Alþjóðasamtaka hljóðritaútgefenda,17 en
12 Sjá t.d. Bergstein Jónsson, „Fyrstu íslensku tímaritin, 1“, Tímarit
Máls og menningar 22,1966, og Halldór Hermannsson, tilv. rit.
13 Tölulegar upplýsingar um tímaritaútgáfuna fyrir 1965 er að
finna í Olafi F. Hjartar, tilv. rit.
14 Um tímaritaútgáfuna má lesa í Guðjóni Friðrikssyni, tilv. rit.
15 Hallgrímur Helgason, Tónmenntira-k(Reyki&vík, 1977), s. 193.
16 Gestur Guðmundsson, Rokksaga Islands. Frá Sigga Johnnie til
Sykurmolanna (Reykjavík, 1990). -Tölur eru ekki tiltækar um
útbreiðslu plötuspilara á heimilum á þessum tíma, en af tölum
skv. innflutningsskýrslum um innflutning plötuspilara og hljóm-
platna má nokkuð ráða um aukna eftirspurn eftir hljóðritum. Sjá
Hagtíðindi.
17 International Federation of the Phonographic Industry - IFPI,
The Recording lndustry in Numbers (Lundúnum).
eftir það eru tölur um hljóðritasöluna sóttar í upplagseftirlit
Sambands hljómplötuframleiðenda. Heildarsalan er byggð
á ætlaðri markaðshlutdeild útgefenda sem þátt taka í upp-
lagseftirliti samtakanna. Birtar eru tölur yfir útgáfu og sölu
hlj óðrita og dreifingu þeirra eftir útgefendum og dreifendum.
Þá eru einnig í kaflanum töflur um söluhæstu innlendu og
erlendu hljóðritin síðustu ár, auk efnis um hlustun á hljóðrit
samkvæmt könnunum.
X. Kvikmyndir. í kaflanum eru m.a. birtar upplýsingar um
starfsemi kvikmyndahúsa, aðsókn, uppruna frumsýndra
mynda, íslenskar kvikmyndir, kvikmyndahátíðir og sér-
sýningar, sýningar og aðsókn að barna- og fjölskyldu-
myndum, kvikmyndir eftir efni og leyfilegum aldri áhorfenda
og aðsóknarhæstu kvikmyndir síðustu ára.
Til grundvallar upplýsingum um kvikmyndasýningar og
starfsemi kvikmyndahúsa liggja gögn Hagstofunnar sem ná
samfellt frá 1965, að undanskildum árunum 1981-1984 er
gagnasöfnun lá niðri. Hér eru þó birtar upplýsingar um
kvikmyndahús á höfuðborgarsvæði frá 1906. Það ár hófust
reglulegar kvikmyndasýningar hér á landi er Reykjavíkur
Bíógraftheater tók til starfa, eða aðeins rúmum áratug eftir
að Lumiére bræður kynntu kvikmyndina til leiks undir lok
árs 1895. Kvikmyndir höfðu að vísu verið fyrst sýndar hér
þegar árið 1903 af hálfu norskra farandsýningarmanna.
Tilraunir voru gerðar til kvikmyndasýninga í Reykjavík þá
þegar ári síðar, en fátt er vitað með vissu um það sýningar-
hald.18 Reglulegar sýningar kvikmynda voru hafnar í stærstu
þéttbýlisstöðum víðsvegar um land ánæstu árum.19 Tölulegar
upplýsingar um starfrækslu kvikmyndahúsa utan höfuð-
borgarsvæðis eru ekki tiltækar fyrir 1965.
Tölur um starfsemi kvikmyndahúsanna eru fengnar úr
árlegri talnasöfnun Hagstofunnar á meðal kvikmyndahúsa-
eigenda, en aðsóknartölur síðari ára eru fengnar úr gagna-
grunni Samtaka kvikmyndahúsaeigenda um kvikmynda-
aðsókn, sem tekinn er saman af PricewaterhouseCoopers.
Telja má að kvikmyndasýningar hafi fljótlega orðið ein
helsta skipulögð dægradvöl íbúa á þeim stöðum þar sem
kvikmyndasýningar voru í boði, líkt og ráða má af aðsóknar-
tölum að hinum ýmsum skemmtunum og viðburðum í Reykj avik
undir lok þriðja áratugar síðustu aldar.20 Fyrir 1965 eru upp-
lýsingar um aðsókn að kvikmyndasýningum ekki fyrir hendi,
að undanskildum aðsóknartölum í Reykjavík á árunum 1928-
1951. Aðsókn að kvikmyndasýningum utan höfuðborgasvæðis
1965-1980 er hér áætluð.21
18 Sjá þó Eggert Þ. Bernharðsson, „Landnám lifandi mynda. Af
kvikmyndum á íslandi til 1930“, í Guðna Elíssyni (ritstj.),
Heimur kvikmyndanna (Reykjavík, 1999).
19 Fyrir 1920 var reglulegt sýningarhald hafið á einum sjö þétt-
býlisstöðum víðsvegar um land, auk Reykjavíkur. -Sbr. Gísla F.
Gíslason, Um uppliaf kvikmyndasýninga og rekstur kvik-
myndahúsa á íslandifyrir 1940 (lokaritgerð við Háskóla Islands
- sagnfræði, 1983).
20 Árbók Reykjavíkurbœjar 1940, s. 102.
21 Um þróun á kvikmyndahúsamarkaði hér á landi á síðustu
áratugum, sjá Ragnar Karlsson, „Long-Time-A-Dying:
Transformation of the Cinema Exhibition Market In Iceland
1980-2000“, í Nordicom Review 23(1-2) 2002. og sami,
„Cinema’s Nine Lives: Fall and Revival of the Theatrical Film
Market in Iceland 1965-2000“, á vefsvæði European Audio-
visual Observatory (Strasborg, janúar 2002, www.obs.coe/int).