Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 43
Fjölmiðlun og menning 2003
41
Skýringar helstu hugtaka
Aðsókn að kvikmynda- og leiksýningum vísar til heildar-
aðsóknar, þ.e. fjölda greiddra miða og frímiða.
Almenna símanetið. Einnig nefnt fastanetið (á ensku/(xe<r/
telephone network) til aðgreiningar frá farsímanetum.
Almennar auglýsingar. Til aðgreiningar frá flokkuðum
auglýsingum og smáauglýsingum í blöðum og tímaritum (á
ensku display advertisements). Almennum auglýsingum er
ætlað er að grípa athygli lesenda þar sem táknmáli auglýsinga
er oftast beitt ríkulega, s.s. með stóru letri, ríkulegu mynd-
máli. Almennar auglýsingar eru gjarnan hannaðar af aug-
lýsingastofum. —> flokkaðar auglýsingar; smáauglýsingar
Almenningsbókasafn erbókasafnfyriralmenning sem sveitar-
félög reka, ásamt bóksöfnum í sjúkrastofnunum, dvalar-
heimilum aldraðra og fangelsum (hér nefnd stofnanabókasöfn).
Sbr. Lög um almenningsbókasöfn 1997, nr. 36., 2 gr.
Andvirði seldra aðgöngumiða að kvikmyndasýningum er
hér tilgreint að meðtöldum álögðum sköttum og gjöldum.
Annarar rótarlén. (á ensku second level domain) -> lén
Atvinnuleikhópur. Leikhópur sem hefur á að skipa
atvinnuleikurum, oftast ráðnum tímabundið í tengslum við
einstakar uppfærslur, og sem hefur aðeins yfir að ráða tíma-
bundinni aðstöðu til sýningarhalds. -> leikhús
Auglýsingatekjur fjölmiðla eru hér tilgreindar sem hreinar
tekjur af birtingu auglýsinga (á ensku sk. survey method),
þ.e. að frádregnum virðisaukaskatti. Stundum nefnt „litla
auglýsingakakan" (sbr. á sænsku lilla rekiamkakan). Sbr.
Institutet för reklam- och mediestatistik - IRM (www.irm-
media.se/) og European Advertising Tripartite - EAT. ->
auglýsingaútgjöld
Auglýsingaútgjöld til fjölmiðla eru hér tilgreindar út frá
taxtaverði (á ensku sk. rate-card method) og er ekki tekið
tillit til afsláttar frá uppsettu taxtaverði, né álagðra skatta og
gjalda á birtingu auglýsinga. Kostnaður við hönnun aug-
lýsinga og umboðslaun til auglýsingastofa eru ekki meðtalin.
Stundum nefnt „stóra auglýsingakakan“ (sbr. á sænsku
stora reklamkakan). Sbr. Institutet för reklam- och
mediestatistik - IRM (www.irm-media.se/) og European
Advertising Tripartite - EAT. -4 auglýsingatekjur
Bókmenntaverk. Utgáfur ljóða, leikrita, skáldsagna og
smásagna, ritgerða, ræða, sendibréfa, fyndni, safnrita mis-
munandi bókmenntaforms og íslenskra fornrita, eða rit sem
hafa flokkstölurnar 810-899.9 samkvæmt Dewey Decimal
Classification. Sbr. Islenska bókaskrá. -> bókmenntir
Bókmenntir. Utgáfur um bókmenntasögu, bragfræði og
stflfræði auk bókmenntaverka, eða rit sem hafa flokks-
tölurnar 800/808.7-09 samkvæmt Dewey Decimal
Classification. Sbr. íslenska bókaskrá. -> bókmenntaverk
Bæklingur. Rit sem er 5 til 48 síður að stærð og er hugsað sem
íyrirfram ákveðið ritverk. Sbr. Islenska bókaskrá. —> bók
Bók. Rit sem er 49 síður eða þar yfir og er hugsað sem fyrir-
fram ákveðið ritverk. Sbr. Islenska bókaskrá. -> bæklingur
Dagblað. Fréttablað útgefið 4 sinnum og oftar í viku. Sbr.
