Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 39
Fjölmiðlun og menning 2003
37
28. ágúst sama ár hóf Bylgjan fyrst útsendingar hljóðvarps-
stöðva í einkaeigu, en stöðin er enn starfrækt. Arið 1951
hófust hljóðvarpsútsendingar á vegum Bandaríkjahers á
Keflavíkurflugvelli. Utsendingarnar hafa náðst á Faxaflóa-
svæðinu og um sunnanvert landið.31 Þeirra er ekki getið
frekar í þessi riti.
Töluleg gögn um hljóðvarpsafnot ná samfellt aftur til
upphafs Ríkisútvarpsins 1930 og um lengd útsendinga og
efni litlu skemur eða frá 1932 og 1936. A hinn bóginn er
litlar upplýsingar til um skiptingu efnis annarra stöðva fyrr
en á síðustu árum. Við flokkun dagskrár stöðvanna hefur
verið tekið mið af flokkunarkerfi Samtaka evrópskra
útvarpsstöðva.32
Að auki eru birtar upplýsingar um staðsetningu stöðva
eftir landsvæðum, rekstaraðila, auglýsingatekjur og kostun,
þróun afnotagjalda og um hljóðvarpshlustun samkvæmt
fjölmiðlakönnunum. Upplýsingar um einkareknar hljóð-
varpsstöðvar ná aðeins til stöðva með langtíma útvarpsleyfi.
Stöðva með leyfi til skóla- og tækifærisútvarps er ekki getið
hér.33 Sama er að segja um stöðvar sem sendu út óreglulega
og stöðvar sem eingöngu endurútvörpuðu dagskrá annarra
stöðva.34
XIII. Sjónvarp. Fyrstu reglubundnu sjónvarpsendingamar
á vegum íslenskra aðila hófust 30. september 1966 er
Ríkisútvarpið byrjaði útsendingar. Fyrir þann tíma höfðu
íbúar á Suðurnesjum og víðsvegar um höfuðborgarsvæðið
náð sjónvarpsendingum á vegum bandaríska hersins á
Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 1955.35 Þeirra er ekki
frekar getið hér. Ríkisútvarpið hafði einkarétt til sjónvarps-
útsendinga til ársins 1986 er sjónvarpsrekstur einkaaðila
var heimilaður. Þann 9. október sama ár hófust útsendingar
Stöðvar 2, fyrstu og jafnframt elstu núlífandi sjónvarps-
stöðvarinnar í einkaeigu.36
HandbuchMedien 2002/2003. Ritstj. Christiane Matzen. (Baden-
Baden, 2002) og Ragnar Karlsson, Hilmar Thor Bjarnason og
Þorbjörn Broddason, „The Icelandic Media Landscape: Structure,
Economy and Consumption'1, í Ulla Carlsson og Eva Harrie
(ritstj.), Media Trends 2001 in Denmark, Finland, Iceland.
Norway andSweden: Statistics andAnalysis (Gautaborg, 2001).
31 SjáHörð Vilberg Lárusson, „Hernám hugans. Hugmyndirmanna
um áhrif Keflavíkursjónvarpsins á íslenskt þjóðerni“, Ný Saga
10, 1998 og Þorbjörn Broddason, Television in Time: Research
Images and Empirical Findings (Lundi, 1996), s. 41-2.
32 European Broadcasting Union: ESCORT 2.4. EBU System of
Classification of RTv Programmes (Genf, 2002; www.ebu.ch/
index.php).
33 Skv. Útvarpslögum 2000, nr. 57, veitir Utvarpsréttarnefnd leyfi
til útvarpsrekstrar einkaaðila. Grein er gerð fyrir útvarpsleyfum
og leyfishöfum (bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp), sem og starfi
nefndarinnar í ársskýrslum hennar (þær er að finna á rafrænum
búningi á slóðinni: www.mmedia.is/utvarpsrn/).
34 Þar af leiðandi er útsendinga Langbylgjunnar og stuttbylgju-
útsendinga Ríkisútvarpsins ekki getið hér, né endurvarps erlendra
hljóðvarpsstöðva, hvort heldur er um loftnet (s.s. BBC World
Service) eða kapal (s.s. tónlistarrásir Music Choice á Breiðvarpi).
35 Sjá nmg. nr. 31.
36 Sjá yfirlit um þróun sjónvarpsmarkaðar hér á landi m.a. í
Ragnari Karlssyni, Hilmari Thor Bjarnasyni, Þorbirni Broddasyni
og Margréti Lilju Guðmundsdóttur, „Performance of Public and
Private Television in Iceland 1993-1999“, í Nordicom Review,
21(1), 2000.
Kaflinn hefur m.a. að geyma tölur um fjölda sjónvarps-
notenda frá 1967, fjölda sjónvarpsstöðva sem hafa haft
langtímaleyfi útvarps, útsendingartíma eftir efni og uppruna,
skiptingu frumsýnds og endurflutts efnis, bama- og unglinga-
efni, endurvarp erlends sjónvarps, auglýsingatekjur sjón-
varpstöðva og kostun, þróun afnotagjalds sjónvarps, aðgengi
að textavarpi, útbreiðslu sjónvarps og fylgihluta á heimilum
og áhorf á sjónvarp eftir einstökum stöðvum. Stöðvum með
skammtímaleyfi til útvarps (skóla- og tækisfærissjónvarps)
er ekki getið hér.37
Við skiptingu útsends efnis sjónvarpsstöðva hefur verið
stuðst við flokkunarkerfi Samtaka evrópskra sjónvarps-
stöðva.38
XIV. Útvarp. Efni þessa kafla eru samandregnar töflur um
útvarp (þ.e. hljóðvarp og sjónvarp), s.s. um starfsmannahald,
tekjur og útsendingu útvarpsstöðva á Netinu. Einnig em
bornar saman kvaðir, skyldur og réttindi útvarps í almanna-
þjónustu og einkaeigu samkvæmt núgildandi lögum og
reglugerðum.
XV. Tölvur, Netið og margmiðlun. Efni þessa kafla fjallar
fyrst og fremst um útbreiðslu tölva og fylgihluta 0£ Netsins
á heimilum og aðgengi og notkun einstaklinga. Utbreiðsla
og notkun upplýsingatækni í fyrirtækjum og stofnunum er
ekki til umfjöllunar hér, né almenn formgerð upplýsinga-
tækninnar.39
Einkatölvur komu fyrst á markað um og kringum 1980.
Tölvueign einstaklinga var þó næsta takmörkuð fyrst í stað
og varð ekki breyting þar á fyrr en upp úr miðjum níunda
áratugnum í kjölfar örrar hugbúnaðarþróunar og bætts
notendaviðmóts og verðlækkana. Greint er frá aðgangi
einstaklinga að tölvum og fylgihlutum þeirra á heimilum og
annars staðar samkvæmt neyslukönnunum allt frá 1994.
Einnig eru birtar upplýsingar um útbreiðslu og notkun
Netsins og annars tengds efnis. Fyrir 1990 var nánast
ógjörningur að tengjast Netinu fyrir aðra en háskóla og
rannsóknarstofnanir. Fíafrannsóknarstofnun var fyrst
íslenskra stofnana til að tengjast Netinu um miðjan síðasta
áratug og komast þannig rafrænt í samband til útlanda.
Næstu árin tengdust fjölmargar rannsóknarstofnanir og
skólar við Netið. Tengingum heimila við Netið fór fyrst
stórlega að fjölga um miðjan þennan áratug.40 Þá eru hér í
fyrsta sinn birtar tölur yfir sölu og dreifingu leikjatölva og
37 Sjá nmg. 33.
38 EBU, tilv. rit.
39 Varðandi þetta efni skal t.d. vísað til könnunar Hagstofunnar,
Rannsókn á notkun upplýsingatœknibúnaðar og rafrænum
viðskiptum þeirra 2002 (www.hagstofa/is) og fyrir fjölþjóð-
legan samanburð, sjá EUROSTAT, Statistics on the Information
Society in Europe: Data 1990-2002 (Lúxemborg, 2002; http:/
/europa.eu.int/comm/eurostat/); Nordic Information Society
Statistics 2002 (Kaupmannahöfn, 2002, einnig á:
www.hagstofa.is/); OECD, Information and Communications
Statistics og Information Technology Outlook: ICTs and the
Information Economy (París, ýmis ár, www.oecd.org/).
40 Um upphaf Netsins hér á landi, sjá Jóhann Gunnarsson, „Upp-
lýsinganet“, í Samstarfsnefnd um upplýsingamál, Upplýsingar
eru auðlind (Reykjavík, 1990) og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur
(Titstj.)./\ upplýsingahraðbraut. Frásagnirafnotkunlnternetsins
(Reykjavík, 1995).