ISO 9707:1991 (Information andDocumentation: Statistics
on Production and Distribution of Books, Newspapers,
Períodicals and Electronic Publications). -> fréttablað;
sérefnisblað
Dagleg hlustun/daglet áhorf. Hlutfall hlustenda/áhorfenda
sem stillir á viðkomandi útvarps/sjónvarpsstöð á dag að
jafnaði.
Dagskrárrás. Hljóðvarps- eða sjónvarpsstöð/rás sem sendir
út eigin samsetta dagskrá. Sbr. EUROSTAT, AUVIs Overall
Methodology.
Dagskrársnið. Megineinkenni dagskrár útvarpsstöðva með
tilliti til efnis og til hverra dagskrá er einkum ætlað að höfða.
Sbr. European Broadcasting Union, ESCORT 2.4. EBU
System of Classification of RTv Programmes, 2002.
Fastanetið. -4 almenna símanetið
Flokkaðar auglýsingar. Til aðgreiningar frá almennum
auglýsingum og smáauglýsingum í blöðum og tímaritum (á
ensku display classified advertisements). I flokkaðar
auglýsingar er meira í lagt en smáauglýsingar, s.s. varðandi
notkun leturs og annarra grafískra stflbrigða. Flokkaðar
auglýsingar eru flokkaðar niður í blöðum eftir megin efnis-
flokkum, s.s. atvinnuauglýsingar í dagblöðum. Flokkaðar
auglýsingar eru oft nefndar raðauglýsingar. -> almennar
auglýsingar; smáauglýsingar
Framleiðandaland kvikmyndar/myndbands er að öllu
jöfnu skilgreint út frá ríkisfangi þess framleiðanda sem fer
með listrænt forræði kvikmyndar. I þeim tilfellum þegar um
er að ræða kvikmyndir sem framleiddar eru með jafnri
ábyrgð tveggja eða fleiri framleiðenda af ólíku ríkisfangi er
miðað við í senn ríkisfang framleiðanda, leikstjóra, höfunda,
leikara og tæknifólks, fjármögnun o.frv. Sbr. European
Audiovisual Observatory, Yearbook: Film, Television, Video
and Multimedia in Europe.
Fréttablað. Blað útgefið vikulega eða oftar, sem flytur
fréttir og frásagnir af atburðum líðandi stundar, auk ýmislegs
annars efnis. Sbr. ISO 9707: 1991 (Information and
Documentation: Statistics on Production and Distribution
of Books, Newspapers, Periodicals and Electronic
Publications) og UNESCO, International Standardization
of Statistics on the Production and Distribution of Books,
Newspapers and Periodicals (Rev.). —> sérefnisblað
Hálfsmánaðarblað. Blað útgefið hálfsmánaðarlega að
jafnaði.
Héraðsblað. -4 staðarblað
Hljóðbók. Hljóðrituð útgáfa prentaðs máls fjölfölduð á
snældu og/eða geisladisk.
Hlutstæð eining (á ensku physical unit). Stök útgáfa (s.s.
bókar, hljóðrits) aðgreint frá öðruin útgáfum á þann hátt að
það er bundið sér, í umbúðum sér eða aðgreint með öðrum
tæknilegum búnaði.
Höfuðborgarsvæði. Reykjavík, Bessastaðahreppur, Garða-
bær, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfells-
bær og Seltjarnames.
ISDN stofntenging og grunntenging. Símalína í sk. samneti
eða samþættu þjónustuneti innan almenna símanetsins (á
ensku Integrated Sennces Digital Network). ISDN tengingar
skiptast í grunntengingar og stofntengingar. Tveir notendur
geta tengst samtímis hverri grunntenginu en allt að þrjátíu
notendur geta tengst hverri stofntengingu.
ISIC-staðall. Alþjóðleg flokkun Sameinuðu þjóðanna fyrir